Morgunblaðið - 21.03.1972, Page 14

Morgunblaðið - 21.03.1972, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1972 Oitgofandi hf ÁrvaJcuo Réy'kijavík Friamfcvæmda stjóri Ha.raidur Sveínsson. Ritl®t]ófar Mattihías Johannessen. Eyjóllfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjörnarfiulltrúi Þiorbijönn Guðrrmndsson Fréttastjóri Björn Jólhannsson Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðaistræti 6, sími 10-100. Augiíýsingar Aðalstraati 6, símí 22-4-80 Ás'kriftargjald 226,00 kr á imánuði innanlands I Sausasötu 15,00 Ikr eirrtakið CJpurningin um dreifingu ^ valdsins er grundvallar- deilumál í íslenzkri stjórn- málasögu, og hefur verið svo um áratugi. Hvergi eru skilin milli stjórnmálaflokkanna eins glögg og í afstöðunni til þessa ágreiningsefnis. Þannig hafa vinstri öflin, ævinlega þegar þau hafa verið í að- stöðu til þess, stefnt að því að auka afskipti ríkisvalds- ins og setja byggðarlög sem einstaklinga undir forsjá þess. Á hinn bóginn hefur það komið í hlut Sjálfstæðis- flokksins að sporna við þess- ari þróun og koma í veg fyr- ir hana. Þannig hefur hann einn flokka haft skilning á því, að þá vegni þjóðinni bezt, þegar einstaklingar, fé- lagasamtök og byggðarlög hafa verið sem óháðust og mest sjálfu sér ráðandi. Til staðfestingar á því, að þetta stefnumið er rétt, má í senn vitna til sögu okkar sjálfra sem reynslu annarra þjóða. Þar hefur farið saman frelsi til orða og athafna og aukin velmegun. Ef horft er til baka til síð- asta áratugs, sem kenndur er við þá alhliða viðreisn, sem varð á öllum sviðum þjóð- lífsins, orkar ekki tvímælis, að framfarirnar hafa aldrei verið viðlíka og þá, hvort sem litið er til atvinnu- eða fé- lagsmála. Ólygnasti vitnis- burðurinn er gefinn af sjálfri ríkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar við stjórnarskiptin. Þá var það hennar mat, eftir að hafa kynnt sér öll nauðsyn- leg gögn, að það væri algjör- lega raunhæft mark að stefna að 20% aukningu kaupmátt- arins á tveim árum, og hafði þó samsvarandi lífskjarabót orðið á síðustu tveim misser- um Viðreisnarinnar. Talandi dæmi hinnar nýju stjórnarstefnu er Fram- kvæmdastofnun ríkisins. Sam kvæmt yfirlýsingu stjórnar- formanns hennar, er stofnun- inni ætlað að taka forystuna í atvinnumálunum úr hönd- um eihstaklinga og félaga- samtaka, jafnframt því sem skorið er á tengsl sveitarfé- laganna við atvinnurekstur- inn með nýju tekjustofnalög- unum. En við það eitt er ekki látið sitja, heldur er nú unn- ið að ákvarðandi fram- kvæmdaáætlun, sem ekki er ætlunin að víkja frá í nein- um verulegum atriðum, eins og fram kom í umræðum á Alþingi. Raunverulegir stjórn endur þessarar miklu valda- samsteypu eru þrír kommiss- arar, eins konar pólitískir eftirlitsmenn stjórnarflokk- anna, sem allir eiga undir að sækja. Þessi samþjöppun valdsins í höfuðborginni er að sjálfsögðu geigvænleg þróun og skref afturábak, til afturhalds og skriffinnsku. Enginn einn maður, — og þótt þeir séu þrír, — er svo allt sjáandi, að hann geti eða eigi að ráða fyrir alla hina. Slíkt hlýtur því að leiða til stöðnunar og síðan hnignun- ar í atvinnulífinu, en býður auk þess spillingunni heim. Það á ekki að vera komið undir kunningsskap eða stjórnmálaskoðunum, hvort einhver megi gera þetta eða hitt. Samtímis því sem atvinnu- lífið á þannig undir ofurvald Framkvæmdastofnunarinnar að sækja, er þrengt að því með nýju skattalögunum og þá alfarið eftir því, hvaða rekstrarform er á viðkom- andi atvinnufyrirtæki. Þann- ig hafa nú verið lögfest auk- in skattfríðindi til handa samvinnufélögum, jafnframt því sem þrengt er að öðrum rekstrarformum og þeim í verulegum mæli gert erfiðara fyrir um endurnýjun atvinnu tækjanna. Með þessu er bein- línis unnið að því með skipu- lagsbundnum hætti að brjóta niður heilbrigða atvinnuhætti í landinu. Ef þetta tilræði við atvinnulífið nær fram að ganga, mun það sýna sig í bráð og lengd, að það bitnar á öllum almenningi með versnandi lífskjörum í kjöl- far minni framþróunar og framfara en ella hefðu oroið. Eins og atvinnureksturinn eiga sveitarfélögin nú um sárt að binda. Fyrrverandi ríkisstjórn var þeirrar skoð- unar, að við endurskoðun tekjustofnalaganna væru þau jafnrétthár aðili ríkinu. Þar mætti hvorugur ákvarða fyr- ir hinn. Ríkisstjórn Ólafs Jó- hannessonar er á öðru máli. Þannig hefur hún nú látið lögfesta ný tekjustofnalög án þess að bjóða Sambandi ís- lenzkra sveitarfélaga form- lega aðild að endurskoðun þeirra. Niðurstaðan varð líka sú, að á sveitarfélögin var gengið, þannig að mörg þeirra munu eiga í veruleg- um erfiðleikum með að koma fjárhagsáætlunum sínum sam an, ekki sízt útgerðarstaðirn- ir, og sýnir það út af fyrir sig, hvaða skilning ríkis- stjórnin hefur í reynd á sér- stöðu þessara staða. Ríkisstjóm Ólafs Jóhannes- sonar hefur mörg fögur fyr- irheit á stefnuskrá sinni. í reynd stefnir hún hins veg- ar að mismunun atvinnufyr- irtækja, takmörkun á sjálfs- forræði sveitarfélaga og rík- isforsjá í atvinnumálum. Ríkisstjórn, sem hefur slíkt að markmiði, getur ekki orð- ið langlíf á íslandi. STEFNT ER AÐ SAMÞJÖPPUN VALDS OG RÍKISFORSJÁ í W/ —v ém THE OBSEKVER Er Trotsky genginn aftur? Eftir Dev Murarka Vinstri sinnaðar hreyfingar ungs fólks hafa alltaf vakið skelfingu ráðamanmanina í Kreml af þvti þær ógna áhrifum kommúnistaflokka og gagnrýna oft ástandið í Sovétríkj unum. En nýlega hefur farið fram endurmat í Moskvu á viðhorfum Sovétrikjanna til þessara hreyfinga. Mann eins og Marcuse, Rauði Danny og Du tschke vtoru til s'kamims tíma taldir stórhættulegir hreyfingu kommúnista. En nú er því haldið fram af hugmyndafræðingum sov- ézlkra kommúnista, að Marcuse og fé lagar hafi glatað áhrifum sínum af því huigmjyndir þeirra séu gailaðar og gagnslausar. Þessi þróun er þökkuð kommún- istaflokkum af því sagt er að þeir hafi haft veg og vanda af því að gagnrýna og afhjúpa þær villur, sem sagt er að komi fram í kenningum Marouse og annarra. Bkkert tiffl't er tekið til annarra atriða, sem hafa dregið úr byltingaráhuga unigs fólks í heiminum á síðustu árum. Sovézkir hugmyndafræðingar hafa nú að mestu hætt áð fjalla um hættuna, sem stafi frá Marcuse og félögum hans. I þess stað hafa þir beint athyglinni að trotský- istum, maoistum og stjómleysingj- um. Trotskýistar eru taldir þeirra hættulegastir, þar sem áhrif þeirra eru talin mest. Um maoista er sagt, að innbyrðis klofninguir í kínverska kommúnistaflokknum hafi orðið til þess að draga úr áhrifum þeirra með al ungis fól'ks. Trotskýismi virðist hins vegar dafna vel að dómi sovézkra hug- myndafræðinga, og er það irétttrú- uðum kommúnistum alvarlegt áhyggjuefni. Ástæðan fyrir þessum vaxandi áhrifum trotskýisma er skýrð á þann veg, að vaxandi mót- setninga gæti milli stóreinokunar ann- ars vegar og fjölmenns verkalýðs sem telst ekki til öreiga hins vegar. Með þessu er átt við illa launaða starfsmenn embættiskerfisins, skrif stofumenn, stúdenta og menn sem stunda sjálfstæða atvinnu (lækna o. s. frv.) Þetta segja sovézíkir hug- myndafræðingar að hafi aukið vin- sældir smáborgaralegrar byltingar- hyggju og margs konar öfgafullra vinstritiHhneiiginga. Viðurkennt er að með þessu verði margir virkir aði'lar að býlitinigaricenndum hjuigmyndium og að þar með myndist nýr hvati til al- nriennrar baráttu gegn imperíalisma, en varað er alvarlega við þvi, að þetta ástand sé einnig gróðrarstía hentistefnuhugmynda. Sovézkir hug myndafræðingar setja trotskýista efst á blað þessaira svökölluðu henti stefnumanna. Óttinn við Trotsky er nátengdur ósj álfráðum viðbrögðum sovézkra kennimanna, sem hafa í aðalatriðum verið stalínistar á hverju sem hefur dunið. Trotskýisti táknaði upphaflega kommúnisti, sem trúði á kenndnigar Trotskýs um viðvarandi byltingu, og þá staðhæfingu hans að öfgafull rússnesk þjóðernihyggja væri ósam rýmanleg sannri alþjóðahyggju kommúnista. Nú á dögum er „trotskýisti“ nokk urs konar algildur stimpill á aJls konar hugmyndafræðilegar syndir. Trúir og dyggir kennimenn komm- únista hafa aldrei komizt yfir hatur sitt á orðinu „trotskýisti", sem likist talsvert ótta og skelfingu frum- stæðra manna við þrumiur og eld- ingar, enda hefur sönn saga sov- ézka koimmúniistaflolkksins aldrei ver ið skráð, og margar goðsagnir frá Stalínstímanum l'ifa ennþá góðu Mfi. En fyrst og fremst liggja til þess góðar og gildar pólitískar ástæður, að forystumenn sovézka kommúnista flokksins hafa aldrei komizt yfir hat ur sitt á Trotsky. Rússneskum kenni mönnum finnst greinilega, að trots- kýismi hefði aldrei náð eins miklum og almennum áhrifum á meðal ungs fólks og raun ber vitni, ef ekki hefði komið til klofningur kommúnista- flokka heimsins í stuðningsflokka Moskvu og Peking. Rússar saka trotskýista um að eiga ýmislegt samei.ginlegt með mao- istum, meðal annars það að snið- ganga lögmál samfélagslegrar þró- unar, að ýkja tilfinningaþáttinn í samfélagslegri þróun og að gera sig seka um ævintýramennsku í stjóm- málum og efnahagsmálum. Rússar halda því einnig fram, að maoistar og trotskýistar eigi það sameiiginilegt á hvern hátt þeir ráðist á önnur kommúnistaríki og aðra kommúnista flokka í stað þess að ráðast á f jand mennina, kapítalista. Kjarninn í gagnrýni sovézkra kennimanna á nútíma trotskýisma er þessi: • Krafa eða staðhæfing trotský- ista um byili'.ingu um ailllan heim samtímis er fordæmd á þeirri for- sendu, að í þeirri kenninigu felist Leo Trotsky ekki aðeins krafa um að kerfi kapí- talista verði kollvarpað heldur einn ig núverandi stjórnkerfi í kommún- istalöndum. Þetta táknar, að þeir sem telji sig vera arftaka Trotskys hafi aukið til muna á afturhalds- inntak kenningarinnar um viðvar- andi byltingu. # 1 öðru lagi eru trotskýistar kall aðir klofningsmenn byltingarhreyf- ingarinnar, einkum í frelsisbarátt- unni i Þriðja heiminum. Þeim er al- veg sérstaklega borið á brýn að leiða róttæka bændur í Suður-Am- eríku á villigötur og að kalla yfir þá ennþá meiri ógæfu en þeir búi nú við þegar með því að hvetja þá til „vopnaðrar ævintýramennsku." • Loks eru trotskýistar sakaðir um að splundra verkalýðsstéttinni í kapítalistalöndum og þar með veikja hana. Kennismiðirnir í Moskvu leggja nú nýja og þunga áherzlu á bar- áttu fyrir því að hleypt verði af stokkunum baráttu kommúnista- flokka um allan heim gegn trotský- isma og allt sem hann feluir í sér. Vígorðið er: „Við sigruðum trotský- ista einu sinni, og við verðum að sigra þá aftur.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.