Morgunblaðið - 30.09.1972, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.09.1972, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR OG LESBÓK 222. tbl. 59. árg. LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1972 Prentsmiöja Morgunblaðsins I‘iír bandariskir stríðsfang: ar í Norður-Víetnam hafa nú Taiwan slítur sambandi við Japan Taipei, Shantghai, 29. sept. AP-NTB. STJÓBN kínverskra þjóðernis- sinna á Taiwan sleit i dag stjórn málasambandi við japönsku Ktjórnina vegrna samkomulag'sins um stjórnmálasamband Kína og Japans. Þjóðernissinnastjórnin Mtkar japönsku stjórnina í harð- orðri yfirlýsingru um sviksam- legt athæfi og brot á skuldhind- ingum sínum gagnvart Taiwan. Ekki er minnzt á efnahagsleg samskipti, en talið er að þeim verði einnig slitið, þótt .Tapanir séu aðalviðskiptavinir Taiwans auk Bandaríkjamanna. Til'kvnning um stjónnmálasam- band Japanis og Kína birtiist í sameigin'legri yfirlýsiingu - s/eim var gefin út í lok Kínaferðar japanska forsætisráðherrans, Kakuei Tanaka í dag. Þar seg- ir að Japanir viðurkenni stjóirn Kínverska alþýðulýðveldisins sem hina einu löglegu stjóm Kina og að haf.nar verði viðræð- ■ur um friðar- og vináttusamniinig i 9tað saminimgs þess sem Japan- ir gerðu við þjóðennissinniastjórn ima fyrir tuttugu árum. Þvi var formlega lýst yfir að lokið væri striðsástandi'nu í sam- Skiptuim landanina, að skipzt yrði á sendiherrum fl'jótlega, að gefiin yrði út sameigin'teg yfir- lýsing uim að löndin munu leit- a®t við að sfcuðla að eindrægni á Kyrrahafssvæðiinu, og að gerðir yirðu ýmsir samminigar um við- skipti laindanma. Tekið var fram á blaðamanmafundi, að Japanir viðurkenndu tilkall Kína til For mósu. Yfirlýsingin vair undirrituð i Alþýðuhöl'linnii og á eftir skál ■uðu Tánaka og Chou En-lai for- saetisráðherra i kampavini. Tan aka hélt sáðan til Shanghai og fer til Tcvkyo á morgun. 1 Tok.vo er sagt að Japandr hafi áihuga á þvi að viðhalda við- skiptum og menniingarlegum samskiptum við Taiwan, þótt stjórmmáiasamband verði ekki miili landanna. Formlega séð hafa Kínverjar og Japanir átt í striði síðan 1937 þótt bardagar striði siðan 1937 þótt bardögum hæ't.tiu í lok síðari heimsstyrjald- arinnar. verið látnir lausir og sjást hér tveir þeirra er þeir konm við í Peking á heimleiðinni. Frá fréttaritara Mbl. Kaupmannahöfn í gær. UMRÆÐURNAR um aðild Dan- merkur að Efnahagsbandalaginu harðna á síðum dagblaðanna, það er að segja þeirra blaða sem taka við efni bæði frá já-mönn- um og nei-mönnum. Mörg blöð hafa skrúfað fyrir allar umræð ur, sennilega til þess að verjast skipulagðrl herferð með lesenda bréfum. Þess vegna hafa komið fra.m liarðar ásakanir um skerð ingu á tjáningarfrelsi. Aftur á móti eru umræðurnar í Danmörk'U efnislegar. Þær Edward Eliis majór sést lengst til vinstri og hjá hon- um standa félagi Iians Norris, og kona hans. Lengst til hafa ekki splundrað fjölskyldum og vinum eins og sagt er að hafi orðið uppi á teningnum í Nor- egi. Ofstopi hefur aldrei verið áberandi nema hvað bæði já- menn og nei-menn kvarta undan þvi að menn hafi skeytt skapi sínu á bifreiðum með já-miðum og nei-miðum. Ákafasta já-blaðið er ugglaust Berlingske Tidende. Áhugi þess á aðild kemur ekki bara fram í forystugreinum heldur í auglýs- ingum með já-áskorunum sem fá mikið rúm í blaðinu. Blaðið hefur líka lagt sig fram um að liægri er séra WHIiam Sloane Coffin, félagi í bandarískri nefnd sem berst gegn Víet- namstríðinu. afla sér upplýsinga í sendiráðum Danmerkur í Hollandi og Bret- landi vegna staðhæfinga nei- manna. Auglýsing sem alþýðuhreyfing in gegn aðild Danmerkur hefur birt í mörgum dag- blöðum ber yfirskriftina: „Aum- ingja Holland." Því er haldið fram að sveitafólk í Hollandi sé óánægt vegna þess að skattar hækki upp úr öllu valdi þrátt fyrir aðildina að EBE. Danska sendiráðið í Haag staðhæfir að óánægðir sveitamenn séu alltaf til, og eru þeir líklega fjölmenn astir í héraðinu Gröningen sem á við sérstaka erfiðleika að Framhald á bls. 31. Bann eða ekki bann? Þórshöfn í Færeyjum, 29. sapt. FÆREYINGAR bíða nú spenntir eftir þ\i hvað ger- ist ef tvö flutniiigaskip fara frá Færeyjum, ef til vlll á morgun, vegna afgreiðslu- bannsins, sem hefur verið boð að í brezkum höfnum á fær- eysk skip. Annars hefur ekke.rt gerzt í málinu síðan hafnarverka- menn nieituðu að skipa stykkjavöru í flutnmgasíkipið Gerda Rarberg, þegar það kom til Leith á dögunum. Sið an hafa færeysk skip ekki far ið til brezkra hafna, en nú eru sem sé tvö á förum, og eftir á að koma í Ijós hvað geriat. Annað skipið flytur síldar- mjöl, en hit't. fiskflök. Otgerð skipanna hefur enn ekki fenig ið tillkj'nningu um, hvort af- greiðslubann verður sett á þau eða ekki. Ekkert hefur verið um það rætt að senda færeyska sendinefnd til Bret lands vegna málsiras, en þó munu línumar skýrast áður en langt um líður. —Jogvan Arge. Stofnuð útlagastjórn Palestínumanna? Beirut 29. sept. — NTB FORYSTA Þjóðfrelsishreyfingar Palestínu — PLO — kom í dag saman til fundar í Beirut að ræða tillögu Anwars Sadats, Egypta- landsforseta um að koma á lagg irnar útlagastjórn Palestánu- manna, Sadat sagði í Kairó í gær, að Egyptar myndu viðurkenna slíka útlagastjórn, ef skæruliðaheyfing in setti hana á fót. Rólegar umræður i Danmörku: Bjartsýni í sjávar- útvegi við EBE-aðild Norskir sjómenn munu landa á Jótlandi Brezka öryggisþjónustan: Sovézkir njósnarar iðjusamir í Bretlandi London 29. sept. NTB—AP. YFIRMAÐUR brezku örygg- isþjónustunnar heldur því fram í skýrslu sem var birt í dag, að sovézkir leyniþjón- ustumenn séu mjög athafna- samir í Bretlandi og reyni einkum að komast í kynni við blaðamenn og stjórnmála- menn. Segir í skýrslunni, að þeir verji háum fjárhæðum og miklum tíma í að stofna til kunningsskapar við menn, sem þeir teija vera í þeirri stöðu að búa yfir einhverjum upplýsingum, eða geti aflað þeirra. Nefndur yfirmaður sagði að ýmsir þeirra sem hefðu komið fyrir hópinn, sem vann að skýrslugerðinni, hefðu sagt að þessir leyniþjónustumenn sæktust ekki aðeins eftir af- riitum af skjölum, heidiur eirnn ig og kannski ekki síður leit- uðu þeir vitneskju sem gæti leitt þá á sporið á öðrum stöð um og gefið þeim bendingu, hvert þeir skyldu snúa sér. Virðist eftir öllu að dæma, að þeir fái nokkuð fyrir snúð sinn, segir í skýrslunni, eila myndu þeir naumast leggja á sig allt þetta erfiði. Þá segir að blaðamenn kom ist oft yfir trúnaðarmál, sem séu aldrei látin ganga á þrykk út, en ef sovézkir leyniþjón- ustumenn komist yfir einhver slík mál geti þeim iðulega verið mikill akkur í þeim. Stjórnmálasamband V-Þýzkalands og Kína Peking, Bonn, 29. sept. — AP VESTUR-ÞJÓÐVERJAR og Kín- verjar hafa ákxeðið að taka upp st.jórninálasaniband sín á milli á næstnnni. Var þetta tilkynnt i Feking og Bonn í dag, er lauk viðræðmn inn málið í Bonn. — Gengið verðnr frá formsatriðnm |x>gar Walter Seheel, utanríkis- ráðherra Vestur-Þýzkalands fer í heimsókn til Peking á næstunni, sennilega dagana 10.—14. októ- ber. Tilkynning vestur-þýzkn stjóriiariiuiar um stjórnmála- samband við Kína kom aðeins fáeinum stundum eftir að Jap- anir höfðu ákveðið að taka npp þau hin sömu skipti við Kín- verja. Undi rbú n ing.svi ðraxiu rnar hafa staðið yfir i Bonm síðustu þrjá mánuðá og stýrðu þeim vestur- þýzkir embættismenn og af hálíu Kínverja Wang Shu, Bonn- fréttaritari Nýju-Kínafréttastof- uninar. Álitið er sennilegt að Wang Shu verði fyrsti sendi- herra lands síns i Vestur-Þýzka- landi. Á viðræðufundum Scheel og kínverskra ráðamanna i Peking er ráð fyrir því gert, að sameig- inleg hagsmunamál ríkjanna verði rædd og viðskiptamál alveg sérstaklega, þar sem bæði lömd- in hafa lýst áhuga sínum á veru- legum viðskiptum. í AP-frétt er tekið fram, að Bonnstjórnin þurfi ekki að kviða neinu viðbrögðum Formósu- stjórnar, þar sem stjómmála- samband er ekki milli V-Þýzka- lands og Formósu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.