Morgunblaðið - 30.09.1972, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.09.1972, Blaðsíða 4
* 4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1972 Fa rA FVfí," STAKSTEINAR BÍLALEIGA CAR RENTAL TS' 21190 21188 14444 25555 14444S*25555 FERÐABlLAR HF. Bílaletga — sími 8126C. Tveggja manna Citroen Mehari. Fimm manna Citnoen G. S. 8—22 rnanna Mercedes-Benz hópferðabílar (m. bílstjórum). BILALEIGAN AKBliAVT 8-23-47 scmhim SKODA EYÐIR MINNA. Shoor LEIGAN AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. Þú \ZMöí MÍMI.. 10004 Ritskoðunar- tilhneigingar Dagrblaðið Tíminn freistar l>ess i gær að bera í bætifláka fyrir ritskoðunartilhneigingar ríkisstjórnarinnar. En eins og kunnugt er, hefur Ólafur Jóhannesson, forsætisráð- herra, í raun réttri krafizt þess, að útvarp og sjónvarp beri undir hann érlendar frétt ir um landhelgismálið. Tilefni þessa voru fréttir, sem fréttastofur útvarpsins og sjónvarpsins höfðu eftir brezka blaðinu Observer fyr- ir skömmu. Um þetta sagði Timinn m.a. í gær: „Forsæt- isráðherra átaldi þessi vinnu- brögð og hafði vissulega til þess fullan rétt. Raunar bar honum skylda til að vara við slíku lapi á furðufréttiim úr erlendum blöðurn." Sannleikurinn er sá, að eng inn .lefur fundið að því, þó að forsætisráðherrann og blaðafulttrúinn beri til baka og leiðrétti það, sem missagt er um afstöðu ríkisstjórnar- innar. Hitt er alvarlegra, þeg- ar forsætisráðherra krefst þess, að allar fréttir um þessi efni séu bornar undir hann, áður en þær eru hirtar. Það er sú krafa, sem gagnrýnd hefur verið, enda felur hún óumdeilanlega í sér ritskoðun artilhneigingu. I alþýðulýðveldum þykir það sjálfsagt, að stjórnvöld hafi hönd í bagga með öllu, sem greint er frá opinber- lega. Ef þessi ritskoðunar- krafa hefur ekki verið eitt af ófáum gönuhlaupum forsæt- isráðherrans, er augljóst, að hann hefur lært furðu mikið af ráðherrum kommúnista á því rúma ári, sem stjórnar- samstarfið hefur varað. Óeðlileg íhlutun I forystugrein Timans í gær segir ennfremur: „En ó- sæmilegum móðgunum og að- dróttunum í garð forsætisráð- herra, um að hann reyni að hafa Chrif á fréttastofur Rík- isútvarpsins og beita þær þrýstingt, verður ekki látið ó- mótmælt. Hér er um tilhæfu- lausar ásakanir að ræða.“ Sannleikurinn i þessu máli er sá, að í fréttatímum út- varps og sjónvarps á mánu- dagskvöld voru flutt viðtöl við Ólaf Jóhannesson, forsæt isráðherra, sem engum dylst, að ráðherrann hefur pantað. Blaðafulltrúi ríkisstjórnarinn- ar var búinn að gefa út yfir- lýsingu, þar sem ákveðnar staðhæfingar í brezka blaðinu Observer voru sagðar á mis- skilningi byggðar. Með þess- ari yfirlýsingu var það leið- rétt, sem missagt hafði verið. En forsætisráðherrann notaði tækifærið til þess að knýja á um viðtöl við sjálfan sig i fjölmiðlum ríkisins. I»egar ráðherra notar vald sitt með þessum hætti er hann ótvírætt að misnota að- stöðu sína og hafa áhrif á fréttaflutning útvarpsins. Þvi verður ekki á móti mælt. Tíminn heldur áfram og seg ir: „Geta forstöðumenn þess- ara fréttastofa líka staðfest það, ef Mbl. vildi eftir leita, að ríkisstjórnin eða fulltrúar hennar hafa enga tilraun gert til að hafa áhrif á fréttaflutn- ing útvarps og sjónvarps og munu ekki gera.“ Það er ekki nóg með, að forstöðunienn fréttastofa út- varps og sjónvarps eigi að staðfesta, að ráðherrarnir og talsmaður þeirra hafi aldrei reynt að hafa áhrif á frétta- flutning þessara stofnana, heldur eiga þeir líka að stað- festa, að ráðherrarnir og tals- maðiirinn muni aldrei gera slikt. Heldur er nú skörin far- in að færast upp á bekkinn, þegar skipa á embættismönn- um ríkisins að gefa út yfir- lýsingar, þar sem segir, að I framtíðinni muni einstakir ráðherrar ekki taka sér fyrir hendur tilgreindar athafnir. Sr. Emil Björnsson: Kirkjubær ÞAÐ þótti ótrúlegt að óreyndu, um miðja 20. öld í Reykjavík, að hópi fólks, sem hvorki leitaði undir verndarvæng ríkiskirkj- unnar, né starfaði i tengslum við útlendar sértrúarhreyfingar, mundi nokkurn tíma takast að koma upp kirkju af engum ver- aldarefnum. En þetta tókst Óháða söfnuðinum á ótrúlega skömmum tíma, eftir að hann fékk byggingarleyfi, þótt því hafi verið minina á loft haldið en ýmsum öðrum kirkjubygg- ingarframkvæmdum. Meira að segja var félagsheimili reist við kirkjuna, en nafn þess, Kirkju- bær, hefur í daglegu tali margra orðið samheiti á því og kirkj- unni. Frá upphafi hefur yfirleitt verið góð kirkjusókn í Kirkju- bæ, og mjög góð, ef miðað er við stærð safnaðarins og kirkju- sókn almennt. Safnaðarheimilið hefur orðið annað heimili margra, Mfræn starfsstöð fyrir góðan og skemmtilegan félags- skap. Messusókn og aðsókn að Kirkjubæ er þeim mun athyglis- verðari sem það er margfalt fyrirhafnarmeira að sækja frí- kirkju en hverfiskirkjur ríkis- kirkjunnar, sem eru aðeins steinsnar í burtu. í»að hefur gert gæfumuninn í Kirkjubæ að áhugi fóliksins, sem byggði þar kirkju sína á gaml'a stakkstæð- inu, hefur reynzt varanlegur en ekki „brothætt gler og bólan þunma, sem brotna senn og hjaðna kunna.“ Úthald og stað- festa eru traustir hornsteinar. Starfsemi kvenfélags kirkjunn- ar hefir reynzt ómetanleg, bæði félagslega og framkvæmdalega séð, og hefur ekki fairið dvínandi heldur vaxandi með árunum. Bræðrafélag hefir einnig frá upp hafi verið starfandi og komið miklu góðu og þörfu til leiðar, bæði beinit og óbeint. Álfheiður L. Guðmundsdóttir hefir verið formaður kvenfélags kirkjunnar frá stofnun þess 1950 og Sig- urður G. Hafliðason er formaður bræðrafélagsins, en formaður safnaðarins er nú Sigurður Magnússon. Það dróst þarigað til í sumar að ganga til fulls frá kirkjulóð- inni við Kirkjubæ, þótt kirkjan værí vígð 1959, en nú grær „grasið mitt góða“ umhverfis kirkjuna á alia vegu í fyrsta sinn og þar munu viðir vaxa upp á komandi árum. Vegna þessar- ar kostnaðarsömu framkvæmd- ar var leitað stuðnings safnaðar- fólks í happdrættisformi í vor af hálfu safnaðarstjórnarinnar, og sannaðist það enn ótvirætt að hugurimn i garð kirkjunmar er hinn sami og ávallt áður. Ég veit að fólk, sem styður og styrkir framkvæmdir sem þessar, telur að það hafi sjálft aUt að þakka gjafaranum alira góðra hluta, en þó skulu þessu fólki nú einnig þakkir tjáðar ljóst og leynt fyr- ir tryggð og ræktarsemi við kirkju síma. Alla vélavinnu, sem eftir var að inna af hendi í sum- air, gáfu hjón í söfnuðinum og er það eitt dæmi af mörgum um fómfýsi og ómetanlegt hugarþel i garð kirkjunnar, sem vér biðj- um að einnig megi verða gef- endum til blessunar. Á morgun, 1. október, er hinn árlegi kirkjudagrur Óháða safnað- arins í Kirkjubæ. Heiti ég nú á sóknarbörn min og alla vildarvini kirkjulegs starfs, að fjölmenma á þessa ltirkjuhátíð og helzt hvemig sem viðrar og treysta samheldnina á helgum stað, gleðjast sameiginlega og styrkja um leið gott málefni. Nú geta menn glaðzt i Kirkjubæ yfir því sem gert hefur verið i sumar, séð með eigin augum það sem fegrað hefur veriö og prýtt um- hverfis kirkjuna og einnig hug- leitt og séð hvað eftir er að gera Kirkjubæ til góða, og sem raun- ar er byrjað á með góðra manna ráði og umsjón. Eftir mesisu á sunnudaginn slá konumar í Kirkjubæ upp veizlu að vanda og jafnframt verður barna- Skemmtun haldin í kirkjunni og hefst kl. 5 og er öllum heimill ókeypis aðgangur. Andvirði kaffi veitinganna rennur allt til við- nalds og uppbyggingar kirkjunn- ar, eins og ávallt áður, en þessi litla kirkja þarfnast nú viðhalds og fegrunar í samræmi við fegr- að umhverfi. Það er nú orðið margreynt að þessi stílhreina kirkja hefir fengið orð fyrir það, innanlands og utan, að vera með- al íegurstu guðshúsa borgarinn- ar og því er sárt að geta ekki haldið henni vel við. Handan við þessa nútimalegu kirkju er nú verið að hlúa að gamla vatnsgeyminum með ósviknum torf- og grjóthleðsl- um. Sýrrist ætla að verða skemmtilegt nábýli tveggja list- rænna mannvirkja, þar sem and- stæðumar mætast. Með kærri þökk fyrir birt- inguma og kveðju til sóknar- bama minna. ■* Kaupmannahðfn þríðjudaga miðvikudaga , fimmtudaga L sunnudaga i Stokkhölmur mánudaga föstudaga Oslö mánudaga mióvlkudaga föstudaga ■ IJ ‘MtiJVf Einnig fe-pantanir og upplýsingar hjá ferðaskrifstofunum Landsýn simi 22890 - Ferðaskrifstofa rikisins simi 11540 - Sunna simi 25060 - Ferðaskrifstofa Cllfars Jacobsen simi 13499 - Urval sími 26900 - Lfísýn sími 20100 - Zoéga simi 25544 Ferðaskrifstofa Akureyrar simi 11475 Auk þess hjá umboðsmönnum um allt land 10FTLEID1R Beinn sími í farskrárdeild 25100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.