Morgunblaðið - 24.05.1972, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.05.1972, Blaðsíða 32
nuGivsincn^ Q-j&jff**(»22400 MIÐVIKUDAGUR 24. MAl 1972 Hasssmyglrannsóknin: Sjö í gæzlu- varðhaldi Vitneskja fengin um hálft kíló til vióbótar SJÖUNDI maðiirinn, sem úr- sknrðaður hefur verið í gaezlu- varðhald, var handtekinn á laug- ardag norður á Akureyri. Hinir sex, sem úrskurðaðir voru í gæzluvarðhald fyrir hvítasunnu, sitja allir inni enn og hafa þre- menningarnir í Kópavogi viður- kennt að hafa smyglað inn til landsins hálfu Idlói um siðastlið- in áramót. Sú sending kom fram við vitnaleiðslur á föstudaginn var, en ekki var vitað um hana áður. Ranmsókn málsins er enn í full- um gangi og er nú verið að vinna úr sikýrsiugerð lögregiumanna. Þá hafa vefið gerðar ráðstafan- ir til þess, að ísiendingar erlend- is, sem við málið eru riðndr, verði handteknir, en þeir standa í beinu sambandi við rannsókn málsins í heild. Á laugardag var handtekinn á Akureyri hálfþrítugur maður, sem þá nýlega hafði veitt við- töku 30 g sendingu að sunnan. Þesisi maður hafði lengi ve-rið grunaður nm að hafa un-dir hönd uim fikniiyf og voru hafðar á honuim gætur. Rann.sökn málisins nyrðra beinist að því, hvort hann sé neytandi hass og þá jafnfrarmt dreifingaraðili. Málið á Akurey-ri er angi hins umtfanigismikla hassmáls, seim verið hefur í rannsókn í Reykja- Vik og Kópavogi. Taiið er vísit að þau 30 g, sem maðurinn var handtefcinn með, séu úr þeirri sendinigu, sem kom með Laxfossi, en eins og kunnugt er, er einn skipverja Laxfbss í gæzl-uva-rð- haldi í Kópavogi. Bíll piltanna á slysstaðnum. 17 ÁRA PILTUR BEIÐ BANA í umferðarslysi við Lækjarbotna SAUTJÁN ára menntaskólanemi beið bana í umferðarslysi á sunnudagskvöldið, er bifreið hans valt, skammt austan við Lækjarbotna. Tveir jafnaldrar piltsins voru í bílnum, svo og tvö börn. Börnin sakaði ekki, en pilt- arnir tveir slösuðust og liggja báðir í Borgarspítalanum. Sá, sem lézt var ökumaðurinn, Sig- urjón Pétursson, Safamýri 51, fæddur 11. apríl 1955. Talið er að Sigurjón hafi látizt samstundis. Bifreið þeirra félaga var af bandarískri gerð, Chevy II, ár- gerð 1965. S-lysið va-rð klukkan 10 á sunnudagiskvöldið og hafði Sigurjón nýlega fa-rið fram úr anmiarri bifrei-ð. Tók bifreið hans þá skyndilega að rása til á veg- inum og svo virtist sem ökumað- u,r feogi ekki við neitt ráðið. Valt hún síðan á vegimium, sem Landhelgisviðræðurnar: „Tel að viðræðurnar leiði til samkomulags" — sagði Einar Agústsson, utanríkisráðherra við komuna til London í gær Lomdon 23. mai. Frá Birni Jóhannsisyni, fréttastjóra Mbl. „ÉG TEU, að þessar viðræður muni leiða til 'samkomulags um fiskveáðiréttindin. Ég held, að þegar við förum frá London aft- ur, hafi náðst iausin, sean við get- um sætt okkur við,“ sagði Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, við komuna til London í dag. Utanríkisráðherra tjáði Mbl. að ekki væri unnt að skýra frá því, opinberlega fyrirtfram, hvaða til- lögur til lausnar landhelgismál inu verða bornar fram af ís iands hálfu í ráðherraviðræðun um, sem hetfjast á inorgun, mið vikudag, og standa í tvo daga. Þá þykir það og benda til þess, að viðræðurnar muni marka Forseti áfram næstu 4 árin FRAMBOÐSFRESTUR til forseta kjörs rann út á laugardag. Að- eins eitt framboð barst; fram- boð forseta íslands, herra Krist- jáns Eldjárns. Hann er því sjálf- kjörinn forseti íslands næsta kjörtímabil, sem er fjögur ár. Það er Hæstiréttur íslands, sem formlega staðfestir gildi forseta- framboðs. tímamót í Iandhelgismálinii, að utanrikisráðherra Breta, sir Al- ec Douglas-Home, mun taka þátt í þeim. Eiuar Ágústsson., u.tamríkisráð- herra og Lúðví'k Jósepsson, sjáv- arútvegsr-áðlherra, komiu hingað uim hádegisbilið i dag. 1 för með þeim eru Hans G. Amdersen, þjóðiréttarfræðinigur og Jómas Árnason, alþinigismaður. í við- ræðiuniuim mun og taka þáitt Ni- els P. Sigurðssiotn, sendiherra. Viðiræðumar hefjast kluklkian 10.30 í utanrik'isTáðunie-ytiniU og mun Tweedsimuir, barónessa og aðs't'oða-ru-tan riki.sráðh-en'a, sitj'órna þeim í fyrstu, en síðan miun Al-ec Douiglas-Home, utan- ríkisráðherra, bætast í hó-pinn. Háde-gisverður verður sn-æddiur í boði br-ezka utanríkisráðherr- ans-, en viðræðun'um verður svo haldið áfram síðdegis. Kliukkan 6 verða óform-legar viiðræður við blaðamen-n á heim- ili Níels P. Siigurðssoniar, sendi- herra. Á fimmtudag verður viðræð- um í'slenzíkiu og brezku ráðherr- auma halldið áfram. Að því er Eimar Ágústsson, utanrikisiráð- herra, tjáði Mbl. skömmu eft-ir komuna til London mun þá verða rætt við Pr-ior fiskimála- ráðherra Breta. Klukkian 3 siðdegis á fi-mmtu- daig verður formleguir blaða- mannafundur haldinn. Financiail Times segir í dag, að emibæbtismenm i Whitehall Framhald á bls. 31 Heimsmeistaraeinvígiö í skák: Kvikmyndun á vegum Skáksambandsins Margháttaðir samningar vegna einvígisins „ÞAÐ er ákveðið að Skáksam- band íslands verði sjálft fram- leiðandi alis sjónvarps- og kvik- myndaefnis um einvígið,“ sagði Guðmundiir G. Þórarinsson, for- seti Skáksambands fslands, þeg- ar Mbl. ræddl við hann í gær- kvöldi og spurði hann frétta af vesturíör hans, en Giiðmundur kom aftur frá Bandaríkjunum á sunnudagsmorgun. Gerði Guð- mnndur þar bráðabirgðasamn- ing við fyrirtæki, sem Fox heit- ir, og er fyrirhugað að það sendi hingað sex manna starfslið til að sjá um þessa hlið heimsmeist- araeinvígisins í skák. Leggur Fox fram alian kostnað við töku og dreifingu á efninu gegn 50% ágóðahiuta. Guðmunduir saigði, að áætlaður kostnaður við að senda starfslið- ið hingað til íslands og vinina kvikmyndatökuna væri áætlaður yfir 20 mill. króna, en all-t efni verður tekið á 16 mm litfilmur. Þá sagði Guðmundur, að ákveðið væri að Skáksamband Islands myndi gefa ísilenzka sjónvarpinu eitt ein-tak af öllu því sem kvik- mynda-ð yrði í kri-ngum einvígið. Guðmunduir sagði, að ókleift væri að sjónvarpa beinit frá ein- víginu. Fox-fyrirtækið setur 150 Sigurjón Pétursson. er nokkuð beinin á þeissum slóð- um og stöðvaðisf þveirsum á miðjum veginum á hvolfi. Með Sigurjónd voru tveir fé- lagar hans, Finnbogi Hannessoni, Sveinn Harðarson og tvö systkin hims síðamiefnda, 7 og 10 ára. Við veltuna kastaðist Sigurjón út úr bifreiðinini, svo og Finnbogi einmdg. Finn.bogi slasa-ðis't mákið, er skaddað-ur í andliti og hand- leggsbrotinn. Hann liggur i gjör- gæzludeild Borgarspltalanis. — Sveinm liggur í Borgarspítalanr um með brákaða hryggjariiði. Ekki er vita-ð uim áistæður slyssimis og í gær hafði enn elkld verið gengið úr skugga um, hvort um bilun hafi verið að ræða. Piltamir voru í upplestrar- firíi og voru að búa sig undir próf í Mennitaskólanum við Hamrahlíð. Þeir ætluðu að fá sér ökufeæð til hressdnigar eftir lest- urinm allam daginn. þúsund dollara tryggimgu fyrir sínum hluta sarnindinigsiims og kvaðst Guðmundur ætla, að Skáksamband fsdands hefði koim izt þama að mjög hagstæðum kjörum. Er maður frá Fox væmt- anlegur hingað ti'l lands á föstu- dag að ræða máli-n frekiar. Þá kvaðst Guðmundur hafa rætt við bandaríska auglýsinga- stofu um gerð og dreifingu móts- Skrár og er maður frá henni væmtanlegur hingað til lands á föstudag. Þessi auglýsinigaistofa mun, ef af verður, annast sjálf alla efnis- og auglýsingaöflum í Framhald á bls. 31 Narfi bætti sölumet TOGARINN Narfi bætti Is- Iandsmet á brezkum markaði í gærmorgun, þegar hann seldi 226 lestir í Grimsby fyrir 31.669 sterlingspund, um 7,2 miilj. íslenzkra króna, — með- alverð á kíló er 31,90 krónnr. Fyrra met Narfa var 30.700 sterlingspnnd, sett 6. apríl 1970. Skipstjóri á Narfa er Gunnar Auðunsson. ísliemzkir togarar ábtu len'gi vel heiimsmetið á brezíka mark aðnum, Víikángur temgi og Framhald á bte. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.