Morgunblaðið - 30.09.1972, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.09.1972, Blaðsíða 15
.........MOííeW»La%©ít>>-t.A1?GA-RDA-eítHt-Se.-SEPTEM-BER Í972 ------------------- - Jff Q99 - SKÁKMÖTID Góður árangur íslenzku skák- sveitarinnar í undankeppninni Eftir Bozidar Kasic, f ramkvæmda- stjóra skáksambands Júgóslavíu Undankeppninni á 20. Ol- ympíuskákmótinu í Skopje í Júgóslavíu lauk, án þess að nokkrir stóratburðir gerðust. Þau lið komust í A-riðil, sem talin höíðu verið líklegust til þess, áður en mótið hófst. Það voru lið þessara landa: Sovét ríkjanna, Júgóslaviu, Ung- verjalands, Vestur-Þýzka- lands, Tékkóslóvakíu, Austur- Þýzkalands, Búlgaríu, Banda rikjanna, Póllands, Rúmeníu, Danmerkur, Spánar, Hollands, Sviss, Argentínu og Sviþjóð- ar. Því hafði verið spáð, jafn- vel af tölvu, að 13 fyrst nefndu löndin kaeanust í A- rióiJ-imn. Ein tölvan spáði rangt, að þvi er varðaði þau þrjú lönd, sem eftir voru. 1 stað Sviss, Argentínu — sem eru nú nokkuð veikari en áður — og Svíþjóðar, hafði tölvan spáð því, að það yrðu sveitir Englands, íslands og Kánada, sem ksemust í A-riðilinn og byggði tölvan þessa niður- stöðu á mati á styrkleika hvers keppanda um sig innan sveita þessara landa. Island tefldi í fjórða undan riðlinum og varð i þriðja sæti. Vestur-Þýzkaland vann með yfirburðum og hlaut 26 vinn- inga, en næst kom Argentina með 18 % vinning, síðan Is- land með 17%, Grikkland 14, Nýja Sjáland 13%, Mexikó 11, Frakkland 10% og Quernsey með 2 vinninga. Áður en mótið byrjaði, töld um við, að við yrðum ánægð- ir, ef okkur tækist að komast í B-riðil lokakeppninnar. Við hefðum talið slíkt góðan ár- angur. En nú erum við ekki ánægðir, sökum þess að við höfðum raunverulégan mögu leika á því að komast í A- riðil lokakeppninnar, var haft eftir Guðjóni Stefánssyni, fyr irliða íslenzku skáksveitarinn ar. Úr 8 undanriðlum mótsins komust tvö efstu liðin í A-rið il úrslitakeppninnar. Næstu tvö fóru í B-riðil, síðan næstu tvö lið í C-riðil og 15 neðstu liðin lentu í síðasta riðli, D- riðli. Sextiu og þrjár skák- sveitir taka þátt í Olympíu- skákmótinu og eru þær fleiri en nokkru sinni fyrr. Þetta er í fyrsta sinn, að 16 lið tefla í A-riðli. Árangur íslenzku skáksveit arinnar i undankeppninni er umtalsverður, því að íslenzka sveitin sigraði Quernsey með 3%:% og Frakkland og Nýja Sjáland með sömu vinninga- tölu. Þá sigraði íslenzka sveit in Mexikó með 3:1 og Grikk- land í lokaumferðinni með 2%:1%. Islenzka sveitin tap- aði hins vegar fyrir þeirri arg entínsku með 1:3 og fyrir þeirri vestur-þýzku með %: 3%. Talið var, er tvær umferðir voru eftir í undankeppninni, að íslenzka sveitin myndi ná að komast í A-riðilinn, þ.e.a.s. í hóp 16 beztu liðanna. En 1 síðustu umferð vann sveit Argentínu, enda þótt þeir Najdorf, Panno og Quinteros tefldu ekki með, sveit Mexikó méð 4:0, en íslenzka sveitin varð að láta sér nægja naum an sigur yfir Grikklandi eða 2% :1%. • Guðmundur Sigurjónsson hlaut 3% vinning út úr 7 skákum i undankeppninni. Hann hefði getað gert betur, en svo virðist sem hann tefli ekki samkvæmt sinni beztu getu. Jón Kristinsson fékk 4 vinninga I 6 skákum og tap- Bozidar Kasic. — Hann var einn hinna mörgu erlendu skáknianna sem komu til Is- lands í sumar til þess að fylgj ast með heimsmeistaraeinvíg- inu. aði engri skák. Bjöm Þor- steinsson fékk einnig 4 vinn- inga i 6 skákum. Magnús Sól- mundarson fékk 3% vinning út úr 6 skákum, Ólafur Magnússon fékk 1 vinning í 1 skák og Jónas Þorvaldsson 1% vinning í tveimur skák- um. Þrátt fyrir það að íslending um tækist ekki að komast I A-riðilinn í úrslitakeppninni, má telja árángur þeirra mjög góðan. Þess má geta, að á síð asta Olympíuskákmóti varð íslenzka sveitin í 27. sæti og að nú má gera sér vonir um, að hún verði mun ofar. Þessi árangur er þeim mun athygl isverðari, þar sem Friðrik Ólafsson teflir ekki með. Olympíuskákmótið i Skopje hefur heppnazt mjög vel til þessa og er það bæði að þakka góðri þátttöku og góðri skipu lagningu, sem hlotið hefur lof allra þátttakenda. Þrjátiu og þrir stórmeistarar taka þátt I mótinu og einnig mikill fjöldi alþjóðlegra skákmeistara. Enda þótt þeir Fischer og Spassky svo og danski stór- meistarinn Larsen séu ekki á meðal keppenda, er það afar sterkt. Þess vegna er fylgzt af athygli með baráttunni um verðlaunasætin. Enda þótt telja megi Sovétríkin sigur- strangleg, kunna Júgóslavía og Ungverjaland að veita þeim harða keppni og sama má að líkindum segja um V estur-Þýzkaland. 1 B-riðli úrslitakeppninnar, þar sem Island teflir, er gert ráð fyrir, að baráttan verði mjög jöfn. 54ro tonnn fiskibótnr Til sölu er 54ra tonna tréfiskibátur, nýleg þurrafúa klössun, 360 ha Caterpillar-vél frá 1970. Bátur í góðu standi. Ennfremur ýmsar stserðir fiskibáta, þar á meðal nýr 36 tonna bátur. MIÐSTÖÐIN KIRKJUHVOL! SÍMAR 26260 26261 Féiagsheimili Seltjarnarness MEYJASKEMMAN Söngleikur í þrem þáttum eftir BETE. samirtn eftir lögum FRANS SCHUBERT. ir Fluttur af: SAMKÓR VESTMANNAEYJA í Félagsheimili Seltjarnarness. I kvöld Sunnudaginn Mánudaginn kl. 9 e. h. 1. okt kl. 9 e. h. 2. okt. kl. 9 e. h. AÐEINS ÞESSAR ÞRJÁR SÝNINGAR if Forsala aðgöngumiða daglega í FélagsheimilirHi frá kl. 5—7 e. h. — simi 22676. SAMKÓR VESTMANNAEYJA. Félagsheimili Seltjarnarness Opið til klukkan 4 í dag Ennþá er hægt ad gera góð bílakaup ... MAZDA 1300 Deluxe. Eins og aðrar MAZDA bifreiðar er 1300 gerðin búin öllum þeim aukabúnaði, sem þér viljið hafa í bifreið. MAZDA 1300 Deluxe kostar aðeins: 2 dyra fólksbifreið kr. 345 þús. 2 dyra stationbifreið kr, 355 þús. Munið að MAZDA er eina japanska bifreiðategundin semflutt er inn beintog milliliðalaust frá framleiðanda. Það tryggir yður lægsta mögulegt verð. ! • • .v •y • • • • • • • BILABORG HF. HVERFfSGÓTU 76 SÍM/ 22680

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.