Morgunblaðið - 28.05.1972, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.05.1972, Qupperneq 14
14 MORGU'NBLAÐIÐ, SUN'NUDAGUR 28. MAl 1972 SJÓMANNASÍÐA í UMSJÁ ÁSGEIRS JAKOBSSONAR Rauði ormurinn Einföld aðferð til að hreinsa olíu úr höfnum Mynd I: Byrjað er á að festa stytturnar sjö á tvöfaldan dúk- imn. Mynd II: Sandpokunum er fyrst komið fyrir í pokunum og síðan flotholtunum. Mynd III: Efri kanturinn bor- inn yfir pokann og lokað með vírheftingu. Þannig fæst stifuir efri kanturinn á veggnum. Lítillega hefur verið drepið hérlendis á þá aðferð að slá um olíuna flothring, sem nú er far- ið að nota talsvert við að hreinsa olíu úr höfnum. Hafnsögumaður í Gautaborg, Brling Blomberg, fann upp þessa aðferð sem er að sögn nýj ung. Fyrir utan hið mikla nota- gildi sem vonandi reynist að þessari nýjung, er það óneitan- lega athyglisvert í þessu tilviki sem ýmsum öðrum, hvað snjöll hugsun getur leyst vandamál, sem hinum lærðustu mönnum virðast yfrið flókin og jafnvel óleysanleg. Árum saman hafa vetkfræðingar á vegum hafnar- stjórna eða olíufélaga giímt við lausn á þeim vanda að hreinsa olíu úr höfnum og ekki síður á hafi úti, sem reynzt hefur enn erfiðara viðfangs vegna sjó- gangs, vinda og sterkra strauma. Nú er „Rauði ormurinn“ kannski engin endanleg lausn á vandanum, en óneitanlega er hugmyndin einföld og snjöll. í meginatriðum er Rauði orm- urinn þannig gerður að hann myndar eins konar vegg, 60 em háan af tvöföldum sterkum plast dúk. Síðan eru soðnir vasar á dúk inn og í þeim eru litlir sandpo’k ar og einnig þríhyrndar þykk- ar plötur úr frauðplasti, sem verka bæði sem flotholt á vegg- inn og hjálpa til að halda hon- um stífum. Veggirnir eru hafðir í 50 metra lengjum. Það er svo hægt að bæta lengjum í orminn eftir þörfum, með rennilokum eða stöngum sem tengja saman lengj urnar, þannig að bilið milli þeirra er vatnsþétt. Milli samsetningarstanganna að neðan liggur svo lína með fram neðrikanti veggsins stvttri en veggurinn og tekur hún átak af sjálfum plastveggnum, og or- sakar það, að hann helzt alltaf lóðréttur í sjónum, þó að ókyrrt sé eða stfaumur mikill. Á vegg- inn eru skrúfaðar 7 styttur og þær haldast einnig lóðréttar með því að fest er taug úr þeim ofan verðum og í álagslinuna að neð- an. Nú er ekki að efa það, að þeir, sem settir eru til að annast hreinsun hafna hérlend- is kunna öll deili á þessari ein- földu aðferð, en til garnans verða sýndar hér skýringa- myndir svo að leikmenn geti séð, hvað þetta er einföld aðferð og vafalaust ódýr. Slíkan „orm“ gætu seglasaumarar okkar vafa laust búið til og því ekki að gera það og hafa hann til reiðu, ef óhapp hendir. Mynd IV: í báða enda stytt- anna eru festar linur, sem síðan eru splæstar við álagslínuna eins og myndin sýnir. Mynd V: Lengjurnar, sem hver er 50 metrar, eru tengdar saman með stöndum úr mjúkum málmi. Þessar samsetningasteng- ur taka við átakinu af álagslin- unni. Mynd VI: Þannig er staðið að því að koma fyrir pokunum og flotholtunum. Mynd VII: Ormurinn tekinn um borð. Mynd VIII: Ormurinn lagður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.