Morgunblaðið - 28.05.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.05.1972, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1972 Einar Ásmundsson: Viðskiptakjör og lífskjör Út- og- innflutningur íslands við höfuð-viðskiptalönd á árunum 1968—1971 (f.o.b. í 1000 kr.). Út f lutningur % af heild Efnahagsbandalagslönd 14.480.033 35.6 Bandaríkin 12.594.414 31.0 Sovétríkin 3.319.463 8.2 Svíþjóð 2.469.946 6.1 Spánn 695.754 1.7 Grikkland 407.231 1.0 Portúgal 1.995.889 4.9 Önnur lönd 4.665.912 11.5 Útflutningur Innflutningur umfram umfram Innflutn. % af heild innflutning útflutning 29.899.482 57.2 15.419.449 5.792.347 11.1 6.802.067 3.811.325 7.3 491.862 2.790.909 5.3 320.963 303.951 0.58 391.803 4.146 0.008 403.085 208.835 0.4 1.787.054 9.461.592 18.1 4.795.680 Einar Ásnuindsson. Þegar þessi tafla er skoðuð, verður að hafa í huga, að út- flutningur okkar er nokkuð sér hæfður. Það eru t.d. ekki nema nokkur lönd í heiminum, sem kaupa góðan saltfisk og eru reiðubúin til þess að greiða vel fyrir hann. Neyzla á skreið er bundið við enn færri lönd. Það eru heldur ekki ýkja mörg lönd í heiminum, sem hafa þörf fyrir að flytja inn frystan fisk í stór um stíl, þannig að allar snöggar truflanir á því markaðskerfi, sem byggt hefir verið upp fyrir frystan fisk, gætu haft alvarieg ustu afleiðingar fyrir afkomu og efnahag landsmanna. í raun eru útflutningsviðskipti okkar þess vegna bundin við ákveðin lönd, hvort sem okkur likar bet ur eða verr. Hins vegar eigum við nokkru frjálsara val um 40.628.816 það, hvaðan við kaupum vörur til okkar þarfa, þó að stórfelld- ar sveiflur séu þar líka mikl- um takmörkunum háðar. Þegar þetta er haft i huga, virðast helztu óyggjandi álykt- anir, sem draga má af töflunni, þessar: 1. Við höfum keypt meira en tvöfalt meira af Efnahagsbanda lagslöndunum en þau hafa keypt af okkur. Samningsaðstaða okk- ar við þessi lönd litur út fyrir að vera nokkuð sterk, en þó ber að hafa í huga að stór hluti tæknibúnaðar okkar er frá þess um löndum, og við því að þvi leyti háðir innkaupum frá þeim. 2. Bandaríkin hafa keypt af okkur vörur fyrir meira en tvö- falt hærri upphæð en við höfum keypt fyrir af þeim. Þar höfum við fengið hærra verð fyrir fros 52.272.587 inn fisk en víðast annars staðar. Og það sem meira er: hækkandi verðlag á hinum frjálsa mark- aði Bandaríkjanna hefir að sjálf sögðu orðið þyngstu rökin fyrir verðhækkun á fiski okkar í öðr um löndum, þar sem verðlag á heimamörkuðum er bundnara, ó- háðara markaðsöflun, t.d. í rík isáæt'lanakerfum. 3. Viðskiptin við Sovétrikin hafa ávallt verið mjög mikilvæg með tilliti til þeirra vara, sem við seljum þangað og kaupum frá þeim. Innflutningur og út- flutnmgur standast nokkurn veg inn á endum, og geta báðir að- ilar vel við unað. Sovétríkin, er eru geysifjöl- menn, eða um 230 -240 millj. manna; hafa auk þess áhrif á efnahagskerfi fjölda ríkja og hafa því mikla möguleika til margháttaðra viðskipta. Þetta sjónarmið þarf að hafa í huga, því hér er um að ræða einn af stærstu mörkuðum heimsbyggð- arinnar. 4. Frá þeim löndum, sem kaupa megnið af okkar saltfiski (og hvar myndum við selja hann, ef ekki þar) kaupum við fyrir tiltölulega óverulegar fjár hæðir. Allar truflanir á viðskipt um við þessi lönd koma því nið- ur á afkomu okkar með fullum þunga. Heildarniðurstaðan er þessi: Hvort sem okkur líkar betur eða verr, er allt efnahags- og menningarlíf háðara viðskiptum okkar við Bandaríkin og Mið- jarðáihaifslöndin en viðskipt- um okkar við önnur lönd, eða öllu heldur: — truflanir á við- skiptum við þessi lönd yrðu af- drifaríkari en truflanir á við- skiptum við önnur lönd. Stjórnvöld þessara landa hafa síðustu árin orðið fyrir meira að kasti en dæmi eru til um stjórn- ir annarra landa. Auðvitað eru skiptar skoðanir á erlendum stjórnmálum eins og öðrum mál- um. En það ætti að vera sjálf- sögð háttvísi, a.m.k. ábyrgra ís- lenzkra aðila og stofnana og stjórnenda þeirra að bera ekki andúð sína á torg. Það er viða pottur brotinn, og þar erum við sannarlega engin undantekning. Getum við ekki látið þær til- tölulega fáu þjóðir, sem við eig- um viðskipti við, í friði með sin mál og komið fram við þær af háttvísi. Þeir, sem kunna að þurfa að fá útrás fyrir sitt sið- væðingartrúboð, geta beitt sér ósleitilega að hundruðum þjóða. sem mundu ekki hafa áhrif á lífskjör okkar. safnazt hefur, til þess að reisa hús í Hveragerði og verður það nefnt Litla Grund. En þegar elli- heimili verða reist viðs vegar á landinu, þá verður margur vand- inn leystur, ríkisframlagið mun vissulega stuðla að þvi. Greinin hófst með sögunrti um hann Jón og henni lýkur með þeirri ósk og von, að menn fari að gera sér grein fyrir því, að hér er um alvarlegt vandamál að ræða — hvað verður um mig í ellinni? Gísli Sigurbjörnsson. Vandamálin eru margþætt, en þau leysast, þegar áhugi kemur i stað áhugaleysis og þegar fé fæst til framkvæmda, en hing- að til hefur verið erfitt að fá það. Viðskiptabanki okkar, Bún- aðarbanki Islands, hefur stutt okkur dyggilega á Grund og í Hveragerði og er ljúft og skylt að þakka fyrir það. Þrátt fyrir allt, þá er að kom- ast hreyfing á málin. Draum- urinn um Litlu Grund verður að vísu ekki að veruleika í Reykja- vik. Við munum nota fé það, sem Gísli Sigurbjörnsson: Framtíðin í ellinni JÓN þekktu allir, hann var einn af atkvæðamestu mönnum bæj- arins. Reykjavík var þá ekki orðin borg, og víða gætti áhrifa Jóns, hann var eiran af mátt- arstólpum þjóðfélagsins. Árin liðu og margt breyttist, líka hjá honum Jóni (hann hét reyndar öðru nafni) eins og hjá svo mörgum öðrum. Bærinn varð að borg og haran Jón var kom- inn á efri ár. Bömin voru bú- sett erlendis, og konu sína hafði hann misst fyrir mörgum árum. Húsið hans var ríkmannlegt og viðhafnarmikið, enda hafði verið gest'kvæmt hjá þeim hjónum, þegar hann var og hét. Ráðskona hélt fyrir hann heimilið. Nokkr- um herbergjum var alveg lok- að, húsið var svo stórt, en ekki vildi hann selja það. Þarna hafði hann búið mestan hluta ævinnar og þama vildi hann vera til hinztu stundar. HeiLsuhraustur hafði Jón ávallt verið, vissi tæp- ast hvað veikindi voru, þangað til hann rakst í eina af ójöfnu gangstéttahellunum og fótbrotn- aði., Þá fór nú að vandast málið. Ekki svo mikið í fyrstu, því að hann var á sjúkrahúsi þar til fóturinn var gróiran og svo fór haran heim. Ráðskonan gifti sig nokkru síðar og Jón var í vand- ræðum með að fá aðra í hennar stað. Fékk reyndar eina, en hún var svo með öllu ókunn og hon- um Mkaði ekki við hana. önn- ur kom, sama sagan. Þannig gekk þetta nokkum tíma, en svo varð Jón veikur og þurfti mikla hjúkrun, en ekkert pláss var hægt að fá á sjúkrahúsi fyrir hann, þrátt fyrir allt, sem hann hafði gert í bæjarfélaginu. Ekk- ert skildi Jón í þessu, hann hafði átt von á öðru. Var allt gleymt, sem hann hafði gert á sínum tíma? Vinir hans reyndu að koma honum fyrir á sjúkrahúsi eða hjúkrunarheimili, allt var lengi vel árangurslaust. Loks fékk hann þó inni, en mikil vora um- skiptin, og vinir hans töluðu um þetta sín á milli, en gátu ekki úr neinu bætt. Þannig fór það nú með hann Jón. Ég þekkti hann lítið, en fyrir nokkrum áram átti ég tal við hann um málefni ellinnar. Nú eru aðrir tímar en þegar Grund tók til starfa fyrir nær 50 árum. Liknar- og mannúðar- störfum fer senn að verða of- aukið, ríkið, borgin og sveitar- félögin eiga fyrir öllu og öllum að sjá. Þess vegna hafa svo fáir áhuga á að styrkja byggingar- sjóð Litlu Grundar. Menn telja almennt slíkt starf óþarfa og vilja þvi ekki sinna því neinu. Um þetta er tilgangslaust að skrifa laragt mál, staðreyndirnar tala sínu skýra máli. Á nær 3ja ára tímab'li hefur safnazt riflega hálf milljón króna, en landsmenn drek’ka áfengi fyrir 3—4 mffljón- ir á dag. Mikiil hluti þess fjár, sem safnazt hefur, er kominn frá vistfólki á stofnunum okk- ar. Jónarnir era margir á Isiandi í dag og þeim fjölgar óðum. Fyrirhyggjuleysið um framtið- ina í ellinni er mikið hjá öllum þorra fólks. Hvernig er hægt að vekja áhuga manna, veit ég sannast sagna ekki, en samt verður að halda áfram að skrifa blaðagreinar og tala um málið. Lagafrumvarp um elliheimili er á döfinni og er það mjög á sama hátt og nú er tizka á Norð- urlöndum. Gert er ráð fyrir að ríkisframlag fáist fyrir 1/3 af stofnkostnaði elliheimiianna, enda séu þau reist af sveitar- og bæjarfélaginu. Óráðið er hvern styrk aðrir, t.d. söfnuðir Þeir báðu mig, i félaginu hans, að flytja erindi um framtíðar- mál ellinnar. Að erindinu loknu þakkaði Jón mér fyrir og taldi þar vera orð í tima töluð. Ég spurði hann að því, hvers vegna hann og félagar haras legðu ekki fram fé til þess að reisa elli- heimili, sem seinna gæti ef til vffl orðið samastaður fyrir þá og þeirra fólk. Jón var nú reynd ar ekki alveg á þvi — við þurf- um aldrei á slíku að halda, við sjáum alltaf um okkur sjálf, sagði hann. Náttúrlega vissi ég, að hann var mjög vel efnum búinn, en ég vissi líka, að ekki er hægt að fá öryggi í ellinni með peningum, nema ráð sé í tima tekið, en það gerði hann ekki, og því fór sem fór fyrir honum Jóni. kirkjunnar, fá frá rikinu, ef þeir færu að ráðast i það, að koma upp elliheimili. Náttúrlega skipt- ir það ekki máli, hver leysir að- kallandi vandamál, og því ber að fagna, að nú er loks þó kom- ið svo langt, að ríkisframlag verður væntanlega fáanlegt til byggingar elliheimila. 1 'V'j tý ~ ■ . , ,Við höfðum Álafoss gólfteppi agomluíbuðinm, og reynslan af þeim réðiþví að við völdum Álafoss teppi aftur núna.“ Dæmigerð tilvitnum viðskiptavina okkar við yv i a r“ ✓—v s~\ kaup á nýjum teppum. Ástæðan er wilton- / \ I / \ I— I 1 vefnaður Álafoss gólfteppanna, á honum / \ I / \ | v J i. J) v J byggjast gæði þeirra. ÞINGHOLTSSTRÆTI 2, SIMI 22091 umboösmenn um allt land

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.