Morgunblaðið - 29.03.1972, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.03.1972, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1972 7 ö <ý©e> öoí> áxiw ao» «©t> «0 DAGBOK BARMNNA.. BANGSIMON og vinir hans Dag nokkurn kom Bang- símon labbandi niður að þessari brú. Skammt frá lágu litlar grenigreinar á víð og dreif. Hann tók eina upp, skoðaði hana og sagði við sjálfan sig: „Þetta er falleg grein. Ég hlýt að geta búið til góða vísu um hana.“ Honum gekk erfiðlega að finna orð, sem rímuðu, en loks tókst honum að koma saman þessari vísu: Ef mér gæfist grenitré gæti ég orðið smiður. Uglan segir að það sé allra bezti viður. „Þetta var nú nokkuð gott hjá mér,“ sagði Bang- símon ánægður. Hann var nú kominn að brúnni, en þar sem hann var annars hugar, varð honum fóta- skortur. Hann missti grein- ina úr höndum sér og hún lenti niðri í ánni. „Æ, þarna fór illa,“ sagði Bangsímon, þegar greinin sigldi undir brúna. Hann fór til að fá sér aðra grein, ef vera kynni, að honum tækist að búa til aðra vísu um hana. En þá langaði hann meira til að hcrfa á ána, vegna þess að þetta var góðviðrisdagur og í alla staði ánægjulegur. Þess vegna lagðist hann á brúna og fór að horfa á ána. Hún rann hægt leið- ar sinnar .... og þá sá hann allt í einu, hvar greinin hans kom siglandi. „Þetta er undarlegt,“ sagði Bangsímon. „Ég missti hana út í ána hinum meg- in við brúna og nú kem- ur hún fram hérna megin. Gaman væri að vita, hvort þetta gerist aftur.“ Og svo fór hann til að sækja sér fleiri greinar. Það fór á sömu leið. Þá lét hann tvær greinar detta samtímis og hallaði sér fram af til að sjá, hvor mundi koma fyrst. En þar sem greinarnar voru jafn stórar, vissi hann ekki, hvort sú var á undan, sem hann hafði óskað sér að ynni eða hin. Næst lét hann því eina stóra grein og aðra litla detta og sú stærri kom fyrst, og það hafði hann einmitt sagt við sjálfan sig. Sú minni kom á eftir og það hafði hann líka sagt við sjálfan sig og þess vegna vann hann sjálfur tvisvar. Þegar hann hélt heim á leið til að fá sér hressingu, hafði hann unn- ið 36 sinnum og tapað 28 sinnum . . . já, 28 frá 36, svo oft hafði hann unnið . . . en ekki öfugt (ekki 36 frá 28). Þetta var upphafið að leiknum, sem Bangsímon bjó til og var kallaður „Bangsabuna“ eða „Spýtu- leikur“ og hann og vinir hans fóru oft í þennan leik. Þau notuðu litlar spýtur, vegna þess að það var auðveldará að þekkja þær í sundur. Einn góðan veðurdag fóru Bangsímon, Grislingur- inn, Kaninka og Kengúru- barnið í þennan leik. Þau höfðu öll látið spýturnar sínar detta niður samtím- is, um leið og Kaninka sagði „Nú,“ og svo flýttu þau sér að gægjast fram af brúnni hinum megin til að sjá, hvaða spýta kæmi fyrst. En áin var afskap- FRflMttflbÐS SflEfl BflRNflNNfl Á neðri myndinni hafa verið gerðar sjö breytingar.' þið funclið þær? Getið DRATTHAGI BLYANTURINN 103 f .#/ / \ \xr zs - B5'-71 - FERDIN AND 'Cf, iioftvq (,' u : ^ í $tultu nuili SVÍAK í EBE? # BRUSSEL: Nýskipaður forseti framkvæmdanefndar Efnahagsbandalagsins, Sicco Manshoit, kveðst fús til að veðja, að Svíar sæki um að- ild að bandalaginu eftir f jög- ur ár. Hann sagði, að verið væri að ganga frá viðskipta- samningi við Svía, sem yrði þeim hagstæður. Hann sagði, að brezkir jafnaðarmenn mundu á næstu fjórum árum endurskoða afstöðu sina gegn aðild að EBE og viður- kenna að þeir höguðu sér kjánalega. NVTT SAMBANDSRÍKI? ® KAÍRÓ: Lokið er við- ræðum milli Egypta og íraka um stofnun ríkjasambands Egyptalands, Iraks og Sýr- lands. írakar eiga hugmynd- ina að stofnun hins nýja sam- bandsrikis og er taiið að með því vilji þeir hamla gegn tU- lögum Husseins konungs um stofnun sarnbandsríkis Jórd- aniu. Sýrlendingar hafa tekið dræmt í hugmyndina. HEIMSÓKN ANDMÆLT © MIAMI: Um þúsund kúb- anskir útlagar efndu um helg- ina til mótmæiaaðgerða í Mi- ami gegn heimsókn sovézks itafrannsóknaskips. Menn af skipinu, sem höfðu skoðað itorgina, urðu að fá lögreglu- fylgd um borð. Skipið hefur tekið þátt í rannsóknum 15 landa, á hafstraunmm, fisk- veiðum og veðurfari á Karíba- hafssvæðinu, og starfsmenn þess hafa átt fundi með bandarískum vísindamönmmi. GRECHKO í BELGRAD 9 BELGRAD: Landvarna- ráðherra Sovétríkjanna, And- rei Grechko marskálkur, er kominn í opinbera heimsókn til .lúgóslavíu og endurgeldur með því oplnbera heimsókn landvarnaráðherra Júgóslav- íu, Nikola Ljubicics herhöfð- ingja, til Sovétríkjanna 1970, Grechko og sendinefnd hans munu skoða hernaðarniami- virki í landinu. HÁRÞU RRKAN FALLEGR!*FLJÓTARI i Í€*n*M€J€Þ VINSÆL FERMINGARGJÖF FYRSTA FLOKKS F R Á .... SlMI 2-t420 - SUÐURG. 10 - RVlK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.