Morgunblaðið - 24.05.1972, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.05.1972, Blaðsíða 1
32 SIÐUR OG 8 SIÐUR IÞROTTIR Nixon í Moskvu: Tveir samningar náðust á f yrsta degi Mikil áherzla lögð á að árangur náist í viðræðum sovézkra og bandarískra leiðtoga Moskvu, 23. maí — AP/NTB 0 RICHAKD M. Nixon, forseti Bandaríkjanna, kom til Moskvu í gær, mánudag, til viðræðna við sovézk yfir- völd. Er gert ráð fyrir að viðræðurnar leiði til samninga um takmörkun gjöreyðingarvopna, aukinna viðskipta ríkj- anna tveggja og samvinnu um geimrannsóknir. 0 Strax í dag, á fyrsta degi viðræðnanna, leiddu viðræð- urnar til samninga um tvö vandamál. — Þeir Nixon og Nikolai V. Podgorny undirrituðu samning um samvinnu ríkjanna varðandi umhverfis- og mengunarmál, og William P. Rogers, utanríkisráðherra, og heilhrigðismálaráðherra Sovétríkjanna undirrituðu samning um sameiginlega bar- áttu gegn hjartasjúkdómum, krabbameini og fleiri sjúk- dómum. 0 Við komu Nixons til Moskvu vakti það athygli að Leonid Brezhnev flokksleiðtogi mætti ekki á flugvell- iniun til að taka á móti gestunum, heldur aðeins þeir Nikolai Podgorny forseti og Alexei Kosygin forsætisráðherra. Strax eftir komuna fór Nixon hins vegar til fundar við Brezhnev og ræddust þeir við einslega. I dag ræddust þeir svo við á ný og áttu saman þrjá fundi. Nixon og- Brezhnev ásamt túlk á leið til fundar. und borgarbúar hafi safnazt saman meðfram leið Nixons til borgarinnar. Nixon er fyrsti forseti Banda- rikjanina, sem heimsækir Moskvu. Hann kom þangað eftir hálfs annars sólarhrings viðdvöl í Salzburg i Austurríki, en í fylgd með forsetamum og konu hans eru meðai annarra þeir William P. Hogers utanríkisráðherra og dr. Henry Kissinger, ráðgjafi for- setains í öryggismálum. Þegar forsetahjónin komu til Moskvu var f jöimenni á flugvell- iinum til að táka á móti þeim. Þar voru fremstir í flokki þeir Podgomy forseti og Kosygin for- sætisráðlherra. Eftir að skipzt hafði verið á kveðjum könnuðu þeir Nixon og Podgomy heiðurs- vörð meðan þjóðsöngur Banda- rikjanna var leikinn. Því næst voru gestimir kynntir fyrir öðr- um framámönnum í móttöku- nefndinni, svo sem Andrei Grechko vamarmálaráðherra og Nikolai Patoliohev ráðiherra ut- anríkisviðskiptamála. Báðir þess- ir ráðherrar hafa mikilla hags- muna að gæta í viðræðunum. Enigar ræður voru fluttar á flugvellinum, en ekið af stað áleiðis til borgarinnar i bílalest. Fréttamenn telja að um 100 þús- ÓVÆNTUB FUNDUR Samkvæmt dagskrá heimsókn- arinnar áttu forsetahjónin að halda frá flugvellinum til bústað- ar síns í Moskvu, og voru engir fundir fyrirhugaðir fyrsta dag- inn, aðeins kvöldverðarboð með sovézku-m leiðtogum. Það kom því nokkuð á óvart þegar það fréttist að Nixon hefði strax eft- ir ko-muna átt fyrsta fund sinn með Brezhnev. Ekki var skýrt frá þvi hvað þeim fór á milli, en Moskvuútvarpið sagði, að við- ræðurnar hefðu verið gagnlegar. Framhald á bls. 12. Barizt af hörku einn kílómetra frá An Loc Loftárásir á fleiri skotmörk Saigon, 23. ma-i. AP. SUÐUR-vietnamskar hersveitir eru nú aðeins um kílómetra frá héraðshöfuðborginni An Loc, sem kommúnistar hafa setið lun í tæp ar sjö vikur. Þær eru í hörðum bardögrum við norður-vietnanisk- ar sveitir, sem reyna að vama þeim veg að borginni. Herstjórn- in i Saigon segir að sóknin gangi sæmilega þótt mikið mannfall hafi orðið á báða bóga, en engu var spáð um hvenær liðsaukinn kæmist til An Loc. Þá eru etnnig harðir bardagar í grennd við Konjtuim, en suður- vietinajmiskar sveitir eru að reyna að opna vegi-n-n sem tengir hana við Pleilkiu. Norður-vietnömistou sveiti-mar þama eru vel búnar stónstoofaliði og þeiim s-uður-viet- nömistou miðar hægtt áfram. ÖRVANDI LYF? Bandaríska hersitjórnin hef-ur ökýrt frá þvi að tæplega 400 norðu r-vietnam.ski r heumienn hafi verið felidir þegar þeir gerðu stórárés í grennd við Hue á tmánudaig. Einir 20 skriðdrekar voru eyðilagðir. Fangar seim tekn ir voru í fyrsta áhlaupinu, skýrðu frá því að hermönnunum hefði verið skipað að taka örvandi pitl- ur, áður en þeir gerðu áráisdna, til að gefa þeim meira þrek og minnka ótta þeirra við að faílla. loftárAsir HERTAR Vamamálaráðuneyti Bandaríkj anna tilkynnti i dag að löfbárásir á Norður-Vietnam yrðu hertar næst.u dagana og árásir gerðar á fleiri skotmörk, svo seim ortouver og veriksmiðjur sem séu nauðsyn Framhald á bls. 12. Nixon kannar heiðnrsvörð við komuna til Moskvu ásamt Pod- gorny forseta. Handtökur í Moskvu vegna komu Nixons forseta - Talsmenn aukinna mannréttinda vilja að Nixon ræði þau mál við sovézku leiðtogana - Fregnir berast af miklum átökum í Litbauen Moskvu, AP—NTB. • Fregnir hafa borizt til Vest urlanda frá áreiðaniegum heimildum í Moskvu um, að komið hafi til mikilla óeirða og átaka í borginni Kauna i Sovétlýðveldinu Lithauen eft ir útför ungs manns, sem hafði brennt sig til hana í mótmælaskyni við stefnu sov ézkra yfirvalda. Fylgir það fregninni, að einn eða tveir lögreglumenn hiafi látizt af sárum, sem þeir hlutu í átök- unum, er stóðu í tvo sólar- hringa. Hundruð ungra manna og kvenna hafa verið handfekin í Kauna og ná- grenni og geysiöfliigur lög- regfuvörður sagður á götum borgarinnar. • Þá hafa borizt fregnir af handtökum manna, einkum Gyðinga, í Moskvu tii þess að koma í veg fyrir anðóf gegn sovézkum yfirvöldum meðan Richard Nixon, Handa- ríkjaforseti, dvelst. þar í landi. Þrjú hunðruð sovézkir Gyðing-ar hafa skrifað Nixon bréf og beðið hann liðsinnis í baráttu sinni fyrir þvi að fá að flytjast til ísraels. • Loks hafa tveir kunnir sov ézkir andófsmenn og baráttu- menn aukinna mannréttinda i Sovétrikjunnm, kjarnorkuvís- indamaðurinn Andrei D. Sakharov og Pyotr I. Yakir, sonnr frægs sovézks hers- Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.