Morgunblaðið - 28.05.1972, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.05.1972, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MAl 1972 £) ' Qrn Bjarnason, héraöslæknir í Vestmannaeyjum: Um flúorblöndun neyzluvatns 1 grein i Morgunblaðinu, sunnudaginn 14. maí 1972 var vedtzt að kollega mínum, >ór- oddi Jónassyni og á nokkuð sér kennilegan máta reynt að læða því inn hjá lesendum, að hér- aðfelæknirinn hvetti til aðgerða. sem stofna myndu lífi og heilsu Akureyringa í hættu væri farið að ráðum hans. 1 tilefni þessa vil ég leyfa mér að koma á framfæri nokkrum al mennum atriðum um flúor og flúorblöndun neyzluvatns. Liggur þá fyrst fyrir að skil- greina fyrirbærið: Flúor er frumefni og er í ílokki efna, sem nefnast halogenar. Flúor er táknað með bókstafnum F og önnur frumefni í þessum flokki eru kiór, bróm og joð. Flúor er bundið í formi saita, t.d. NaF (natríumflúoríð) og er mjög víða í náttúrunni, í lofti, á iáði og í iegi. brAðar fiXorkitramr Flúorsambönd valda bráðri eitrun, ef þau komast í likama manna i verulegu magni. Venju- legast hafa slikar eitranir orðið vegna þess, að skordýraeitur, sem innihalda flúorsambönd hafa fyrir slysni eða mistök kom izt í matvæli. Hafa menn þá í misgripum notað þessi eiturefni í þeirri trú að um matajrsalt hafi verið að ræða og hefir þetta komið fyrir á veitingastöðum og valdið eitrun hjá fjölda manna samtímis. Helztu einkenr.i eru: 1 byrjun aðallega vegna áhrifa fQúorsaltanna á slímhúðir melt- ingarfæranna: Munnvatns- rennsli, ógieði; verkir í kvið, uppköst, niðurgangur. Siðar: Óróieiki, vegna áhrifa á tauga- icerfið, ehn síðar krampar. Bióð- þrýstingur fellur og valda þvi eituráhrif á heilastöðvar, svo og bein áhrif á hjairtavöðvann. Öndun örvast í byrjun en lam- ast siðan. Dauða veldur oftast, annað hvort önöunarlömun eða hjartabilun. Þessari bráðu flúoreitrun er lýst í öllum handbókum um eitr anir og þetta þekkja ailir lækn- ar. Aítur á móti er í áður- nefndri grein í Morgunblaðinu einhverra hiuta vegna ruglað saman einkennum bráðrar eitr- unar og hægfara flúoreitrunar, sem nú skal vikið að. HÆGFARA FLÚOREITRUN Mjög mismikið er af flúorsam- böndum í jarðvegi i hinum ýmsu heims- og landshlutum. Fiúor kemst i plöntur úr andrúmsloft- inu og jarðveginum. í líkama manna kemst fliuor með ýmsum fæðutegundum og drykkjar- vatni. Þar sezt fluor i alla vefi, en aðallega tennur og bein. Fiúor er víða í neyzluvatni. Sé mjög mikið magn þess í vatninu og vatnsneyzla er mik- il, t.d. ef veðráttu er svo háttað að meðallofthiti er mjög hár, má búast við hægfara flúoreitrun. Einkennin, sem koma fram eru: 1) Litarbreytingar á tann- glerungi (fluorosis), í byrjiun ljós ir blettir, sem síðan renna saman og dökkna, tennurnar verða lé- legri og skemmast frekar. Þess- ar tannskemmdir koma fram meðan tennurnar eru í vexti. Þessar breytingar koma fram ef fiúormagn er margfalt meira en það, sem blandað er í vatn til að forðast tannskemmdir, eins og vikið verður að síðar. 2) Auk- in harka beina (osteosclerosis) og við aukna skammta koma fram kalkanir í liðböndum, sin- um og vöðvafestum og vaxandi og iangvarandi eitrun getur valdið bæklun. Til þess að þess- ar breytingar komi fram þarf dagieg neyzla að vera um 20 mg, í 10—20 ár, en það svarar til þess, að við áðurnefnda blöndun til tannveriidar, þyrfti viðkomandi að drekka 20 — tutt uigu lítra af vatni á dag. GAGNSEMI FLÚORS Ljót er sú mynd, sem upp er dregin af áhrifum flúors í stór- um skömmtum, en þetta gildir raunar í stórum dráttum um ýms efni, sem við notum dagiega, t.d. matarsalt: í stórum skömmtum, t.d. ef drukkinn er sjór, veldur matarsalt dauða, en án hæíi- legra skammta daglega, er iíf og heilsa í hættu. Að vísu er fiúor á engan hátt lifsnauðsynlegur og við gætum trúlega alveg án hans verið. Aftur á móti er vitað um einn eiginleika flúors, sem er já- kvæður, en það er, að fCúor í hæfilegu magni getur komið í veg fyrir tannskemmdir, þó ekki sé vitað með fullri vissu á hvem hátt það gerist. RANNSÓKNIR A Ahrifum FLÚORS Við rannsóknir í Bandarikjun um hefir komið í ljós, að á stöð- um, þar sem flúormagn í drykkj arvatni var nærri einum millj- ónasta hluta (1 ppm = 1 part per miHion), voru tannskemmd- ir mun minni en á stöðrjm, þar sem enginn flúor var í vatn- inu. Eitt þekktasta dæmið er frá útborgum Chicago. Annare veg- ar voru hverfi þar sem fiúor- magn var 1,2 ppm og hins veg- ar hverfi með nálega engan flú- or í vatni. Við rannsóknir kom í ljós, að á flúorsvæðunum voru sex sinnum fleiri börn með ailar tennur heiiar og heiidartajm- skemmdir 60% lægri, en á flúor snauðu svæðunum. Gaf þetta visbendingu um visst orsakasamband og frekari staðfesting fékkst óvænt í Baux ite, Arkansas, eftir að ný vatns veita var gerð. Kom þá í ljós, að börn, sem fædd voru eftir að flúorsnautt drykkjarvatn var sett í veituna, höfðu margfalt meiri tannskemmdir en börn, sem höfðu neytt flúorblandaðs vatns árin á undan. Leiddi þetta til þess, að við- tækar rannsóknir voru gerðar á vegum Bandarísku heilbrigð- isstofnunarinnar (U.S. Public Health Service) til þess að ganga úr skugga um hvort flú- orbiöndun vatns væri hægt að nota sem hagkvæma aðferð til að minnka tíðni tannskemmda. „Það heflr nú örugglega verið staðfest með víðtækum rann- sókmim í fjölda sveitarfélaga að flúormagn 1 ppni er ÖRUGG e>g HAGKVÆM heilbrigðisráð- stöfun, sem gefnr þann árangur, að tiðni tannskemmda minnkar í ölhim aldursflokkiini.“ „Mestur árangur næst, þegar börn drekka slíkt vatn fyrstu 8 ár ævinnar." (The Pharmacologi cal.Basis of Therapeutics, 3. útg. 1966). 1 Bretiandi kom út skýrsla 1962 frá heilbrigðisráðuneyt- inu um tiiraunir með flúor- blöndun og brezki heilbrigðis- ráðherrann hefir í framhaldi af þeinri skýrsiu hvatt til þess, að sl:ik flúorblöndun verði tekin upp í byggðarlögum, þar sem þeas væri óskað. í Morgunblaðsgreininni vitn- ar greinarhöfundur máii sínu til stuðnings i „ummæii og nið- urstöður ábyrgra manna, há- lærðra lííeðlisfræðmga, efna- fræðinga og lyfjafræðinga." Ekki efast ég um, að allt séu þetta iærðir menn og spekingar og heiðursmenn í þokkabót, en lítið stoðar þegar öliu er rugiað saman, eins og áður er vikið að. rAðleggingar who Á síðasta ári kom út rit, gef- ið út af Alþjóða heiibrigðis- stofnuninni (WHO) og hefir það að geyma alþjóðlega stöðl- un drykkjarvatns (Internation- al Standards for Drinking-Wat- er). Þar eru gefnar ráðleggingar um flúorblöndun drykkjar- vatns. Á bls. 35 kemur fram að flúorsambönd séu nauðsynleg („essential") til þess að minnka tannskemmdir í bömum og íull yrt er, að eí magn:ð sé minna en 14 ppm, séu líkur á mikiTTi tiðni taranskemmda. Á bls. 36 er tafla yfir það flúormagn sem mælt er með og birtist hún hér. Skal þess getið til skýringa, að í fremsta dálki er árlegt meðal- tal hæsta hitastigs á dag i Cel- cius-gráðum. 1 aftari dálkun- um tveim eru efri og neðri mörk fýrir flúor (F) í mg/L, en mg/L = ppm. öryggisrAðstafanir 1 greinarlok segir höfundor títtnefndrar greinar frá 14. maí: „Það er heldur engan veginn ör uggt að meira magn en 1 ppm geti ekki farið út i kerfið.“ Að visu skiptir ekki neinu máli þó allt að 16 ppm fari út í kerfið yfir skemmri tíma, en þessa tölu nefnir greinarhöfund ur. Aftur á móti er alger óþarfi að slikt komi fyrir, en hættulaust er það algerlega. Nú vill svo til, að í einu byggðarlaga hérlendis er þegar hafin Húorblöndun neyzluvatns. Útbúnaður sá, sem notaðuir er, var hannaður með það fyrir aug um að halda flúormagni milli 0,9 og 14 ppm. Reynslan hefir sýnt að magnið hefir aldrei far- ið upp fyrir 1,1 ppm, en aftur á móti þarf mikla nákvæmni til að gæta þess að magnið fari ekki niður fvrir 0,9. Til viðtoót- ar þessu eru svo af óháðum að- ila gerðar flúormælin.gar þrisvar á sólarhring. Enda: Hver trúir þvi að iækn- ar í viðkomandi byggðarlagi væru meðmæltir flúorblöndun drýkkjarvatns, ef minnsta hætta stafaði af þessu? Ekki má gieyma þvi að þeir sjálfir og Ijölskyldur þeirra drekka þetta vatn daglega! Auðvitað er alveg hægt að vera án flúorblandaðs vatns, en er nokkur ástæða til að verða af gagnsemi þess að rninnka tannskemmdir þegar aðferðin er bæði örugg og ódýr? Annual average of maximum daily air lemperature in *C Recommended control limits for fluorides (as F) in mg/l Lower Upper 10 -12 0.9 1.7 12.1-14.6 0.8 1.5 14.7-17.6 0.8 1,3 17.7-21.4 0.7 1.2 21.5-26.2 0.7 1.0 26.3-32.6 0.6 0.8 HARDASIA II(ÍKKIJTÓLIl) Toyota Land Cruiser í hvaða veðri sem er. Við hvaða skilyrði sem er. Á Tóyota Land Cruiser geturðu vél láta vegir jafnt sem vegleys- tekizt á við allt sem á vegi þín- ur í minni pokann. um verður - sandbleytu, snjó, Jafnframt vægðarleysi við jepp- aur, ísingu, urðir og stórgrýti. ann sjálfan er tekið tillit til öku- Toyota Land Cruiser með fjög- manns og farþega. Toyota Land urra hjóla drifi geysist upp brött- Cruiser er hinn ákjósanlegasti ustu brekkur og kemur þér alltaf fjölskyldubíll.Vinsæídirhansum á ákvörðunarstað. Fyrir einstak- heim allan erekkiaðfurða. Hann iega sterkbyggðri 155 hestafla er sigurvegarí allra aðstæðna. Toyota-umboðið Höfðatúni 2 - Sími 25111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.