Morgunblaðið - 28.05.1972, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.05.1972, Blaðsíða 8
' 8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1972 Önundur Ásgeirsson: j —1 ■■ ■' — ' —' — Arfurinn forni I grein í mennlngarmálaflokki dagblaðsins Vísis hinn 9. þ.m. ritaði frændi minn Kristján Bersi Ólafsson grein, sem ber heitið: „Frjálst orð í fjölmiðl- *um.“ Þar sem í grein þessari er farið niðrandi orðum um sjón- varpsþátt Einars Pálssonar um uppruna íslenzkrar menningar, sem hann flutti föstudaginn 5. þ.m., get ég ekki látið mál þetta kyrrt liggja. Fyrst vil ég flytja sjónvarp- inu og forráðamönnuxn þess þakkir fyrir að greiða fyrir þætti þessum. Fjöldi manna hef ur nú átt þess kost að kynna sér nokkuð af hinum nýju kenn ingum, sem Einar Pálsson heíur sett fram, og hefur þannig nú möguleika á að gera sér grein fyrir þeim árangri, sem náðst hefur af einum manni á tiltölu- lega skömmum tíma með nýjum starfsaðferðum við rannsókn á fornsögum Islendinga. HINN FORNI ARFUR Kristján Bersi kvartar undan þvi, að ekki séu kynnt „störf ís- lenzkra fræðimanna" i sjón- varpi. Verður að skilja þetta svo að hér sé átt við rannsókn- ir á fornsögum og uppruna is- lenzkrar menningar, þ.e. um sama tímabil sem Einar Pálsson fjallar um i rannsóknum sinum. Myndu fleiri fagna þvi að öðr um íslenzkum fræðimönnum væri gefið orðið frjálst um þessi mál svo almenningi gæfist kostur á að öðiast vitneskju um að slík- ar rannsóknir ættu sér stað yfir leitt. Ætti Kristján Bersi, sem hvatamaður hins frjálsa orðs, að beita sér fyrir slíkri fræðslu um rannsóknir á uppruna ís- lenzkrar menningar — ef til eru — og mundu margir vilja á hlýða, því að þjóðleg fræði eru og verða jafnan kært málefni öll um Islendingum. Er hér með skorað á hann að bregðast vel við og á jákvæðan hátt i stað þess að leggjast með rógi eða níði gegn rannsóknum þeim, sem fram eru lagðar. „GERVIVfSINDI EÐA RAUNVERULEG FRÆ»I“ Þetta er fyrirsögn Kristjáns Bersa um sjónvarpsþátt Einars Pálssonar. Er tilgangurinn aug- ljóslega sá, að rægja rannsókn- ir Einars Pálssonar gagnvart al menningi. Síðar i grein hans er þetta itrekað með orðunum „kenningar, sem sver sig býsna mikið í ætt við píramídaspádóma fræði og þess háttar visdóm." Þessi rógsorð breyta að sjáif- sögðu engu um rannsóknir Ein- ars Pálssonar og þær niðurstöð ur, sem hann hefur lagt fram, en sýna að Kristján Bersi hefur væntanlega aldreí lesið bækur Einars Pálssonar um rætur is- lenzkrar menningar. Væri gott ef Kristján Bersi og aðrir tækju nú til við að lesa, því að það sem skrifað hefur verið og út- gefið er nú aðgengilegt fyrir alla, sem vilja fórna nokkrum tima til að leita þess, sem sann- ara reynist. Kristján Bersi lætur i það skína að hann óski frekari rann sókna á norrænum fræðum. Ætti hann í þvi máli að eiga samleið með norrænufræðingum, þ.e. út- skrifuðum úr norrænudeild Há Skóla Islands, en sú stétt manna hefur þagað undarlega þunnu hljóði um rannsóknir og niður- stöður Einars Pálssonár. Ástæðan fyrir þessari afstöðu er næsta einkennileg. Á árinu 1968, þegar Einar Pálsson var það vel á veg kominn með rann sóknir sinar að hann taldi tima- bært að birta þær, óskaði hann þess að fá að flytja um þær er- indaflokk við heimspékideild eða norræniudeild Háskóla Is- lands. Þessu var synjað af hendi heimspekideildar, sem augljós lega gerir margar einkennilegar samþykktir svo sem kunnugt er, t.d. í sambandi við erindaflutn- ing rithöfunda, rannsóknarstörf Einars Bjamasonar, doktors- kjör Halldórs Laxness og margt fleira. Nú eru rannsóknir Einars Pálssonar á sviði, sem algjörlega hefur verið vanrækt og látið af skiptalaust af Háskóla Islands. Synjun heimspekideildar var þannig ekki vegna árekstrar við aðrar rannsóknir á vegum Háskóla Islands heldur nánast af þvi að heimspekideild háskól ans vildi ekkert um slikar rann sóknir vita. Eru nú senn liðin 4 ár án þess að nokkuð heyrist frá heimspekideild háskólans um þetta mál nema lítilfjörlegar gróusögur, sem vart geta talizt norrænumönnum eða háskólan- um til sóma, og sízt stefnir til framþróunar þessum málum. Er grein Kristjáns Bersa af þessum toga spunnin, en rógsiðja hans er orðuð með heitunum: „Gervi- vísindi,“ „Píramídaspádóma- fræði“ og „Furðukenningar." HRINGSÓU — OG BROSIÐ ÓUÝSANUEGA" Þessi kaflafyrirsögn er tekin að láni úr menningarmálagrein Kristjáns Bersa sökum þess hve hún lýsir vel stefnu norrænu- deildarmanna bæði gagnvart sjálfium þeim og almenningi. Stefnuleysi í rannsóknum íslenzkra fræða er fremsta á- stæða þess, að norrænumenn standa nú og hafa lengi staðið sem dvergar fyrir steindurum. Jafnframt setja þeir upp yfirlæt isbrosið ölýsanlega gagnvart öll um öðrum, þvi þeir vilja helga sér einkarétt á fræðunum. Gott dæmi um þetta var sjónvarps þáttur Bjarna Guðnasonar, pró fessors, og Benedikts frá Hof- teigi, en Renedikt sannfærði marga um að „brosið ólýs- anlega“ klæðir valdbeitingu nor rænumanna illa. ÁRANGUR RANNSÓKNANNA Þegar prófessor Sigurður Nor dal gaf út Völuspá i annað sinn 1952, lýsir hann í formála og víð ar trega sínum yfir því, að rann sóknum hafi ekkert miðað áfram þau 30 ár frá þvi fyrri útgáfan kom út, ef undan eru skildar textarannsóknir við lestur pró- fessors Jóns Helgasonar við kvartslampaljós. Telur Sigurð ur Nordal 1952, að ekki sé á- stæða til að breyta fyrri útgáfu „með tilvísun i yngri rit, sem höfðu hvorki ráðið neinu um þann skilning á sinum tíma eða sannfært mig um annað síðar.“ Árangur rannsóknanna er þann ig svo til enginn og svipuð sjón armið hafa komið fram bæði hjá prófessor Einari Ól. Sveinssyni og prófessor Jóni Helgasyni. Er því fuil ástæða til að staldrað sé við og spurt hver sé ástæðan. Rannsóknaraðferðir þær, sem fylgt hefur verið á undanförn- um áratugum, hafa verið ein- skorðaðar við hið málfræðilega svið, textalestur, svonefndar bókmenntarannsóknir og fleira þess háttar. Ef marka má árang ur rannsóknanna eins og hon- um er m.a. lýst af Sigurði Nor- dal hér að ofan, hafa einfald- lega verið tæmdir þeir möguleik ar, sem í þessum rannsóknarað- ferðum voru fólgnir. Hefur þetta leitt til þess að frekari túlkun hinnar fornu arfleifðar hefur að nokkru leyti flutzt inn á svið heimspekilegra hugleið- inga, þar sem oft verður ekki komið við nema afstæðum rök- um. GRÁTMÚRINN MIKUI Það er þessi stöðnun eða sjálf helda íslenzkra fræða, sem myndað hefur einskonar múr og virðist hafa lokað öllum leiðum til frekari árangurs. Tregi ofan nefndra þriggja prófessora er skiljanlegur, þeir eiga allir að baki langt og virðulegt starf, sem varpað hefur ljóma á íslenzk fræði á þeirra tSma. Hitt er ekki réttlætanlegt þeg ar Einar Pálsson kemur fram með nýjar rannsóknaraðferð- ir og fer nýjar leiðir skúli allir norrænumenn leiða hjá sér slík ar rannsóknir, sem flytja mundu nýtt lif i þessi fræði þeirra sjálfra. Þeim getur varla orðið það til mikils ávinnings að snúa sér að múrnum mikla með gráti. Slikt athæfi minnir aðeins á strútinn, sem ekki vill sjá, og Önunudur Ásgeirsson hópsálir eða múgmennska er ekki leið rannsakandans. Það sem vantar eru nýir rannsókn- arhættir og þá fyrst og fremst jákvæðir rannsakendur. Hinum sér gleymskan fyrir. NÝ STEFNA Hver. er hin nýja rannsóknar- aðferð, sem Einar Pálsson hefur komið fram með. Almenningur á rétt á að gerð sé stutt grein fyr ir þessu atriði, þótt hópsál- ir norrænumanna hafni þeim. Aðferð Einars Pálssonar er ekki ný, hún er aðeins framhald og ítarlegri útfærsla á samanburði á íslenzkum menningarfyrirbær um eins og þau eru þekkt í fom um íslenzkum fræðum og hinni fornu heimsmynd, sem þekkt er af menningarsamfélögum ann- arra þjóða á svipuðu tímaskeiði. Slik rannsóknaraðferð þykir sjálfsögð fræðimennska við sdla aðra háskóla. Ekki er aðstaða til að ræða itarlegar um niðurstöður Einars Pálssonar hér. Hanri hefur gert grein fyrir þeim í rúmlega 20 opinberum fyrirlestrum í Nor- ræna húsinu í Reykjavík ásamt 3 hádegisfyrirlestrum í útvarpi, og nú nýlega með yfirgripsmikl um þætti i sjónvarpi, sem af eðli legum orsökum tók þó aðeins til lítils hluta rannsókna hans. Þeg ar eru komnar út tvær bækur frá hans hendi, um verkið, sem hann gefur heitið: Rætur is- lenzkrar menningar. Bækur þær, sem út eru komnar, eru: Baksvið Njálu, 1969, og Trú og landnám, 1970. Væntanleg er ný bók i lok júnimánaðar: Tím- inn og eldurinn, og verður hún þeirra mest. Enginn getur því sagt lengur að ekki sé gerð grein fyrir mál- efninu, enda þótt yfirgripsmik- ið og flókið sé. Norrænufræðing um eða einistökum starfsmönnum heimspekideildar Háskóla fs- lands er því ekki stætt á því miklu lengur að láta sem ekkert hafi gerzt, þvi að þetta er það markverðasta, sem gerzt hefur á þessari öld I þessum fræðum. NÁTTflRUNAFNA- KENNINGIN KrLstján Bersi segir í grein sinni, að náttúrunafnakenning prófessors Þórhalls Vilmundar- sonar sé í eðli sínu kjörið sjón- varpsefni og miklu fremri kenn iwgu Einars Pálssonar, sem sé I ætt við píramídaspádómafræði og þess háttar vísdóm. Nú risu píramídar Egyptalands ekki af sjálfu sér, heldur eru þeir á- vöxtur langþróaðrar fornmetm- ingar og enn taldir til furðu- verka veraldar, hvað svo sem hann eða norrænu fræðin ga r út- skrifaðir frá heimspekideild Há skóia Islands vilja um þá segja. Því bæri mjög að fagna ef prófessor Þórhallur Vilmuxidar- son bæri fram sjónvarpsþátt al- menningi til fræðslu um kenn- ingu sína. Sú rannsókn er alls góðs makleg, en meðan lítiS sem ekkert er lagt fram skriflega, verður ekkert um hana dæmt. Á það tiel ég þó skylt að benda, að fjöldi örnefna á Islandi sýn- ast heitin eftir þeirri áttavísan og heimsmynd, sem kemur fram í „hjólum" þeim, sem Einar Páls son hefur bent á að hafi verið grundvöilur heimsmyndar iand- námsxnanna. Skýringar á ömefn um og kenningar Einars Páisson ar ættu því að geta farið saman í verulegum atriðum og væri í raun furðulegt ef búa þyrfti til ágreiningsefni á milli skýringa á þessu tvennu. Myndi þar mikið óþurftarverk unnið ef gert yrði. Ömefni hljóta i eðli sínu að miðast, annars vegar við náttúr legt umhverfi sitt, en hins vegar við þann hugmyndaheim, sem nafngefandinn býr við. Sýna is- lenzk örnefni furðulega fjöl breytni og hugkvæmni land- námsmanna í þessu efni. Örnefni síðari tima sýna miklu fátæk- legri viðhorf til nafngiftanna. Hér hefur Þórhallur Vilmundair son haslað sér völl og er honum óskað góðs gengis. NIÐURUAGSORD Við Kristján Bersa er rétt að segja það, sem viðurkennt er í islenzku spakmæli, að ekki er nauðsynlegt að lasta einn þótt annar sé lofaður. Rannsóknir Einars Páissonar munu standast lágkúrulegt and- óf manna, sem augijóslega hafa ekki talið þær þess virði að kynna sér þær. Fjöldi dæma úr sögunni sýna hliðstæður. Galilei sagði jörðina snúast þótt hanu væri dæmdur til að afturkalla „villukenningu" stna opinber- lega. Lækni, sem fann aðferð tii staðdeyfingar, var synjað máls á læknaþingi, þar sem starfs- bræður hans töldu slíkt fjar- stæðu. Þannig eru alltaf til menn, sem telja sig vita alian sannleika. Ég læt nú þessari leiðréttingu til frænda mins Kristjáns Bersa lokið með þeirri ósk að hann megi ná miklum árangri á sviði fræðslu og upplýsinga um fiorn- an arf Islendinga á menningar sviðinu. Hinum, sem þrek höfðu til að lesa þessa grein skal bent á, að í íslenzkum fræðum opnast nú nýtt og heillandi útsýni, sem verður yfirgripsmeira og meira spennandi með hverri nýrri bók. 1 mörgum öðrum löndum eru mál þessi einnig nú komin á skrið. Veggflísar Cólfflísar Mosaik Oft hefur úrvalið verið mikið en aldrei sem nú. Stórkostlega fallegar ítalskar mynsturflísar á veggi og gólf. 3. ÞORLÁKSSON & NORDMANN HF. Bankastræti 11 og Skúlagötu 30, sími 11280.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.