Morgunblaðið - 30.09.1972, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.09.1972, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1972 21 í KVIKMYNDA HÚSUNUM ★★★★' FRÁBÆR ★★★ MJÖG GÓÐ ★★ GÓÐ ★ SÆMILEG LÉLEG [■lilla) Sig. Sverrir Pálsson Sæbjörn V aldimarsson Björn Vignir Sigurpálsson Háskólabíó: VÍÐA ER POTTUR BROTINN Myndin gerist á mektardögum Nerós og svallsins 1 borginni Pompeii í Rómaríki, og snýst að mestu leyti um kyndugan þræl einnar yfirstéttarfjölskyldunnar þar I borg. Þrællinn er fyrir mis- tök dreginn inn í samsæri gegn Meró keisara, og lendir í ýmsu af þeim sökum, eins og nærri má geta. ★ Hvað er hægt að segja um gamnamynd sem er alls ekkert skemmtileg eða um brandara sem deyja í fæðingu — ýmist vegna ofleiks eða vanleiks? Alls ekkert. Austurbæjarbíó: MORÐIÐ A GOLF- VELLINUM Diana, sem verið hefur undir eftirliti geölækna um árabil, hef- ur nýheimt frelsi sitt á ný. Fljótlega kemur þó í ljós að það er henni um megn. Hún flek- ar golfleikara, Jerry aö nafni, og slær því fram við hann að hún sé viljug til að drepa aöaikeppi- naut hans S golfvellinum, gegn því að hann káli geölækninum. Hann tekur þetta sem drykkjuf jas eitt, en hún lætur ekki sttja við Drðin tóm og beinist nú grunur- inn aö Jerry. if Dæmigerð sakamála- mynd í B-klassanjm. Þokka leg framleiðsla sem slík, hvorki fugl né fiskur. En ég hefði ekkert á móti því að sjá Carol litiu Lynley í öllu betra hlutverki. Hafnarbíó: TENGDAFEÐURNIR Benson-hjónin, (Bob Hope og Jane Wyman), eru 1 þann veginn að skilja þegar dóttir þeirra birt- ist öllum á óvart með sinn tilvon- andi eiginmann upp á arminn. Skapar þetta að sjálfsögðu mik- lnn rugling i framtiðaráætlunum foreldranna. Ekki bætir þaö úr skák að faðir tengdasonarins til- vonandi er svarkur hinn mesti, sem aö B.H. féfletti þar að auki i viðskiptum fyrir löngu síðan. Öþarft er að rekja núnar efni gamanleiks þessa. ★ ★ Gamanmynd með frem- ur óákveðinn áhorfendahóp í huiga. Glansandi og stíf Holly- wood-mynd með sölutryggð- um leikurum frá sama stað. Of hæg. Gömlu mennirnir Hope og Gleason standa sig vel og simpasinn Mildred er frábær. Kynslóðabilið er orð- ið útþvælt efni, og þar er þessi mynd steingeld af frum tegum huigmyndum. ★★ Einhvers staðar sá ég skrifað, að það sé hollt að hlæja í haustrigningunni. — Það er mikill sannleikur. Og í því sambandi vil ég benda fólki á að fara í Hafnarbíó þessa dagana. Gamla bíó: SJÖNARVOTTUR- INN Ziggy 11 ára, og systir hans, Pippa, eiga heima í vita á Möltu. Þegar sá merkisatburður gerist, aö þjóðhöfðingi frá Afriku kemur i heimsókn, fær Ziggy að fara með systur sinni til bæjarins til aö vera viðstaddur komu forset- ans. Þar verður Ziggy viðskila við Pippu og fyrir forvitni sína verð- ur hann vitni að því, þegar leyni- skytta myrðir forsetann. Morðing- inn, sem er klæddur lögreglubún- Ingi, sér Ziggy; gerir sér ljóst að hann er eina vitnið gegn sér og hefst nú eltingaleikur þeirra um bæinn, þar sem eina áhugamál morðingjans er að drepa Ziggy. Honum tekst þó að lokum að finna Pippu og komast heim, en þegar hann segir sögu sína, trúir honum enginn, því Ziggy hefur alltaf verið mesti lygalaupur. Ziggy strýkur þó að heiman og hyggst neita annarra bragða. ★★ Sakamála-fantasía, þar sem raunveruleikanum er gef ið frí og öldnum brögðum beitt til að halda áhorfendum spenntum. Hratt tempó i kiipp ingu og kvikmyndatöku, auk skemmtilegrar og oft óvenju- legrar mynduppbyggingar, gefur myndiuni líf og gerir hana vel þess virði að sjá hana. — Valið er erfitt Framh. af bls. 17 og þvi ástæðulausit að væna hann um kommúnistadekur, enda varð enginn til þess, þóitt sfcefna hanis væri gagn- rýnd. Brandt minntist á „staðnaðan andkommúnisma“, og einn stuðniinigsmanna stjórnarinnar fullyrti að stjóm Brandfcs-Seheelis hefði skrifað nýjan kapiifcula i sögu vorra tírna. Brandt fullyrti að án stefnu stjómar hans hefði verið ómögulagt að fá þann frið urn Berlin siam nú rikti. Hann sagðist muna aðra tíma. Það gera víst fleiri. Talsmenn stjórnarandstöð- unnar, einkum Barzel og Sfcrauss, vöruðu við áhrifum öfgaa.fla í Vestur-Þýzfcalandi, Barzel minmtist á ódœðin í Múndhen og hæfctuna „frá vimstri". Emgmn vafi leikur á því að atburðiimir í Múneh- en höfðu mikil og djúptæk áhrif á þýzka kjósendur og ómögufegt að vita hvaða af- leiðin'gar þeir munu hafa í kösninigunuim sjálfum. Þessir atburðir virðast liggja eins og mara á Vestur-Þjóðverj- um. Þeir eiga áreiðanlega ekki eftir að auka öfgaöflum, hvorki til hægri né vimstri, fylgi. Gunther Múller, sósíal- demókrati frá Múnchen, sem nýtega gekk í lið með stjóm aramdstöðunni, fullyirti að for ystumerm jafnaðarmanna í Bonn hefðu yfirgefið stefnu flokks síins og sýnt „róttæk- um vinstri tilhneigingum vissa samúð“, eins og hann komst að orði. Andúð fyrrum flokksmanna harns teyndi sér ekki, en hann lét engam bil- bug á sér finna. Hanin og ann ar „liðhlaupi", eins og fyrr- um stjómiarsinmar som genigið hafa i lið með stjórnarand- stöðummi eru gjama kallað- ir, fullyirtu að Jafhaðarmanna flokkurinm hefði eftir kosn- inigarnar 1969 myndað stjórn sem genigið hefði í berhögg við vilja kjósenda -— og virt að vettugi öfiugasta afl þimigs ins, kristitega demókrata. Kom þessi fullyrðing heim og saroan við þau orð Barzels að stjómarsinnar hefðu verið viðkvæmir fyrir gagnrýni oig óumburðarlyndir. Múller full- yrti að „liðhlauparnir" væru fulltrúar „hins sanna húman- istiska hugarfars". Allir kappkostuðu „liðhlauparnir" að skýra afstöðu sLna og mál- stað og hvers vegna þeir hefðu tekið þær örlaigarí'ku ákvarðamir sem leiddu til andstöðu við stjórnina og nú hafa orðið henni að f'alli. Mál flutninigur þeirra styrkti mann i fcrúnni á lýðræðistega stjórnmálaþróun í V-Þýzka- landi. Allar umræðumar í þimg- inu einkenndust ekki sízt af þeirn ásefcnmgi Vestur-Þjóð- verja að halda í heiðri lýð- ræðislegar leikreglur og báru opinskáar umræður þvi órækt vifcni. Að vísu hitfcnaði stundum um of í kolunum, einum þegar „liðhlaupamiir“ áttu í hl'ut. 1 ræðu sinmi fyrri dag umræðnanma nefndi Bar- zel þá með naflni og varð þá ailmikil háa-eysiti í salnum, einkurn hlógu stjómarsinnar að upptalniingu þessari og þá ekki sizt þegar Barzel tók sér fyrir hendutr að skýra hugarfarsbreytinigu „lið- Maupann>a“. Hláturinn lýsiti ekki siður vonbrigðum en fyr iríitninigu. Eitt nafn var eimkum not- að í hita umræðnanma: Karlls Schillers, fyrrum efnahags- og fjármálaráðherra í stjóm Brandts, en brottför hans úr stjórnimni i júlí s.l. veikti kanslarann og stjórn hans meira en flest annað. Van- traust hans á fjármálastefnu stjórnarinnar á áreiðanlega eftir að verða henni þunigt í skauti i kosninigaþaráfctunni. „Ég er í andstöðu við stefnu meirihluta stjómarimnar í fjármálum," sagði hann í bréfi sinu til Brandts í júlí s.l. Sjáifur greiddi Schiller ekki atkvæði um vamtraustið, frekar en ráðherramir sem höfðu lýst yfir að þeir mundu ekki nota atkvæðis- rétt sirnn. Atkvæði hams hefði getað ráðið úrslitum. En tiil þess kom ekki; örlög stjórnar innar voru ráðin og reyndar löngu fyrirsjáantegt hvernig fara mundi. Schiller hafði áð- ur skýrt frá því að hanm yrði ekki viðstaddur atkvæða- greiðsluna. Á skopteiknin'gu I einu þýzku dagbl’aðanna sjást Bar zel og Strauss með heljar- stóra sög, en sitjandi á trjá- grein eru Brandt og Scheel og eru sjálfir að saga af greinina sem þeir siitja á. At- kvæðiisrétt höfðu 496 þing- full'trúar og skiptust þeir jafnt milli stjórnarsimna og stjómarandstöðfli'. Stjómin fókk aðeins 233 atkv., en stjómarandstaðan 248 atkv. Eini ráðherrann sem atkvæði greiddi var Arendt, verka- lýðsráðherra. Von Hassel, þimgforseti, las upp úrslitim og kvaðst mundiu tilkynna þau Heinemann forseta. „Eldhúsið" stóð yfir frá kL 10.15 f.h. til ki. 18.25 síðari dag umræðnanma, þ.e. föstu daginn 22. sept. og var þeim útvarpað. Síðan var mikið fjallað um þennan öríaga- rika dag evrópskrar stjórn- málasögiu í sjónvarpiwu. Barzel gerði harða hrið að störfum stjórnarinmar og lauk einni ræðu simni eitt- hvað á þessa leið: Þér hafið fengið tækifærin, herra kansl ari, en þér hafið eicki notað þau. Þér hafið erfiðað, án ár angurs. Við þim'gslit er ekki hægt að fara fögrum orðum um stjórn yðar. Kjósendurn- ir hafa næsta orðið. En þinigforsetinn, Kai-Uwe von Hassel sagði, þegar hann steiit þinginu: „Við eig- um að vera andstæðin'gar, en ekki óvinir." - gárur Framli. af bls. 16 urtekin brot, og lögreglan gietur sektað mann á staðnum. Árið 1970 nóimu sektir um 20 þúsund Malasiu- dolluruim sem 2000 manns greiddu. Sektað er fyrir að nota efcki lokaðar ruslatunnur. Og ef ruslið framan við húsið kemur að dómi eftirlitsmanna frá íbúa við götuna, ber hann ábyrgð á þvi. Eiigendur bíla eða annarra far- artækja, sem senda frá sér of mik- inn óhreinan útblástur, f:á aðvörun og siöan sekt og bílar eru teknir úr uimferð við endiurtekin brot. Og finn- ist moskitóhreiður, sem talin eru stafa af því að ekki er nægitega vel þrifið eða þurrkaðir upp drullupollar og tjarnir, þá er eigandi staðarins sektaður. Þetta kann ég vissutega að meta, því ég slapp frá Singapore án þess að fá nokkurt bit frá þessum hvim- leiðu óvimum mínum, moskitóflug- unni, sem ég á ekki að venjast í hita- beltinu. Ég er venjulega í miklu uppá haldi hjá þessari flugu, og er bitin og bólgin á fótuim, þó enginn annar sé það. Ágæt vin'kona mín i Singa- pore huggaði mig við að hún hefði lesið í blöðunum nýlega, að moski- tóflugur væru sérstakíega fyrir að bíta gáfað fól'k. Þetta kallar maður nú kunteisi. Oig satt að segja mundi ég stundum i raunum mínium fúslega skipta á ölluim heimsins gáfum fyrir ónæmi fyrir moskítóbiiti. Það er sannarlega ekki að ófyrir- synjiu að nauðsynlegt er að hafa hreinlæti í heiðri í hitabeltinu, þar sem alit rotnar um leið, og sá, sem ekki baðar sig og þvær fötin sín, fer fíljótlega að lykta. Úr skógunum koma halarófiur af maurum og pödd- urn, uim leið og eitthvað fer að rotna og flugnamergð setzt að. En maður má sveimér gæta sín að henda eklci sígarettustubbi, eldspýtu eða karamellubréfi á götuna í Singa- pore. Það getur kostað drjúgan skilding i sekt. Sagan segir jafnvel að maður nokkur hafi orðið 20 dölum fátækari af þvi hann hristi ösku af sigarettunni sinni á götuna, hvort sem það er satt eða ekki. En hvað um það, Singapore reyfaranna, með sin- uim skítuigu öngstrætum er horfin. Jafnvel hafnarknæpur oig þröngar giæpagötur verða að vera hreinar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.