Morgunblaðið - 16.03.1972, Síða 12

Morgunblaðið - 16.03.1972, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAIIZ 1972„ Frá flóðunum miklu í Perú. Börn í litlum bæ virða fyrir sér rústir heimilis sins. 80% húsa í bænum eyðilögðust. Flóðasvæðin eru 600 fermílur á Kyrrahafsströndinni. Hughes farinn frá Nicaragua Los Amgeles, 14. marz — AP BILL.IÓNAMÆRINGURINN Howard Hughes er farinn frá Nicaragua, þar sem hann hef- ur farið huldu höfði í einn mánuð. Samkvæmt opinber- um heimildum í Managua, höfuðliorg landsins, fór Hugh- es i einkaflugvél til Los Ang- eles. Talsmaður eins af fyrir- tækjum Hughes, Richard Hannah, sagði hins vegar, að „talið væri að Hughes væri í Bandaríkjumum“, en hann kvaðst ekki geta staðfest það, ef hann væri um það spurður af blaðamönnum. Annar tals- maður Hughes sagði, að senni legaværi í athugun hvort hann færi aftur til Las Vegas, en hann sagðist ekkert vita hvar hann væri staddur. Samkvæmt heimildum i Nicaragua átti Hughes fund í gær með Spmoza forseta, en þeir hafa rætt hugsanlegan viðskiptasamning, sem snertir flugfélag Hughes og flug- félag, sem Somoza á. Fulltrú- ar Hughes munu halda þess- um viðræðum áfram í Mana- gua. Áður en Hughes fór til Nic- aragua var hann á Bahama- eyjum. Somoza sagði honum að hann gæti verið í landinu eims lengi og hann lysti. Áður en Hughes fór frá Bahama- eyjum bjó hann einangraður á hóteli í Las Vegas, en eign- ir hans þar nema milijónum dollara. f KVÖLD bárust þær fréttir, að Hughes væri kominm í einkaflugvél til Vameouver í Kaniada ásamt 15 manmia fylgd arliði, að því er virti-st í við- skiptaerimdum, þótt það sé éklki staðfest. — Enginin sá Hughes koma. Forkosningarnar í Florida: Áfall fyrir Muskie sem lenti í 4. sæti Miami, Florida, Washington, 15. marz, AP, NTB. ir ÚRSLIT prófkosninganna á Miami í gær urðu mikill sigur fyrir George Wallace, ríkissljóra I Alabama, sem fékk 42% at- kvæða og að sama skapi ósigur fyrir Edmund Muskie, sem lenti i fjórða sæti, með aðeins 9% at- kvæða. Hubert Humphrey varð næstur Wallace með 18% og þriðji Henry M. Jackson með 13%. if Þcir Wallace og Humphrey keppast nú við að lýsa sig sig- nrvegara og sannfæra menn um, að þeim bcri framboð Dcmó- krataflokksins gcgn Nixon for- seta í komandi forsetakosningum. Muskie leggur hins vegar á- herzlu á, að hann eigi enn eftir 22 prófkjör, áður en útséð er um úrslit. „Ég á eftir að vinna sum- ar orrusturnar, en tapa öðrum. Spurningin er hver vinnur stríð- ið?“ hafa fréttamenn eftir hon- um. ir Meðai repúblikana fékk Nixon forseti langflest atkvæði, eða 87%, Ashbrook fékk 9% og Mc- Closky 4%. Úrslitin hafa haft þau áhrif, að sögn fréttamanna, að sam- keppnin u-m framboð demókrata verður nú meira speninandi en áður. Muskie er ekki lenigur sig- urstranglegastur þeirra. Stjairna hanis iæk'kaði þegar í prófkjörinu í New Hampshire, þar seim hanm náði ekki eiinis góðum árangri og vænzt hafði verið — og nú hefur hanm hrapað langt niður fyrir það, sem búizt var við — þó svo að ráð hafi verið fyrir því gert, að hanin mundi eiga í vök að verj ast vegna þátttöiku svo margra sterkra manna og stuðnings við Wallace á þessum slóðum. Wallace hefur nú tryggt sér stuðniing 75 af 81 fulltrúa demó- krata í Florida, þegar til endan- legs vals frambjóðanda flokks- ms keimur á Miami Beach í júlí í sumar. Humphrey fær þá sex, sem eftir eru, en fréttamenm segja fáa trúaða á, að hamm hljóti útnefnimgu flokksimis. Humphrey tapaði fyrir Nixom í síðustu kosn inigum og bendir ekkert til þesa, að honum mundi vegna betur nú. Wallace sagði í viðtali við fréttamenn, er úrslitin voru kumn, að þau kæmu sér á óvart — hanm hefði alls ekki búizt við svo milklum sigri. Muakie hélt ræðu á fundi stuðm ingsmamna sinina, þegar séð varð, hvar hainm stóð í prófkjörinu og voru vanbrigðim augljós, bæði á homum og áheyrendum, að því er fréttamenm segja. Hamm gagn- rýndi Wallace mjög harðlega og kvaðst amdvígur öllum hamis marbmiðum: „Það sem hefur ver ið mér mest áfall í þessum próf- kosningum,“ sagði Musikie, „er ekki fyrst og fremst mimm per- sónulegi ósigur, heldur hitt, að sigur Wallace hefur leitt í ljós sigur verstu eðlisþátta mamn- anna.“ Ellefu deimókratar tóku þátt 1 prófkjöriimu á Miami og varð röð þeirra þessi: 1. Wallace 42% 2. Humphrey 18% 3. Jackson 13% 4. Muskie 9% 5. Lindsay 7% 6. McGovem 6% 7. Chrisholm 4% 8. McCarthy 0% 9. Mills 0% 10. Hartke 0% 11. Yorty 0% — Hussein Franihald af bls. 1 stólar verða settir á fót í lands- hlutunum. Tillögur Husseins eru umdeild- ar, en hann lagði þær fram á fundi, sem alls sátu 500 fulltrú- ar frá Jórdaníu og svæðum, sem Israelar hafa hertekið. I ísra- elska þinginu hafa fimm and- stöðuflokkar stjórnarinnar kraf- izt þess að þingið taki tillögur Husseins til meðferðar hið fyrsta til þess að hægt verði að ganga úr skugga um það hvort stjóm Goldu Meir, forsætisráðherra, hafi gert samkomulag við Huss- ein konung um Jerúsalem og herteknu svæðin á vesturbakka Jórdan. Forystumenn Araba á vestur- bakka Jórdan hafa ekkert viljað segja um tUlögur Husseins, en þúsundir manna á herteknu svæðunum sátu við útvarpstæki sin til þess að hlusta á síðustu fréttir frá Ammam. Á Gaza-svæð- inu sögðu hins vegar forystu- menn Araba þar, að aldrei yrði failizt á yfirráð Jórdaníumanna. Þó er það sögð skoðun ýmissa framámanna Araba á vestur- bakkanum að tiUögur Husseins séu of seint á ferðinni til þess að koma að haldi, þær séu að- eins draumur um ókomna fram- tíð. Lítil Ukindi eru talin til þess, að tillögur Husseins hafi nokkur áhrif i bráð á vesturbakkanum, enda eru yfirráð ísraela trygg og ekkert bendir til þess að þeir hörfi þaðan fyrr en friður verður saminn. í Amman neitaði stjórnartals- maður því harðlega að sam- komulag hefði náðst um tillög- urnar við ísraelsstjóm, og sama gerði talsmaður Goldu Meir, for- sætisráðherra, í Tel Aviv. Ríkis- stjómir Arabalanda héldu þvi fram i dag, að tillögur Husseins væru fyrsta skref í átt til sér- friðar við ísrael, en talsmaður Husseins konungs sagði, að til- lögurnar fælu þvert á móti í sér harðnandi afstöðu gagnvart fsrael. „Þetta er jórdanskt innan- ríkismál og kemur öðrum Araba- löndum ekkert við. Palestínu- mönnum verður veittur sjálfs- ákvörðunaréttur í formi kosn- inga til þess að ákveða stofnun nýs rikis, þegar frelsi hefur unn- izt,“ sagði talsmaðurinn. f París sagði talsmaður frönsku stjórnarinnar um tillög- umar, að stjórnir, væri sammála því að deilumálin í Miðaustur- löndum leystust aldrei án þess að Palestinumálið væri tekið með í reikninginn. í London vildi brezka stjórnin ekkert um tiliög- urnar segja á þessu stigi. Viðbrögð ísraela hafa hingað til verið frekar jákvæð, en harð- asta gagnrýnin á tillögurnar hef- ur komið frá herskáum Pale- stínumönnum, sem segjast aldrei munu fallast á frið við ísrael. Tillögurnar voru aðalumræðu- efnið á fundi forsetanna Sadats, Atassi og Kaddafi i Kaíró í dag, en sagt var að þeir gæfu engar opinberar yfirlýsingar um þær fyrr en þeir hefðu rætt við full- trúa ísraela. Hvarvetna í Araba- heiminum hafa komið fram há- vær mótmæli gegn tillögunum. — Flugslys Framhald af bls. 1 í kvöld hættu björgunarsveitir í Dubai við tilraunir til þess að komast á slysstaðinn, enda eru rigningar, sem geisað hafa á þessum slóðum síðan fyrir helgi, sagðar hinar mestu í manna minnum. Fjallið, sem vélin rakst á, heitir Rasal Khaimah og þar býr fólk af frumstæðum ætt- flokki, Shihu-ættflokknum, í hellum og steinkofum. Þeir bera axir að Indíánasið og tala mál, sem varla er skiljanlegt og jóðla eins og Alpa-búar. Sumir telja að Shihu-menn séu afkomendur portúgalskra sæfara frá 16. öld, og eru sumir þeirra ljóshærðir og bláeygir. Þeir eru svo herská- ir, að fáir hætta sér til heim- kynna þeirra. Einn af flugmönnum Sterling Airways segir, að telja verði að- stæður í Dubai eðlilegar og að þar sé fullnægt öllum alþjóðleg- um reglum um lendingar stórra flugvéla. Frá þvi er skýrt, að flugstjórmn, Ole Jörgensen, hafi verið starfandi hjá Sterling síðan 1966 og haft að baki 4.655 flugtima. Til þess að öðlast full flugstjóraréttindi hjá Sterling Airways þurfa menn' að hafa að baki 5.000 flugtíma. Jörgensen flaug síðast á leið- inni Kaupmannahöfn-Ankara- Dubai-Colombo fyrir tíu dögum. Að sögn flugfélagsins eru notað- ar fjórar áhafnir á þessari leið, tvær á leiðinni austur og tvær á heimleiðinni. Veðurskilyrði voru ekki þann- ig að þau hindruðu lendingu, að því er frá var skýrt á blaða- mannafundinum. Hins vegar voru veðurskilyrðin mjög slæm í dag vegna mikillar rigningar svo að vegir voru næstum ófær- ir. Lágskýjað var og veðrið hamlaði björgunaraðgerðum, sem byggjast mikið á þyrlum. Sennilegasta orsök slyssins er sú, að sögn yfirmanns tækni- deildar dönsku flugmálastjórnar- innar, að flugvélin hafi verið í of lítiili hæð í aðfluginu. Hann sagði þó að rannsaka yrði þetta nánar og að litið væri vitað um aðstæður á slysstaðnum. Dönsku sérfræðingarnir eru reiðubúnir að rannsaka slysið af eigin rammleilk, ef engin rannsóknar- nefnd hefur verið skipuð í Dubai. Sterling Airways barst tilkynn- ing kl. 23 að dönskum tima í gærkvöldi þess efnis, að flugvél- arinnar væri saknað hjá Dubai. Tólí þeisrra, sem fórust, voru Norðmenn, 68 voru Danir, 20 Svíar, fjórir Finnar og tveir Vestur-Þjóðverjar, en áhöfnin var öll dönsk. Þetta er kallað mesta slys í sögu danskra flug- mála. — Kafbátur Framhald af bls. 1 Stefna kafbátsins og fyigd- arskipanna bendir tii þess að ferðinni sé heitið til hafnar í Norður-Rússlandi. Veðrið er tiitölulega gott á þessum slóðum, vimdhraði um 10 mílur á kLst. og ölduhæð um f jögur fet. — Bernadetta Framliald af bls. 1 22 öðriini, scm ákærðir voru fyrir að hafa að cngu bannið við niótmælagöngnnni, sem efnt var til vegna atbnrðanna í Londonderry, þegar 13 manns voru skotnir til bana. Nítján sakbominganna, þar á meðal Bernadetta, voru auk þess dæmdir til að greiða 15 punda sekt. Aðspurð hvort hún mundi greiða sektina sagði Bernadetta: „Ég sé ti'l þegar þar að kemur. Ég hef um annaS og meira að hugsa þessa stundina." 1 síðasta mánuði var Berna- detta dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir þátttöku í ann- arri ólöglegri mótmælagöhgu og árið 1970 sat hún í fang- elsi í fjóra mánuði fyrir að hafa æst til uppþota. 1 gær var henni meinað að koma til Frakldands til að stópuleggja fundahöld til stuðnings Irum vegna fyrri yfirlýsinga, sem voru taldar til þess fallnar að æsa til óeirða. — Bretar Framhald af hls. I hæft fyrirkomulag á meðan mál- ið sé fyrir Alþjóðadómstólnum". Tilgangurinn með þessari tiÞ lögu er sagður sá, að tryggja það að ekki komi til árekstra milli skipa landann-a á umdeildr um fiskimiðum eins og fyrr á ár- um. Bretar vinna nú að undirbún- ingi þess að leggja málið fyrir Haag-dómstólinn, og verður það sennilega gert einhvern tíma á næst.u þremur vikum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.