Morgunblaðið - 29.03.1972, Side 28

Morgunblaðið - 29.03.1972, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. 3VIARZ 1972 SAGAINI TVITUG 'STULKA OSKAST..: 1 þýðingu Huldu Valtýsdóttur. Inni, klukkan hálf eitt nœsta dag. Um leið og samtali okkar lauk, fór ég að velta þvi fyrir inér, hvort það væri umburðar- lyndi Roys með sjáifum sér, sem gerði hann svo vinsaelan og hvort umburðarlyndd með öðr um hefði þá öfug áhrif. En hvað var orðið af Vivi- enne? Var hún baki brotmu að verjast ásökunur: Gilberts um nýlendusinnaðan fasisma á tröppunum? Nei, þarna var hún komin, i einkennisbúningi flug- félagsins þeim græna og klæði- lega og með stóra tuðru í ann- arri hendinni. Ég vissi að í henni var það, sem hún þurfti til næturgistingar og einhverjar furðuflikur, sem hún ætlaði að íklæðast um kvöldið. Við kysst- umst skyldmennakossinum, sem hún vildi viðhafa i upphafi funda ókkar, enda þótt uppbúið rúmið biði á næsta leiti. Það var heitt í veðri en vangi henn- ar var þægilega svalur. „Það var einn af Pakistanbú- unum á neðri hæðinni, sem hleypti mér inn." „Hann er ekki frá Pakistan. Hann er frá Vestur-Indíum og harnn var að koma frá mér." Hún var búin að taka af sér húfuna og svo fór hún úr jakk anum, svo ég varð að einbeita mér svolítið, þegar hún hélt áfram: „Mér sýndist hann geta verið frá Pakistan. Er hann kunningi þinn?" „Ekki beinlínis. Hann er unn usti dóttur Roys Vandervane." „Var þetta hann? Er honum sima.?“ „Þvi skyldi honum ekki vera sama. Hann er meira að segja hvatamaður." „Ég á við, hvort honum er sama, að dóttir hans á þeldökk- an unnusta." „Já, ég veit það.“ Nú skildi ég, hvers vegna ég hafði ekki látið Vivienne lifa í þeirri trú að Gil- bert væri Pakistani aí neðri hæðinni. Það var vegna þess að ég hafði alltaf gaman af þvi, að áta hana segja frá viðhorfi sínu til hvaða málefnis sem var. „Hann er ákaflega framfara- sinnaður. Á öllui.i sviðum. Berst af alefli gegn kynþáttamisrétti." „Hvers vegna veiur hvít stúlka þeldökkan unnusta?" „Þvi ekki? En ég skil, hvað þú átt við. 1 þessu tiltfelli held ég að mestu hafi ráðið, að hún vonaði að faðir hennar væri því mótfallinm." „Varla velur nokkur sér unn usta efiir þvi. Og þú sagðir líka áðan, að hann væri hvatamað- ur.“ „Já, ég veit það," sagði ég aft- ur og varð um leið ljóst, að ég gat ósköp vel látið hana hætta að ræða þetta, en tekið það síð- an til umræðu seinna. „Má bjóða þér tebolla?" Vivienne roðnaði svolítið, enda þótt þessi spurning kæmi henni tæplega á óvart. Þeita gat virzt undarlegt fyrir þá sem ekki þekktu til, en þannig hófst ákveðið, hefðbundið samspil okkar á milli, sem átti það lokamarkmið, að við kaamumst upp i rúm án þess að tilfinning ur hennar yrðu fyrir skakkaföll- um af óviðurkvæmilegum orðum. Nú lyfti hún höfðinu íhugandi, pírði aftur augun, sagðist eicki vilja teið strax og gekk ákveðn- um skrefum inn í svefnherbergið. Þessi eftirvæntingar- og for- vitnisblær hélzt yfir leiknum, þar til ég var búinn að loka hurðinni á eftir oklkur. Þá urðu snöggar breytingar og ég varð að reyna að halda henni í skefjum, þangað tíl ekki var ástæða til þess lengur. Á eftir fannst henni ástæða til að biðja mig afsökunar á þvi, hversu mjög hún hafði notið sim, Satt að segja olli kvöldbún- aður hennar mér smá vonbrigð um. Uppistaðan var liátlaus kjóll sem ég kannaðist við að hafa séð hana í oft áður, en mér var ómögulegt að skilgreina á hon- um litinn. Líklega var hann ein hvers staðar á miili þess að vera rauður og brúnn. En til að lifga hann upp, setti hún á siig grænt belti, hálsklút með öðirum grænum Mt og ennis- band í þriðja græna litnum. Þó hefði varla diugað minna en háls band með kippu af þurrkuðum hauskúpum og hringur í nefið til þess að hefja þennan kjól upp í æðra veldi. Ég kflæddl mig í jakkafötin, og þegar við sát- um yfir hvítvinslasi í stofunni skömmu síðar, sagði hún: „Ertu búinn að fá þér aðra?" „Já. Einu sinni. Á laugardags kvöldið. Hvernig veiztu það?" „Þú horfðir þannig á mig. Venjulega sérðu mig bara, en þú horfir ekki svona á mig. Er hún iagleg?" „Svona álíka og þú. Ekki lík þér, en samt lagleg." „Er hún eins skynsöm og ég?“ „Drottinn minn dýri, nei.“ „Er hún eins góð og ég?“ Hún hvarflaði augunum í áttina til svefnherbergisins. „Það held ég ekki.“ (Kannski var þetta lygi en ég varð líka að taka nýjabrumið með i reikn iniginn. „Hvers vegna ertu þá að því?“ „Horfði ég ekfki á þig á sunnu daginn og í gær?“ „Það getur verið. Ég tók ekki eftir þvi. Ef til vill gættirðu þín þá. Hvers vegna ertu þá að því?“ „Nú, þótt aðrar séu hvorki eins laglegar og góðar og þú, þá geta þær verið ágætar. Og það var lika orðið áliðið. Og hún átti frumkvæðið." „Hún er kannski laus á kost- unum ?“ „Það getur verið. Svona nokk uð.“ „Hvenær ætlarðu að hitta hana aftur?" ' Ánægjan endist alla leið j langferðina bjóðum við m. a. eftirtalinn búnað í flestar tegundir bifreiða: Platínur, kveikjuhamar, kveikjulok, Champion kerti, háspennukefli og þétti, straum- loku, viftureim, pakkdósir, pakkningar og pakkningalím, vatnsdælu, vatnskassaþétti og vatnskassahreinsivökva, hemla-’ vökva, benzíndælu, fjaðráblöð, lím, bætur, loftdælu og lyftu, Trico þurrkublöð, startkapla, þurrkvökva fyrir rafkerfið, ryð- olíu, einangrunarbönd, hemlavökva, verkfærasett, 5 lítra benzínbrúsa, þvottakúst og farangursgrindur. Allt á samá stað Laugavegi 118 - Simi 22240 EGILL VILHJÁLMSSON HE velvakandi 0 Aldarafmæli dr. Helga Pjeturss Ólafur Jónsson skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég vil mega fá að þakka Morgunblaðinu fyrir að minn- ast þess á myndarlegan hátt, að um þessar mundir eru liðin hundrað ár frá fæðingu dr. Helga Pjeturss. — Annað hefði heldur ekki verið sæm- andi aðalbiaði íslenzku þjóð- arinnar. Það má lengi deila um ýms- ar kenningar dr. Helga. A jarðfræði hefi ég lítið vit, en mér skilst, að höfuðkenningar hans standist allar samkvæmt nýjustu rannsóknum færustu visindamanna, sem hafa hundr- að sinnum fleiri og betri tæki en hann og ólíkt betri aðstöðu. Á ég þar bæði við fjárhags- legu hliðina og hina að geta rætt daglega við aðra íslenzka jarðfræðinga og hitt erlenda fræðimenn að minnsta kosti árlega að máli. Samskipti dr. Helga við jafnoka sina á þessu sviði fóru aðallega fram bréf- lega með stopulum póstsam- göngum. Aðeins það eitt að geta brotizt í gegnum einangr- unina og sambandsleysið var átak hverjum íslenzkum menntamanni til skamms tíma. Um aðrar kenningar hans skrifa ég ekki hér, en allir, sem unna fagurri islenzku, hijóta að hafa hreina nautn af að lesa bækur hans. 0 Hvar eru erindin? Nú kem ég að því, sem er orsök bréfs míns, og því skrifa ég þér, Velvakandi, að ég ætla, að dálka þína lesi flestir lands menn. Fyrir allnokkrum árum, kannski fimmtán, fór ég á sam- komu í Hátíðasal Háskóla Is- lands, þar sem dr. Helga var minnzt. Þar töluðu Jóhannes heitinn Áskelsson og Gunnar Ragnarsson, muni ég rétt. Stúd entar munu hafa genizt fyrir samkomunni. Jóhannes Áskels- son talaði um jarðfræði dr. Helga, en Gunnar Ragnarsson um heimspeki hans, og minnir mig, að einhver Nýalssinni stæði upp á eftir og andmælti erindi Gunnars. — En hvað um það. Ég man, að mér þótti gam- an að erindunum báðum og fróðleikur í þeim. Hvar ætli þessi erindi sé nú að finna? Hafi þau komið út á prenti, hefur það farið fram hjá mér. Gaman væri nú að grafa þau upp og birta í tilefni afmælis- ins. Vill Velvakandi athuga þetta fyrir mig? Ólafur Jónsson." — Upplýsingar um það, hvar þessi erindi er að finna, yrðu birtar hér. 0 Gott útvarpserindi um uppeldismál Guðrún Sigurðardóttir skrif- ar: „Velvakandi! Oft hef ég hugsað mér að skrifa þér og þá eiginlega held ég alltaf til þess að skammast út af einhverju. Nú loksins, þegar ég kem því í verk, þá er það til þess að þakka fyrir. Ég vil þakka fyrir erindi sem frú Valborg Sigurðardótt- ir, skólastjóri, hélt í útvarps- þættinum um uppeldismál núna áðan og talaði um sjálfstæðis- þörf barna og mótþróaskeiðið. Eins og talað út úr mínu hjarta! En hvað ég þekkti þetta allt saman vel! Þó hef ég sjálfsagt brotið flestar eða all- ar reglurnar, sem okkur mæðr- unum eru lagðar, en ég finn núna (og fann jafnvel þá) hvernig máður átti að fara að börnunum, ekki bara til að gera þau hamingjusöm, heldur iíka okkur. Nú má segja, að það sé fullseint fyrir mig að til- einka mér uppeldisreglur, því að yngsta barnið mitt var fermt í hitteðfyrra. En ég á þó væntanlega eftir að umgangast barnabörnin! 0 Einhver munur en rauðsokkaþruglið Mér fannst alit, sem frú Val- borg sagði, svo skynsamlegt og yfirvegað. Það passaði við mína reynslu. Svona eiga konur að tala í útvarpið. Það var einhver munur en að þurfa að hlusta á þessa óteljandi og óendanlegu rauðsokkaþætti, sem troðið var upp á okkur um daginn. (Hver stjórnar þessu eiginlega? Er ekki hlustað á er indin áður af útvarpsmönnun um sjálfum, sem hljóta að bera hag síns vinnustaðar fyrir brjósti?) Það var ekki nóg með það, að þetta raiuðsokka- hjal væri svo þunnt og heimskulegt, oft greinilega þýtt, (af því að það hæfði ekki íslenzkum aðstæðum og vegna slæmrar íslenzku), heldur var það stundum blátt áfram „hýst eriskt". Svo var þetta svo leið inlegt, um það ber öllum sam- an. Hvernig væri að gera at- hugun á þessu hjá venjulegu kvenfólki? Ég hef enga konu hitt, sem ekki þótti þetta af- spyrnu leiðinlegt jarm, og þar að auki mjög lélega sett fram, — satt bezt að segja einkenni- lega illa unnið handa okkur að hlusta á. 0 Fermd ég var í fyrravor . . . Nú ætla ég að vitna í þá, sem var fermd í hitteðfyrra, dóttur mína, og vinkonu henn- ar. Þær stöllur sögðu á þessa leið: „Það er sko alveg óþolamdi að hlusta á þetta, — tilgerðin og ímyndunin, — „innfluttar skoðanir", — hún las ein- hverja danska pokketbók í sum ar, sem „breytti lífsviðhorfum hénnar" (með tilheyrandi svip- brigðum), — nú, það er von hún sé foj, veiztu ekki að. . . . — hún er að reyna að vanda sig siðan, — þær eru allar með „viðtekin sjónarmið" úr klík- unni, þora ekki annað, — bara alltaf þessar sömu jórturtuggu klisjur, —- þægilegt að þurfa ekki að hugsa fyrir sjálfa sig, heldur nasa uppi hvað á að segja og hvað á ekki að segja, — og svo er svo einfalt að segja, að við hinar séum með „arfgengar skoðanir" og „við- tekin sjónarmið", sem nennum þó að hugsa sjálfstætt. . . .“ Rauðsokkar skilja þessi orð kannski betur en mín, þess vegna vitna ég í þau. Annars var ekki ætlunin að fara að skammast, eins og ég sagði hér á blaði nr. 1, heldur þakka gott útvarpserindi. Er ekki hægt að fá þetta erindi prentað, t.d. í Morgunblaðinu eða Lesbók'Morgunblaðsins? Guðrún Sigurðardóttir." 0 . . . og fæ því ekki séð — Velvakandi fær nú ekki betur séð en að áróður í út- varpi, sé hann klaufalega flutt ur, eins og flestum virðist I þessu tilfelii, komi harkalSjsast niður á áróðursflytjanda sjálf- um, svo að frú Guðrún má vel við una.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.