Morgunblaðið - 22.07.1972, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 22.07.1972, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLl 1972 21 Guðmundur Jónas- son bifreiðarstjóri, Akureyri — Minning Genginn er garpur fyrir norð- an. Hann dó inn í hásumarið, þegar umferðin er hvað mest um byggðir landsins og bifreiðarn- ar œða um þjóðvegina. Vegir bggja víða. Síðustu veg- ferðina fór hann án bílsins óg hann sat heldur ekki við stýri. Hann fór margar ferðirnar um ævina, jafnvel svaðilfarir, og hann skilaði alltaf sjálfum sér og farþegum heilum á hverju sem gekk. Hann kom alls ekki til baka úr „síðustu ferðinni" og fékk þar engu ráðið um. Hann var dæmdur til þess. Guðmundur Jónasson bifreið- arstjóri á Akureyri hafði þrjá vetur yfir sextugt, þegar hann lézt; hann var hins vegar lang- lífari en árin sögðu til um; hann reyndi meira en margir sam- ferðamenn hans á vegferð sinni; ferðir hans höfðu alltaf vissan llt og sagnablæ. f>að var sérstakt andrúmsloft í starfi hans og lífi. Guðmundur var sterkur maður og sterkur persónuleiki. Hann beitti kröftum, sem voru mikl- ir, við allt. Hann þurfti sterkan bíl og jafnvel erfiðustu aðstæð- ur til að glíma við. Hann var þannig skapi farinn. Hann þurfti allt sterkt. Þó var hann reglumaður og festumaður. í haust var hann á ferð fyrir sunnan. Þá sagði hann við þann, sem þetta skrifar: „Ég verð bráð um tekinn úr umferð." Hann sagði þetta eins og hann væri að tala um bíl sem fagmaður. Svo kom veturinn, þungur á köflum. Hann hélt áfram að aka eins og ekkert hefði i skorizt og æðraðist ekkert að vanda. Vorið fyrir norðan kom und- an snjónum, og hann lagðist á sjúkrahúsið til að heyja síðustu átökin. Sunnudag í maí, þegar Lysti- garðurinn var farinn að óma af söng fuglanna, var skroppið til Guðmundar, þar sem hann hvíld ist. Hann var illa á sig kominn, sárt leikinn, þetta gífurlega karlmenni. Það er eins og oft sé mest herjað á þá, sem hafa af mestu að taka. Það var átak- anlegt að sjá hann þjást. Að- standendur hans voru nokkrir nálægir. Hann sté fram úr rúm- inu og fór í slopp og gekk fram á gang. Hann átti erfitt með að tjá sig og gera sig skiljanlegan. Það var einkennileg tilfinning að sjá hann svona hjálparvana, hann, sem hafði alltaf verið að hjálpa öðrum. Það var eins og hefði bilað illilega hjá honum í einni bílferðinni og honum hefði láðst að gera viðeigandi ráð stafanir eða reikna með slíku. Sjálfúr hafði maður ekki vara- hlutina með eða verkstæði við höndina. Þetta var óþægilegt vegna alls, sem hann hafði gert fyrir mann allt frá því að hann fyrir all-mörgum árum kenndi manni á bíl á tveim í hæsta lagi á þrem dögum með hörkulegum aðferðum. Það var slíkur skóli í akstri, að búið hefur verið að því síðan: ferðir upp í Glerár- dal, þar sem hann skipaði að aka miskunnarlaust yfir gil og læki og aðrar torfærur, upp og niður snarbrattar brekkur, að ná bílnum upp úr gljúpum sandi („eyðimerkurhemaður") ellegar að bakka lawgam spöl á fúllspíd og snarbeygja fyrir blint ndutíu gráða horn ellegar að snúa bíln- um á vegi, sem ekki var breið- ari en lengd bílsins eins og ein þrautin í brezku bílprófi hljóð- ar upp á. Þetta voru lexíur . . . og i önggötunum og blindunum niðri á Oddeyri, þar sem hann hélt nemandanum upp á snakki, honum til þjálfunar á viðbrögð- um og athygldsgáf u . . . og hann var þess hvetjandi að nemandi hans, sem hann ætlaðist til að væri algerlega óttalaus og með öryggiskennd héldi með eins dags bílpróf upp á vasann í Siglufjarðarskarð og fáum dögum síðar í „grand tour“ um Austfjarðavegina. Það var ljómi yfir því skólatímabili. Alltaf var áð hjá Guðmundi í Gránufélagsgötu 15 fyrir og eftir ferðir út á land. Þá dytt- aði hann oft að farkostinum og veitti leiðbeiningar. Eftir slíkt var bíllinn ekki lengur blikk- tæki heldur eitthvað, sem hafði sál, og ferðin varð óhversdags- leg, full af eftirvæntingu og ævintýri við næsta leiti. Guðmundur var á vissan hátt dularfullur maður með næmleik fyrir hinu ókomna. Kynni af honum settu lit á tilveruna og gáfu manni trú á inntak alls í kringum mann þrátt fyrir erf- iðar leiðir. Á hverjum degi las hann í heilagri ritningu, en fór dult með. Hann hlýddi á ræður þjóna kirkjunnar í útvarpinu og hugleiddi orð þeirra og hugsaði sitt. Á köldu síðdegi í svartasta skammdeginu átti hann það til til að vinda sér inn úr dyrun- um hjá manni með tepakka i hendinni og segja: „Við skulum fá okkur sopa. Það þýðir ekki annað en að lifa og vera kátur.“ Guðmundur var jákvæður í öllum skilningi, sem gladdist við hið einfalda óbrotna í lífinu, en einmitt slíkt skiptir mestu máli varðandi sanna lífsnautn. Þvi Guðmundur Jónasson, bifreiðarstjóri. var hann maður blæbrigða. Að reykja með honum sterkan góð- an vindil. eða fá sér menthol- brjóstsykurmola honum til sam- lætis var eins og að fá sér hress ingu eftir vel heppnaðan veiði- túr í Hálöndunum. Guðmundur Jónasson var fæddur 3. maí 1909 á Syðri- Húsabakka í Seyluhreppi í Skagafirði. Foreldrar hans voru Jónina Guðmundsdóttir og Jónas Magnússon, bóndi. Föðurbróðir hans var sá frægi Jón Ósmann, ferjumaður við ósa Héraðsvatna, sem Jón Stefánsson kúnstmálari hefur gert eftirminnilega mynd af, þar sem hann stendur niðri við ósa með framhlaðninginn sinn, málverk, sem hangir uppi í gamla M.A. Jón Ósmann og minning um hann var sterkur þáttur í lífi Guðmundar. Hann var alltaf að hjálpa samferða- mönnum sínum eins og féll í hlut Guðmundar. Þótti sérlundaður og dulur maður og ekki allra fremur en Guðmundur bróður- TILKYNNING fro Pósf- og símamálastjórninni Ákveðið hefur verið, að almennur bréfa- útburður skuli framvegis felidur niður á höfuðborgarsvæðinu á laugardögum. Reykjavík, 20. júlí 1972. Póst- og símamálastjórnin. Goodmans _ MODULE80 Vandaðir hátalarar og magnarar Urval fyrirliggjandi! HVERFITÓNAR, Hvefisgötu 50, Reykjavík. sonur hans. Bróður átti Guð- mundiir, tvíbura við sig, Magnús, sem var lögreglumaður á Akureyri um langt árabil. Voru þeir bræður einkar sam- rýndir. Þeir missa föður slnn átta. ára gamlir. Flyzt móðir þeirra til Akureyrar úr Skaga- firði með drengina ári síðar eða 1918. Frú Jónína þótti stórbrot- in skapkona, trúheit, sem barð- ist fyrir sonum sínum og kom þeim til manns. Magnús lærði leðuriðn en Guðmundur lærði járnsmiði. Gekk Magnús síðar í lögreglulið Akureyrar nokkru fyrir strið og varð vinsæll og dáður í starfi. Guðmundur gerð- ist. ungur verkstjóri hjá Axel Kristjánssyni, stórkaupmanni, bróður þeirra Björns og Eiríks sóna Kristjáns Gíslasonar fakt- ors á Sauðárkróki. Þegar því sleppti, tók Guðmundur að stunda akstur og gerði út vöru- bifreiðir og síðar stundaði harnn leigubílaakstur á Bifreiðastöð Oddeyrar. Hann kvæntist árið 1937 Þórunni Jónsdóttur frá Akureyri, myndarlegri konu, sem stóð við hlið bónda sínum í blíðu og stríðu. Þau eignuðust fjögur börn: Sigurbjörgu, kenn ara, Jónínu, hjúkrunarkonu, Axel, útvarpsvirkja, og Jón Oddgeir, verzlunarmann, allt mestu myndarbörn, sem hafa alls staðar komið sér vel. Guðmundur var gæfumaður í einkalífi og góður heimilisfaðir, sem innprentaði hjá börn- um sínum lögmál kristindóms og andlegs heiðarleika. Náið sam- band var milli hans og Magnúsar bróður hans; voru þeir á vissan hátt sem ein sál. Magnús dó snögglega í útreiða- túr veturinn 1964. Guðmundur var þá i ferðum, og er sagt, að hann hafi fundið það gerast, þar sem hann var í bíl sínum á leið út á Árskógsströnd. Eftir and- lát bróður síns dó eitthvað I Guðmundi. Hann varo aldrei samur maður eftir sem áður. Þeir höfðu deilt mörgu um ævina, orðið að þola ungir föðurmissi. Báðir voru þeir heljarmenni með barnshjarta og heiðarlegri en gengur og gerist. Ekkert er fegurra i þessu lifi en heiðarleg manneskja segir Romain Rolland í Jóhanni Kristófer. Þeir bræð- ur fóru oft í smiðju hvor til annars. Það var fallegt að sjá þetta samband þeirra, sem minnti á sögur úr Biblíunni. Þegar róstu samt var á Akureyri á stríðs- árunum og ölóðir berserkir og dárar óðu uppi og eirðu engu kallaði Magnús stundum á bróð- ur sinn sér til liðveizlu til að skakka leikinn. Hafði verið tign arlegt að sjá þá tviburana, af- renda að afli sem þeir voru, kveða niður fjölmarga norska ribbalda fyrir utan hressingar- skálann í Glerárgötunni eitt sinn. Börðust þeir tveir við of- urefli liðs og lögðu Norðmenn- ina alla að velli. Það féll i hlut þeirra bræðra beggja að vera sem löggæzlu- menn við flutning beina Jónasar Hallgrímssonar skálds frá Hrauni í Öxnadal suður yfir heiðar á Þingvöll fyrir all-mörg um árum. Alls staðar virtust þeir kjörnir til að verja and- leg verðmæti. Þeir minntu lika báðir á einhvern hátt á lífverði sálarinnar. Báðir gáfu þeir meira af sjálfum sér en titt er um menn. Magnús bjó alla tíð ó- kvæntur, en var þó andlega rík- ur maður. Guðmundur Jónasson vann slik kærleiksverk stundum með því að liðsinna vinum og vel unnurum, að endurminnin-gin um hann „gleðina jafnar, sefar sorg“. Roðgúl á Stokkseyrt, 16. júlí 1972 stgr. Vil kaupa VÉLSMIÐJU, BLIKKSMIÐJU eða VÉLAVERKSTÆÐI með eða án hús- næðis. Vélakostur þarf að vera nokkuð góður. Þeir, sem áhuga hafa á þessu, leggi nöfn sín inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 25. þ.m. merkt: „Algjör þagmæTska — 2207“. 20 sumarbústaðalönd til sölu Mjög falleg sumarbústaðalönd við Hvítá í Grímsnesi í landi Vaðness. Gætu verið hentug fyrir félagasamtök. Upfíýsingar í síma 99-1459. Hleðslusfeinar? — Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. — ||| JÓN LOFTSSON HR Vn Hringbraut 121 10 600 Bílasýning Opið til kl. 5 í dag. Skoðið bílaúrvalið. leitið aðstoðar. BÍLASALAN HðsA OÐ HSÍi Borgartúni 1.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.