Morgunblaðið - 22.07.1972, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLl 1972
Heimsmeistaraeinvígiö i skák;
Fyrirspurn til yfir-
dómara Lothar Schmid
Fyrir nokkrum árum sá ég
leikritið „Nashyrningarnir“ í
Þjóðleikhú^inu. Því nefni ég
þetta leikrtt að nú síðustu vik-
urnar, þegar ég hefi horft á
sjónspil fréttamanna, þar sem
þeir tryllast að Fischer, kemur
baul „Nashyrninganna" æ ofan
í æ upp í huga mér. Löngu
iærð saga kemur fram úr móðu
gleymskunnar. Þar segir frá
því, þegar Meistarinn mikli
kom þar, sem stór hópur manna
var að berja konu grjóti, vegna
þess að hún var of örlát á
blíðu sína. Þeir þóttust hins
vegar svo heilagir að eigin
mati, að slíkt væri dauðasynd.
Það var þá sem Herrann
sagði: „Sá sem er syndlaus
kasti fyrsta steininum."
Einhvern veginn hefir mér
alltaf geðjazt betur að vændis-
konunni í þessari sögu, þó
syndug væri, en heilaga grjót-
kastslýðnum.
Ég hef fylgzt með öllum
skákunum i einvíginu frá byrj-
un og á þriðjudaginn, þegar 4.
einvígisskákin var tefld hitti
ég þar einn vin minn ásamt
tveim öðrum mönnum. Tókum
við tal saman, vorum við allir
á einu máli um að hér væri í
óefni komið. Og sagði þá einn
þeirra við mig: „Reis þú rönd.“
Nú væri það í sjálfu sér
heimskulegt að blanda sér i
eða koma nálægt því grjótkasti
sem hér fer fram. Því nálega
heil stétt manna grýtir af full-
komnu miskunnarleysi varnar-
lausan mann í framandi landi.
Og svo níðingslega lágt er
lagzt að jafnvel ritstjóri dag-
blaðs, í leiðara í blaði sínu,
Hvenær fáum við
fullkominn
leiklistarskóla?
MEÐ bréfi dagsettu þann 20.
sept. 1968 fór Félag íslenzkra
leikara þess á leit við þáverandi
menntamálaráðherra, dr. Gyifa
Þ. Gíslason, að þegar yrði sam-
in löggjöf um leiklistarnám hér
á landi og stofnaður einn leik-
listarskóli fyrir allt landið, rek-
inn af rikinu. Hugmynd Félags
íslenzkra leikara hefur frá upp-
hafi verið að þessi fyrirhugaði
leiklistarskóli ætti að vera sjálf-
stæð stofnun, óháð leikhúsum
höfuðstaðarins. Stjóm Félags ís-
lenzkra leikara hefur auk þess
margoft rætt við menntamálaráð
herra um þetta aðkallandi vanda
mál islenzkra leikara og bent á
nauðsyn þess, að þar yrði ráð-
in bót á, én að öðrum kosti
mundi það hafa hinar alvarleg-
ustu afleiðingar fyrir leiklistina
í landinu í náinni framtíð.
1 júlímánuði árið 1969 skipaði
menntamálaráðherra nefnd til að
kanna þetta mál og skilaði nefnd
in áliti til ráðuneytisins þann 9.
febrúar 1970. Megintillöigur
nefndarinnar voru, að rikið ræki
leiklistárskóla í Reykjavík, óháð-
an leikhúsunum og undir yfir-
stjórn menntamálaráðuneytisins.
Töldu nefndarmenn, að skóiinn
ætti að vera í nánu samræmi
við evrópiska — og einkum norr
æna leiklistarskóla um skipulag
og námskröfur. Tilgangur skól-
ans yrði sá, að veita nauðsyn-
lega undirbúningsmenntun á eins
víðtækum grundvelli og unnt er,
þeim er stunda vilja leiklist á
íslandi.
Þjóðleikhúsið hefur starfrækt
leiklistarskóla í 21 ár og voru
siðustu nemendurnir úr honum
brautskráðir á liðnu vori. Við
skólauppsögn var því lýst yfir,
að þetta væri síðasti árgangur-
inn, sem útskrifaðist frá skölan-
um. Leikfélag Reykjavíkur rak
leiklistarskóla í mörg ár, eða allt
til ársins 1969. Þá var hætt við
rekstur skólans og lýstu þá for-
ráðamenn þvi yfir, að það væri
gert til að ýta á eftir þeirri hug-
mynd, að nýr og fullkominn leik
listarskóli yrði stofnaður sem
fyrst og væri hann rekinn af rík-
inu. Islenzkir leikarar verða á
því herrans ári 1972, að horfast
i augu við þá bitru staðreynd að
engir leiklistarskólar verði starf
andi í höfuðborginni ef undan
eru skildir einkaskólar ein-
stakra leikara.
Það er á allra vitorði, sem
til þekkja, að leiklistarkennsla
hér á landi hefur frá öndverðu
staðið langt að baki sambæri-
legu námi hjá nærliggjandi
menningarþjóðum. íslenzkir leik
listarskólar hafa alla tíð búið
Klemenz Jónsson.
við mikinn fjárskort og hefur
lengd námstímans að sjálfsögðu
mótazt af því. Námstíminn var
áður tvö ár, en hin síðari ár
hafa nemendur verið í skólun-
um í 3 ár. Kennslustundir á dag
hafa að jafnaði verið 2—4 og
kennt í 8 mánuði. 1 erlendum
leiklistarskólum stendur kennsl-
an yfir í 7—8 klukkustundir á
dag. Kennslutíminn á ári eru 9
mánuðir og er námstíminn 3—4
ár og sums staðar 5 ár. Þessi
samanburður ætti að sýna að
mikil þörf er á, að þegar verði
bætt úr þessu vandræðaástandi.
Islenzk leiklist er ung list-
grein, sem hefur á örfáum ár-
um þróazt úr tómstundaiðju
nokkurra dugandi áhugamanna, í
ört vaxandi listgrein. Leikhúsað-
sókn er hér betri en í flestum
löndum heims og fer vaxandi
með hverju ári. Leikhúsferðir
eru orðnar snar þáttur í lifi
fólks. Þörfin fyrir unga leikara,
sem hafa hæfileika og þjálfun
hefur aldrei verið brýnni en nú.
Með þvi að hætta rekstri leik-
listarskólanna missir íslenzk
leikarastétt örugglega af stórum
hópi ungs hæfileikafólks, sem
sérhver listgrein, má sizt af öllu
vera án. Slíkt hlýtur að hafa i
för með sér hinar alvarlegustu
afleiðingar fyrir listalífið i land-
inu í náinni framtíð.
íslenzkir leikarar líta á þetta
mál að sjálfsögðu mjög alvar-
legum augum og telja að við
siíkt ástand verði ekki unað öllu
lengur. Það er því skilyrðislaus
krafa leikarastéttarinnar, að
þegar verði hafizt handa i þessu
máli. Löggjöf um leiklistarnám
verði lögð fyrir alþingi til sam-
þykktar. Nýr og fullkominn leik
listarskóli rísi af grunni til
þroska og velferðar fyrir listalíf
ið i landinu.
Lothar Schmid
nefnir hann í sömu andrá og
mesta þjóðfélagsglæpamann og
morðingja sögunnar.
En nóg um það, sný ég mér
þá að þætti FIDE og yfirdóm
arans í þessu máli. Allir vita
að Bobby Fischer var neyddur
til að biðjast opinberlega af-
sökunar á einhverjum „móðg-
unum“ sem þeir höfðu orðið fyr
ir þessir herrar og réttur hans
til að tefla um titilinn af hon-
um te'kinn, ef hann ekki gerði
svo.
Löngu áður en einvígið byrj-
aði voru nokkur atriði, sem
keppendur komu sér saman um.
Og settar voru reglur sem giltu
afdráttarlaust fyrir báða aðila.
Um þessar reglur hefir aldrei
verið neinn ágreiningur, og i
rauninni standa þær ofan og ut
an við það þras og taugastríð,
sem um einvígið hefir verið.
En þar kveður á um m.a. að
ekki má reykja á sviðinu og
ekki má trufla þann sem sit-
ur og hugsar með því að ganga
fram og aftur um sviðið. Enda
hafa keppendur herbergi til
hliðar, þar sem þeir geta fram
ið slikt án þess að truflun
valdi.
Nú víkur sögunni til 4. ein-
vigisskákarinnar, þar sem Fisch
her átti mjög í vök að verjast.
Og er þá komið að ástæðu
þessarar greinar: Spurning-
unni, eru báðir keppendur jafn
ir fyrir dóminum?
Á mjög viðkvæmu augna-
bliki í skákinni hékk líf ,,hvíts“
á bláþræði og minnsta óná-
kvæmni af Fischers hálfu hefði
haft glötun í för með sér. Fisc-
her sökkvir sér niður í stöð-
una. Þá gerizt það, að Spassky
gengur að borðinu tekur glas
eða könnu, sem hann hefur
undir drykk, handleikur það
um stund fyrir framan Bobby
og gengur síðan út undir
vegg, þar sem dómarinn er.
Spassky snýr siðan við aftur,
og leggur glasið á borðið til
hliðar við Fischer.
Og nú gerist það sem ég og
þau hundruð manna sem í saln-
um voru urðu vitni að.
Spassky tekur að þramma
fram og aftur við hlið Fisch-
ers og fram fyrir hann og gekk
svo um stund, án þess, að dóm-
arinn sæi nokkra ástæðu til að
koma i veg fyrir þessa truflun.
Mestar líkur eru til að
Spassky hafi gert þetta í hita
og spennu augnabliksins.
En bar ekki dómara að vara
hann við og er sá hæfur í
slíka ábyrgðarstöðu sem lok-
ar augunum fyrir svo augljósu
broti.
Og nú er spurningin þetta hr.
Lothar Schmid, ætlar þú að
sýna manndóm og sanna okkur
áhorfendum að þú sért
hlutlaus, með þvi að
gera báða keppendur jafna fyr
ir dóminum og krefjast þess að
Spassky biðjist afsökunar á að
hafa brotið settar reglur. Ég
vil biðja þann sómamann Guð-
mund Amlaugsson, aðstoðar-
dómara um að L. Schmid
fái þessa fyrirspurn.
Virðingarfyllst,
Magnús Sigurjónsson.
I qk
**■
ALHLÍÐA
TRYGGINGAÞJÓNUSTA
YFIR 50 ÁRA REYNZLA
TRYGGIR ÖRUGGA ÞJONUSTU
SJOVA
INGÓLFSSTRÆTI 5 REYKJAVÍK S(MI 11700
Klemenz Jónsson.