Morgunblaðið - 16.03.1972, Síða 14

Morgunblaðið - 16.03.1972, Síða 14
14 MOrtG UNBLAÐ tÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1972 Geir Hallgrí mf" skattaf r um vörpin: Eina úrr^ðið að fresta löggildingunni — og vanda betur lagasmíðina Á FUNDI efri deildar Aiþingis í gatr v»r frumvarp ríkisstjórnar- innar lun tekju- og eigmarskatt 4ekið til 2. umræðu. Af hálfu meirihlutans var engin breyting- artillaga gerð, en fulltrúar Sjálf- stæðisfiokksins í fjárhagsnefnd ítrekuðu þá skoðun, að vísa bæri frwmvarpinu frá, þar sem bæði umdirbúningur þess og efni í meg ínatriðum væri gjörsamlega óvið unandi og samþykkt þess hefði í för með sér verulega aukna skattbyrði á meginþorra gjald enda þjóðfélagsins. Ragnar Arnalds (Abl), fram- sögumaður meirihluta fjárhags- nefndar, sagði, að útreikningar, siem engir vefengdu, sýndu að skattbyrðin yrði svipuð, jafnvel heidur léttari, þegar skattalaga bneytingarnar væru komnar í krimg og vitnaði hann í því eíni til útreikninga hagrannsókna- d.eiid,a Framkvæmdastofnunar- innar. Sagði hann, að samkvæmt þeim útreikningum yrði heildar- skattbyrðin lægri sem næmi 4%, þótt hins vegar væri um nokkru þyngri skatta að ræða á fyrir- tæki og eignaraðila. f»ingmaðurinn sagði, að eflaust myndu margir fá stórum hærri skatta i krónum talið. Þá vék hann að því, að eðlilegt væri að miða við skattvísitölu 106.5 eða fcamfærsluvísitöluna, en stjórn- arandstæðingar vildu miða við 121,5 eða kaupgjaldsvísitöluna, isem hann taldi rangt. Þó viður- kenndi hann, að þegar tekjur yxu hraðar en verðlag og kaup- máttur yrði þannig meiri, yrði Skarttaupphæðin hlutfalMega hærri, en þó yrði skattaþyrðin ekki meiri. Geir Hallgrímsson (S) fjallaði 1 ítarlegri ræðu annars vegar um það, hvernig skattalagabreyt Ingairnar kæmu við atvinnuveg- inia, og las hann í þvi sambandi upp bréf, sem forystumenn lands sambanda atvinnuveganna hiefðu skrifað Alþingi, og ræddi einstök atriði þess. Lagði hann sérstaka áherzlu á, að ekki mætti mismuna hinum ýmsu rekstrarformum og benti á, að saimkvæmt hinum nýju skattalög um yrðu sarrwinnufélögin algjör lega skattfrjáls, nema hvað snerti fasteignaiskatta og að- stöðugjöld. Alþingismaðurinn vék einnig nua. að því, að til þess að at vinnuvegirnir gætu staðið sig í samkeppni við erlenda aðila yrðu að gilda sams konar ákvæði skattalaga um þá, m.a. hvað snerti fymingar- og endur- matsreglur. Alþingismaðurinn færði rök að því, að til þess að ná réttum gamanburði við sl. ár yrði að miða skattvísi- töluna við 121,5 stig, en ekki 106.5 stig eins og stjórnarsinn- ar gerðu. Tók hann síðan dæmi um það, hvemig skatt- byrðin hefði þyngzt út frá þessari forsendu. Hjá einstakl- ingi með 200 þús. kr. brúttólaun var skattbyrðin 1971 14%, yrði ^saaxukvæmt gildandi lögum 14.7%, samkvæmt skattafrum- vörpunum 15.63% og ef tekið væri jafnframt tiliit til þess, hvaða áhrif afnám nefskattanna hefði á laun þessa einstaklings 19.58%. Skattbyrðin hefði því í þessu dæmi aukizt um 40%. Hjá einstaklingi með 400 þús. kr. sagði þingmaðurinn að skattbyrð in mundi aukast um 49% og með 600 þús. kr. tekjur um 38%. Þingmaðurinn tók sams konar dæmi um hjón. Með 200 þús. kr. tekjur eykst skattbyrðin um 24.2%, með 400 þús. kr. tekjur um 43.8% og raeð 600 þús. kr. tekjur um 42%. Þá vék alþingigmaðurinn að sjómönnum, en á sl. ári var skatt byrði sjómanns í Reykjavík með brúttótekjur 470 þús. kr. 6.38%, en hækkar nú upp í 12.45% hjá farmönnum en í 12.12% hjá fiski mönnum eða nær tvöfaldast. Hjá öldruðum hjónum með 200 þús. kr. brúttólaun var skatt byrðin í fyrra 0.82%, en sam- kvæmt gildandi lögum frá sl. vori hefði hún orðið 0.65%. Samkvæmt frumvörpum ríkis- stjórnarinnar hækkar skattbyrð- in í 3.67%, auk þess sem þau verða fyrir launaskerðingu sem nemur 2.700 kr. vegna kaup- gjaldsvísitölunnar. Hjá öldruð- um hjónum með 300 þús. kr. tekjur var skattbyrðin 2.23%, hefði samkvæmt gildandi lög- um orðið 1.52%, en hækkar samkvæmt frumvörpunum í 8.64% en launaskerðingin nemur 6.600 kr. Hjá öldruðum hjónum með 400 þús. kr. árstekjur nam skattbyrðin 6,73%, hefði sam- kvæmt gildandi lögum orðið 4%, en verður samkvæmt frumvörp- unum 16.65%, en launaskerðing- in nemur 10.600 kr. Þingmaðurinn gerði síðan að umtalsefni, að á siðasta vori hefði það verið álit þingmanna, að aldrað fólk ætti að njóta nokk urs frádráttar, sem þá hefði ver- ið ákveðinn % af persónufrá- drætti einstaklings, það ætti þetta inni hjá samfélaginu að fá nokkra tilhliðrun. Hér væri farið þveröfugt að og skattbyrði þess þyngd, ekki aðeinis með þessum hætti, heldur einnig með stór- hækkuðum fasteignasköttum, sem kæmu mjög illa við þennan hóp. Alþingismaðurinn sagðist fcelja það nær óhugsandi, að rík- isstjórnin hefði ætlazt til, að þessi yrðu áhrifin af skattafrum- vörpunum, Ef hún hefði gert sér grein fyrir því, hefði hún skoð- að hug sinn betur og vandað málið svo, að slikir agnúar væru af því sniðnir. Eins og komið væri, væri það eina úrræðið að fresta löggildingu frumvarp- anna, en leggja á eftir gildandi lögum mieð skattvísitölu 121.5, en vanda betur lagasmíðina. Qlafur G. Einarsson um tekjustofnafrumvarpið: Ekkert tillit tekið til óska atvinnuveganna I GÆR fór fram í neðri deild önnur umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um tekju- stofna sveitarfélaga. Umræður stóðu fram undir kl. 7, en á þeim var gert klukkustundar hlé kl. 5, og var atkvæðagreiðslu frestað til morguns. Hér fer á eftir úr- dráttur úr umræðunum, sem urðu fyrir fundarhlé. Stefán Valgeirsson (F), fram- sögumaður meLrihluta heilbrigð- is- og félagsmálanefndar, sagði, að breytingartillögur nefndarinn- ar fælu ekki í sér neirta efnis- breytmgu, nema að því leyti að gert væri ráð fyrir að sparisjóð- ir greiddu ekki landsútsvör. Þá væri og gert ráð fyrir að samkv. 26. gr. væri einungis miðað við útsvarsfrádrátt fyrir börn yngri en 16 ára, þar sem 16 ára ungl- ingar væru í fíest'um ti'lviteum orðnir sjálfstæðir skattgreíðend- ur. Sagði Stefán, að tillögur þessar væru bomar fram í nafm allrar nefndarinnar. Þingmaðurinn sagði, að þótt ýmsu væri ábótavant í frumvarp- inu, þá væri hann þess fullviss að heildarstefnan í því væri rétt. Gylfi I*. Gíslason (A) gerði að umtalsefni skattamál hjóna og sagði m.a., að með því að fella niður 50% frádráitt af launum eiginkvenna til tekjuskatts og eignarskatts væri stefnt að þvi, að heildarskattbyrði hjóna myndi aukast verulega. Myndi það draga úr vilja kvenna til að vinna utan heimilisiins, og hætta skapaðist á að atvinnuveg imir misstu af mikilsverðu vinnuafli, eink- um í sjávarútveginum, og væn það þjóðarskaði. Sagði hann, að 1957, þegar fyrst hefðu verið sett þessi frá- dráttarákvæði, hefði vandamáliö verið augljóst, enda hefðu þá laun eiginkonu verið lögð við laun manmsins. M.ö.o,, það hefði verið greiddur hærri hundraðs- hluti af tekjum konu, sem var gift en þeirrar kioniu, sem ógift var. Væri hér um augljóst rang- læti að ræða, sem nú væri vakið upp hvað útsvarsgreiðslur varð- aði. Sagði þingmaðurinn, að skoð- un Alþýðuflokksins vseri, að sú lausn, sem fundin hefði verið 1957, væri ekki fullnægjandi, þar 9em með henni væri ekki tekið tillit til konu, sem ynni á heim- i'Wniu og stuðlaði þanmig að tekjuöflun eiginmannsins. Væri það starf vanmetið. Sagði hann það skoðun Alþýðuflokksins, að konur, hvort sem þær ynnu við heimilisstörf eða utam heimil- anna, æfctu að vera sjálfstæðir skattgreiðendiur, og ætti að reikna konu, sem eimungi'S ynni við Ibeimi'lisstörifin, hluta af tekj- uim eiginmannsins. Ólafur G. Einarsson (S) sagði, að ekki yrði sagt urn heilbrigð- is- og félagsmálanefnd neðri deildar, að hún hefði haft mikið fyrir þessu frumvarpi. Fyrir ut- an hina sameiginlegu fundi, sem nefndir bagigja dieiilda hefðu áfct, þá hefðu á þriðjudag verið haldnir tveir fundir í nefnd- inni, að visu ein- um fleiri en ætl- að hefði verið. Á öðrum þess- ara funda hefðu að eigin ósk mætt fulltirúar Félags íslenzkra iðnrekenda, Verzlunarráðs, Vinnuveitenda- sambandsins og LfÚ. Á þá hefði verið hlustað með sæmilegri kurteisi, en að sjálfsögðu ekk- ert tillit tekið til ábendinga þeirra um það, sem betur mætti fara í frumvarpinu. Á þessum fundi sagði þing- maðurinn, að þeir fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins hefðu bent á nokkur atriði í frumvarpinu, seim hlytu að flokkast undir hrein mistök og ástæða væri því til að leiðrétta. Sumar af þeim ábendingum hefðu verið teknar til greina, og væri fulltrúum stjórnaflokkanna vissulega þakk- arvert að hafa þanni'g brotið odd af oflæti sínu. Loks sagði þingmaðurinn, að f'ulllitrúar Sjiállifs'tæðisfloik'ks- ins legðu til að vísa fpumivarp- inu frá með rökstuddri dagskrá vegna ónógs undirbúnings, og að skipuð yrði nefnd til að endur- skoða frumvörpin, þar sem í ættu sæti fulltrúar frá Sambandi islenzkra sveitarfélaga. Ennfrem ur yrði þingnefndum gefinn kostur á að fylgjasit með endur- skoðuniruni, og endurskoðun beggja frumvarpanna yrði jafn- framt samræmd. Bragi Sigurjónsson (A) sagði, að hann teldi, að rétt væri að ríkisvaldið tæki að sér allan kostnað við löggæzlu, enda væri hún að öliu undir yfirstjórn rík- isins. Hins vegar sagðist hann ekki vera því samþykkur hvern- ig að þessum málum væri stað- ið. Það hefði átt að gefa lög- gæzlumönnum kost á viðræðum um þennan flutning milli vinnu- veitenda, i stað þests að reka þá forspurða á milli dilka. Stærstiu yfiinsjónina varðandi tilbúnling þessa frumvarps taldi Bragi vera þá, að ekki hefði ver- ið haft samráð við Samband ísl. sveitarfélaga við undirbúning þess. Lárus Jónsson (S) sagði, að skatitafriumivörpin fæliu í sér eft- irfarandi sfcefnuatriði: Stórhækk- un tekjuskatta af almennum launatekjum, margföldun eigna- skafcta og fasteignaskatta, skerð- ingu á fjárhagslegu svigrúmi sveitarfélaga, afnám takmark- aðra skattfríðinda við bedna þátt- töku almennings í atvinnu- rekstri, auk verulegrar íþynging- ar á sköttum atvinnufyrirtækja. Síðast en ekki sizt fælu þau í sér breytingu á svoniefndum nef- sköttum í fcekju- og eiignarskatta. Þingmaðurinn sagði: „Hér á að stefna þveröfugt; Létta á Ásberg Sigurðsson Ásberg Sigurðs- son tekur sæti á Alþingi ÁSBERG Sigurðsson borgarfó- geti, tók i gær sæti Matthíasar Bjarnasonar á Alþingi, sem vegna veikinda getur ekki sótt þingfundi næstu vikur. tekjusköttum af almennuim launa tekjum og sem mest af miðt- ungstekjum og örva með þvi almenning tit þess að afla sér og þjóðarbúinu aukinna tekna. Það á að forð- að skattleggja fólk, þegar það er að framleiða verðmætin, sem verða til skipta. 1 stað þess á að skattleggja eyðslunia og beita tryggingakerf- inu um leið þannig, að stórar fjölskyldur greiði í raun hiið- stæða neyzluskatta og hinar minni. Skattakerfið á að ýta undir sparnað, hvetja til beinn- ar þátttöku almennings í at- vinnulífinu, auk þess sem það á að miðast við að atvinnufyrir tækin geti bætt samkeppnis- og rekstrarhæfni sína þannig, að þau geti risið undir kjarabótum til starfsimanna sinna. Þvi miður er það frv., sem hér er til um- ræðu, ekki liður í slíkri já- kvæðri heildarstefnu í skatta- málum auk þess sem á því eru veigamiklir tæknilegir gallar.“ Ragnhiidur Heigadóttir (S) sagði, að því bæri að fagna að útkoman úr þessum frumvörp- um ríkisstjórn- arinnar yrðí ekki eins slæm og á horfðist í fyrstu, þar será nú hefðu verið teknar upp ýms- ar þær breyting- ar, sem stjómar- andstaðan hefðl lagt til. Annars væri þetita tekjiustafnafrum- varp að mörgu leyti sérstætt, m.a. af því, að jafnvel enginTi stjórnarsinni virtist vera ánægð- ur með það. Um skattamál hjóna sagði Ragnhildur m.a., að ef frávf'Sun- arttllaga sjálfstæðisananna yrði felld, þá myndu þeir væntanlega bera fram tillögu við þriðju uiti- ræðu þess efnis, að sveitarfélög- um yrði heimilt að veita unda« þágur til 50% frádráttar af tekj- um eiginkvenna, að fenigniu Iteyfi félaigsmáJlaráðhenra. Myndi tillagan miðast við að þessj ákvæði fen/gju að sitanda þar til heildarendurskoðun á skattamál- um hjóna væri lokið. Þá lagð» þingmaðurinn til, að við þá end- ursfkoðun yrþi fenginn til , ,ráð- gjafar sérfræðin'gur i sifjarétti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.