Morgunblaðið - 30.09.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.09.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1972 SAI GAI N | í frjálsu ríki eftir YS. Naipaul Gamla Asíu-aðferðin — fjar- Rtýra fyrirtækjum. „Kemur hann hingað I dag, þessi yfir- maður?" „1 dag ekki. Heima. Hann búa þarna." Og hann benti í þann hluta bæjarins sem Bobby hafði nýfarið um. „Já, auðvitað, þeir eru allir í íelum í dag. Láttu mig fá heim- ilisfangið hans. Hvar hann búa, — þessi yfirmaður?" Og á með- an hann hripaði á umslagið með slíku írafári að hann hætti að koma við nokkrum stöfum en páraði bara eitthvert krass í bræði sinni, kallaði hann: „Það á ekki að ráða þetta fólk í vinnu. Það og kóngurinn þess hefur komizt upp með allan fjár ann allt of lengi. En nú skal endir bundinn á það. Sjáðu fram rúðuna mina.“ Sölustjórinn leit á rúðuna og hallaði undir flatt til að sýna áhuga. Litli Afrikumaðurinn var far- inn að jafna sig í hólkvíða sam- festingnum. Hann horfði skömm ustulegur á olíusletturnar í as- faltinu, hélt enn á svampinum og rúðusköfunni og beit saman vörunum. Bobby reiddist þessu kæru- Leikfimiskóli Hofdísnr Arnodóttar tekur til starfa mánudaginn 2. október í fþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar, Lindargötu 7. Ryfmisk leikfimi, slökun og jnzzleikfimi Innritun í dag og á morgun frá kl. lOtil 17 í síma 21724, og frá kl. 17 til 19 í síma 13022. Þátttökugjöldum veitt móttaka í íþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonarfrá klukkan 5-7 í dag, laugardag. Kennarar verða Hafdís Árnadóttir og Gígja Hermannsdóttir. leysi. „Það ætti að kæra þetta til lögreglunnar," sagði hann. Afríkumaðurinn leit upp skelfdum augum. Aftur opnaði hann munninn eins og til að segja eitthvað en ekkert kom. Siðan sveiflaði hann handleggj- unum með uppgjafarsvip eins og hann væri reiðubúinn til að varpa frá sér vinnutækjunum fyrir fullt og allt, sneri sér und- an og bjóst til að ganga burt. „Ég er opinber starfsmaður!" sagði Bobby. Afrikumaðurinn nam staðar og sneri sér við. „Já.“ „Hvernig leyfirðu þér að snúa í mig bakinu, þegar ég er að tala við þig?“ Bobby gekk snúðugt að hon- um, svo víða skyrtan sveiflaðist til og reiddi höndina til höggs. Afríkumaðurinn bar ekki hönd fyrir höfuð sér. Hann horfði bara í ofvæni á Bobby. í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. Hinir Afríkumennirnir þrir stóðu í sömu sporum, einn fyrir framan gula skiltið, annar við bensíndæluna og sá þriðji nær bílnum. „Bobby," sagði Linda út um hálfopinn gluggann. Hún sagði þetta ásökunarlaust, nefndi nafn hans, eins og kynni þeirra væru gömul og þrautreynd. „Hvernig leyfirðu þér að snúa í mig baki?“ „Bobby." Hún var búin að hálfopna bílhurðina og bjóst til að stíga út. Afríkumennirnir bærðu ekki á sér. Bobby snerist á hæli svo velvakandi 0 Styttan a£ Guðmundi góða „Blaðamaður skrifar: „Velvakandi góður! Aðeins örfáar línur fyrir Guð munda tvo. Annar er frá Blönduósi, en hinn var biskup á Hólum og hlaut viðurnefnið góði. Eins og þér mun kunnugt, hefur Guðmundur frá Blöndu- ósi unnið að þvi alllengi að koma upp styttu af nafna sín- um hinum góða og leitað ásjár landsmanna af því tilefni. „Nú vantar aðeins herzlu- muninn, að ég geti fengið stytt una hingað heim, en hún situr tilbúin úti I Kaupmannahöfn," sagði Guðmundur frá Blöndu- ósi, er hann leit inn til okkar sem oft áður. „Ég vil vekja at- hygli á því, að Guðmundur góði er góður. til áheita. Um það geta þeir mörgu, sem heitið hafa á hann, borið vitni. Það er leiðinlegt að láta hann kúra lengi erlendis. Vænti ég því þess, að landsmenn geri nú loka átakið og fái hann hingað héim. Það þarf enginn að sjá eftir því," sagði Guðmundur að lok um, „og ég vona, að þið hjálp- ið mér til þess“. Áheitin renna svo til þess að koma styttunni heim og setja hana upp. £ Auðnuleysingjar vegna áfengisnotkunar Steinar Guðmundsson skrifar: „20. september 1972. Vegna pistils Valdimars Hreiðarssonar og Bjarna Bjömssonar í morgun langar mig til að koma eftirfarandi at- hugasemd á framfæri. Ég er ryiniega ooimuau. þeim félögum, að sorglegt sé til þess að vita, að sálsjúkir vesalingar, sem líta á betlið sem atvinnu, ráfi stefnulaust meðal manna, sem stunda vinnu sina í borginni. En huggun er í því, að þeim auðnuleysingjum, er mest ber á, hefir vissulega fækkað að tiltölu við fólks- fjölda, og mikill menningar- bragur felst í þvi, að nú eru þeir bæði betur til fara og hreinni en þeir voru hér áður fyrr, og svo skilst mér, að mark visst sé unnið að því að leysa mál útigangsins. 0 Einu sinni var hann barnið, sem beðið var eftir Hitt er sorglegt — og það er það, sem mig langar til að gera athugasemd við, að menn, sem undirskrifað geta bréf sín „pro bono publico", skuii ekki gera sér ljóst, að göturóninn fæðist ekki fullmótaður. Vissu- lega verður hann að taka út sinn þroska eins og hver ann- ar, — einu sinni var hann barn ið, sem beðið var eftir, svo varð hann framtíðarvon þjóð- arinnar —■ hann lauk sinni skólagöngu og tók jafnvel við embætti. Hann kvæntist — hann gat börn — böm, sem kölluðu hann pabba — og ætli hann hafi svo ekki ráfað frá kulnaðri konu á bezta aldri. Menn vilja oft ekki skilja við konuna sína og heimilið, en gera það samt. Auðvitað hlaut hann að hnjóta um þessa venjulegu agn úa, sem við öll rekum tæmar í — en hann hefir sennilega hnotið oftar en gengur og ger- ist, unz hann lá. 0 Hjálpin þarf að berast í tæka tíð „Pro bono publico" — af var manninum ekki hjaxpao.' Ég skal svara þvi. Það er vegna þess, að enginn lætur sig varða hlutskipti drykkjumannsins, fyrr en „hann er kominn í skítinn". Félagarnir Valdimar og Bjami horfa ekki nógu langt. Þeir segja, að þjóðfélag okkar gefi hverjum þeim tækifæri til þroska og framgangs, sem nýta vill hæfileika sína til góðs. Þeir gleyma því, að tii eru þeir menn, sem vilja nýta hæfileika sína, en geta það ekki vegna ósýnilegs farartálma, farar- tálma, sem bannar þeim leið- ina, en þjóðfélagið neitar þeim um aðstoð til að ryðja þessum tálma úr vegi eða sniðganga hann. Samt er vitað, að oft er hægt að hj’álpa manninum, ef árvekni er við höfð, svo að hægt sé að beita svolitlum skilningi í ljósi þekkingar á réttri stundu. Dæmin sanna, að klukkustundar spjall á réttum tíma hefir dugað til að aðstoða mann til stefnubreytingar — en hvenær þjónustan er líkleg- ust til að bera árangur, veit enginn fyrirfram. Þess vegna er leiðbeiningastöðin ekki bara sjálfsögð, heldur óumflýjanleg nauðsyn. Ætli upplitið á mannskapn- um yrði ekki furðulegt, ef á- kveðið yrði að hafa slökkvistöð ina opna aðeins á mánudögum og slysavarðstofuna á þriðju- dögum e.h., en hringja mætti heim til Gróu ef hann hvessti? Ég skora á ykkur Valdimar og Bjarni að aðstoða Bláa kross inn við að hefta aðrennsli að betlandi lýð á Austurvelli fram tiðarinnar. Síminn er 21063, en utanáskriftin: Blái krossinn, pósthólf 8, Kópavogi. Með beztu kveðjum, Steinar Guðrnundsson". Nú eða... næst er þér hatdið samkvæmi; FERMINGAR- AFMÆLIS- eða T7EKIF7ERISVEIZLU erum við reiðubúnir að útbúa fyrir yður: Kalt borð, Heita rétti, Smurbrauð, Snittur, Samkvæmissnarl. Auk þess matreiðum við flest það, sem yður dettur f hug, — og ýmislegt fleira! Soelkerinn HAFNARSTRÆTI 19 Simi 13835 og 12388. Kúplingsdishor Jopönsk gæðovoro Joponsht verð Þ. JÓNSSON &CO., sími 84515.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.