Morgunblaðið - 30.09.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.09.1972, Blaðsíða 10
10 MOR'GUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1972 BMW 520 tekur við af BMW 2000 Nú er nýr Mercedes Benz á leiðinni, og verður hann kynntur á Spáni í lok þessa mánaðar. Morg-unblaðinu hefur borizt fyrsta njósnamyndin af nýja Benzanum, sem reyndar var send af Mercedes Benz verksmiðjunum sj álfum. 2000 BMW 520 komið af færi- bandi verksmiðjamna í Miinch en, en vegna Olympiuleikanna og sumarf ría kemst fram- leiðslan ekki upp í hámark fyrr en eftir 2% mánuð, en í ár er búizt við að á milli 14 og 15 þús. bílar verði fram- l’eiddir. BMW bílarnir hafa löng-um talizt hraðskreiðir. Hámarks- hraði 520 með 115 hesfafla vél inni er 173 km/kist og við- bragðið frá 0—100 km/kist. er 12,3 sek. Með sterkari vél- inni kemst 520 upp í 183 km/ klst. og viðbraigðið er frá 0—100 km/kl st. á 11,1 sek.. 520 er með tvöfalt hemla- kerfi, diska að framan, en borða að aftan. Hann er vel hljóðeinangraður og sagður afbragðs þýður á holóttum vegi. Blásturs- og hitakerfi er mjög endurbætt og bíllinn er með halogen l’jós. Verksmiðj- an býst við að BMW 520 serí- an verði lengi í framleiðsiu, óbreytt. BMW verksmiðjurnar þýzku hafa nú sent á markað nýj- an bU, BMW 520, sem á að taka við af BMW 2000 serí- unni. 520 er fjög-urra strokka, og verður tU í þremur gerð- um, allar með þriggja lítra vél. 520 og saml bUl, sjálfskipt- ur, eru með 115 hestafla vél, en auk þess verður ein teg- tmd með beinni inngjöf sem gefur 130 hestöfl. að geta ekki annað eftirspurn. Biðlisti er á öllum mörkuð- um, en vonazt er til að það lagisí á næsta ári, þegar verk sm ðjurnar hafa verið stækk- aðiar. I>egar hafa aðeins um Nýi bíllinn tekur við af BMW 2000, sem reyndar hef- ur ekki verið framleiddur í nokkra ménuði, en hvað snert ir útbúnað líkist hann þó meir sex strokka BMW-unum. Borið saman við 2000 hefur 540 lengra bil á milli hjóla, sem nemur 86 mm og spocr- vídd hefur aukizt um 66 mm að framan og 56 mm að aft- an. Mikið tilllit var tekið til loftmótstöðu við hönnun og 520 er mun nýtízkulegri að sjá en 2000. BMW verksmiðjumar eiga vúð það vandamái að stríða BMW 520 er ný sería, sem leysir BMW 2000 af hólnú. Bogey og* Marlowe Hjónin Humphrey Bogart og Lauren Bacail í sakamálamyndinni Svefn- inn langi, sem gerð er eftir samnefn dri sögu Raymonds Chandlers um einkaspæjarann Marlowe. Sjónvarpsmyndin í kvöld mun vafa- laust gleðja marga, og það af ýms- imi ástæðum. f fyrsta lagi er alltaf fengur af myndum Howards Hawks, sem telja verður með fremstu leik- stjórum Bandarikjanna, í öðru lagl er aðalleikarinn Humphrey heitinn Bogart, og í þriðja lagi er myndln gerð eftlr samnefndri sögu Raymond Chandlers, eins helzta skálds á sviðl sakamálabókmennta fyrr og síðar. Sögur Raymond Chandlers hafa verið vinsælt kvikmyndaefni allt fraim á þennan dag, og margir fræg- ir leikarar hafa spreytt sig á sögu- hetju Chandlers — einkaspæjaran- um Marlowe. Engum hefur tekizt það eins vel og Bogey, og í hugum flestra verða þessir tveir naumast aðskildir, enda hæfa þeir hvor öðr- um óaðfinnanlega. Ekki er það held ur lakara, að í þessari mynd leikur Lauren Bacall á móti Bogey, en þau höfðu skömmu áður gengið í heilagt hjónaband. Með þessari mynd hugð- ist þrenningin, Hawks, Bogey og Bacall, endurtaka Ieikinn frá árinu á undan er þau gerðu „To have or not to have" eftir samnefndri sögu Hemmingways, en sú mynd telst nú ttl sígildra verka kvikmyndanna. Þetta tókst þeim að visu ekki fylli- lega, en Big Sleep er þó engu að sið- ur prýðileg sakamálamynd og leikur þeirra hjóna með miklum ágætum. Howard Hawks er nú 76 ára að aldri, og enn í fullu fjöri — við sáum síðustu mynd hans — Rio Lobos — fyrir skemmstu í Hafnarbíói. Hann er á margan hátt einstakur listamað- ur, og um hann hefur verið sagt sem leikstjóra, að honum hafi tekizt að gera öllum til hæfis — gróðahyggju Hollywoodborgara, áhorfendum og hörðustu gagnrýnendum. Humphrey Bogart lézt hins vegar fyrir 15 árum, en samt má um hann segja, að hann lifi enn góðu lífi í hugum kvikmyndaunnenda. Myndir hans hafa fyrir löngu gert hann ó- dauðlegan. Kona hans, Lauren Bacall, hefur hins vegar lagt kvikmynda- leik að mestu á hilluna, en nýtur um þessar mundir mikilla vinsælda á leik sviði á Brodway.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.