Morgunblaðið - 28.05.1972, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.05.1972, Blaðsíða 18
18 MORGWœLAÐIÐ, SUMNUDAGUR 28. MAl 1972 BENT LARSEN SIGRAÐI Á STERKU MÓTI f TEESIDE NÝLOKIÐ er í Teeside á Eng'iandi mjög sterku skák- móti. Úrslitin urðu þau, að danski stórmeistarinn Bent Larsen fór með sigur af hólmi, hlaut 11 ráminga aí 15 mögulegum. Larsen tapaði aðeins einni skák, fyrir Parma 1 síðustu umferð, en þá hafði hann þegar tryggt sér sigur. Þessi úrslit sýna giöggt, að Larsen er óðum að ná sér eftir áfaillið gegn Fischer og má því vænta mik- tts af honum enn um hrið. Önnur úrslit urðu sem hér segir: 2. Ljulrojevic (Júgósl.) 10 v., 3. Portisch (Ungverjal.) 9 /2 v., 4.—5. Gligoric (Júgó- sl.) og Tringov (Búlgarín) 9 v., 6.—7. Ulf Andcrsson (Svíþjóð) og Parma (Júgó- sl.) 8(4 v., 8. Georghiu (Rúm eníu) 8 v. 9.—10. Keene (Eng- landi) og Sax (Ungverjal.) 7 v., 11.—13. Wade (Engl.), Hecht (V-Þýzkal.) og Bilek (Ungverjal.) 6>/2 v., 14. Ree (Holiand) 6 v., 15. Beltin (Engl.) 4. v., 16. Cafferty (Engl.) 3 v. Hér kemur svo einn af vinn ingsskákum Bent Laireens úr þessu móti, hún var tefid í 9. umferð: Hvítt: Sax (Ungverjal). Svart: Bent Larsen Frönsk vörn. 1. e4, e6. 2. d3 (Þegar hvítur velur eftirfarandi uppbygg- ingiu er í rauninni fremur um að ræða kóngsindverska vöm með skiptum litum en franskt tafl). 2. — d5. 3. Rd2, Rf6. 4. g3, b6 (Þessi leikur hef ur átt vaxandi vmsældum að fagna að undanfömu. Algeng ast er þó að teika hér 4. — c5). 5. Bg2, Bb7. 6. e5, Rg8. 7. Rgf3, Re7. 8. 0-0 (111 gneina kom að Deika hér strax 8. d4). 8. — c5. 9. Hel, Rbc6. 10. c3, Rf5. 11. a3(?) (Hvítur viB hafa gott vald á reitnum b4. Þesisi leikur er þó of mikii veiking á drottningarvængn- um eins og síðar fcemiur í ljós. Betra vitrðist 11. Rfl). 11. — Re7. 12. Rft, h6. 13. Re3, Rxe3. 14. Bxe3, Ðd7. 15. d4, c4. 16. Rd2, R»5. 17. f4, J»5. 18- f5? (Hugmynd hvíts að grafa á þennan hátt undan svarta peðamiðborðinu er anzi snjöl þótt hún komi ekki að tilætikiðum notum). 18. — exf5. 19. Rf3, Rc6 (Hvítur hót aði e6, ásamt Re5). 20. b3, cxb3. 21. c4, dxe4. 22. d5 (Áætlun hvíts virðist hafa staðizt út í æsar. Ef svai ti riddarinn hörfaði nú kæmi 23. d6 og svartur væri harla að- þrengdur, en . . . .) 22. — 0-0-0! (Fjögur peð eru nægi- le.gt lið fyrir manninn, auk þess sem svartur hrifsar nú írumkvæðið). 23. dxc6, Dxc6. 24. De2, Hd3. 25. Rh4, De6. 26. Bxb7t, Kxb7. 27. Df3t, Ka6. 28. Rxf5, Bc5. 29. De4, g€. 30. Rg7, Hxe3. 31. Hxe3, Dg4. 32. Kg2, Hd8. 33. e6 (Hvitur reynir nú að flækja tafiið en staðan er töpuð. Eft ir t.d. 33. He2 gæti svartur farið í drottningarkaup og ynni síðan á frípeðunum á svipaðan hátt og í skákinni). 33. — Hd2t. 34. Khl. Dxe4L 35. Hxe4, e3. 36. exf7, b2. 37. Hfl, c2. 38. Heel, Hf2. 39. Re6, Hxflt. 40. Hxfl og hvít- ur gafst upp um leið. Nýlokið er árlegu stórmóti í Sarajevo í Júgóslavíu, úr- slitin urðu þau, að ungverski stórmeistarinn Szabo sigraði öiium á óvart, hlaut 11 v. af 15 mögulegum. 2. Petrosjan 10‘4 v., 3.—5. Hort, Jansa (Tékkósl.) Og Keres (Sovét- ríkin) 9/2 v., 6. Vukie (Júgó- siavíu) 9 v., 7. Matniovic (Júgósl.) 7(4 v. o.s.frv. Jón Þ. Þór. Freymóður Jóhannsson; Hefur þegar verið vísað aftur til r íkisst j ór nar innar í' leiðara Morgunblaðsins í dag, 17. maí, og einnig í frétt í biaðinu í gær, er minnzt á um- sókn Ashkenazy, slaghörpusnill- ings, um Islenzkan ríkisborgara- rétt, og sagt að hún byggist á ákvæði í. lagafrumvarpi því, um mannanöfn, er nú liggi fyrir Al- þingi, og heimili umsækjendum að haida nafni sínu óbreyttu, gagnstætt reglum þeim, er hing- að til hafa verið í gildi. Nokkra furðu vekur það, að ritstjórn Morgunblaðsins skuli ekki íylgjast betur með störfum Alþingis en svo að telja frum- varp þetta liggja enn fyrir Al- þingi, þar sem frumvarpið var þegar á dagskrá efri deildar 4. maí s.l. og þá gert aftur- reka, eða vísað aftur til rikis- stjórnarinnar, til endurskoðun- ar, mótatkvæðalaust og án um- ræðu í deildinni, að undanskil- inni stuttri greinargerð fram- sögumanns, fcwmanns mennta- málanefndar. Frumvarpið er þvi vissuiega úr sögunni i bili og liggur alls ekki lengur fyrir þvi Alþingi, er nú situr. Leiðari Morgunblaðsins metur það á við mannréttindaskerð- ingu, að skilyrði um íslenzkt nafnval og nafnnotkun skuli fyigja rikisfangi. Ja, hérna- hérna. Og blaðið spyr, með stórri íyrirsögn: „Ashkenazy eða Valdimar Davíðsson.“ Svarið ætti sannarlega ekki að vera erfitt og mætti ég og fleiri bjóða tónsnillinginn Valdi- mar Davíðsson velkominn hing- að í góðra manna samfélag, ásamt konu sinni Þórunni Jó- hannsdóttur, sem við hér heima biðum eitt sinn eftir, í mikilli eftirvæntingu, að kæmist alveg upp snillingabrekku tónlist- arinnar, þangað sem frægðarsól in skin. Einnig böm þeirra, sem öll mundu þá væntanlega bera íslenzk nöfn, sem Valdimars- böra, mundum við bjóða hjartan lega velkomin, — en ekki sem Ashkenazy. Hið sjálfsagt ágæta nafn í heimalandi þess, verkar sem orðsikrípi í íslenzku máli, þó af því ljómi erlendis. Nóg er fyr ir af nafnskrípunum hér, sem ógna islenzkri tungu. Morgunblaðið gerir mikið úr heiðri þeim, sem Valdirr.ar sýni okkur með því að sækja hér um ríkisborgararétt. Ekki hef ég til hneigingu til að draga úr þeim heiðri, en mundi hann ekki vera jafn mikiil, þótt maðurinn bæri nafn eins og Vaidimar Daviðs- son? Og mundi hann nokkuð lit- ilíjöriegri sá heiður, er Island og ísiendingar veita honum, með þvi að taka hann undir verndar- væng sinn og veita honum þátt í kostum þeim og verðmætum mannlegs lífs, sem hollasta riki heims hefur að bjóða? Ég hygg, að hinn ágæti og ástsæii hsta- maður sæki ekki um islenzkan ríkisborgararétt, til þess eins að heiðra okkur Islendinga, heldur geri hann ráð fyrir nokkrum ávinningi hér. Ekki væri heldur neitt óeðlilegt, þó Valdimar teldi sig skulda þjóðdnni nokk- uð, vegna konu sinnar, og mætti þvi sennilega þakka henni kvóta af heiðrinum. Um hið umrædda mannanafna frumvarp á Alþingi, sem ég hef áður gagnrýnt mjög, opin- berlega, skal eftirfarandi fús- lega tekið fram. í greinargerð sinni fyrir til- lögu menntamálanefndar e.d., skýrði formaður hennar, Ragnar Amalds, frá því, að nefndin væri andvíg nýjum ættarnöfn- um, þótt hún væri meðmælt því að leyfa þau, sem nú væru rétti- lega skráð í þjóðskrá. Einnig væri nefndin andvíg mis- rétti því, milli kynja, er kæmi fram í frumvarpinu. Því miður urðu engar umræð ur í deildinni um þetta gamla hita- og deilumál, — ættarnöín- in. Það er þvi ógemingur að gera sér viðhlitandi grein fyr- ir, hvað einstakir þingmenn, — og þá sérstaklega neðri deildar, hefðu haft um frumvarpið að segja, ef þeir hefðu látið álit sitt í ljós. Ljóst er hins vegar, að ofríki ýmsra gettaraafnarétt- hafa er orðið svo mikið, að nær ógerningur er að koma fram sjálfsögðum breytingum og lag- færingum, sem tunga okkar og þjóðerni krefst, og skylda er lög um samkvæmt. Enginn hef- ur, svo vitað sé, verið lögsótt- ur aí öllum þeim fjölda, sem brotið hefur gildandi manna- nafnalög. Ef svo heldur áfram sem horfir, líður ekki á löngu, þar til vald og embættisaðstaða ættarnafnamanna ræður öllu í þessum málum. Ef þar á ofan ætti svo að bæta straum er lendra ættarnafna manna, sem ættu að fá að halda nöfnum sín- um óbreyttum til æviloka, og sem færi hraðvaxandi nú á næstunni, með hverju árinu sem liði, ættu vist flestir að geta séð hvert stefndi í þessum þætt-i sjálfstæðisviðieitni okkar. Hið ís lenzka kaffært í erlendum áhrif- um. Það er ekki nóg að standa sig vel efnalega, en guggna svo menningarlega. Það hefur valdið nokkrum vonbrigðum, hve fáir hafa iátið mál þetta til sín taka á opinber- um vettvangi, s. s. í biöðunum, og beitt sér þar þjóðinni til heilla. Heiti ég hér með á menn að hrista af sér slenið, láta skoð- un sána i ljós og hjálpa til við að stöðva hina erlendu ásælni í þessum málum. Það er hins veg- ar, sennilega til of mákils mælzt, að embættismenn taki sig nú til og framkvæmi eitthvað af fyrir mælum gildandi laga í þessum efnum, án þess að þá sjáifa þurfi að kæra fyrír lög- brot og vanrækslu í starfi. En auðvitað er hægt að senda kæru og krefjast framkvæmda, til þess að sjá, hvort það er að- ferðin sem við á. — Og ættar- nöfn verður að nema burtu úr íslenzku máli. sýndu höfðingjar aðeins þeim, er voru af komunigakyni. Til að ólafur kæmist utan varð Melkorka að færa mikila fórn. Slík för var dýr, en fá- tækt bú og mikil umferð manna og greiðasemi við Guðs ölmusur á Melkorkustöðum. Hún sá þanm veg einan að giftast nágranna sínum, Þorbirni skrjúp. Segir lítt af þeim, nema að áttu Lamba. Ólafur keypti mikil lönd og var virðingarmaður mikilll. Gerði hann rjóður í skóginn, þar sem búsmali safnaðist jafnan. Reisti þar bæ, er hann nefndi Hjarðar- holt. Er þar síðan mest fyrirset- ur í Dölum. MeOkorka fór aldrei utan og dó að bónda síns. Hún er auka- persóna í Laxdælu og þáttur hennar víkjandi. En áleitin hef- ur hún verið í sögunni og skáldin hrifizt aif gerð hennar, konumgs- dótturimnar hernumdu, sem fannst frelsið lítiil gjöf, þegar ástin var svikin. Leikstjórinn, er Leikfél. Ólafs- víkur sýnir nú Melkorkiu, Hörð- ur Torfason, hefur unnið mikið starf og heppið, að koma þesisiu verki svo vel fram, sem raun ber vitni. Nær affilir leikendur eru byrjendur, og hlýtur undir búningur því að hafa verið erfið- ur. Aöiygilisverðastan leik fiýnir Jóhanna Gunnarsdóttir í gervi Sæunnax giriðkonu. Enginn leik- andinn hæfir svo vel hlutverki sínu sem Soffia Þorgrímsdóttir, en hún leikur Jórunni húsfreyj-u Höskuldar. Ber frá um svo mót- aða persómu og tigið yfirbragð. Aðalheiður Eiríksdóttir leikur Melkorku bezt í fyrsta þætti sýn- imgarinnar og Þráinn Þorvaids- son Höskuld í síðasta þætti. Páll Björmsson (12 ára) verður mörg um hugstæður í mynd Ólafs pá í bernsku. í heild s'kuta öllum leikendum fæðar þakkir fyrir lofsvert átak og leikstjóramum fyriir dugnað og smekkvísi. Það er mikiil ávinningur að sjá Melkorku Kristínar Sigfúsdóttur svo lukkulega sviðsetta. Leikfélag Ólafsvíkur: Melkorka Höfundur: KRISTÍN SIGFÚSDÓTTIR OFTAST greinir frá iéttum lelkj- um og ekki tiikomumiklum um efni og skáidsikap, er hin litta leikfélög í deifbýlinu færast leiksýningar í fang. Ástæðan til þess er vitanleg öilum, sem þar að þenkja: lélegur búnaður og iítill tími. Leikfélag Ólafsvíkur sýnir nú íslenzkt leikrit, Melkorku, eftir Kristínu Sigfúsdóttur. Mun þetta fyrsta sinni, sem Melkorka er sviðsett. Er hér að geta loís- verðs átaks i dagsins önn. Frum sýning var að kvöldi uppstign- ingardags, 11. mai. Að srjálf- sögðu var að fjölmenni og vel fagnað. Því miður varð að sleppa fyrsta þætti vegna ytri aðstæðna. Nýtur verkið sín þó vel enda kynnti formaður ieikféiagsins, frú Helga Valdimarsdóttir, að- draganda þeirra atburða, er frá igreinir, áðjr tjaidið féll. Þess skal getið, að það er að öllu Helgu að þakka, að Melkorka var tekin til sýningar í Ólafs- vík. Til þess eru ýmis tildrög. haria tilvilvjanakennd og skemmtileg. Af því segir þó ekki hér, enda skal frekar vikið að höfundi leikritsins — og svo sög- unni, sem að baki býr. Kristín skáldkona Sigfúsdóttir, Hainssionar, var fædd 13. júlí 1876 á Helgastöðum í Éyjafirði. Hún giftist 25 ára Pálma Jóhann- esssyni frá Skriðu í Saurbæjar- hreppi. Bju.ggu þaiu lengst í Káifagerði við Möðruvelli. Mann sinn missti Kristín 1916. Allan síðari htata ævinnar bjó hún á Akureyri og lagði stund á skáld- skap með heimilisforsjá og önn- um. Kristín lézt 28. sept. 1953, virt af hæfileikum og mannkost- um. Sonur þeiirra Pálma er séra Jóhannes á Stað í Súgandafirði, skáldmæltur og tónilistarmaður. Kunnust leikrita Kristínar eru Tengdamamma, Árstíðirnar, Mjallhvit og Óskastundin. Marg- háttaðra ritstarfa hennar ann- arra verður ekki getið hér, þó að vert væri, er svo ágætrar konu er minnzt. íslenzkir Hstamenn hafa marg- ir sótt yrkisefni sín tií fyrri tíð- ar. íslendingasögur og þjóðsög- ur eru oftast tilefnið, er sækir á huga skáldsins. Svo fágæt og harmþriungin voru öriög Mel- korku Mýrkjartansdóttur, íra- konungs, að sízt er að undrast, að yrði hugstæð og óigleymd. En í Laxdælu gætir þó ekki tilfinn- ingasemi vegna þessarar mikil- hæfu og konungbornu ambáttar. Höskuildur Dala-Kollsson kaupir hana og hefiur heim með sér og áttu þau Ólaf, er nefndur varð pá vegna skartmennsku sinnar. Jórunn kona Höskuldar flæmir Melkorku af bæ þeirra hjóna og seidi Höskuldur hana í bú á Mel- korknstöðum. Sáustu þau sjaid- an og þóttist Melkorka illa svik- in, en fuddt frelsi hafði Höskuld- ur gefið henni, er hann fregnaði um faðerni hennar. Þá varð henni það mótdraigi, að Höskuld- ur tók sveininn af henni 7 vetra og fékk honum fóstur að Goddastöðum. Kennt hafði Mel- korka Ólafi írsku, er kom hon- um vel, þegar hann sigldi á fund afa síns umglingurinn. Hafði hann mikla fremd af þeirri för og þá gersemar af frændum sin- um írum, og svo aif Gunnhildi og Haraldi konumgi i Noregi. Svo mikils þótti Ólafur nú verð- ur, að Egill Skailagrámsson gaf honum dóttur sina og þóttu tíð- indi. að Borgarmenn riðu í Dali til brúðkaiupsins. Slikan sóma Ágúst Sigurðsson, Iðnaðarhúsnœði Til leigu nú þegar iðnaðar-, geymslu- eða verzlunarhúsnæði við Lyngás í Garðahreppi. Húsnæðið er á götuhæð, alls um 450 ferm. Hægt er að skipta húsnæðinu í smærri ein- ingar ef vill. Húsnæðið er fullpússað að inn- an og lagt í góif, en ekki fullklárað að öllu leyti. Leigist í því ástandi sem það er nú í. Nánari uplýsingar í síma 12157 og 36936.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.