Morgunblaðið - 23.04.1972, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.04.1972, Qupperneq 4
4- f MORGUNBLAÐIÐ, SUNÍNUDAGUR 23. APRÍL11972 A slóðum Lísu í Undralandi Horft yfir miðbæinn i Oxforil. Þar eru collese-arnir i ein um hnapp. flestir byggðir i f erhyrning og prýddir ótal turnspírum. Hringlaga byggingin i miðjunni er „Kadcliffe Ca,mera“ byggð á 18. ijld. Byggingin tilheyrir nú aðalixVka safninu, „Bodleian Library" og j»ar hafa stúdentar lestrar aðstöðu. Þeir, sem korna til Oxford með járnbrautarlestinni frá London verfta yfirleitt eklkert yfir sig hrifnir af því fyrsta, sem þeir sjá. Út uim gluggann á strætisvagni númer 1, sem fer frá stöðinni upp í mið- borgina, biasa við ótorein hús ag bídaverkstæði og ferða- larngarnir spyrja: „Er þetta Oxford"? — Á vinstri hönd má þó sem snöggvast sjá eitt hreint hús, með burstum og stórum tumi. Það er Nuffield Oollege, firægur fyrir ljótan arkitektúr. Þrátt fyrir óaðlað andi útlit er þessi colJege að sumu Ieyti merkilegri en aðr- ir í borginni, þvj segja má að lirnri tengi hinar tvær óllílku hliðar borgarinnar, háskól- ann og iðnaðinn. Oxford er nefnitega eklki aðeins háskóLa borg. Hún hýsir stærstu bila- verksmíðjur Bretíands, Brit- ish Leyland, sem veita um 25 þústmd Oxfordbúum vinnu. Saga bhaverksmiðjanna byrjaðí árið 1893, þagar 16 ára piltur að nafni WiEiam Riöhard Morris fór að búa til reiðhjól í geymsluskúr í mið- borginni. Sjö árum síðar bjó hann ti>l fyrsta mótorhjólið og árið 1912 var fyrsti Morris- Oxford bíllinm fuBgerður. Ár ið 1919 var hiutaféiagið Morr- is-Ox£ord Motors stofnað og það fiærði bráfct út fcviarnar og sameinaðist öðrum fyrir- taakjum, t.d. Wolseley, Riliey og Austin og árið 1952 runmu þau saman í British Motor Córporation. Það fyrirtæki sameinaðist svo Leyland verksmiðjunum árið 1968 og ganga verksmiðjurnar nú undir nafninu British Ley- iand. Eru aða’stöðvar þeirra í Cowiey, austast í Oxford. Fyrir fram'kvæmdir sínar og dugnað var Wiliiam Morr- is veifct aðalstign og kalflaður Lord Nuffield. Árið 1937 gaf hann ióð og 900 þúsund sterl- ingspund tíl að byggður yrði eollege, sem bæri nafn hans og er honum ætlað að stuðla að efnahagslegum og þjóðfé- Iagslegum rannsókmum. Lord Nuffield lézt árið 1963. ★ En nú erum við komin upp á Carfax og þar förum við úr strætisvagninum. Carfax (upprunalega Quatre vois, eða „fjórar leiðir" eru kross- götur í miðri borginni og það an liggja aðalleiðimar til austurs, vesturs, norðurs og suðurs. Þarna hefur frá alda öðii verið aðal samkomu- og verzlunarstaður borgarinnar. Klukkuturninn á Carfax, sem slær á korters fresti, er turninn af gömlu borgar- kirkjunni, sem varð að víkja vegna gatnaframkvæmda um síðustu aldamót, en sú kirkja stóð á grunni elztu kirkju Oxford, sem á að hafa verið reist nokkru áður en íslend ingar tóku kristna trú. Undir grunni kirfcjunnar hafa fund- izt peningar frá dögum Ját- varðis konungs, sem uppi var á 10. öld, en hann á að hafa reist sér virfci i Ox- ford. Rétt við Carfax eru leifar gamallar krár, „Crown Tavern", en þar gisti Shake- speare jafnan, þegar hann var í Oxford og er Shake- speareaðdáendum gefinn kost ur á að heimsækja herberg- ið þar sem skáldið gisti. Áfram skal haldið, því Car fax er mesta umferðarhorn borgarinnar og stórhættulegt að staldra þar lengi. Ef geng ið er til suðurs, fram hjá ráð húsinu og upplýsingamiðstöð borgarinnar, blasir brátt við stór tum, sjálfur „Tom Tow- er“. (Tom Tower má sjá á teikningunni í „hausnum" yf- ir þessu bréfi). í gegnurn þennan turn liggur aðalinn- gangurinn í Christ Church, stærsta og tvímælalaust glæsi legasta college í Oxford. Turninn dregur nafn sitt af „Stóra Tom“, 6 tonna þungri klukku, sem flutt var í Christ Churoh úr Osney-k 1 au.strinu krinigum 1680. Á hverju kvöldi klukkan 9.05 slær hún 101 högg og minnir okkur á, að hér áð- ur fyrr, meðan klausturagi ríkti í college, áttu skólapilt- ar sem voru 101 að tölu, að vera komnir inn klukkan 9:05. Þegar komið er gegnum hliðið á Tom Tower, er kom- ið inn í geysistóran ferhyrnd an húsagarð, en slíkir húsa- garðar eru einkennandi fyrir college í Oxford. Úr þessum húsagörðum er gengið inn i vistarveruir stúdenta, sem víða hafa litið breytzt frá því á miðöldum. Manini finnst maður hljóta að vera kom- inn langt aftur I aldir, þegar maður lítur inn í stigagang- ana og á sorfnar steintröpp- umar, sem liggja upp að her bergjunum. Þetta er óneitan- lega rómantískt umhverfi, þótt rómamtíkin geti farið af á köldum vetrarnóttum, þeg- ar hlaupa þarf gegnum einn eða tvo húsagarða til að kom ast á salemi, þvta nútrma fyrirbæri. — 1 þessum her- bergjum hafa margir piltar numið — piltar, sem átt hafa eftir að móta sögu brezka heimsveldisins, já reyndar ails heimsins. Christ Church hefur til dæmis „framleitt" 12 brezka forsætisráðherra, þar á meðal Canning, Peel, Glad- stone, Salisbury, Eden og Home. 1 Christ Church er mikil kapella, sem um leið er dóm- kirkja borgarinnar. Er meg- inhluti kirkjunnár frá 12. öld þ.e. frá því fjórum öldum fyr ir stofnun college. Eftir að oól'le'ge var stoínaður var dómkirkjan sett undir sömu stjórn og nú skyggja college- bygginigarnar svo til alveg á kirkjuna. Sjálf kirkjan stend ur á þeim stað, þar sem sag- an segir að heilög Frideswide hafi stofnað nunnuklaustur á 8. öld og eru jarðneskar leif- ar dýrlingsins varðveittar í kirkjunni. Telja margir þessa litlu dómkirkju einhverja þá fegurstu i Bretlandi. Rétt við inngánginn í dóm- kirkjuna eru gifuriega mikl- ar og breiðar sfeintröppur, sem liggja upp í aðalsal coll ege, sem talinn er. einhver merkasti miðaldasalur i Bret landi. Þar fara fram meiri háttar samkomur og þar snæða stúdentar kvölds og morgna. Til kvöldverðar mæta þeir i háskólaskikkjum sínum, sem eru mismunandi eftir því á hvaða stigi nárns þeir eru. Á háborði fyrir enda salarins sitja kennararn irr skikkjuklæddir, og getur máltíð ekki hafizt fyrr en þeir hafa gengið fylktu liði í salinn og latnesk bæn hefur verið lesin. Kennaramir fá jafnan annan og betri mat en stúdentarnir, sem sitja við langborðin neðar í salnum, þannig hefur þetta verið og þamníg er það. Þegar ég snæddi í fyrsta skipti kvöldmat í einum af college-unum í Oxford, brá mér nokkuð í lok máltíðar, er pilturinn sem sat á móti mér, gerði sér lítið fyrir og steig upp á bekkinn sem hann sat á, síðan upp á borð og niður við hliðina á mér. Fannst mér hálf óviðfeldið að fá foruga skó næstum ofan á diskinn minn, en varð fljótt að sætta mig við, að þetta er ein af venjunum hér. Það þykir allt of mikið fyrirtæki að krækja út á enda lang- borðsins, til að komast yfir á hina hliðina, og þvi er farin stytzta leið. Veggir matsalanna í college unum i Oxford eru yfirleitt þaktir málverkum af ýmsum frægum mönnum, sem þar hafa kennt eða numið. Mun Christ Chuirch geta státað af fræg'ustu og merkilegustu myndunum, því þar eru ekki aðeins myndir af kennurum og nemendum, heldur og íkóngafólki. Hefur Christ Church frá upphafi verið í nánum tengslum við brezku krúnuná og margir merkisat- burðir I sögu Bretlands átt sér stað þar. Þegiar pláiga herjaði á London árið 1665 fór konungur t.d. með hirð sína, þing og erlend sendiráð til Oxford og settist aðkomU fólk að í ýmsum byggingum borgarinnar. Konungurinn og hertoginn af Jórvik lögðu undir sig Christ Church, en drottningin dvald ist í Merton College, skammt frá. Erlend sendiráð voru hingað og þangað um borg- ina. Fyrir enda matsalarins í Christ Church er mynd af Elísabetu drottningu, en hún er það sem kallað er „gestur“ Christ Church. Yfir hverjum college er sérstakt „ráð“, sem tekur ákvarðanir um mál coll ege. Komi upp ágreiningur er hægt að skjóta málinu til ■,,igestsins“, en í ævagömlum reglum er kveðið á um hver það skuli vera. Þannig er þjóðhöfðinginn gestur Christ Church, Unive.rsity College og Oriel College, erkibiskup inn af Kantaraborg er gest- ur Merton, All Souls og Keble o.s.frv. ★ Fyrir sunnan Christ Cburch er stórt opið svæði, kallað Ohrist Ohuroh Meadow. Er þetta ein af mörgum vinjum Oxfordborgar, en skipulags- yfirvöld hafa öðru hverju verið að hóta að leggja hana undir hraðbraut, til þess að reyna að ráða fram úr umferð aröngþveitinu í borginni. Enn hefur þó ekki orðið úr því, og meðan við reikum um grasvellina og göngustígana milli trjánna vonum við að svo verði aldrei. Ef við erum í Oxford á fögrum vordegi sjáum við stúdenta liggja hingað og þangað á grasinu — að lesa fyrir próf. Og við mætum léttklæddum ungum mönnum á harðahlaupum: þeir eru að halda sér í þjálf- un svo þeir géti staðið sig þegar þeir keppa við Cam- bridgeháskólann, hvort sem Framhald á bls. 21 Salurinn í Exeter College, byggður skömmu eftir 1600. Þar hafa stúdentar komið saman á matmálstimiim í nær fjórar aldir. Siimardagur á ánni Cherwell. ÞORDIS ÁRNADOTTIR: BREF FRA OXFORP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.