Morgunblaðið - 24.05.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.05.1972, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAl 1972 Færi innilegar þakkir börnum mínum og tengdabörnum, ættingjum og vinum sem glöddu mig með heimsóknum, gjöf- um og skeytum á sjötugsafmæli mínu 11. maí, og gerðu mér og okkur öllum daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll og launi að verðleikum, lifið heil. Daníel Rögnvaldsson, Isafirði. Vinnuskúr ú hjólum til sölu. Stærð 10 ferm., vandaður, þægilegur í flutningi. Sími 32889. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 1., 3. og 5. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1972 á eigninni Dalbraut 3, efri hæð, Grindavík, þinglesin eign Hlöðvers Ingvarssonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Stein- grímssonar, hrl., og Innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 26/5 1972 kl. 3.00 e.h. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Reglusumir, húsnæðisluusir 3 norskir læknanemar óska eftir 3—4 herb. ibúð frá 1. ágúst eða 1. september n.k. Tilboð óskast lögð inn á Mbl. merkt: „Förstehjelp — 1771". N auðungaruppboð sem auglýst var í 9., 11. og 13. tbl. Lögbirtingablaðsins 1972 á húsinu nr. 55 við Suðurgötu, Siglufirði, ásamt tilheyrandi lóðarréttindum, þingl. eign Dagmarar Fanndal Þórhallsson, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka Islands og hefst í skrifstofu embættisins Aðalgötu 10, Siglufirði, þriðjudaginn 30. maí 1972, kl. 14.00, og verður síðan fram haldið á eigninni sjálfri. Bæjarfógetinn á Siglufirði, 16. maí 1972. Viðskiptamenn okkar eru vinsamlegast beðnir að athuga, að verzlun okkar verður framvegis lokuð á laugardögum fram til 1. september n.k. G. J. FOSSBERG Vélaverzlun h/f. Nixon undirritar samning um samvinnu í mengunarmálum. Á bak við hann standa þeir Kosygin forsætisráðhcrra og Brezhn- ev flokksleiðtogi. Nixon í Moskvu Framhald af bls. 1. Síðar um kvöldið sátu banda- rísku gestirnir svo kvöldverðar- boðið í Kreml. Fluttu þeir þar báðir skálaræður, Nixon og Pod- gomy. 1 ræðu sinni sagði Nixon meðal annars: „Það er einlæg von min að við, sem fulltrúar þjóða okkar, getum unnið sam- an að þvi að tryggja að allar þjóðir heims fái notið blessunar friðarins." Ekki var beinlínis minnzt á ástandið í Vietnam, en Nixon minntist á það, að stór- veldum væri lögð sú ábyrgð á herðar að hvetja aðrar þjóðir tiJ að sýna stillingu á hættutímum. Podgorny nefndi heldur ekki Vietnam en sagði, að Sovétrík- in stefndu að því að forða komn- um og ókomnum kynslóðum frá ógnum styrjalda, frá hörmung- um kjarnorkusprengjunnar og að því að koma & firiði þar sem ófriður ríkti. Viðræður þeirra Brezhnevs og Nixons hófust á ný í morgun. Voru hlé gerð á viðræðunum til að snæða hádegisverð og drekka síðdegiskaffi. Segja fréttamenn að síðdegis hafi umræðumar að- aliega snúizt um samninga um takmörkun gjöreyðingarvopna, en erfiðlega hefur gengið að slá botninn í viðræður um það mál, sem fram hafa farið í Helsinki að undanfömu. Verður viðræð- unum haldið áfram á morgun eftir að Nixon hefur lagt blóm- sveig að gröf óþekkta hermanns- ins í Moskvu. VON UM ÁRANGUR Talsmenn sovézku stjómarinn- ar hafa ekki farið dult með það, að þeir leggja áherzlu á að árang- ur náist í viðræðunum. Einn helzti talsmaður stjómarinnar, Leonid Zamyatin forstjóri Tass- fréttastofunnar, sagði á fundi með fréttamönnum í dag meðal annars: „Sovézkir leiðtogar telja viðræðurnar mjög mikilsverðar," en benti jafnframt á, að þær færa fram á tímum erfiðleika í alþjóðamálum. „Þjóðirnar vænta þess að dregið verði úr spenn- unni, ekki eingöngu í samskipt- um Sovétrikjanna og Bandaríkj- anna, heldur einnig á alþjóða- vettvangi. Þjóðirnar vænta áþreifanlegs árangurs af þeim viðræðum, sem nú fara frarn." Ronald Ziegler, blaðafulltrúi Nixons forseta, tók i sama streng á fundinum og sagði, að Nixon hefði ekki komið til Sov- étrikjanna til þess eins að bæta andrúmsloftið í samskiptum þess ara tveggja þjóða, heldur til að vinna að samningum, sem unnt yrði að byggja á í framtíðinni. Þeir Zamyatin og Ziegler sögðu, að viðræðurnar færu fram i nefndum, sem hver hefði sitt verkefni. KKKKRT BROS! Sovézkir fjökniðlar hafa birt ítarlegar frásagnir af heimsókn- inni. Öll Moskvublöðin birtu myndir af komu Nixons, bæði myndir frá flugvellinum þar sem Nixon er í fylgd með Pod- gorny forseta, og frá veizlunni í Kreml í gærkvöldi, þar sem Nixon situr til borðs með Brezh- nev. Það vekur athygli að á myndunum, sem birtar eru, sést enginn brosa, og fyrirsagnir fréttanna eru einnig mjög þurr- ar. Þannig er aðalfyrirsögnin i Pravda, málgagni flokksins: „Heimsókn forseta Bandarikj- anna,“ og undirfyrirsögn: „Fund ur Li. I. Brezhnevs með R. Nix- Einn km f rá An Loc Framhaltl af bls. 1. legar stríðsrekstri kommúnista. Hingað til hafa árásir mestmegn- is verið gerðar á olíugeyma og flutningaleiðir. Árásum á þau mörk verður haldið áfram í sama mæli, en þessurn nýju sikotmörk- um bætt við. FLKERI TUNDURDUFL Bandarískar fiugvélar lögðu um heiigina, ffleiri tundurdufl fyr- ir utan Haiphonig höfn. Norður- Vietnamar segja að þeir hreinsi duiflin bwrtu jafn óðum, en í Washing'ton er sagt að þeir hafi ekki einu sinni gert tilraun til þeiss ennþá. Þá er sagft í Was- hington að ekkert sikip hafi kom- ið til eða farið frá borginni, siíð- an duifílunum var lagt og höfnin sé algerfega lokuð. on.“ Benda fréttamenn á, að þess- ar fyrirsagnir séu mjög frá- brugðnar fyrirsögnum sama blaðs þegar Pompidou Frakk- landsforseti heimsótti Moskvu. Þá voru fyrirsagnimar i Pravda þannig: „Vináttuheimsólcn haf- in,“ og „Moskva fagnar innilega forseta Frakklands G. Pompi- dou“. Og á myndunum, sem þá birtust, eru allir brosandi. 1 greinum um heimsókn Nix- ons er hvergi á það minnzt að um 100 þúsund Moskvubúar hafi safnazt saman meðfram leið Nixons til borgarinnar á mánu- dag. Hins vegar er skýrt frá fyrsta fundi þeirra Nixons og Brezhnevs og sagt, að þar hafi verið lagður grundvöllur að frek- ari viðræðum til að bæta sam- skipti Bandarikjanna og Sovét- ríkjanna. Blöð i öðram kommúnistaríkj- um eru mörg bjartsýn á árangur heimsóknair Nixons. Þannig seg- ir málgagn rúmenska flokksins að viðræðumar i Moskvu sanni, að unnt sé að leysa helztu vanda- málin án þess að beita valdi. Segir blaðið að heimsókn Nixons muni hafa mjög víðtæk áhrif á alþjóðasamskipti. Málgagn austur-þýzka flokks- ins birtir forsíðufrétt um heim- sóknina og á blaðsíðu 5 er ræða sú, sem forsetinn flutti i veizlu í Kreml á mánudagskvöld, birt í heild. FÁLÆTI 1 KÍNA Lítill fögnuður virðist rikja í Kína vegna heimsóknar Nixons til Moskvu. Notaði Pekingútvarp ið heimsóknina sem tilefni til harðra árása á Sovétrikin og Bandaríkin. Sagði útvarpið að þessi tvö stórveldi dreymdi um að stjórna heiminum, en aðrar þjóðir heims myndu gera þá drauma að engu. Útvarpið i Hanoi segir, að heimsókn Nix- ons sé fyrirlitleg pólitísk tilraun til að grafa undan einingunni meðal þeirra, sem styðja baráttu vietnömsku þjóðarinnar gegn árásarstefnu Bandarikjanna. „En þrátt fyrir þessa klæki Nixons erum við vissir um stuðning og aðstoð sósíölsku bræðraþjóð- anna, sem unna friði, frelsi og sjálfstæði,“ sagði útvarpið. í Paris sagði rithöfundurinn og fyrrum ráðherrann André Mal- raux í viðtali við blaðið Figaro, að hann teldi að sovézku leið- togamir myndu fyrst hlusta á hvað Nixon hefði að segja, en ákveða síðan hvort þeir ættu að ljúga að honum ekki. „Ég þekki Brezhnev ekki vel,“ sagði Mal- raux, „en ég þekki Kosygin ágætiega. Ég held ég þekki Nix- on. Sovézkir leiðtogar, hverjum nöfnum sem þeir nefnast, eru leiknir í að ljúga.“ Á leiðinni til Moskvu komu forsetahjónin og fyligdarlið þeirra við í Salzbmrg i Ausitur- riíiki, og dvöldust þar í hálfan annan sólahhring. Meðan á clv-öd- inni þar stóð ræddi Nixon mieð- al annars við Bruno Kreisky kanzlara, sem tók á móti gest- umum á fíJugvelIinum. Auka lögireg'luAð hafði verið kvatt úit í Salzíbuirg vegna að- gerða, sem boðað hafði verið til í borginni til að mótmæla styrj- öldinni í Vieinam. Kom til nokk- urra átaka milli lögreglu og unigliniga úr hópi mótmælenda, og meiddiust um 25 manns i þeim átökium. Meðal þeirra, sem þátt tóku í mótmælaaðig'erðunum var dr. Peter Kreisky, sonur kanzl- arans. Nixon og fýligdarlið komiu til Salzburg á laugardagskivöld og héldiu þaðan til Moskivu á mánu- daigsmtorgun. Við broitbförina frá Salzbrurig höfðu þúsundir manna safnazt saman á fliuigivellinum til að kveðja forsetahjánin, og kom ekki til neinna árekstra við það tækifæri. Segja fréttamenn að bandariskiu gestiirnir hafi alis staðar fengið hinar beztu mót- tökur, neima fyrsta kvöldið þeg- ar um 200 manns efndiu til mót- mæla á fLugvellinum. Við btxxtt- förina tiLkynn.ti Nixion að hann hefði boðið Kreisky að heim- sækja Bandaríkin, og kæmi kanzlarinn sennilega þangað í cktótoer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.