Morgunblaðið - 30.09.1972, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.09.1972, Blaðsíða 32
BLOMAHUSIÐ SKIPHOLTI 37 S(MI 83070 (Við Kostokjör, skammt fró Tónabíó) Opíð alla daga — öll kvöld og um helgor. mctttutlrfaMft LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1972 38orounblni)ií> RUCLVSinGfSH ^^,224BQ Aukafundur Sölumiöstöövarinnar: Vinnslustöðvun í*essi mynd var tekin á SH fundinum í gær AUKAFUNDUR Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, scm haldinn var í gær til þess að fjalla um hinar alvarlegu horfur í rekstri frystihúsanna samþykkti að heimila stjórn samtakanna að boða stöðvun á vinnslu í frystihúsum inn- an SH, ef ekki fæst viðun- andi rekstrargrundvöllur við upphaf næsta verðlagstíma- bils, sem hefst á morgun 1. október. Á fundinum kom fram, að meginþorri frysti- húsanna er nú rekinn með tapi. I>að er VerSlagsráð sjávarút- vegsins, sem tekur ákvörðun um nýtt fiskverð og hefur það setið að störfum að undan förnu. Nú- verandi fiskverð fellur úr gildi á miðmætti I nótt en ekkert ligg- ur fyrir um það enn, hvenær nýtt fiskverð verður ákveðið eða hvað það verður. Fiskverð hef- ur verið ákveðið til mismunandi langs tíma, stundum til eins árs I senn, stundum til hálfs árs eða skemmri tima og þannig var fiskverðið í sumar aðeins ákveð- ið til haustsins, vegna óvissu- ástands í málefnum útgerðar og fiskvinnslu. Á tímum Viðreisnarstjómar- innar þróaðist gagnasöfnun um stöðu útgerðar og fiskvinnsiu svo, að hún var i höndum Efna- hagsstofnunarihnar en eftir að hún var lögð niður, tók hagrann sóknadeild Framkvæmdastofnun arinnar við og liggja nú fyrir Verðiagsráði gögn, sem sýna, að verulegiur halli er á fis'kveiðun- um og rekstri fiskvinnslunnar og að hlutur sjómanna hefur versnað mjög í hlutfalli við verkamenm og iðnaðarmenn. Af þessum gögnum má marka, að ekkert er til skiptanna. Hins veg (Ljósm. Mbl.: Kr. B.) S j á varút vegs ráðherr a: Björn Hermannsson Framhald á bls. 31. Björn Hermannsson skipaður tollstjóri — frá 1. jan. nk. að telja Vill fresta aukningu slysabóta til sjómanna — og óskar eftir að félagsmálaráðherra gefi út bráðabirgðarlög þar að lútandi FÖRSETI íslands hefur að tU lögu fjármálaráðherra skipað Björn Hermannsson lögfræðing i starf tollstjóra frá og með 1. janúar nk. að telja. Torfa Hjart- arsyni tollstjóra hefur verið vcitt lausn frá því starfi 31. des. nk. að telja, þar eð hann hefnr náð aldursmarki embættis- manna. Var embætti tollstjóra auglýst iaust til umsóknar og- 12 menn sóttu um starfið. Umsækjendur voru: Björn Her mannsson, skrifstofustjóri, Björn Ingvarsson, lögreglustjóri, Björn Sveinbjörnsson, hæstarétt ariögmaður, Elías Elíasson, bæj arfógeti, Erlendur Björnsson, bæjarfógeti, Guðmundur Vignir Jósefsson, gjaldheimtustjóri, Halldór Sigurgeirsson, fulltrúi, Hallvarður Einvarðsson, fulltrúi, Jón Oddsson, hæstaréttárlögmað ur, ólafur Jónsson, tollgæzlu- stjóri, Unnsteinn Beck, borgarfó geti og Þorfinnur Egilsson, hér aðsdómslögmaður. Björn Hermannsson er fæddur 16. júní 1928 að Yzta-Mói í Fljót um, sonur hjónanna Hermanns Jónssonar, bónda þar og Elínar Lárusdóttur. Hann lauk embættisprófi í lög fræði frá Háskóla íslands 1955, en hóf störf í fjármálaráðuneyt- inu 1957 og hefur starfað þar síðan, fyrst sem fulltrúi, deildar stjóri frá 1962 og skrifstofli- stjóri frá 1. janúar sl. Lengst af hefur Björn annazt meðferð tolla mála af ráðuneytisins hálfu. Kona Björns er Ragna Þorleifs döttir hjúkrunarkona. ÁTTUNDA þing Sjómannasam- bands Islands var sett í gær í Lindarbæ og sitja það 48 full- gildir fulltrúar. Þinginu barst i gær orðsending frá félagsmála- ráðherra þess efnis, að sjávarút vegsráðherra óskaði eftir því, að félagsmálaráðherra setti bráða- birgðalög um að frestað yrði frá 1. okt. nk. til 1. jan. nk. gildis- töku laga, sem sett voru á alþingi sl. vor nm breytingar á siglinga Iögum, sem hafði í för með sér víðtækari slysabætur til skip- verja en áður hafði þekkzt. — Þessu máli var, ásamt öðrum mál um, sem fyrir þinginu lágu og varða trygginga- og öryggismál sjómanna, vísað til viðkomandi nefndar þingsins og sú nefnd hóf þegar störf sin í gærkvöldi. Við þingsetninguna fluttu árn aðaróskir til sambandsins Jón Arnalds ráðuneytisstjóri, fyrir höind sjávarútvegsráðherra, Björn Jónsson, forseti Alþýðu- sambands íslands, sem gat þess sérstaklega, að íslenzkir fiski- menn ættu eftir að fá sín kjör bætt, miðað við aðrar stéttir og Guðmiundur Pétursson, formað ur Farmanna- og fiskimannasam bands íslands. Því næst flutti formaóuir Sj ómamnasambands Is- lands, Jón Sigurðsson, skýrslu stjórnar og síðan var gengið til kosninga um embættismenn þingsins. Forseti þingsins var kjörinn Pétur Sigurðsson, ritari Sjómannasambandsins og þakk- aði hann gestum árnaðaróskir þeirra og minntist sérstaklega á forystu Farmanna- og fiski- mannasambandsins fyrr og síðar í óskum og kröfum um verndun og friðun landgrunnsins alls fyr ir íslendinga. Varaforseti þingsins var kjör inn Kristján Jónsson, formaður Sjómannafélags Hafnarfjarðar, og 1. ritari Jón Helgason frá Ak ureyri. Þinginu verður fram hald ið í dag. Talning togara í gær EKKERT bar tii tiðinda á miðun um umhverfis landið i gær, sam kvæmt npplýsingum Landhelgis- gæzlunnar. Gæzliiflugvélin TF- SÝR fór í gær í fyrstu ferðina með nýja ratsjá og átti að fram kvæma talningu á togurum um- hverfis landið. Fliugvélin kom það seint í gær kvöldi til Reykjavíkur, að ekki reyndist unnt að birta tölur um fjölda togaranna og verða þser birtar í dag. Verið er að vinna í Hval 9, sem enn liggur í Reykjavíkurhöfn. — Skipið fer í slipp á þriðjudag. Ekki hefur enn verið ákveðið, hvenær afhending skipsins fer fram. Skerðing á kjörum stúdenta ------------------------------------ Niðurskurður á fjárveitingu til Lánasjó5s — frá því sem var við síðustu úthlutun * Tökum því ekki hljóðalaust segir formaður SHI MORGUNBLAÐIÐ birti í gær frétt um að ríkisstjórnin myndi ætla sér að skera nið- ur fjárframlög til lánasjóðs isler.zkra námsmanna um rúm ar 100 milljónir króna, en samkvæmt útreikningum sjóðsstjórnar mun heildar- fjárþörf sjóðsins vera um 500 milijónir kr. 1 viðtölum, sem Mbl. átti í gær við þrjá af forystumönnum stúdenta, kemur fram, að þessi niður- skurður hefði það í för með sér, að kjör náimsmamna yrðu skert frá þvi sem var við út hlutun námslána um síðustu áramót. Hér fara á eftir svör fuffl- trúa SHl í lánasjóði, íor- manns Stúdentaráðs og for- manns SÍNE: Árni Ól. Lárusson, fulltrúi Stúdentaráðs Hí í lánasjóði, sagði: — Ég er mjög miður min fyrir hönd stúdemta yfir þvi, hvernig afgreiðslan á þessu málí hefur öll verið. Það er ekki nóg með að þessi niðurskurður á fjárveit- ingu til sjóðsins feli i sér status quo frá því á síðasta hausti, heldur hefur hanm í för með sér að stúdemtum er boðið upp á verri kjör en i fyrra. Alvarlegasti hluturinm er þó sá, að með þessu er vikið frá þeirri stefnu, sem mörk- uð var 1970. Felst hún í því, að lán skuli nerna ölilum kostn aði umfram eigin tekjur við- Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.