Morgunblaðið - 28.05.1972, Síða 7

Morgunblaðið - 28.05.1972, Síða 7
MORGUÍNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MAl 1972 ___ 7 -- Magnús Gunnarsson Viðskiptasíöan Kvenkápan hér á myndinni hefur verið seld í 40.800 eintökum til Bandaríkjanna. Um 11 frani- Jeiðendur taka þátt í framleiðsl u þessarar pöntnnar. * Utflutningur á ullar- vörum að aukast Seljum medal annars til Japans Al KIN SALA í EVRÖPU Útflutningur íslenzkra ullar- vara hefur aukizt stórlega á undanförnum árum. Leiðandi fyrirtæki á þessum vettvangi er ÁJafoss h.f. Til þess að fræðast örlítið um úflutningsstarfsemi fyrirtækisins, var haft samband við Ragnar Þór Magnús við- skiptafræðing, sölustjóra Ála- foss, sem leysti greiðlega úr spurningum um þessi efni. PR-IÓNASTOFUR Álafoss h.f. hefur nú framleitt fatnað til útflutnings í 3 ár. Fatnaður þessi er aðallega þrenns konar, handprjónað- ur, vélprjónaður og ofinn fatn aður. Framleiðslan á vélprjónuð um fatnaði gengur þannig fyrir sig, að Álafoss framleiðir hrá- efnið sem kallað er loðband. Framleiðendurnir, sem eru prjónastofur dreifðar um allt land, meðal annans í Reykjavík, Akranesi, Blönduósi, Egilsstöð- um og Vik í Mýrdai. Hafa m.a. tvær af þessum prjónastofum bætzt við á s.l. ári, sú í Vík og á Blönduósi. Má segja, að hér hafi verið byggður upp iðnaður, sem ekki var til í þesisari mynd í llandinu áður. Mestur hluti framleiðslu þessara verksmiðja, fer til útfiutnings. Það sem selst á innanlandsmarkaði fer mest til ferðamanna. OFINN FATNAOUR Ef við snúum okkur aftur á móti að ofnum flíkum, þá eru framleiðendur aðeins fjórir. Dúkur h.f., Solidas h.f., Model Magasin h.f. og saumastofa Ála- foss h.f. Álafoss framleiðir að mestu það hráefni sem notað er hér, sem eru ofnir dúkar eða voðir. Þegar framleiðslugetan hefur ekki verið næg, hafa aðr- dr verið fengnir til að hjálpa til wn hrið. Það sem af er þessu ári eru t.d. 11 framleiðendur búnir að vera að framleiða upp í samning um 40.800 kápur fyrir Icelandic Imports Inc. í N.Y. Þessiar kápuir sel.ur Iceðandic Im- ports síðan áfram til American Express fyrirtækisins sem selur neytendum þær siðan í gegnum póstilista. Er þetta, stærsti samn ingur af þessu tagi, sem Álafoss hefur átt aðild að. HANDPR.IÓN Handprjón er allt framleitt á vegum Álafoss h.f. og Hildu h.f., en þar er sérstaklega um að ræða peysur. Hefur Álafoss í því sambandi gengizt fyrir prjónanámskeiðum, bæði í Reykjavik og úti á landi, og hafa þau verið mjög vinsæl. Fatnaðinum frá öllum þessum aðilúm er Safnað saman í út- flutningsdeild Álafoss í Kópa- vogi og dreift þaðan til við- skiptavina. Venjulega liggja þar töluvert miklar birgðir, því ó- mögulegt væri að afgreiða nauð synlegar pantanir, ef ekki væri einhver söfnunarstöð fyrir fram leiðsluna. BREYTT MARKAÐSSTEFNA Markaðsstefna fyrirtækisins var í upphafi sú, að selja beint til smásala erlendis. Var byrjað á því alls staðar nema í U.S.A. þar sem frá upphafi var verzl- að við Icelandic Imports, sem nú er orðið hlutafélag i eign flestra framleiðendanna auk annarra. Á síðastliðnu ári, var hins vegar tekin upp sú stefna að eiga þessi viðsikipti í gegnum einka- umboðsmenn. Þetta var nauðsyn legt, þvi afkastagetan hér inn- anlands jókst mjög mikið, sér- staklega hjá prjónastofunum og þurfti að finna þeim nýjan mark að. Einnig varð sú skoðun ráð- andi hjá fyrirtækinu að ef ætti að takast að gera þennan út- flutning verulegan yrði að fá einhverja þá aðila til þess, sem gætu fytgzt með viðkomandi mörkuðum og selt þar vörur á Skipulagðan hátt í einhverju magni. Þetta var auðvitað ekki hægt með þvi að sitja uppi á ís- landi. Hins vegar hafði Álafoss lengi tekið þátt í fatakaupstefn um í Evrópu, sem það og gerir enn, en nú I samvinnu við um- boðsmenn i viðkomandi landi. Auk þessa er að sjálfsögðu verzl að beint við smásala í þeim lönd um, þar sem enn hefur ekki gef- izt tækifæri til að ná sambandi við umboðsmann. S&ilan hefur undanfarin ár einkum átt sér stað í U.S.A., en nú standa vonir til að salan auk ist mjög verulega í Evrópu á þessu ári, enda ailar líkur á, að salan þar geti au'kizt hlutfalls- lega meira en í U.S.A., enda er markaðsstarfsemi okkar í Banda ríkjunum miklu þróaðri en í Evrópu. Til gamans má geta þess, að töluvert hefur verið seit til Japans, en í þeim tilvikum hef ur orðið að sérframleiða mest allt magnið, þar sem Japanir eru mjög smávaxnir. Markaðsstarfsemin mun í næstu framtíð mótast mest af því, að auka söluna í Evrópu og að finna nýja markaði í þeim löndum sem enn eru ókönnuð markaðssvæði. Auk þess að selja til smásala og heildsala er selt allmikið af fatnaði til póst- lista, t.d. póstlista sem starfrækt ur er í Shannon í írlandi og nefnist Shannon Mail Order Stores. Þeir hafa gefið út lítinn bækling, sem fjaldar um íslenzk an fatnað. Þar er sérstaklega lögð áherzla á sölu þeissa fatn- ar sem er náttúrulegur á litinn, þ.e. sauðalitirnir og reynt er að velja sérislenzk mynstur í fatn- aðinn er gefa honum svip af Is- landi. HESPIT.OPI TIL UTFLUTNINGS Sala á hespulofa til útflutn- ings hefur að sama skapi og fatnaðurinn tekizt mjög vefl. Hann er að því leytinu ólikur garni yfirleitt, að hann er mjög lítið spunninn og því mjög -loft- mikill og mjúkur áferðar. Mest af honum fer til Banda- ríkjanna, en einnig selst mikið til annarra landa, svo sem Dan- merkur og Kanada. Er nú þessa stundina verið að fá umboðs- menn víðar í Evrópu. Álafoss hefur nýlega tekið þátt í tveim- ur tízkusýningum í Evrópu, þ.e. ISPO-sýningunni í Múnchen, sem sérhæfir sig í sportfatnaði og Scandinavian Fashion Weeks, í Kaupmannahöfn. Heildarand- virði útflutnings Álafoss nam á siðast'Iiðnu ári um 53 milljónum króna. Utflutningur iðnvarnings 1971 Útfttutninigur annars iðnaðar- varnángis en áls jófcsit úr 661 millj. kr. í 889 millj. kr. eða um 35%. Mest hlutfallkleg aukning varð á útfOutningi á miálmimigu og lakki, siðan prjónavöru og fatnaði. Mikilivœgasita markaðs- svæði okfcar var EFTA. Af 889 miMj. króna útflutnimgi voru fluttar út til EFTA-landa vörur fyrir 293 miIOjóndr eða 33%, tál Austur-Evrópu- landa 251 milljón kr., eða 28% til N-Amerifcu, 163 miláj. kr. eða 18%, tii EBE ianda 150 miláj. kr. eða 17% og annarra landa 32 milllj. króma eða 4%. Á meðfyQgj- andi töflu er hægt að sjá breyt- ingar á úitflutmimigsverðmætium milli áranma 1970 oig 1971. Útflutningur iðnaðarvöru 1970 og 1971. 1970 1971 Heildarútflutningur Álvörur millj. kr. 2,370 1,709 % millj. kr. 1,778 72,1 889 % 50,0 Heildarútflutningur án áls 661 27,9 889 50,0 Skinnavörur 172 7,3 207 11,6 Prjónavörur og fatnaður 126 5,3 183 10,3 Niðursuðuvörur 143 6,0 177 10,0 Kisilgúr 127 5,3 157 8,8 Málning og lötek 5 0,2 49 3,1 Pappaöskjur 31 1,3 28 1,6 Ullarlopi og band 32 1,3 26 1,5 Línur, kaðlar og net 13 0,6 20 1,2 Vélar og tæiki 9 0,4 8 0,5 Ýmsar vörur 3 0,2 34 1,4 Nýtt tölublað íslenzks iðnaðar Nýlega kom út nýtt tölublað Islenzfcs iðnaðar, sem er mál- gagn Félags islenzkra iðnrek- enda. í leiðara blaðsins eru iðn- aði og verðlagseftirliti gerð nókfcur skil. Er þar bent á með- all annaris, að skoða verði verð- lagndngu iðnaðarvara í sem nán- ustu samhengi við alla kostnað- arþætti, innlenda og erlenda. Ef yfirvöld telja verðlagseftirlit nauðsynlegt á annað borð, þá verði slíku eftirliti að vera beitt á jákvæðan hátt þannig að það stuðli að eðlilegri þróun veorð- myndunar en hindri hana efcki. 1 blaðinu er einnig fjallað um samruna norskra málningaverte- smiðja, vorkaupstefnuna 1972, þróun iðnframleiðslunnar og að lokum sagt frá fyrirtækjaheim- sókn alþingism'anna í boði Fé- lags íslenzkra iðnrekenda. Vimtumiðlun viðskiptafræði- nema Á undanförnum árum hefur Fétlag viðsikiptafræðinema starf- rækt vinnumiðlun. Hefur það stöðugt færzt í aukana að fyr- irtæki og stofnanir hafa leitað til vinnumiðlunarinnar etftir starfskröftum yfir sumartím- ann. Forstöðumenn vinnumiðlun arinnar eru að þessu sinni þeir Þórarinn Klemenzson isími: 34531 og Gunnar Þórarinsson sími: 85142. Einnig er þessa dag- ana svarað í síma: 18475 nótt og dag, en það er síminn á lesstofu viðskiptafræðinema að Bjartear- götu 6.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.