Morgunblaðið - 30.09.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.09.1972, Blaðsíða 11
MORGtíNBLAÐIÐ, LAUGARDAGÚR 30. SEPTEMBER 1972 Pétur Sigurösson, ritari Sjómannasambands íslands; Kynning Sjómannasambands- ins á landhelgismálinu Hr. ritstjóri. 1 blaði yðar fimmtudaginn 27. sept. sl. er athyglisvert viðtal við einn af miðstjórnarmönnum Alþýðusambands íslands Guð- mund H. Garðarsson, um kynn ingu landhelgismálsins á al- þjóðavettvangi. 1 inngangi blaðsins að viðtali þessu og eins í viðtalinu við Guðmund er rétti lega undirstrikuð sú staðreynd, að margs konar sýndarmennska og auglýsingastarfsemi um eig- ið ágæti, hefur setið i fyrirrúmi hjá ýmsum pólitískum samtök- um og einstaklingum, þeim sjálf um til auglýsingar og framdrátt ar, er þeir hafa staðið að kynn- ingu þessa þýðingarmikla máls erlendis. 1 viðtali sinu segir Guðmund- ur orðrétt: „Mér fannst margt af því, sem kom fram í útvarpsþætti Stef- áns Jónssonar s.l. miðvikudag mjög ómaklegt gagnvart þeim, sem reynt hafa að vinna að þessu máli í kyrrþey án þess að reyna að upphefja sjálfa sig með stöðugri auglýsingastarf- semi á innlendum vettvangi um eigið ágæti og dugnað eins og suimir auglýsingamenn í liði nú verandi stjómarflokka hafa gert. 1 hverju tilviki, þegar þess ir menn hafa annað hvort siglt, flogið eða bergt bjór á erlendri grund, hefur verið efnt til blaða mannafunda og sjónvarpsvið- tala við heimkomuna. í tæpt ár hefur Alþýðusam- band íslands unnið að jafnri og stöðugri ároðurs- og kynningar starfsemi vegna útfærslu fisk- veiðilögsögunnar í 50 sjómílur 1. sept. 1972. í öllu því starfi hefur það engu máli skipt, hvar menn stæðu í pólitiskum flokk um — málið hefur innan sam takanna verið hafið yfir allt dægurþras eða persónulegan metnað. Allir hafa verið sam- taka og einhuga um að vinna málstaðnum sem mest gagn eft- ir þvi sem geta og hæfileikai leyfðu." Síðar í viðtali sinu rekur Guð mundur i hverju þetta kynning arstarf Alþýðusambandsins hafi verið fólgið og um þátt ein- stakra miðstjórnarmanna og Ó1 afs Hannibalssonar starfsmanns ASl í starfi þessu á erlendum vettvangi. Að lokinni þessari lýsingu skýrir Guðmundur frá fundi framkvæmdastjórnar alþjóða samtaka skrifstofu- og verlun- armanna hér á landi í ágúst s.l. og þætti Landssambands isl. verzlunarmanna þar og annars staðar í kynningu landhelgis- málsins. Framtak miðstjórnar ASl hef ur ekki komið á óvart, hún hef ur réttilega talið landhelgismál ið mál allra hagsmunamála fyr ir íslenzka alþýðu, og taldi hún því rétt að frysta allar aðrar kröfur launþega 1. maí sl. en einbeita þjóðinni allri, að kröf- unni um 50 sjómílna fiskveiði- lögsögu okkur Islendingum til handa. Allt er þetta góðra gjalda vert og ber þeim sem hlut eiga að máli heiður og þökk fyrir óeigingjarnt starf í þessu lífs- hagsmunamáli okkar íslend- inga. En það sem vekur furðu mína þegar ég les slíkt viðtal við einn af miðstjórnarmönnum ASl er að eins landssambands inn- an þess er getið i sambandi við kynningu landhelgismálsins á erlendum vettvangi, en Sjó- mannasambands Islands, sem einnig er aðili að ASÍ er hvergi getið. Þegar þess er gætt, að fáir aðilar innan ASÍ munu persónu lega hafa meiri hagsmuna að gæta, en einmitt meðlimir Sjó- mannasambands íslands, í sam- bandi við útfærslu fiskveiðilög- sögunnar og frekari vemd og friðun fiskstofnanna, gætu ókunnugir ætlað af viðtali þessu, að núv. stjórn S.S.l. hefði látið málið með öllu af- skiptalaust. Ekki læt ég mér detta í hug, þótt ætla mætti eftir viðtali þessu, að slík „gleymska" standi á nokkurn hátt í sam- bandi við þing S.S.I., sem hefst 30. þ.m. þar sem fráfarandi stjórn gefur skýrslu um störf sin og ný stjórn verður kjörin. Hins vegar verð ég að álita að vitneskja miðstjórnar ASl um störf hinna einstöku aðild- arsamtaka þess, sé harla bágbor in og tel ég það miður farið í máli þessu, hafandi 1. mai sl. í huga og þörf þjóðarinnar á sam einingu allra krafta — og nýt- ingu þeirra i baráttu okkar Is- lendinga fyrir fullum yfirráða- rétti yfir öllu landgrunninu. Löngu áður en núverandi rík isstjórn tók við völdum áttu stjórnaraðilar SSl viðræðu- fund við einstaka ráðherra fyrrverandi ríkisstjórnar um kynningu og áróður fyrir mál- stað okkar í landhelgismálinu á erlendum vettvangi. Komu ekki aðeins fram ábendingar og ósk- ir þar um, heldur tóku einstak- ir meðlimir úr stjóm SSl þátt í slíku starfi, austan hafs og vest an. Strax og núv. ríkisstjórn hafði tilbúin þau kynningarrit, sem hún lét prenta (og að mestu voru tilbúin í handriti er hún tók við) og önnur sem til urðu hjá starfsmönnum hennar tók SSl nokkurt magn þeirra til dreifingar og lét fylgja með langt bréf, sem meðal annars skýrði hina hagsmunalegu af- stöðu félagsmanna okkar. Ein- beittum við okkur að félögum innan I.T.F. (Alþjóðasambands flutningaverkamanna) en þar er Sjómannasambandið eini ís- lenzki aðilinn og tók við þeirri aðild frá Sjómannafélagi Reykjavikur. 1 I.T.F eiga aðild öll samtök sjómanna og verka- manna í Bretlandi, V-Þýzka- landi og víðar, sem hagsmuna eiga aö gæta í deilu þessari. Sömuleiðis eitt sterkasta aðild- arsambandið að AFL-CIO í Hjúkrunarfélog íslonds heldur fund í Átthagasal Hótel Sögu mánudaginn 2. október klukkan 20.30. FUND AREFNI: 1. Nýir félagar boðnir velkomnir. 2. Sveinbjöm Bjamason: Þróun í skyndihjálparkennslu. StjórnimL Bandarikjunum, en við þá höf- um við átt vinsamleg samskipti um langt árabil. Þá var áróðri okkar sterklega beint að félögum fiskimanna á Norðurlöndunum öllum, en með þeim og öðrum fiskimannafélög um í ITF. eru haldnar regluleg- ar ráðstefnur sem við reynum að taka þátt í svo sem efni leyfa. Værrtum við að því verði ekki mótmælt, að störf okkar gagnvart Norðurlandafé- lögunum hafi ekki dregið úr stuðningi við málstað Islend- inga, heldur hið gagnstæða og má benda á sterkan áróður þess ara félaga í Finnlandi, Færeyj- um og Noregi og nú síðast í sambandi við nýafstaðna þjóðar atkvæðagreiðslu þar. Má einnig benda á hið beina samband sem komið var á milli stærsta aðildarfélags SSl-Sjó- mannafélags Reykjavíkur og og þeirrar athygli, sem okkar landhelgismál vakti í sambandi við þjóðaratkvæðagreiðslu í Noregi a.m.k. norðanverðum. Það er rétt eins og hér, málin voru rædd, var hræðsluefnið mikið til hinn frjálsi tilflutn- ingur fjármagns og vinnuafls, Pétur SigUrðsson en í þeim landshlutum norskum, sem allt sitt eiga undir fiskveið um hljóta afarkostir þeir, sem okkur voru settir í viðskipta- samningi okkar við Efnahags- bandalagið um landhelgi okkar, að hafa vakið verðskuldaða at- hygli, enda mér kunnugt þar um. Form. SSl ásamt fleirum átti fund snemma á þessu ári í Londum með forystumönnum brekra og v-þýzkra samtaka innan I.T.F. Lyktaði þeim fundi með ákvörðun um ráðstefnu þessara aðila og forystumanna S.S.I í Reykjavik í marz. Sú ráðstefna var haldin og ákveðnar tillögur gerðar til rík isstjórna þessara þriggja þjóða. Svar frá þeirri íslenzku hef- ur stjórn S.S.l ekki enn borizt. Hér skal ég láta staðar num- ið, mun ekki einu sinni minnast á Nordisk Fiskerikonferens, sem síðast var í Færeyjum á þessu sumri. Ég hef séð að dagblaðið Tíminn hefur þurft um að bæta þátt Stefáns Jóns- sonar og nefna þá Steingrím Hermannsson og Hannes Jóns- son. Ekki efa ég að þeir og Jón as Árnason o.fl. hafa gert sitt bezta og munu gera, og þannig. ber okkur öllum að standa að þessu máli nú, þótt deilur hafi verið uppi um hvernig fram- kvæma ætti. En undirrituðum þykir vænt um að Timinn skyldi sérstaklega draga fram nafn Hans G. Andersen. Honum fær íslenzka þjóðin seint full- þakkað sín þýðingarmiklu störf. En vissulega á að skrá fleiri nöfn einstaklinga og samtaka, bendi ég t.d. á embættismenn- ina Má Elísson fiskimálastjóra og Gunnar Schram sendiráðu- naut, nemendur i Noregi, vini og frændur í Færeyjum og Eng landi, en ég vil ljúka þessum orðum mínum með því að minn ast forystumanna Farmanna- og Jiskimannasambands Islands, sem fyrr og síðar hafa verið óþreyt- andi í baráttunni fyrir yfirráða rétti okkar Islendinga yfir land grunninu. Pétur Sigurðsson, ritari, Sjómannasambands Islands. Hvaða lím leikur þetta eftir? lími! dropl af Elmer Elmers lím dugir alltaf. Á alla skapaða hluti. Heima og í vinn- unni. Á postulín og pípulagnir. í bílinn og skólann. (Smásletta í kennarastólinn gerir kraftaverk!) Umbúðir eru af öllum stærðum. þvo það úr: Elmers School Glue. Og ekki er einu sinni hættulegt að súpa á því. Elmers lím er líka haft nógu bragðvont til að það reynir enginn tvisvar. Elmers lím er heimsins bezta lím og fæst hvarvetna. Límdur borðbúnaður kemur nu heill úr uppþvottavélinrii: Elmers Clear Cement. Þótt lím hafi þorn- að í teppum, fötum eða hári má i* Ketilssora Heildverzlun Vatnsstíg 3 Símar: 23472 - 19155 Eirfkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.