Morgunblaðið - 24.05.1972, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.05.1972, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAl 1972 BÍLALEIGA CAR RENTAL 12 21190 21188 14444 *£* 25555 14444*2:25555 22*0-22* RAUÐARÁRSTIG 31 STAKSTEINAR Glundroði fram á síðasta dag Þingrstörfin í vetur liafa ver- ið með næsta iosaraleg-um hætti út allt þinghaldið. Því veldur annars vegar lélegur undirbúningur mála og hins vegar sundrung í stjórnarlið- inu, sem í sumum tilvikum náði alla leið inn í ríkisstjórn- ina. Þetta á ekki hvað sizt við um hin stærstu mál þingsins svo sem afgreiðslu fjárlaga og setningn nýrra skattalaga. Strax sl. haust lá það fyrir, að fjárlögin voru aðeins lögð fram tU málamynda. Ríkis- stjórnin hafði þá þegar gefizt upp við að halda útgjöldum rildssjóðs innan þess ramma, sem fyrri skattheimta leyfði, og varð af þeim sökum að knýja fram ný skattalög, sem kæmu til framkvæmda þegar á þessu ári. Að samningu þeirra var síðan imnið með mjög flausturslegum hætti og án þess að samtök sveitarfé- laganna hefðu þar nokkra formlega aðild að. Síðiistu dag ana fyrir jólaleyfi voru skatta lagafrumvörpin síðan lögð fram og kom þá þegar í ljós, að meðal stjórnarflokkanna var mikUl ágreiningur um málið, sem jafnvel náði inn í rikisstjórnina sjálfa. Næstu mánuðir fóru síðan i það að berja stjórnarliða til fylgis við skattalagabreytingarnar og það tókst með því fororði, að breytingamar skyldu ekki vera nema tU eins árs. End- urskoðuninni skyldi haldið áfram og málið tekið upp á næsta þingi. Frumvarpið um Fram- kvæmdastofnun rikisins tókst að visu að afgreiða fyrir jól. En það var engan veginn þrautalaust. Ýmsum þing- mönnum óaði hið mikla mið- stjórnarvald, sem þar var fengið í hendur þremur kommisörum, þremur póli- tiskum yfirþuklurum, eins og félagsmálaráðherra orðar það. Sú stutta revnsla, sem síðan hefur fengizt af þessu þukli, hefur staðfest bað, sem ýms- ir óttuðust, að það er engan veginn auðvelt að koma jafn- vel hinum smæstu málum í gegnum STOFNUNINA, — skrifstofubáknið, sem enga hliðstæðu á sér i íslenzku efna hagslífi. Þegar dró að þinglokum urðu menn varið við, að liing og ströng fundarhöld áttu sér stað í hliðarherbergjum. Boð- in voru látin ganga á milli. Stundum misfórust þau og þá varð að gera hlé á fundum þingnefnda til þess að ein- stakír stjómarliðar mökkiiðu rétt. Fyrir kom, að stjórnar- sinnar lögðu fram ítarlegar breytingartillögur við 2. um- ræðu, sem ráðherra jafnvel mæiti með, en sem aldrei voru bornar upp, — reyndust á misskilningi byggðar, eins og sagt er. Dæmi þessa er Þjóðleikhúsfrumvarpið. En allt kon þó fyrir ekki. Það dagaði uppL Endanlega kom það í hlut Bjama Guðnason- ar, flokksbróður menntamála- ráðherra, að veita þvi nábjarg irnar. Hér má minnast á Tækni- skólafrtimvarpið, sem mennta málaráðherra lagði áherzlu á, að næði fram að ganga á þessu þingi. Einn stjórnar- þingmannanna, Jónas Jóns- son, lagði til að því yrði visað frá, eftir að hafa sjálfur skrif- að tindir nefndarálit, þar sem mælt var með samþykki þess. Halldór E. Sigurðsson land- búnaðarráðherra varð að sætta sig við, að Framleiðslu- ráðsfrumvarpið næði ekld fram að ganga. Þvi olli inn- byrðis sundrimg í Framsókn- arflokknum, m. a. vegna fóð- urbætisskattsins og kvótakerf isins, sem þar átti að lögfesta. Mágnús Kjartansson iðnað- arráðherra hafði tekið þeirri málaleitan sjálfstæðismanna víðs fjarri, að tillaga um raf- orkumál yrði athuguð betur til næsta þings. Þar var m. a. gert ráð fyrir stórauknu mið- stjórnarvaldi ríkisins. Eftir að mótmælum hvaðanæva af landinu tók að rigna yfir AI- þingi, brást flótti í iiðið og á þessa tillögu var ekki minnzt frekar. Hér hefur verið drepið á nokkur mál, er öll sýna þá miklu ringulreið, sem verið hefur á störfum Alþingis í vet ur. Því veldur eins og fyrr segir sumpart lélegur undir- búningur mála og sumpart innbyrðis sundurþykkja, en fyrst og fremst þó stjóm- Ieysi það, að ekki er tekizt á við vandann. Bílaleigan SIF hf. Höfum opnað bílaleigu að Akur- gerði 1 A, Akureyri. Erum með nýja V.W. 1300 bíla. Reynið viðskiptin. Bílaleigan SIF hf. Akureyri. Riifill til sölu Erma 22 cal. 15 skota, sjálfskipt- ur, vestur-þýzkur ásamt sjón- auka og hreinsisetti. Uppl. i síma 20772 Mínar beztu þakkir færi ég öUum fjær og nær, sem heiðr- uða mig og glöddu á marg- víslegan hátt og gerðu mér sjötugsafmælið þann 13. þ.m. ógíeymanlegt. Valgerður Gísladóttir, Hólastekk 4, Rvík. Dagskráin teygðist í — á hvítasunnusamkomunni í L.augardalshöll „JESÚS TIL SÖLU“ og „Fer gróðinn á gíróreikning?“ stóð á spjöldunum, er fámennur hópur hélt á loftí við and- dyri Laugardalshallarinnar að kvöldi hvítasunnudags, til að mótmæla samkomu þeirri, er Æskulýðsráð Reykjavíkur og æskiilýðsfulltrúar þjóð- kirkjunnar gengnst fyrir í LaitgardalshöUinni og stóð frá kl. 17 til að verða eitt eftir miðnætti. Samkomuna sóttu um 2500 unglingar og nægði aðgangseyrir þeirra ekki tU að greiða kostnað af samkomuhaldinu, heidur verð ur þar nokkur halli á. Daigskráin, sem upphaf- lega var ráðgerð 5 tíma löng, teygði úr sér í nær 8 tima og voru unglingarnir nokkuð teknix að þreytast i lokin. Samkoman fór að öðru leyti mjög vel fram og var framkoma unglinganna með ágætum. Er samkom'unni lauk komu nokkrir stætisvagnar og óku unglingunum í þau borgarhverfi, sem liengst eru frá Lajugard aLshöll i n n i\ Hljómsveitimar Mánaur, Trú brot og Náttúra fluttu tónlist sína, svo og söngfélagairnir Jó hann og Magnús frá Keflavík, Ámi Johnsen og Kennara- skólakórinn. Séra Bemharður Guðmundsson, æs'kuilýðsfuH- trúi, var kynnir og ræddi við nokkra flytjendanna oig ann- að ungt fólk, einkum um trú- mál. Sænska J esúfólkið söng sálma og talaði um trú sína, 8 tíma en er það hafði verið á svið- imu í um 20 mínútuir, tók nokk ur hópur ungilimga sig til og klappaði það niður af svið- inu. Boðskapur Svíanna hafði þó femgið nokkurn hljóm- grunn hjá aillstórum hópi umglimganna, sem þyrptust að Svíunum í anddyrinu og ræddu við þá í hálfa aðra klukkustund. Á iaugardagskvöld ð var samkoma í Bústaðakirkjrj, þar sem Svíamir töliuðu og sungu og fengu svo góðar und irtektir, að samkomunni ætl- aði aldrei að ljúka, og fór hún tvær stundir fram úr áætlun. Á annan hvítasunnudag tóku Svíarnir þátt í samkomu í Ak uireyrarkirkju og fór allt á sömiu leið og fyrr: Unga fólk- ið sóttist eftir að fá að ræða við þá um trúna og lífið og fékkist ekki til að fara úr kirkjunni fyrr en seint og síð ar meir. Húsfyllir var í báð- um kirkjunum. Magnús og Jóhann frá Keflavik fengu góðar undirtektir á samkomunni í LaugardalshöU á hvitasunnudag (Ljósm. Mbl. Kr. Ben). ísíma 251001

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.