Morgunblaðið - 16.03.1972, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.03.1972, Blaðsíða 24
24 MORGIXNBLAÐEÐ, FIMMTUDAGUR 36. MARZ 1972 fclk í fréttum ÐBOTTNINGIN I ÆSINGI Næsta óvenjulegt er að sjá rnyndir af hinni virðulegu Bretadrottningu öðruvísi en að bún sé tiginmannleg og heldur óspennandi i allri framkomu. bess vegna er það ósköp nota- legt að rekast á mynd eins og hér fylgir með, þarna er drottningin bersýnilega í hin- um mesta æsingi, enda horfir hún hér á kappreiðar, sem er ein bezta skemmtan hennar. TBUDEAU VABfl Á AÐ BLÓTA Nú rísa öldur hátt í Kanada og fólk dæsir af hneykslan og vandlætingu yfir framferði for sætisráðherrans, Pierre Elliot Trudeau. Hojiium hrutu sum sé buótsyrði af vörurn í þinginu. Síðan varð hann að 'koma fram í sérstakri útvarpsdagS'krá sér til varnar. Þá máttu hlustend- ur hringja í ráðherrann og Ráðherrar eiga ekki að blóta. beina til hans spurningum, m.a. hvernig í ósköpunum stæði á því að hann gerði sig sekan um þvilíka ósvinnu. Trudeau samsinnti þvi í samtali við eina fimm barna móður að þetta hefði ekki verið rétt og hann harmaði þetta. En svo bætti hann við:. „En hún amma mín sáluga hún kallaði nú það fólk hræsnara sem æsti sig upp yf- ir blótsyrðum annarra, en var reyndar ekki hætis hót betra sjálft." Sumum þótti þetta vel svarað en öðrum þótti iðrun ráðherrans rista heidur grunnt. AT f; v'. r • i_ f£/t. Isímm -5fCrHUÁJTJ- DÆTUK TYRONE POWERS Tyrone heitinn Power var hinn mesti hjartaknúsari og miklir og heitir straumar fóru um konur, sem börðu hann aug um á hvíta tjaldinu, hvað þá ef þær sáu hann í eigin persónu. Þrettán ár eru nú liðin síðan þessi ástsætii bandanísikd kvik- myndaleikari lézt. í>á voru kon ur harmi iostnar um all- an heim, en að líkindum syrgðu dætur hans tvær hann þó einna mest, enda var hann sagð ur með afbrigðum umhyggju- samur faðir. Við rákumst á þessa mynd af þeim Rominu og Tarynu i frönsku blaði; þær eru nú báðar komnar undir tvi tugt og Romina hefur leikið nokkur hlutverk í kvikmynd um við dágóðan orðstir. Neðri myndin sýnir þær með föður sínum. Móðir þeirra er Linda Christian, eiginkona Tyrone nr. 2. Þegar hann lézt gekk þriðja kona hans, Dolores með barn hans sem fæddist tveimur mánuðum eftir andlát hans. Var það sonur, sem nú er þrettán ára. ■:■ HÆTTA Á NÆSTA LEITI - Eftir John Saunders og Alden McWiIlianis AT THE MOMENT, WEST, I CDULDN'T ^ CARE LESS / IT JUST DOESN'T FIGURE, ^ MISS UPTON / FAIRWATER BAV SHOULD BE BEGGING VOU TO TELLTHE WORLD ABOUT ITS J tmr CLEAN HARBOR / Ég skil þetta ekki ungfrú Upton. Stjórnendur þessa staðar ættu að liggja t hnjánum fyrir þér, til að komast I þiáttinn og sýna hvað þeir hafa gert. Eins og á stendur, gæti mér ekki staðið meira á sama um það West. (2. mynd). Þessi nmhverfisverndaraðferð var slæm hng- mynd frá upphafi. Hífðu upp akkerin og farðu með mig aftur til menningarinnar. (3. mynd). í þetta skipti hefur viðskipta- vinurinn ekki rétt fyrir sér, Dan. Hjálp- aðu mi r að losa léttbátinn, ég ætla í land. Jackie: borðar ósköp af osti. JACKIE FINNST GÓÐUR OSTUR Ætla má að Jackie finnist ost ur einkar gómsætur. 1 osta- verzlun í París keyptu þau Jackie og Onassis ost fyrir níutiu þúsund krónur á dög- unum. Það fylgir fréttinni að þa.r aí hafi þau keypt 50 kg af Camenbert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.