Morgunblaðið - 29.03.1972, Page 17

Morgunblaðið - 29.03.1972, Page 17
MORGUNBLAÐCÐ, MIÐVIKU'DAGUR 29. MARZ 1972 17 r Islandi allt Svar til Guðmundar Einarssonar Eftir Freystein Þorbergsson Frásögnina af hringli for- seta Skáiksaimbands fslands í sumarmálinu I síðustu grein læt ég nægja til að svara stórum hluta greinar Guðmundar Einarssonar, sem gekk út á, hvilík fásinna það væri að halda heims meistaraeinvígið hér í sumar. Broslegt er að sjá virðuleg an verkfræðing, sem játar að hann hafi lítið vit á skák, leita aðstoðar Skáksambands Islands um upplýsingaöflun til að berja saman grein um aukaatriði eins og það, hvaða daga heimsmeistaraeinvigin í skólk hafa hafizt é iiðraum áratugum. Börn vita að þau voru áður haldin snemma árs, en hitt hefur og komið í heimsfréttum, að svo stór felldar breytingar hafa ver- ið gerðar á lögum FIDE um einvígin að undanförnu, að hugsanlegt er að heimsmeist- araeinvigið í skák 1975 verði aðeins 6 skákir, svo að nýj- ar reglur um tíma einvígja, sem setja varð við aðrar laga breytingar nýverið, þykja næsta veigalitlar I því sam- bandi og hafa vist farið fram hjá tveim Guðmundum á íslandi. Þeir Guðmundarnir í grein Moirigiunblaðsins 28. janúar — þar er einnig smáklausa und irrituð af ’ Guðmundi G. Þór- arinssyni — eru með dylgj- ur um, að ég hafi ekki ver- ið nægilega inni 1 málinu. En hvor var líklegri til að fylgj- ast með þessum efnum, sá Is- lendingur, sem oftast hefir setið þing alþjóðaskáksam bandsins — Gautaborg 1955, Dubrovniik 1958, Havanna 1966 — og fékk útboðsgögn til að semja tilboð fslands að einvíginu, sendur vár til Amsterdam með það, rædidi við dr. Euwe á þrem fundum þar, og nýkominn var frá Bandaríkjunum eftir viðræður við Fischer og Ed- mondsson, eða sá Guðmund- ur, sem enn sat heima á ís- landli og beið efitir dr. Euwe, sem aldrei kom. Dr. Euwe játaði síðar, í við tali við okkur Guðmund Þórarinsson i síðari ferð minni til Amsterdam, að skeyti það, sem Guðmundiur Einarsson vísar svo ítarlega til í grein sinni, hafi verið mistök, samin af nafngreind um starfsmanni FIDE, þar sem ranglega var rætt um upphafsdaginn 15. apríl, en réttilega drepið á, að keppendur vildu hefja einvigið í lok júní. Eins og ég hef oft frætt Guðmund G. Þórarinsson á, fyrst eft- ir fyrri ferð mína til Amster- dam, má (heimsmeistaraeinwíg ið eftir núgildandi reglum ekki hefjast fyrr en Fischer hefur fengið sex mánaða hvild frá einvíginu við Petro sjan, sem er í aprillok. Hins vegar, ef það er satt, að verkfræðingar kunni að reikna, þá átti hvor Guð- mundurinn sem var að sjá, að jafnvel þótt miðað væri við 15. apríl, þá komst einvíigið aillls ekki fyrir í upphaflegu tilboði íslands. Þar er talað um einvígistim- ann marz, apríl og maí. Ein- vígið, sem reikna þanf tiu vikur óskipt — þrjár skák- ir á viku í átta vikur og tveggja vikna veikindafri, þurfti því að hefjast i sið- asta lagi fimmtudaginn 23. marz miðað við íslenzka til- boðið. Af ofanskráðu er ijóist, að tilboðstíminn í upphaflegu tilboði fslands var á allan hátt ófullnægjandi fyrir FIDE og keppendur. Og stemmdi ekki við útboðsskil- málana — skeyti það sem Guðmundur Einarsson fellir sín eigin rök á. Þar sem að minnsta kosti einn Guðmund mun hafa svið ið undan ádeilu minni 25. janúar, þar sem almenningur uppgötvaði skyndilega, að Skáksamband fslands hafði afsalað sér einvíginu í sum- ar um leið og fólki var hald- ið í þeirri blekkingu, að verulegar líkur væru á, að hægt væri að flytja til ein- vígistímann um nokkra mán- uði, taka 'þeir Giuðmiundar það til bragðs, að frýja mér vits. — Guðmundur borgarfulltrúi tjáði mér munnlega, að eftir grein mina hefði dunið á honum skothrið ásakana, þar sem hann var talinn blekkja þjóð ina með vísvitandi gervitil- boði. Slíkt væri misskilning- ur. Upphaflegt tilboð fs- lands mun hafa verið lagt fram í einlægni. Vitað var að visu, að timinn — sem ekki var valjnn af mér — hent- aði ekki óskum keppenda og var ekki í samræmi við upp- haflegt mistakaskeyti FIDE, en í fyrstu mun Skáksam- band íslands hafa viljað fá einvígið flutt tii, ef hægt væri, en að öðrum kosti end- urskoða tilboðið með tilliti til tíma. Eftir tvær fyrstu utan- landsferðir mínar var ljóst orðið, að eklki var hægt að flytja til einvígið að gagni, og þeirri leið að halda ein- vígið á fslandi i sumar hafði verið lokað. Með hinu kjarnyrta orða- laigi „igenvitiliboð“ í igrein minni 25. janúar, þar sem fjallað er um rangan tíma íslenzka til- boðsins, átti ég við, að þar til tímasetningu einvígisins á fs landi yrði breytt, væri tilboð ið, þótt gott væri að öðru leyti aðeins 'gervitilboð. Þetta eru orð, sem ég hygg, að almenningur skilji. I sjón varpsviðtali mínu eftir fyrri Hollandsferðina, þar sem ég taldi íslenzka tilboðið eitt hið bezta, var það vitaskuld undanskilið, að tímasetningu yrði breytt, svo sem og varð síðar. Aðalskýringin á sjálf- boðavinnu minni í mál- um þessum og utanlandsferð um er, að eftir beiðni um að starfa að samningu til- boðs íslands í einvígið vildi ég ekki sleppa af því hend- inni fyrr en það væri orðið f'Uil'ligiilit, sem varð eins og fyrr segir, fyrst tveimur mín útum fyrir úrslitafund á sið- asta degi lögskipaðs umþótt- unartiima í Amsterdam hinn 31. janúar 1972. Áður en ég skil við ádeiiu grein Guðmundar Einarsson- ar verkfræðings á mig, þakka ég honum þá virðingu, sem hann sýndi mér í grein- inni. Guðmundur Einarsson er vel metinn og fær maður á þeim sviðum, sem honum eru kunnug. ANNÁLL Þar sem hluti greina minna er þáttur í ritdeilu, er rétt að iesenduir fái nú eins kon- ar a:nnál heiztu aifslkipta minna af málinu, allt frá upphafi og þar til að það sýndist komið í örugga höfn, og mér voru afskipti meinuð. Frásögn þessi varpar einnig 'lijóisi á ganig málsins I 'heild. Hinn 18. desember 1971 var boðað til hugskoðunar- fundar af Skáksambandi fs- lands, þar sem boðnir voru nokkrir aðilar þar á meðal undirritaður. Framsögu- ræður héldu þeir Albert Guðmundsson, Guðmund- ur G. Þórarinsson og Guo- mundur Einarsson. Hinn síð- astnefndi skyldi stjórna að- alverkefni fundarins, sem var að safna hugmyndum um framkvæmd heimsmeistara einvigis á íslandi. Albert fl'U'tti hvatninigarræðu, en Guðmundur Einarsson missti af verkefni sínu, þar sem upp hófust líflegar umræður í ræðuformi, þar sem allmikl- ar hugmyndir komu þegar fram. Einkum var það undir ritaður, sem setti fram ákveðnar, itariegar hug- myndir. Nokkru síðar var mér fal- ið að semja islenzka tilboð- ið í einvigið af forseta skák- sambandsins. Ég eyddi tveim dögum í uppkastið og siðar kom í ljós, að það hef- ur fallið Spasský vel, enda tók ég tillit til séraðstæðna, sem tiðkast austantjalds, og litlu hafði verið breytt efn- islega, til dæmis ekki hug- mynd minni um heildarverð- laun, þegar mér var falið að sjá um vélritun á tilboðinu, innsiglun og flutning á því til Amsterdam hinn 30. des- ember 1971. Guðmiundiur Þ. bað mig að bíða í Amsterdam ti'l opnun- ardags tilboðanna 3. janúar. Á opnunarfundinum lenti ég óvænt i alþjóðlegu opnunar- nefndinni með þeim Takis Hassiotis frá Grikklandi og Bozidar M. Kazic frá Júgó- slaviu og þar með tveim nýj- um funduim með dr. Max Euwe forseta Alþjóðaskák- sambandsins. Vafalaust var það að nofckru vegna stöðu minnar í opnun- annefndinni, sem sjómvarpið og sum dagblaðanna reyndu að fá viðtöl við mig næstu dagana, en ég varðist frét'ta að mestu, að undanteknu síð- ara sjónvarpsviðtalinu, þar sem ég hafði fullt samþykki forseta Skáksambands fs- lands til að ræða málin. Þar sem íslenzka tiilboðið í einvígið var ennþá ófrágeng- ið sökum óleyfilegs keppnis tíma, kom það mér á óvart, er ég skömmu síðar var óbeint beðinn að hafa ekki fleiri viðtöl við fjölmiðla og starfa ekki að málinu. Eftir heimkomuna frá Am- sterdam hafði ég daglegt sam band við forseta skáksam bandsins og fannst mér hann vinna of hægt að þeim þátt- um málsins, sem ég taldi mest aðkallandi, þ.e. tímamálinu og hlunnindamálinu, sem út- skýrt verður i næstu grein. Þar sem ég taldi að tím inn væri dýrmætur, bauð ég fram aðstoð á einhvern hátt. Guömundur Þ. leiddi hjá sér tillögu um skipun starfs- nefndar i málinu, tii'lögu um að ég tæki að mér föst störf fyrir skáksambandið og síð- ast einniig ti'llögiu <um að ég sem meðlimur alþjóðlegu opn unarnefndarinnar fengi gesta setu á fundum Skáksam- bands fslaunds, þar sem ég bjó yfir ýmsum upplýs- ingum af fundunum í Amst- erdam í janúarbyrjun. Fréttir tóku að berast af yfirboðum Júgóslava og samningamakki þeirra við Edmondson og Fischer. — Ákveðin var ferð þeirra síð asttöldu til Júgóslaviu og þan.gað fór einnig dr. Euwe. Hlunnindamálið virtist vera að komast á alvariegt stig fyrir fsland, sem fylgdi mót- mælaskeyti sínu á því sviði i engu eftir. Guðmundur Þ. virtist rólegur þótt ég segði honum, að hvenær sem væri, mætti búast við skeyti, þar sem einhver erlendur málsað ili óskaði eftir fyrirvara lausu svari um, hvort fsland gæti haldið einvigið i sumar. f þessari stöðu bauð ég for seta skáksambandsins að afla frekari upplýsinga um mál- in hjá Fiseher og einum með- lima stjórnar FIDE, Ed- mondsson, í Bandaríkjunum, en þangað gat ég átt erindi um þetta leyti. Guðmundur taldi slíka vesturför hættulega, reyndi að telja mig af henni og hót- aði að senda Edmondaon skeyti um að ég hefði ekki umboð til samninga fyrir Skáksamband fslands. Seinna játaði Guðmundur að hræðsla hans hér hefði ver- ið ástæðulaus. 12. janúar flauig ég til Ameríku og tilkynnti Ed- mondsan í símtali að ég hefði ekki umboð til samn- inga, en ákveðið var að skipt ast á upplýsingum á fundi með Fischer 14. janúar. Þessi fundur í formi sameiginlegs hádegisverðar okkar þriggja tókst vel og var mikilvægur að dómi Edmandsoms. Rætt var ítarlega um formsatriði og aðstæður á fslandi. Fisch- er og Edmandsan aftóku með öllu, að einvígið yrði flutt fram á haustið, en ljóst er að hvor keppenda sem var, gat haft neitunarvald um slíkan flutning. Þeir fé- lagar kvöddu mig með virkt- um og ætla má að viðræð- urnar hafi aukið áhuga Fischers á Islandsför, sem af varð siðar. Ég hafði átt simtal við Guðmund Þ. á fslandi kvöldið fyrir fundinn, og sagt honum að búast við skeyti frá Edmondson, sem vildi fá svör um, hvort fs- land gæti haldið einvígið í sumiar. — Edmondsan hafði viljað fá svar innan sólar- hrings, en vegna beiðni minnar, gaf hann íslending- um vikufrest til svars- ins. Einnig bauð ég Guð- mundi skýrslu af viðræðum mínum við þá Fischer og beið svo í tvo daga eftir upp hringingu hans, sem aldrei kom. Hins vegar barst Ed- mondson, meðlimi stjórni- ar FIDE, á réttum tíma form legt svarskeyti um, að ís- lendingar treystu sér ekki til að halda einvígið í sumar. Þessi úrslit ollu þeim Fisch- er sárum vonbrigðum. Eftir heimkomu mina frá Ameriku’ 21. janúar varð mér Ijós deyfð Skáksambands fs lands í einvígismálunum. Ennfremur að almenning- ur bjó við þá blekkingu, ein mitt meðan tími athafna var að fjara út, að verulegar lík ur væru á, að einvígið feng- ist hin'gað i haust. Eiigi var mér boðið á fund með Skák- sambandi fslands, til að gefa skýrslu um fund minn með Fischer og Edmondson, og Guðmundur Þ. tók fréttum minum með ró. Ég hafði at- huigað um möguleiíka á 'leigu hótelskips í Ameríku og Guð mundur samþykkti að ég léti kanna slíkt í Evrópu. Einn- ig tók hann vel þeirri hug- mynd minni, að reyna að fá Rússa til að leggja fram slík skip íslendingum að kostnað arlausu. Fól hann mér að annast samninga við Rússa um þetta mál. Jafn- framt þessum athugunum hafði ég nú skrifað greinina 25. janúar sem olli þeim þrýstingi almennings á skák sambandið, sem áður er að vikið. Ekki gat Guðmundur gert upp við sig, að snúa við blað inu fyrir fyrstu utanlands- ferð sína í málinu í janúarioik. Hélt ég því með honum til Aimsterdam. Tii þess að flytja skilaboð frá rússneska sendi herranum á fslandi varðandi hótelskip, leyfðist mér að líta inn á skáksambandsfund þann, sem samþykkt hafði að greiða ekki ferðakostnað minn til Amsterdam. f borg hinna mörgu sikja reynd'um við dr. Buwe báð- ir að telja Guðmund á, að skemma ekki horfuir fslands á einvígishaldi, með þvi að lækka upphafleg verð- laun fslands. Og það mun Framhald á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.