Morgunblaðið - 16.05.1972, Síða 17

Morgunblaðið - 16.05.1972, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 1972 1 't Valborg Sigurðardóttir, skólast jóri: Leikskólar og dagheimili í nú- tíma borgarlífi Leikskólar og dagheimili eru til- tölulega nýjar stofnanir í íslenzku bæjarlífi. 1 fyrstu mættu þessar stofnanir tortryggni margra manna. Ýmsir álitu vansæmandi að þiggja þá hjálp, er þær veittu, nema um sár ustu fátækt eða mikla heimilisörðug- leika væri að ræða. Aðrir töldu, að heilbrigðu fjölskyldulifi stafaði hætta af þeim, þar eð markmið þeirra væri að taka börnin sem mest frá einkaheimilum og draga úr uppeldis áhrifum foreldranna og fjölskyldunn ar. Myndu þessar uppeldisstofnanir þannig grafa undan hinum fornhelga grundvelli þjóðfélagsins — heimilun um — og valda röskun og uppiausn í borgarlífi okkar. Virtist þetta í sam ræmi við þá skoðun aimennings, sem gætir jafnvel ennþá, að uppeldis- fræðimgar telji, að böraum sé fyrir beztu að vera alin sem mest upp á stofnunum. Þetta er algjör misskiln- ingur. Barátta uppeldisfræðinga og uppeldisfrömuða fyrir dagheimilum og leikskólum byggist á því að breyttir þjóðfélagshættir hafa veikt uppeldisaðstöðu heimila í bæjum og borgum, bæði hérlendis og erlendis, svo mjög að til vandræða horfir. Afstaða almennings til þess- ara mála hefur þó breytzt mjög á síð ustu árum, og keppast t.d. Reykvík- ingar um að koma börnum sínum til dvalar á leikskólum og dagheimilum. Brestur þó enn víða skilning á hinu mismunandi félagslega hlutverki þessara tveggja stofnana og uppeld- isgilii þeirra. Kemur það oft að sök, þótt starfsemi þessara stofnana sé um flest mjög lík og álíka vel til starfsemi beggja stofnananna vandað. Skulu hér ræddar í stuttu máli ýmsar breytingar, sem orðið hafa á fjölskyldulifi og heimilisháttum hér Valborg Sigurðardóttir á landi s.l. 50 ár. Hafa þessar breyt- ingar á högum fjölskyldunnar orðið til þess að stofnun og starfræksla leikskóla og dagheimila enu orðnar að nauðsynjamáli og jafnréttismáli í öll um stærri bæjarfélögum á íslandi eins og í öðrum menningarlöndum heimsins. UPPELDISAÐSTÆÐtJR FYRR OG NÚ Meiri hluti þeirrar kynslóðar, sem nú er að vaxa upp, býr í kaupstöð- um landsins, og mestur hlutinn í höf uðborginni eða á höfuðborgarsvæð- inu. Fyrir 50 árum var þessu annan veg farið. Þá ólst allur þorri ungu kynslóðarinnar upp i sveitum lands- ins, og þeir kaupstaðir og kauptún, sem þá voru til, báru að ýmsu leyti meiri svip sveitaliífs en bæja. Upp- eldisskilyrði barnanna voru þvi allt önnur en nú er tíðast í Reykjavik. I sveit og sjávarþorpum lifðu börnin og lifa enn i nánum tengsium við náttúruna og hina lífrænu at- vinnuhætti þjðóarinnar, landbúnað og sjávarútveg. Leikvangur barns- ins var náttúran sjálf. Viðfangsefn- in, sem náttúran bauð þeim að glíma við, vorú óþrjótandi. Á heimilunum var nóg að starfa. Fjölskyldan var yfirleitt mannmörg og barnahópurinn stór. Víðast var vinnufólk, og algengt var, að amma og afi dveld- ust með fjöiskyldunni og jafnvel annað fullorðið fólk, vandabundið eða vandalaust. Þanniig átti barnið leikfélaga úr hópi leiksystkina og átti þess kost að kynnast mönnum á ýmsum aldri og njóta samvista við þá. Mest öll vinna fór fram á heim- ilunum sjálfum. Bamið kynnist frá blautu barnsbeini margs konar vinnu brögðum, gat snemma tekið þátt í störfum fullorðna fólksins og smám saman orðið að liði sjálfu sér til gagns og gleði. Þannig veitti umhverf ið því eðlileg og lífræn viðfangsefni í starfi og leik. Hvernig er þá uppeldisaðstöðu Frainh. á bls. 30 ■'llMl ■iH'imiii -iii «1 llllill umhverfí manns Sigurður Pétursson: Smitnæm mengun Ómenguð fæða 11-18 Mengun í fæðu getur verið tvenns konar, smitnæm memgun og efnisleg mengun eingöngu. Hér verður vikið að þeirri fyrrnefndu. Smitnæma mengun mætti einnig nefna lifandi mengun, því að þar er um að ræða Mfverur, sem berast í fæðuna og gera hana ógeðslega, óæta eða beinlinis hættulega til neyzlu. Þessar lífverur eru sumar úr hópi lægri dýra s.s. vissar tegundir orma og frumdýra eða þær tilheyra þeirri fylkingu jurtaríikisins, sem ein kennist af þvi að hafa ekki blað- grænu, en það eru gerlar og svepp- ir, þar með taldar veirur. Fólk stendur mjög oft í þeirri trú, að alir geriar (bakteríiur) séu hættulegir heilsu manna. Þetta er ekki tilfellið. Það eru hlutfalls- lega ekki fleiri sýklar á meðal gerla en eiturjurtir á meðal jurta. En það sem gerir gæfumuninn er það, að eit urjurt skaðar einungis þann einstakl ing, sem hennar neytir, en sýklarnir geta aukið kyn sitt i fæðunni, sem þeir berast í og einnig í líkama mannsins, og frá þessum stöðum geta þeir breiðzt út til fjölda fólks og valdið eitrun eða farsótt. Gerlar, þar með taldiir sveppir, geta mengað fæðu á tvennan hátt. Annars vegar með því að valda gerj un, rotnun eða ýldu eins og rotnun- argerlarnir gera, eða mynda i henni eitur eins og gerist af völdum staf- ylokokka og Clostridium botulinum. Hins vegar er mengun af sýkl- Sigurðuir Pétu rsson um, sem berast í fæðuna frá mönn- um eða skepnum, og sýkja neytand- ann. Fæða, sem menguð er af rotnunar- gerlum, er venjulega svo breytt að l'ýkt og bragði að fóllk getur varazt hana. Öðru máli gegnir með staf- yloikakkana og botulinusgerlana, þeir breyta ekki lykt eða bragði fæð- unnar, enda þótt þeir hafi myndað í henni svo mikið af eitri, að valdi matareitrun. Matareitrun af völdum botulinusgerla er mjög sjaldgæf, en stafylokokkar orsaka oft matareitr- un bæði hér á landi og annars stað- ar. Stafylokokkamiir berast í fæð- una frá vitum og höndum þess fólks, sem við vöruna vinnur. Við ónóga kæl ingu fá þeir moguleika til að vaxa og mynda eitur í vörunni og eitrið sýkir svo neytandann. Einkum ber að fara gætilega við framleiðslu og geymslu á kæfu, sultum, salötum og frystri rækju. Allt annars eðlis en matareitranir eru sýkingar af völdum iðrasýkla. Þar er oftast um að ræða taugaveiki bróður (paratyfus) eða ýmsar teg- undir iðrakvefssýkla. Þessir sýklar berast frá saurindiuim sjúkra manna eða dýra i vatn eða mat- væli og með þeim í maiga neytand- ans. 1 þörmunum auka þeir kyn sitt fljótlega og sýkja neytandann. Þess- ar sýkingar myndu vafalaust vera miklu fleiri en raunin er, ef líkam- inn hefði ekki eina sterka vörn gegn þeim sýklum, sem niður í magann kunna að berast. Þessi vörn er maga sýran. Um mikilvægi magasýrunnar, sem vörn gegn sýklum, er til ein góð dæmisaga. Þegar Robert Koch taldi sig hafa fundið kólerusýkilinn, sem hann líka hafði gert, reis upp landi hans, efnafræðingurinn Pettemkofer og mótmælti þvi harðlega að kólera orsakaðist af bakterium. Máli sinu til sönnunar bauðst Pettenkofer til að gleypa vökva úr tilraunaglasi hjá Koch, sem í voru lifandi kólerubakt- eríur, hvað hann og gerði. Koch þóttist 100% viss um, að Pettenkofer fengi kóleru og því sama mundi hver sýklafræðingur halda fram í dag. En Pettenkotfer fékk enga kól- eru og þóttist nú hafa afsannað kenn ingu R. Koch. Það var nú samt Koch, sem hafði rétt fyrir sér, en það sem bjargaði Pettenkofer hefur sennilega verið hans sterka magasýra, sem drepið hefur sýklana. Og um leið það, að Pettenkofer var ekki hrædd ur. Hefði hann verið hræddur hefði sýran í maga hans verið minni, og þá hefði hann fengið kóleru. En það er fleira en magasýra, sem getur varið menn sýkingu af völd- uim gerilimemgaðrar fæðu. Menn geta líka vanizt meniguninni, svo að þeir verði ónæmir fyrir henni. Það mun vera algengt, þegar Norð urlandabúar koma til Suðurlanda og leggja sér þar til munns hráan skel- fisk eða hrátt salat, þá sýkjast þeir þar af iðrakvefi. Þeir innfæddu, sem vanir eru þessum kræsingum ásamt meðfylgjandi gerlagróðri, verður ekkert meint af þeim. Þeir eru orðn ir ónæmir fyrir hlutaðeigandi sýkl- um. Þetta er bin eðlilega vörn náttúr unnar, hliðstæð bólusetningunni, sem er aðferð læknavísindanna. Þarna kemur fram veika hliðin á mörgum heilbrigðisráðstöfunum, en það er sú staðreynd, að auknar hreinlætisað- gerðir geta stundum komið í veg fyr ir, að líkaminn byggi upp sitt eigið varnarkerfi. Fólkið getur þannig staðið berskjaldað gagnvart vissum tegundum sýkla, ef hinar venjulegu mengunarvarnir bregðast t.d. við nátt úruhamfarir eða í ófriði. Það má segja „allt er í hótfi bezt.“ Mengiun fæðu af rotnunargerlum með þarafleiðandi skemmdum á fæð- unni og verðrýrnun veldur geysilegu tjóni alls staðar þar sem matvæli eru framleidd, flutt eða geymd. Það kost ar mikla fyrirhöfn að halda fæðu ómengaðri, en það gerist með margs konar hreinlætis- og rotvarnar- aðgerðum. Ein er sú tegund mengunar, sem veldur Islendingum og fleirum mikl- um útgjöldum, en það er hringormur í fiski. Ekki fyrir það, að nokkrum neytanda hafi orðið meint af honum, heldur vegna þess, hversu kostnaðar samt er að fjarlægja hann úr vör- unni, en fiskneytendum finnst ógeðs legt þegar þeir finna hann í mat sín- um. Hringormur þessi (Anaeanthoc- heilus) en sniíikidl, sem lifir nokkurn hluta ævinnar í selnum og hinn hlut ann í fiski, einkum i þorski, og þá bæði í lifrinni og í holdinu. Við Framh. á bls. 30

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.