Morgunblaðið - 24.05.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.05.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1972 Ctogafandi hf. Ár/eTcur", Reykijavík Framkvæmdastjóri Haral'dur Sveíns®on. R'ílatjórar Matthías Johannessen, Eyj'óltfw Konráó Jónsson. AðstoÓarrttstjóri Styrmir Gunnarsson. RftS'tjómaríuHtrúi Þiorbljörn Guðrrvundsson Fréttastjóri Bjöm Jóihannsson. Augl'ýsingastjöri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsia Aðalstræti 6, sími 1Ó-100. Augilýsingar Aðaistr'æti 6, sími 22-4-SO. » Áskriftargjaid 225,00 kr á 'máriiuði innanlands I iausasöiTu 15,00 Ikr eirvtakið GÓÐA FERÐ! T gær fór Einar Ágústsson, ■* utanríkisráðherra, ásamt aðstoðarmönnum sínum til Lundúna, til viðræðna við Sir Alec Douglas-Home, utan- ríkisráðherra Breta um land- helgismálið. Á fnndi þeirra mun utanríkisráðherra Is- lands gera hinum brezka starfsbróður grein fyrir hug- ínyndum íslenzkra stjórn- valda um samkomulagsgrund völl vegna landhelgisdeil- unnar. Á þessu stigi málsins er ekki auðið að segja fyrir um, hvort samningar takast í þessari för en hitt er víst, að allir íslendingar óska ut- anríkisráðherra velfarnaðar í þessari för, sem er ein hin mikilvægasta, sem íslenzkur ráðamaður hefur tekizt á hendur til annars lands um árabil. Því hefur margsinnis ver- ið lýst yfir af íslenzku ríkis- stjórninni, að hún væri reiðu búin til að veita Bretum og Þjóðverjum einhverjar til- slakanir um tíma innan hinn- ar nýju fiskveiðilögsögu með an togaraútgerð í þessum löndum væri að aðlaga sig breyttum aðstæðum á ís- landsmiðum. Af hálfu Breta hefur einnig verið látin í ljós ósk um að takast megi að leysa landhelgisdeiluna án frekari átaka. Er þar skemmst að minnast viðræðna, sem Geir Hallgrímsson, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, átti við brezka þingmenn og ráðherra fyrir nokkru. Þeg- ar slíkur samningsvilji er fyrir hendi á báða bóga er nokkur ástæða til að vænta jákvæðs árangurs. Samningsvilja af okkar hálfu má alls ekki túlka sem veikleikamerki. Bretar og Þjóðverjar verða að gera sér grein fyrir því, að um lífs- hagsmuni íslenzku þjóðar- innar er að tefla og að ís- lendingar eru reiðubúnir til þess að taka á sig erfiðleika og óþægindi hvers konar ti'l þess að tryggja fullnaðarsig- ur í landhelgismálinu. Það kemur líka sífellt betur í ljós hver nauðsyn knýr okkur til skjótra aðgerða. Skipstjórar á stórum brezkum frystitog- urum hafa skýrt frá því, að þau mið, sem þessi skip hafa sótt á séu nú að verða upp- urin og næst liggi fyrir að snúa þeim á íslandsmið. Einn þeirra hefur í framhaldi af slíkri yfirlýsingu sagt, að hann skildi vel, að íslend- ingar vildu friða fiskimið sín. Afkoma íslenzku þjóðar- innar um langa framtíð byggist á því, að fiskimiðin í kringum landið verði vernd- uð fyrir ofveiði. Hér er því um þjóðarhagsmuni að ræða. í Bretlandi og V-Þýzkalandi er um mjög þrönga hagsmuni að tefla. Þess er að vænta, að í viðræðum Einars Ágústs- sonar og Sir Alec verði brezka utanríkisráðherranum gert þetta ljóst og að hann stuðli að skynsamlegum samn ingum. Ella munu Bretar og Þjóðverjar í haust mæta sam hentri þjóð, sem er reiðubú- in að leggja allt í sölurnar til þess að tryggja hagsmuni sína og afkomenda sinna. OÐAVERÐBOLGA IZaupgjaldsvísitalan, sem greiða skal á öll laun í landinu um næstu mánaða- mót hækkar um hvorki meira né minna en 7,71 stig. Þar að auki hækka laun flestra launþega um 4% hinn 1". júní n.k. samkvæmt desember- samningunum, þannig að laun flestra launþega hækka um nær 12%. Kauplagsnefnd hefur hins vegar enn ekki tekið tillit til þeirra fjögurra vísitölustiga, sem stungið hef- ur verið undan vegna niður- fellingar nefskatta, en hefðu þessi vísitölustig einnig kom- ið til útborgunar nú, hefðu laun hækkað um nær 16%. í einstökum atvinnugreinum er um nokkru meiri hækkun að ræða. Kauplagsnefnd hefur lýst því yfir, að við útreikning kaupgjaldsvísitölu hinn 1. ágúst n.k. muni hún meta skattahækkunina, sem ekki hefur verið tekin til greina frá því nefskattarnir voru felldir niður. Ríkisstjórnin stendur í óbættri sök við launþega í landinu af þess- um völdum, en hitt er ljóst, að kauplagsnefnd kemst eng- an veginn hjá því að taka þessi 4 vísitölustig inn í dæmið 1. ágúst n.k. En hvort sem þessi 4 vísi- tölustig eru reiknuð með eða ekki er þetta gífurleg kostnaðaraukning fyrir at- vinnuvegina, sem stafar bein- línis af því fyrst og fremst að ríkisstjórnin hefur ekk- ert ráðið við verðlagsþróun- ina. Hér er ekki á ferðinni verðbólga, heldur óðaverð- bólga, sem geysar að því er virðist taumlaust. Verði ekki spyrnt við fótum mun hún smátt og smátt skerða lífs- kjör almennings, rekstrar- grundvöllur atvinnuveganna brestur og gjaldeyrisvara- sjóðurinn étinn upp. Slíkir eru stjórnarhættir vinstri stjórnar. Eftir Ingva Hrafn Jónsson ÞEGAR mér var falið að fara til New York til að reyna að komast að sann- leiksgildi þeirra sagna, sem borizt höfðu um líf íslenzkra vinnustúlkna í New York gerði ég mér strax grein fyrir því að mér var mik- ill vandi á höndum. New York og úthverfi hennar telja um 10 milljónir íbúa en stúlkurnar voru að því er ég gat komizt næst rétt inn- an við 100 að tölu. Ég hugs- aði einnig um það að þær sögur, sem við höfðum heyrt ættu ekki við allan hópinn, heldur aðeins nokkr ar þeirra, ef þær á annað borð hefðu við nokkuð að styðjast. ítalski Barinn. Islenzkar vinnustúlkur í New York: i SHOP íýýv ' • > Búa margar við mun verri kjör en Sjálfur vonaði ég aðeins að þær hefðu ekki við nein rök að styðjast, að hér væri verið að gera úlfalda úr mýflugu. Ég vil taka það strax fram í upp- hafi að ég tel svo hafa verið, ÓFAGRAR SÖGUR Áður en ég fór utan reyndi ég að hafa samband við sem flesta, sem ég taldi að gætu vitað eitthvkð um þessi mál, menn, sem höfðu verið i New York, eða höfðu haft sam bönd við fólk í New York og höfðu annaðhvort heyrt þess- ar sögur eða hreinlega talið sig hafa orðið vitni að eiturlyfja- neyzlu og ólifnaði. Margar sög- urnar voru ekki fallegar. Sum- ar af stúlkunum voru sagðar hafa verið gerðar viti sínu fjiær af eiturlyfjum og líkami þeirra síðan seldur hverjum sem hafa vildi. í stuttu máli að hér hefði verið uim skipuiagða glæpastarf semi að ræða. Aðrar sög- ur sögðu að stúlkur hefðu kom ið til New York til að vinna á heimilum, en síðan leiðzt út í spiJliingu og týnzt. Vis-t er það, að langur tími hefur liðið milli þess sem heyrðist í stúlkum, sem fóru utan og ættingj- ar þeirra hafa leitað til banda- ríska sendiráðsins í Reykjavík, sem gefur út vegabréfsáritan- ir stúlknanna, til að reyna að komast að þvi hvar þaar eru niðurkomnar. Ég veit hins veg ar ekki dæmi um að íslenzk stúlka hafi hreinlega guf- að upp í Bandarikjunum og ekkert til hennar spurzt. VONLAUST VERKEFNI? Þegar ég kom til New York, byrjaði ég á því að koma mér í samband við Islendinga, sem þar voru búsettir og hugsan- legt var að gieetu gefið mér einhveirjar upplýsingar. Flestir þeirra sem ég ræddi við töldu að sögurnar væru áreiðanlega mjög orðum auknar og að verk efni mitt væri nær vonlaust (mission impossible). Ðkki vildi ég nú fallast á það, því að ég var ekki að sækjast eft- ir einhverjum æsifréttum, að- eins að v-ita hvoc-t eitt- hvað væri hæft í sögunum, sem við höfðum heyrt. Ég fékk upplýsingar um það, að um helgar hittust margar af stúlkunum á fcveimur veitin'ga- stöðum í New York á Manhatt- a-n, Italska barnum, eins og hann er kallaður og er á 33. götu og írska barnum Joyces, sem er á 31. götu. Upphafið að því að Islendingar fóru að sækja þessa staði má rekja til þess er flugfólk Loftleiða bjó á McAlpain hóteli, sem er á 33. og 34. götu og er ífcalski barinn beint andspænis hótel- inu. Það var því ekki óeðlilegt að Islendingar í New York kæmu á þessa staði til að hitta landa sína. Þróunin í New York hefur hins vegar á s.l. árum verið sú að ytri mörk Greenwich Vill- age hafa teyigzit upp á við og íbúar þess hverfis margir ekki taldir mjög sómakæriir og þar er mikið um eiturlyfjasölu og neyzlu og glæpir þar tíðir. Á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.