Morgunblaðið - 30.09.1972, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.09.1972, Blaðsíða 14
14 MORGUÍNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1972 Að rétta korn- inu hjálparhönd Matthías Johannessen: MÖRG ERU DAGS AUGU Almenna bókafélagið, Reykjavík 1972. ÞEGAR ljóðabók Matthíasar Johannessens Fagur er dalur kom út fyrir sex árum vakti stærð bókarinnar m. a. athygli. Það var óvenjulegt, að ungt skáld sendi frá sér 150 bls. ijóða bók; margar ljóðabækur yngri skálda hafa verið 60 bls., sumar 'ekki nema 30—40. En Matthías Johannessen fer sínar eigin leiðir í þessu efni sem mörgum öðrum. Nýlega kom út eft- ir hann ljóðabók, sem er 192 bls. Þess ber að gæta, að nýja Ijóðabókin, sem nefnist Mörg eru dags augu, er í raun- inni margar bækur eða ljóða- flokkar. Hún er úrval þess, sem Matthías hefur ort síðan Fagur er dalur kom út. Hann hefði eflaust getað haft bókima mun lengri. Sex ár eru drjúgur timi á þroskaskeiði ljóðskálds. Sum- ir halda því fram, að skáld eigi ekki að láta langan tíma líða milli bóka sinna, aðrir vilja að ljóðabækur séu fyrst og fremst safnrit, sýnisibækur. Við höfum dæmi um það, að skáld gefi ekki út Ijóð sín fyrr en á síðari hluta ævinnar og það finnst sumum gefast vel. Aftur á móti vex þeinri skoðun fylgi, að skáld- inu sé nauðsynlegt að vera í námu sambamdi við lesend- ur sína og þá er eðlilegast að það láti oft tii sín heyra. 1 landi þar sem bókmenntatímarit eru á undanhaldi virðist því lausnin vera fleiri bætour. 1 Ijóðlist Matthíasar Johanm- essens er meiri fjölbreytni en í ljóðum annarra ungra islenskra skálda. Hanm á til margar hlið- ar, sem fá allar að njóta sín í Mörg eru dags augu. Sum ljóðin í bókinni eru ákafflega nýstár- leg, önmur með hefðbundnu sniði. En öll bera þessi ljóð sterk höfundareinkenni. Hinn persónulegi ljóðstiU Matthíasar hietfur öðlast meiri festu með áæ- umum. Jafnframt er ljóst, að ökveðin tákm eru orðin samgró- iin skáldskap hans og vissar myndir koma fram æ ofan í æ. Fyrsti kaffli bókarinnar, ljóða- flokkurinn Komiö og sigðin, er dæmigerður fyrir skáldskapar- tekni Matthíasar Johanmessens þegar hann yrkir af hvað mestri dirfsku. Óvönum lesamda getur virst þessi ljóðaflokkur nokkuð torskUinn í heild sinni, mymd- ir hans ekki nógu hnitmið- aðar. En þeir, sem fylgst hafa með ljóðum Matthíasar Johann- essens fimna hér mörg þau ein- toenni skáldskapar hans, sem áð- ur voru kunn og fagna um leið nýjum landvinmingum í heimi ljóðsins. Kornið og sigðim ieiðir tffl dæanis bugamn að Hólmgönigu lijóðum, Jörð úr ægi og Sáhruum á atómöld. Við þekkjum aftur hið goðsögulega ívaf Hólmrugöngu- Ijóða, dýrkun landsins í Jörð úr ægi og hispursleysi Sálma á atómöld. Ljóðaflokkurinn er ekyldastur Hólmgömguljóðum og sýnir við samanburð hvem- ig skáldskapur Matthíasar Joha nmesse ns hefur þróast frá djarfflegum tilraumum æsku- áranna til skáldskapar, sem nýt- ur i senn frjórrar hugsunar og kunnáttu hims lærða skálds. Skáldskapur Matthiasar Johannessens er alltaf um eitt- hvað, ekki skáldskapur skáld- skaparins vegna. Hann er ekk- ert líkur atómskáldskapnum svonefnda, sem stundum er lít- ið annað en formgælur, en getur verið innhverfur á heillandi hátt. Skáldskapur Matthíasar er opinn. Samt er hanm meistari formsims og leggur mikið upp úr byggingu ljóðsins og máli þess. Fáum hefur tekist betur en hom- uin að gæða einfalt mál skáld- legum merkingum. Hann er einn af snjöllustu endurnýjendum is- lensks ljóðmáls í hópi unigra skálda. En ljóðmál hans er um lelð vandað og stundum með há- tiðlegum blæ, eintoum í löngum bálkum, þegar skáldinu er hvað mest niðri fyrir. Þá vefst saman í ljóðurn hans gamalt og nýtt ljóðmál, tilvitnanir aftan úr fornesíkju og orðræður dagsins í dag. Um þetta vitnar Kornið og sigðin með miklum ágætum. Skáld, sem yrkiir um nútímann með þeim hætti, sem þar kemur fram, hefur gert sér grein fyrir að Völuspá er einn af hátind- um vestrænnar mienningar. Berg- mál frá Völuspá og öðrum eddu kvæðum er viða í Ijóðuim Matthí- asar Johannessens. Hér heyrist það enn: „Hvers vegna halda þeir áfram/að rétta Heði blinda/mistilteininn?" er spurt. „Og Baldur deyjandi/allt i kringum okkur.“ Skáldið nefnir mörg dæmi úr nútíimanum um vald hins illa og þar giegnir veigamitolu hlutvenki sú sigð, sem fier „skriðdretoabeitum/ uim korngula akra/Evrópu.“ Þeir, sem ætla að frelsa heim- inn „eru skegg foringjans“: Haus Hymis hvelfist yfir okkur og enn reyna þeir að hlaða nýja jörð úr hauskúpum, hlaða nýjan heiim úr hugsjónum: brot af mömnum brot af jötnum, hlaða þeir enn himin úr hausaskeljum. Matthías Johannessen hef- ur löngum grunað hugsjóna- mennina um græstou, einkum þá, sem trúa á byltinguna og gjall- arhornin. Hann tekur undir með téktoneska sikáldinu Miroslav Holub um mikilvægi þess „að rétta korninu hjálparhönd," enda eru atburðimir í Tétokó- sióvakiu 1968 aðaltoveikja Komsins o>g sigðarinnar. Ljóða- flokkurinn er í eðli sínu þumg ákæra og vantrú á mannlaga við leitni, en lýfeur á von um nýj- an dag í samræmi við niðurstöðu Völuspár. Maðurinn á sér þá von, sem felst í barninu í jöt- unni, þ.e.a.s. kristinni trú, og barni oktoair tíma, sem bíður nýs vors með óþreyju. Mér kæmi éktoi á évart þótt Kominu og sigðinni yrði ein- hverntíma skipað við hlið þeirra islensku ijóða, sem af hvað mestri listfengi hafa verið ort um brennandi vandamál samtið- ar. Skáldskapur Matthíasar Johannessens hefuT alltaf ver- ið mjög virkur; hann hefur ekki veigrað sér við að taka afstöðu til deilumála, segja skoðun sína. En það, sem skiptir máli fyrir skáld, er að færa viðhorf sin í listrænan búning. Það hef ur Matthíasi tekiist vonum fram- ar. Við höfum of mörg dæmi um íslensk ljóð stjórnmálalegs eðl- is, sem eru bara heimild, hafa ekki skáldskapargildi. Þótt Matthías Johannessen sé skáld vors og vonar og freisti þess jafnan að sjá hið jákvæða í öllu, tiibiðji hið eðlilega og upprumalega í mamniMfinu, eru ljóð hans ofit þrungin visisu um hverfulieik alls. 1 Mörg eru dags augu yrkir hann oft eins og komið sé að leiðarlokum. Hann er haldinn geig. Æskuna ávarp- ar hann eins og roskinn mað- ur: „Undarleg er sú staðreynd: að við höfum einniig verið uinig“. Mörg ljóðanna vitma um örvænt- ingarfulla leit að staðfestu, ein- hverju til að halia sér að í stormum timarus. „Við þessar nöktu vélar./þessar vélar í vélum —“ segir á einum stað um þau, sem finna ekki hvert annað mema í kviðanum og þján- ingunni. En í þeirn ljóðum, þar sem alvaran er hvað mest, get- ur allt í einu verið slegið á létt- an streng, stundum skín í gtott skáldsiins gegnum myrk- ustu ljóðin. Hin karlmannlega afstaða bjargar ljóðunum frá því að verða dapurleitoa að bráð. Ljóð getur verið fuhigild- ur skáldskapur þótt það fái les- andann til að brosa eða veki hlátur hans. Alvara er ekki al- gildur mæiikvarði á skáldskap. Hversdagsljóð eru dæmá um það hvernig Matrthías Johannessen andi stundair valda tovíða. Heirrv urimn er nálægiur með vandamál sin: stríð í Víefcnam, humgurs- neyð i Bíafra. Hræðsla við of- fifcu og kransœðastífflu vlitour fyr ir þeim óhug, sem mynd frá Bíafra vetour. Á henni er lítill óklippfcur dreimgur „mieð Budh- enwald i augum“ ásanut gamalli „beinaigrind með aiskegg". Kald hæðnisleg ádeila felst í þeixri álykfcun skáldisims, að eng- inn yrði undrandi „þó að rakblaðaframleiðendur/not- uðu þessar myndir/í auglýsinga- stríðimu". En þráfct fyrir beisk- an hug greima Hversdagisljóð frá því eins og mörg önnur Ijóð í Mörg eru dags augu hve gofct er að koma heim til konu og barna. Með komu, sem á sér alltafi sama vor í augum, er horfið „inn í fjarlægðarbláan draum", loks- ins lifað. Hversdagsljóð eru mjög per- sónulegur skáldskapur. Þau dylja ekkert, eru í rauninni upp gjör við tvöfeldni manmlegis lífs. Eina vörn þeirra er gamansemi, nokkuð bi'tur á köflum. Hulunni er svipt af himum værukæra borgara, hinuim margumnæddu lystisemduim velferðarríkisins. Hversdagsijóð eru játninga- skál'dskapur eins og Sálmar á atómöld. Að skáldskapargildi jafnast þau ekfci á við sálmama, en eru eðlilegt framhald þeirr- ar krufningar á borgaralegu lífi, sem Matthías Johannessen iðkar. Þessi umisögn gildir um fleiri ijóð í Mörg eru dagis augu. Kaflinn Ljóð fyrir börn er ávöxtur þess einfaldleika í túlk- un, sem Matthías Johannessen hefur náð mlklu valdi á. Þessi kafli þykir mér með þeim eftir- fcektarverðustu í bókinni. Andi Miroslavs Holubs svifur hér yf- ir vötnunum, en Matthías hefur Matthías Johannessen Svo kiemiur tovöHd og lítiffl drenguir sofnar með herbílinn sinn I fanginiu og Andrós önd í huganium. Allir dáitannir liggja I valnunri, saimt hietfur enginn fallið. Á morgTun rísa þeir aftur upp eins og einherjar. Ó, ef allar styrjaldir væru háðar í bamaherbergjum. Ljóð fyrir börn eimkennast af ferskri skynjun. Slíkt er sigur- merki i skáldskap. Kaflarnir 1 draumi þínum og Ást og dauði eru að mínu viitd veikustu hlekkimir i Mörg eru dags augu. Samt geri ég ráð fyr- ir, að margir muni einmibt lað- ast að þessum ljóðum vegna þess að þau eru kunmugleg, eiga beinan aðgtang að lesendum, sem gera almennar kröfur til ijóð- listar. Þetta á ekki við um öU ljóðin í þessum köfflum, en meg- inhluta þeirra. Það er háfctur Matthíasar Johannessens að ganga ekki þamnig frá bókum sínum, að þær séu óaðfinnanleg- ar. Eins og áður er sagt lætur hann hinar ýmsu hliðar njóta sín. Ef til vi'll stefnir hann að því að ná til fjölmennari les- endahóps en ung skáld yfirleitt? Það er I sjálfu sér virðimgar- vert, en ekki fer á milli mála að bók eins og Mörg eru dags augu hefði orðið heilsfceyptari með strangara vali ljóða. 1 þeim köfflum, sem nefndir voru, er fátt nýtt; endurteknimgar úr fyrri bókum skáldsins eru fyr- irferðarmikiar. Nokkur ljóð í kafflanum Úr myndabók landsinis eru sama marki brennd. Afitur á móti er sá kafli, þegar best lætur, sönnun þeirrar ástríðu, sem eintoennir Ijóð Matthiasar um landið, ís- lenstoa náttúiru. Ljóð eins og Tunglið í ánni og Til minnds eru glæsilegir áfangar í nátt- úruskáldskap Matthíasar Jo- hannessens. Matthías hefur stundium verið sakaður um of mikla mæflisku, yfirleifct af litlum skilnimgi. Sannleitourinn er sá að aðferð hans, sem stundum er mælsk, hefur breytst mikið mefl árunum og árangurinn orðið hljómmikill skáldskapur, sem hvergi drukknar I merkingar- leysu. Aftur á móti er sviðið jafnan rúmt í skáldskap Matthl- asar. Stutt ljóð nefnist Borges á Is- landi. l«að lýsdr hinni bamslegu gleði angenitlnska s'káldsins Jorge Luis Borges þegar hann er staddur undir Ingólfsfjalli og þytoist skilja hrafnamál. Borges, að mestu blindur, andspænis is- skopast að sjálfum sér og öðr- um með góðum áranigri. Hvers- dagsljóð fjaMa um lif hins venju lega borgara og einmig drauma hans. Ljóðið lýsir því m.a. hvern ig maður og kona fjarlægjast í straumi tímans, hætta að hafa tima fyrir hvort annað í glírn- unni við alls kyns fánýtd. 1 há- deginu er skroppið heim, ef rótarý kaliar ekki: Þú hámar I þig brjósk og hvelju með ediki og dnektour hitaeiningalausan eplasafa svo þú fifcnir etoki. Á veggjum stofunnar eru málverk etfltir Kjarval og Gunnlaug Soheving svo þú endir ekíki eins og gapandi nauðmagi á veizluborði velfierðarráfeisins. Hversdagsljóð fjalla einn- ig um það hvemig aitiburðir líð- þýbt ljóð efitir hann og áreiðan- lega haft gagn af því. Holub er mikið skáld og kann þá dýru list að segja mikið í fáum orð- um. Hann „klæðir huigsamir sín- ar/nýj'Uim búningi", eins og barndð í ljóði Matthíasar, sem hrópaði skjaldbökur, þegar það sá „litlar heysátur með striga- poka“. I Ljóðum fyrir börn sér skáldið hlutina með augum barnsins. Að hlusta á börn er oft verðmæt reynsla þvi að öll börn eru skáld á sinn háfct. Það er greinilegt, að . Matthías Johannessen hefur hflusfcað af at- hyigili á böm. Hann skifliur þau betur en margir aðrir. Eifct ljóð- Ið í Ljóðum fyrir böm fjallar um „öil þessi skáld/í kringum oklkur“: Þau raða upp dátum, ýta sfcriðdrekum yfir vigvöfllinn, fljúga herþotum um gainiga og stofiur. lensku landslagi. Það er mynd, sem Mafcthías toemur til skila. Lokaljóð bókarinnar heitir Þingvellir við öxará og lýsir nærtætoum hanmi: Lofcsins geta þeir etoki sagt að sorg okkar eigi ekki heima í þessu ljóði, nú þegar hlátur otokar er brunnin aslka. En Öxará renniur áfram, vafcn, sem buigsar ektoi um dauðann, veit ekki um lífið, rennur „til að kenna oktour/að deyja“. Þefcta ljóð, sem er einfait og stertet, hpfiur hreinsandi og sefandi áhrif. Það er verðugur enddr bðkar, sem að mínium dómd er eiitt af belstu sömniunargögn'um um lífsþrótt íslenskrar nútíma- ljóðlisitar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.