Morgunblaðið - 22.07.1972, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLl 1972
--------------------------------------------t-
Fóru héðan ánægðir
GRÆNLENZKU f járei’gieod-
umir frá Narsaq og Júlíane
haab sem voru hér á ferðinni
í vikunni héldu heimleiðis á
fimmt'udaginn, — eftir mjög
vel heppnaða kynnisför. Aðal
áherzlati var lögð á að fræða
Grænlendingana um íslenzk
fjárbú, rekstur þeirra og þær
stofnanir sem annast vinnslu
á afurðum sauðfjár. Voru
ýmis baandabýli heimsótt,
bændaskólinn á Hvanneyri,
ullarþvottastöð og sútunar-
verksmiðja. Þeir Kristian Mos
feld bóndi, sem er annar til
vinstri, formaður féiags uingra
fjárbænda og Kaj Egede frá
Narsaq, sem voru helztu tals
menn Grænlendinganna,
söigðu Mbl. að hópurinn hefði
séð hér margt og mikið sem
hagnýta má heima fyrir við
fjárbúin þar. >eir kváðust
vilja færa þeim þakkir sem
gert hefðu förina svo árang-
ursríka sem raun ber vitni.
Kváðu það skoðun Græmlend-
inganna að reyna bæri að hafa
áframhaidandi samstarf við
íslendinga á sviði kvi'kfjár-
ræktar.
Á myndinni eru þeir talið
frá hægri Ludvig Storr aðal-
ræðismaður Dana, Kristian
Mosfeld bóndi, Kaj Egede,
aðaltúlkur hópsins, en hann
leggur stund á nám við land-
búnaðarháskólann danska og
Gísli Kristjánsson ritstjóri.
Var myndin tekin er Búnaðar
félag íslands bauð hópnuim til
skilnaðarhófs að Hótel Sögu
á fimmtudaginn.
Ljósm. Mbl. Brynj. Helgason.
— Skekkja
Framhald af bls. 3
stöðutölur yrðu færðar til
bókar, hver einstök sundurliðun
síðan færð í rétt horf, en prent-
uð yrði leiðréttingaskrá við
hvern lið í nánara samráði við
borgarráð. Reikningar yrðu
þannig samþykktir nú.
Drógu minnihlutaflokkarnir
sínar tillögur til baka og voru
reikningar samþykktir.
Samkvæmt reikningum eiga
tekjur borgarsjóðs 1971 að vera
kr. 1.912.659.731.00, rekstrarút-
gjöld nema kr. 1.632.747.667.00,
til eignabreytinga færast kr.
279.912.00, samkvæmt fyrrnefnd
um leiðréttingum.
Unnið hefur verið að endur-
skipulagningu bókhaldsins á und
anförnum árum og þvl verki
ekki fullkomlega lokið. Hið nýja
bókhaldskerfi gerir ráð fyrir
þvi, að í framtíðinni verði unnt
að sýna í ársreikningi vélunn-
inn samanburð samþykktar fjár
veitinga, reikningsútkomu árs-
ins og ársreikning fyrra árs. Nú
var allt bókhald borgarsjóðsins
og þeirra fyrirtækja hans, sem
borgarbókhaldið annast færslur
fyrir, unnið í Skýrsluvélum
frá 1. janúar 1971.
— Belfast
Framhald af bls. 1
þegar mikið fjöknenni var í
verzlunum að kaupa tii helgar-
innar. Aðeins var ráðizt á opin-
bera staði, ekki herstöðvar, með-
al annars bari og verzlanir, tvær
jámbrautarstöðvar og umferðar-
miðstöð.
Allar nauðsynlegar neyðarráð-
stafanir voru gerðar og hundr-
uð brezkra hermanna voru í
flýti sendir til miðbæjarins.
Sprengjumar ollu viða miklum
eldsvoðum. Hundruð óttasleg-
inna borgara æddu fram og aft-
flýti send til miðbæjarins.
ur um miðbæinn, ringluð og án
þess að vitað hvert ætti að
flýja, því að enginn vissi
hvar næsta sprengja spryngi.
Sprengjuárásimar voru gerðar
þrátt fyrir það að gripið hefur
verið til strangs eftirlits með
allri umferð til og frá miðbæn-
um í þessari viku.
Ein fyrsta sprengjan sprakk i
umferðarmiðstöð steinsnar frá
slökkvistöð og var þar fjöldi
ferðamanna auk margra ann-
arra, sem höfðu flúið þangað
vegna sprengjuárásar á öðrum
stað í miðbænum. Að minnsta
kosti 20 sjúkrabiiar voru sendir
til umferðarmiðstöðvarinnar og
að minnsta kosti sex lík fundúst
í rústunum.
Þegar sprengingunum linnti
tæmdist miðbærinn af fólki.
Einn af talsmönnum félags öfga-
fullra mótmælenda, Shankill-
vamarsamtakanna, sagði, að
árásin sýndi að eitthvað yrði að
gera. Spremgjuárásin er talin
munu enn auka erfiðleika stjórn-
ar Edwards Heaths, forsætisráð-
herra, enda hafa þær kröfur
komið fram innan Ihaldsflokks-
ins að gripið verði tii strang-
ari aðgerða gegn IRA. Auk þess
má búast við aukmum mótmæl-
um mótmælenda gegn brezku
stjóminni og hemum. Talsmaður
brezku stjórnarinnar á Norður-
Irlandi sagði: „Öllum sprengjun-
um var vísvitandi komið fyrir á
biðstöðvum strætisvagna og í
járnbrautarstöðinni í þeirn eina
tilgangi að valda dauða og eyði-
leggingum, enda eru þetta að-
íerðir IRA.“
Óstaðfestar fregnir herma, að
íélagar i Varnarsamtökum Úlst-
ers (UDA) hafi gripið til gagnráð
stafana, og leiti að skæruliðum
IRA og reisi götuvígi. UDA hef-
ur hótað slikum aðgerðum ef
brezkir hermenn grípi ekki til
róttækra ráða gegn IRA. Mót-
mælendur kalla atburðina í dag
„blóðföstudag“. Kaþólskir menn
kölluðu árekstrana í vetur í
Londonderry, er kostuðu 13
kaþólikka Hfið, „blóðsunnudag".
- E1 Grillo
Framhald af bls. 32
markaðan tima á svo miklu
dýpi. Mjög slæmt skyggni var
til köfunar í gærkvöldi og erfitt
að átta sig á aðstæðum við flak-
ið. Stefnt er að þvi að taka upp
sprengjur og annað á þilfari á
morgun. Duflin, sem fyrri kaf-
arar voru búnir að leggja út til
þess að vinna eftir höfðu slitn-
að upp þannig að Landhelgis-
gæzlan varð að byrja að leggja
línu að nýju til þess að kafa
eftir.
Brezki sprengjusérfræðingur-
inn sagði I viðtali við Morgun-
blaðið að hann hefði það eftir
Gower skipstjóra, sem var með
E1 Grilló, að engar djúpsprengj-
ur eða tundurskeyti hefðu verið
um borð i E1 Grilló þegar það
sökk. Drannall heldur því einn-
ig fram að skotfærin fyrir loft-
vama-_ og fallbyssur, séu örugg-
lega ónýt eftir þennan tíma í
sjó.
Drannall sagðist fyrst og
fremst vera kominn til þess að
kanna hvað það væri sem er á
þilfari skipsins og álitið hefur
verið að væru djúpsprengjur.
Hann sagðist bíða spenntur eft-
ir að sjá hvað kærni í Ijós þeg-
ar kafararnir kæmu með eitt-
hvað úr kafinu væntanlega í
fyrramálið. Drannall taldi að
svartolían í skipinu hefði skilið
sig á þessum langa tíma þann-
ig að asfaltið hefði botnfallið, en
léttari efni olíunnar flotið upp.
Drannall segir að skipið hafí get
að tekið 8500 tonn af olíu, en
ekki sé vitað hvað var búið að
tæma mikið úr því þegar það
sökk. Hins vegar dældi Bene-
dikt Gröndal 4500 tonnum úr
því. — Sveinn.
— S-Vietnam
Framhald af bls. 1
suður-víetnömsku herstjómar-
innar.
Tíu þúsund suður-vietnamskir
hermenn taka þátt í sókninni í
Binh Dinih, og tilgangur aðgerð-
anna er að taka þrjár héraðshöf-
uð'borgir í norðurhiuta fylkisins
og svæði með 200.000 íbúum og
mikilli hrisgrjónauppskeru. Bong
Son er við þjóðveg 1 miðja vegu
milli hinna liéraðanna, Tam
Quan og Hoai An.
LOFTÁRÁSIR
Samtímis haía bandarískar
sprengjuflugvélar haldið uppi
hörðum loftárásum, bæði yfir
Norður-Víetnam, norður-vígstöðv
unum við Quang Tri og vigstöðv-
unum í Binh Dinh. Stór elds-
neytisgeymsla, tengd við oliu-
leiðslu frá Kína, norður af Han-
oi var sprengd I loft upp og stóðu
eldsúlumar 20.000 fet í loft upp.
300 lestum af sprengjum var
varpað á sföðvar Norður-Víet-
nama og Víet Conig hjá Bong
Son.
Á norðurvígstöðvunum geis-
uðu í dag harðir bardagar annan
daginn í röð skammt frá gömlu
varnarlínunni vi'ð ána My Chanh
um 16 km suður af Quang Tri.
Þar hafa Norður-Vietnamar kom
ið stjómarhemum í opna skjöldu
og ógna aðtflutningum til Quang
Tri eftir þjóðvegi 1.
Suður-víetnömsku hermennirn-
ir, sem sækja inn í borgina
Quanig Tri, mæta enn harðri
stórskotahríð Norður-Víetnama,
en framsveitir Suður-Vietnama
eru enn um 50 metra frá víg-
girta hlutanum, og lítil breyting
hefur orðið á ástandinu.
— Samstarf
Framhald af bls. 32
samstarfi Sjálfstæðisflokksins og
Sósialistaflokks, sem hófst árið
1946. Frá 1951 til 1954 voru Al-
þýðuflokkur og Sósíalistaflokkur
í meirihluta. 1954 til 1958 Alþýðu
flokkur og Framsóknarflokkur
og 1958 til 1970 Alþýðuflokkur,
Framsóknarflokkur og Alþýðu-
bandalag, en haustið 1970 slitn-
aði upp úr því samstarfi vegna
ágreinings milli flokkanna. Nýr
meirihluti var þá ekki myndað-
ur, enda var þá í undirbúningi
sameining ísafjarðar og Eyrar-
hrepps og biðu því flokkarnir
átekta um það, hvernig flokka-
skipan yrði þá í bæjarstjórn.
3. október 1971 tók samein-
ingin gildi og fóru þá fram bæj-
arstjómarkosningar. Kom þá
fram nýr flokkur, Samtök frjáls
lyndra og vinstri manna og
breyttist flokksskipanin við það.
Sjálfstæðisflokkur hefur fjóra
bæjarfulltrúa, SFV tvo, en Al-
þýðuflokkur, Framsóknarflokk-
ur og Alþýðubandalag einn mann
hver.
Vinstri flokkarnir reyndu
meirihlutamyndun að kosning-
um loknum án árangurs, og bæj
arfulltrúar Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks ræddust þá einn-
ig við án þess að samningar tækj
ust.
1 vor hófust aftur viðræður
milli vinstri flokkanna, sem fóru
út um þúfur, en nú hefur hins
vegar t.d. tekizt samstarf með
Sjá'lfstæðisflokki, Alþýðuflokki
og SFV eins og áður segir.
Þessi timi sem liðinn er án
þess að ábyrgur meirihluti starf
aði í bæjarstjórn hefur ekki gef-
ið góða raun. Afgreiðsla mála
hefur verið of tilviljanakennd og
alla festu vantað við stjórn fjár
mála og verklegar framkvæmd-
ir, þar sem enginn flokkurinn
hefur talið sig bera ábyrgð um-
fram annan við afgreiðslu mála.
Oftast hefur þó tekizt samstarf
um einstök mál milli Sjálfstæð-
isflokks og SFV, þar á meðal
afgreiðsla fjárhagsáætlunar fyr
ir árið 1972.
Það er von mín, að meiri festa
komist nú á við afgreiðslu mála
og meira eftirlit með fjármál-
um og verklegum framkvæmd-
um. Meirihlutinn mun beita sér
fyrir gerð heildarskipulags fyrir
kaupstaðinn og fjögurra ára
áætlun um helztu framkvæmdir,
fjármögnun þeirra og forgangs-
röðun. Hér eru fjölmörg mál ó-
leyst. Bygging nýs sjúkrahúss og
læknamiðstöðvar í samvinnu við
nærliggjandi byggðarlög verður
að hafa þar forgang, því að ann-
ars höldum við ekki læknum
hér. Auk þess eru aðkallandi
verkefni í hafnarmálum, dýpk-
un Sundanna, malbikun gatna,
sorpeyðingarstöð, elliheimili,
stækkun gagnfræðaskólans,
bygging íbúðarhúsnæðis og
margt fleira. Ekki verður þó allt
gert í einu og því er nauðsyn-
legt, að gerð verði framkvæmda
áætlun, eins og fyrr segir. Það
verður þó að hafa í huga, að
aðeins eru eftir tvö ár af þessu
kjörtímabili.
— Neyðarástand
Framhald af bls. 1
verksvið sitt, og hafa sett vörð
um hafnir tiil að halda bílstjór-
unum í burtu. Nýstofnuðum
vinnudómstóli hefur ekiki tekizt
að leysa deiluna, og fangelsanim-
ar í dag hafa gert ástandið
hættulegt. Ekkert virðist geta
komið í veg fyrir verkfall, sem
hatfnarverkamenn hafa boðað um
all't Bretiland frá og með næstu
helgi.
— Sálin hans ...
Framhald af bls. 10
er afugljóst mál að hávaðinn
skiptiir Fischer ekki svo miklrj
máli. Hann hefur verið að
spila póker. Það sanna við-
brögð hans v:ð tilboði Slaters
t.d. Við sem stöndum utan við
þetta, getum ekki annað en
fórnað höndum til himins."
En Kooi er samt „Fischer-
maður“. „Stíll hans og vald á
skákinni er einstök. Ef ég
ætti að veðja, þá veðjaði ég
á Fischer. Mér þótt gott að
hann vann þriðju skákina. Ég
held að ímynd hans sem
skákmanns þurfi ekki að bíða
varanlegan hnekki, sérstak-
lega ef hann sigrar í einvíg-
inu. Standi hann sig vel mun
andúð'n hverfa.“
Hann segist ekki fara oft á
slíkar keppnir, a.m.k. ekki ut-
an heimalands síns. „En mér
datt i hug að gaman væri að
fara þetta í fríinu. Konan mín
tók vel í það og við
fórum strax að afla okk-
tir upplýsinga um ís-
and. söigu og tungu. Okkur
Mkar alveg ágætlega, en verð-
um þó að fara heim í næstu
viku. Hitt er svo annað mál,
að veðrið e,r ekki sérleiga haig-
stætt. Ég var að senda syni
mínum kort, og sagði sem var
að sólin sæist á fslandi aðeins
á sunnudöguim og póstkort-
um.“ Svo fór Sicco Kooi að
ræða um heimspeki.
„FISCHER ER
SKÁKMASKÍNA“
Larry Evans er lítill, dökk-
ur maður og svífur um sali
fyrirferðarlítill eins og bú-
álfur. Hann er meðal þekkt-
ustu skákmanna Bandaríkj-
anna, stórmeistari, og þrefald
ur Bandarikjameistari. Hann
er hér önnnm kafinn frétta-
maður, skrifar fréttir og skýr-
ingar fyrir TIME og daigblaða-
keðjuna King Features Syndi-
cate. Auk þessa flýgur hann
um hverja helgi vestur um
haf ti'l að skýra frá gangi ein-
vígisins hjá ABC-sjónvarps-
stöðinni. Hann rabbaði stutt-
lega við bliaðamenn í sér-
stöku herbengi sem hann hef-
ur baksviðs í Laugardalshöll-
inni, þar sem hann hefur tvö
sjónvarpstæki til afnota, og
fyligist með því sem gerist.
„Spas.sky byrjaði mjög vel.
í þriðju skákinni varð Fischer
að koma með eitthvað nýtt, en
Spassky tók allt bit úr byrjun-
imni hjá honum. Það er mjög
mikil'vægt fyrir Spassky að
vinna með svörtu, — þótt það
komi sér auðvitað vel að
vinna á hvítu lika,“ bætti Ev-
ans við glottandi.
„Það sern hefur verið að
gerast fjarri skákborðinu hef-
ur í rauninni verið áhugaverð-
ara en það sem hefur gerzt
við það,“ hélt Evans áfram.
„Ég tel kvartanir Fischers
ekki réttmætar, en kanmiski
helzt þær siem varða kvik-
myndavélarnar. En hann
hefði átt að vera viðbúinn
þeim og hafa þjálfað sig fyr-
ir þær.“
Og Evans er býsna ánægð-
ur með undirbúninig í.slend-
imga. „íslendingar hafa gert
betur en nokkur önnur þjóð í
þessum efnum, t.d. við að
halda áhorfienduím í skefjum.
Ef þetta væri í Buienos Aires
væru áhorendur löngu búnir
að jafna miðasöliuna við
jörðu.“
Larry Evans hefur þekkt
Bobby Fischer siðan hanm var
13 ára. „Fischeir er sérstök teg-
und af snMingi. Ef hann væri
ekki svona duttlungaflullur og
næmur þá væri hann kannski
ekki heldur svona góður skák-
maður. En nú er kominn timi
til að Bobby fari að gera öðr-
um til geðs til tilbreytingar.
— Hann er skákmaskína, og
fátt annað en skák hefur
gildi fyrir hann. Hanm ein-
beitir sér nú eingöngu að því
að verða heimsmeistari i
skák. Á meðan hefur hann
engan áhaga á öðru.“
Vill hann nokkru spá? „Ég
veit það ekki. Spassky er sá
fyrsti sem hefur veitt Bobby
raunveruloga mótspyrnu.
Hann hefur haft fjölda mögu-
leika á að hætta við einvígið,
en hann vill greinilega sýna
að hamin sé heimsmeistarinn.
Ég hef líka þekkt Spassky
lengi persóniullega. Þessir
tveir menn eru mjög ó'líkir
eins og gefur að skilja.
Spassky er mannlegri; Fis-
cher er meira upptekinn af
sjálfuim sér. SkákUstarinnair
vegna vona ég að einvígið
verði jafnt.“
Og Larry Evans lætur þess
gietið að skák sé orðin á hvers
manns vörum i Ameríkiu.
„Jafnvel leigubílllstjórar í New
York eru að velta vöngum yf-
ir sikák. Þetta er ótrúlegt." Síð
an heldur hann áfram að
skrifa og stúdera stöðuna.
Það kom í ljós að sálin hans
Bobby, þrátt fyrir allar bolla-
l'eggingar, var enn þá á sinum
stað. Hún hafði hvorki farið
inn i mynd-avélina hjá Sveirai
ljósmyndara né annað, en
spakir menn telja að sálin
hljóti að vera staðsett í botn-
langanium. Hvað sem þvi líð-
ur þá var sálargreyið hans
Bobby nógu góð til að burista
Boris Spassky í skákimni þenn
an dag.
— Á. Þ.