Morgunblaðið - 16.03.1972, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.03.1972, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAR.Z 1972 23 Guðný Stígsdóttir frá Horni — Minning ENN höfðum við varla áttað okk- ur á fréttinni um hin skyndilegu veikindi Guðnýjar, er okkur bár ust hin hönnulegu tíðindi að hún hefði látizt hinn 8. marz sl., eft- ir stutta og vanlausa baráttu við dauðann. Óbærilegt finnst okkur nú, sú hugsun að hún, sem okkur þótti svo vænt um og sem með dugn- aði sínum og glaðlegri fram- feomu, vakti vináttu og trauat allra, sem kynntust henni, sé horfin svo skyndilega, á bezta aldri. Bið ég góðan guð að gefa, að minningin um hana, megi létta ástvinunum sorgina og þær byrð ar, sem óbærilegar virðaat nú. Guðný Stígsdóttir var fædd þann 24. ágúst 1928 að Horni á Horn- strönduim dóttir þeirra hjóna Jónu Jóhannesdóttur og Stígs Haraldssonar. Hún var næst- yngst af stórum barna- hópi og ólst upp við snyrti- mennsku, samhuig og dugn- að aillrar fjölskyldunnar. Milli þeirra allra ri'kti vinátta og glaðværð og mikið var um söng og ljóðalestur á heimilinu, enda sýndi hún í öllu sinu lífi, áhrif þau sem hún vairð fyrir í æsku. Hún var vel gefin, dugmikil og glaðlynd, hafði gaman af söng og ljóðum, var ákveðin í skoðun um á þjóðmálum og góður félagi þar sem hún starfaði. En síðast en ekki sízt var ein- kennandi hjálpsemi hennar og greiðvikni við þá, sem hjálpar þurftu við. Og einmitt þetss vegna finnst mér ég verða að færa þessar lín ur á blað, þótt mér sé ekki létt um skrif, enda þótt ég viti að Guðný hefði sízt óskað eftir lof ræðum um sig. Okkur Amóri er efst í huga innilegt þakklæti til hennar og allra á Víghólastig 5, fyrir alla þá aðstoð og vináttu, sem við höfum notið á heimilum hennar og Sigrúnar í erfiðleikum okkar, þegar leita þurfti lækninga okk ar vegna og barnanna og ekki sízt fyrir þá ást og umhyggju, sem litlu dóttur okkar, Jónu, var sýnd í veikindum hennar til hins síðasta, Alltaf var tekið á móti okkur með sömu alúðinni og hjálpsemi allra á heimilunum og var það ekki lítiil styrkur fyrir okkur sem þess nutum. Guðný giftist Benediikt Daviðs syni húsasmið og eignuðust þau fjögur mannvænleg börn. Á heimili þeirra rikir eindrægni og vinátta og einnig í sambýlinu við systur Guðnýjar, Sigrúnu og Hörð Davíðsson. Þar er með ein dæmum góð sambúð og hefur verið alla tíð, þar sem alttaf er hjálpazt að í veikindum og erfið leikum og glaðzt saman á góðum stundum. Því stærra er það sfearð, sem nú er höggvið í ástvinahópinn á Vighólastígnum. Því bið ég góð an guð að styrkja eiginmama- inn,- börnin, tengdasoninn og litia dóttursoninn, í hinni miklu sorg þeirra og missi, einnig Sig rúnu og fjölskyldu hennar og elskulega móður hennar og systkini. Þér Guðný mín, þakka ég ein- læga vináttu og elskuleg kynni og bið ég þér guðs blessunar og góðrar heimkomu að leiðarlok- um. Málfriður Halldórsdóttir, ísafirði. Hinrik Einarsson sjómaður — Minning Hann var fæddiur á Isafirði 13. apríl 1901, sonur hjónanna Einars Gunnarssonar, fiskimats- manns og Ólaifar Hinriksdóttur, sem bjuggu í Króksbæ á ísa- firði, m'estu sæmdarhjóna. Áttu þau 11 börn, allt mesta dugnað- arfólk og eru nú 5 eftir á lífi, þau Ásdís, Guðrún og Lára hús freyjur á ísafirði og Rósa og Júníus búsett í Reykjavik. Það má með sanni segja, að snemma beindist hugur Hinriks til sjávarins, eins og margra ungra og vaskra drengja vestra, á þeim árum. Hann hóf sjó- mennskuferil sinn um fermingar aldur og um 50 ára skeið var starfssvið hans á hafinu að draga „björg i bú“ við góðan orðsbír. Hann var lenigsitum með sama skipstjóra mági sinum Har aldi heitnum Guðmundssyni, fyrst á m.s. Ásbirni og siðar á skipi Haraids m.s. Ásúltfi. Hinrik var mjög vinsæll og mik ilsmetinn, jafnt af yfirboðurum sem og starfsfélögum, enda drengur hinn bezti. Hann var glaðlyndur og hressilegur enda hafa samstarfsmenn hans góðar endurminningar frá liðnum sam verustundum. Hinrik var talinn vel gefinn og bókhneigður með afibriigðum og enda þóbt skóla- ganga hans yrði eigi lengri en 'barnaskðlaskyldian, sjálfmennt- aði hann sig með lestri góðra bóka, auk þess lærði hann tölu- vert 1 Norðurlandamálum. Not- aði hann frítíma sína við lestur góðra bóka eins og fyrr segir, eins var það mikil ánægja hans, að taika spiil við góða íélaga, það var hans dægrastytting. Árið 1923 kvæntist Hinrik Her- borgu Guðmundsdóttur pósts Jónssonar á ísafirði, og mynd- uðu heimili sitt á Isafirði, en sam búð þeirra varð eigi löng, því að Herborg andaðist á árinu 1927. Þau eignuðust eina dótbur, Ólöfu, sem nú er búsett í Banda ríkjunum og gift Ágústi Guð- jónssyni útgerðarmanni og skip stjóra. 1. janúar 1930, kvæntiist Hinrik aftur eftirlifandi konu sinni Björgu Jónsdóttur frá Hvammi í Dýrafirði, ágætri konu, og eign- uðust þau þrjú börn sem eru: Garðar, úrsmiður í Rvik, Effi- mía og Björg sem er búsett í BandaPíkjunum. Þær systur Ólöf og Björg voru báðar viðstadd- ar útför föður síns, sem gerð var 31. janúar s.l. Þau hjón, Hinrik og Björg tóku tvö dótturbörn sin til fóst- urs og reyndust þeim að sjálf- sögðu sem bezbu fioreldrar. Hin- rik var sérstaklega barngóður, er eftirsjón þeirra tilfinnanleg. Hinrik og sonarsonur hans, Jón Hinriik voru mjög saimrýnd- ir, og var þeirra samband inni- legt og naut Jón Hinrik miki'ls trúnaðar og trausts frá afa sín- um. Árið 1964 fluttist fjölskylda Hinriks hingað til Reykjavikur og hóf hann hér störf hjá syni sínum Garðari við fiskvinnu í harðfisksölu hans. Það mun vera einu árin sem hann starfaði í „landi.“ Áhuginn fyrir velgengni son- ar sins og sinna var mikill. Sam- starf þeirra feðga var ánægju- legt og farsælt. Seinasti starfs- dagur Hinriks var að kvöldi kominn. Sonur hans flutti hann heim að venju að kvöldi 21. janú ar sJl., efitir það sofnaði hann svefninum væra. Ég þakka frænda mínum og vini Hinriki Einarssyni ljúfar og fagrar endurminningar um göfugan og góðan dreng, og votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. Friðþjófur Karlsson. og* tæknimenntun SÍÐARI hiuti ráðstefnu Félags háskólamenntaðira kennara urn framhaidsskóla framfíðarinnar og tæknimenntum fer fram í ráð stefnnsal Hótel Loftleiða laugar daginn 18. marz nk. Ráðstefnian var sett að Hótel Loftleiðum 12. febrúar sl., og þá voru fliutt framsöguerindi. — Á laugardaginn munu starfshópar skila áliti, en síðan verða almenn ar umræð'ux. -Tæknimenntun Franuhald »f hls. 10 noastu mánuði og ár verða til þess kvaddir að vinna að skipu lagningu og framkvæmd tækni- menntunar í landinu, forðist slika dóima. Þess í stað ættu menn að vera ákveðnir og stór huga um þær breytingar, sem áreiðanlega horfa tiil bóta, bæði af kennslufræðilegum og þjóð- hagsitegum ástæðum. Virðingarvert dæmi um slíka breytta aístöðu er að finna i á- liti háiskóLanefndarinnar, bls. 11 tiú 12, en þar segir: „Náimisskrá sú, sem hér hefur verið samin, byggisit á því hag sýnissjönarmiði, að náim i fræði- tegum undirstöðugreinum sé sam eigtalegt að eins miMiu leyti og unnt er fyrir nemendur í öllum greinum verbfræðinnar. Hinar sameigtalegu undirstöðugreinar eru kenndar tvö námsárin, og fýlgir þessu sá kostur, að nem endur geta valið milili verkfræði gretaa eftir að þeir eru byrjað ir á náminu, án þess að verða fyrir tímatapi. En þetta leiðir til þess, að fyrstu tvö árin koniast nemendur mjög lítið L snertingu við tæknilegar fræðigreinar, sem hugur þeirra stendur þó fyrst og fremst til að læra. ÞeOta hef- ur verið svo frá því að verk fræðinám var tekið upp við Há- skóla íslamds, og er þessari til- högun m.a. kennt um, að verk fræðinám hér valdi vonbrigðuin og þyki ekki eins skemmtilegt og áhugavekjandi og nám við er lenda tækniskóia. Þegar nefndta tók til starfa, var búið að ákveða námsskrá hins fyrsta nemendaárgangs að þesstu leyti, svo að áætlun sú, er hér liggur fyrir, er þar bundin. En nefndin leggur til, að náms- áætluninní verði breytt hið fyrsta í það horf, að tæknilegur námsgreinar kryddi verkfræði- náinið frá byrjun, enda þótt því fylgi einhverjir ókostir." — Ellilífeyrir FramlaM af bls. 10 sig við það óréttlæti að fá ekki umbun fyrir vtanu sína, eins og aðrir þjóðfélagsþegnar, nema hvað langflestir fá miklu meiri laun fyrir hliðstætt erfiði? Að lokum vil ég bæta við framan- greinda frásögn þvi, að vinur umrædds öryrkja er svo illa sett ur, að hann getur ekkert unnið. Hann fær 100% hækkum á sinm lifeyri, en svo sem kunnugt er, og Svava minnist á i sinni grein eiga þeir lífieyrisþegar, sem hafa enga starfsgetu, rétt á að fá 50 til 100% hækkun á lifeyri sta- um, þ.e.a.s. um það bil 115.000 krónur á yfirstandandi ári og allt að 154.000 krónur, sem er verulega hærri upphæð en tekjutryggingin nær. Þessi ör- yrki þarf þvi ekki á tekju- tryggingarákvæðinu að halda frekar em á að vera um alla þá lífeyrisþega sem eru algjörlega óvinnufærir og hafa ekkert aima að en bætur alniannatrygginga sér til framfæris. Þegar þessa er gætt, hygg ég að það sé ekki ofmælt, að tekjutryggingar- ákvæðið kemur allt of fáum til góða í framkvæmd, ef þeir eru undanskildir, sem móbmæla þvi óréttlæti nieð því að leggja nið ur vinnu, að tryggingabætur þeirra skerðist, ef þeir vinna fyrir svolitlum tekj um. Að lokum vil ég segja, að ég tel lífsnauðsynlegt, að sniðnir verði af vankamtar núgildandi tekjutryggingaákvæðis al- mannatryggingalaga. Ég tel galla þess mikið „vandamál" og hika ekki við að lýsa sömu af- stöðu til þess og Magnús Kjart- ansson. Ég vona að Svava Jak- obsdóttir fallist á það við nán- ari abhuigun, að brýna naiuð- sym beri bil að bæta um i þessu efni og ég vona einnig að núv. stjórnarsinnar átti sig enn betur á þvl að þeir hafi staðið að kjaraskerðingu lífeyrisþega i landinu og ættu að bæta þar betur um en þeir hafa sýnt í verki til þessa. Innilegar þakkir fyrir heim- sóknir, gjafir, heillaskeyti og árnað&róskir I tilefni af 60 ára afmæli minu 7. marz si. Kærar kveðjur, þökk fyrir liðna tíð. Lifið heil. Herdís Sturludóttir, Laugavegi 60, Rvík. Tapar fyrirtæki yðar peningum á hverjum morgni ? Taflan sýnir tjón fyrirtækisins í eitt ár, ef 10 MÍNÚTUR tapast daglega af tíma hvers starfsmanns Vikukaup 10 menn 20 menn 30 menn 40 menn Kr, 4.700 — 50.920— 101.800,— 152.750 — 203.600 — Kr. 5.500.— 59.580.— 119.160— 178.740,— 238.320 — Kr. 6.600,— 71 500— 143.000 — 215.500 — 286.000,— SIMPLEX STIMPILKLUKKA er hlutlaus aðili, sem segir yður og starfsfólki yðar nákvæmlega til um vinnutíma. TÍMINN ER PENINGAR. Leitið upplýsinga um Simplex stimpilklukkur % hjá okkur. SKRIFSTOFUVELAR H.F. + % Hverfisgötu 33 Sími 20560 - Pósthólf 377

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.