Morgunblaðið - 30.09.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.09.1972, Blaðsíða 16
16 MORGLTNBLAÐÍÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1972 55% til 60% af raunverulegri umframf j árþörf. Hér er stigið stórt skref aftur á bak, sem mun leiða til mismunar á námsaðstöðu. Síðan Magnús Torfi Ólafsson tók við embætti menntamála- ráðherra hefur ríkt alger stöðnun á sviði menntamála. Það kostaði mikið átak á sín- um tírna að fá því fram- gengt, að fullri umframfjár- þörf yrði náð í áföngum á fjórum til fimm árum. Nú ætlar ríkisstjórnin að gera RÍKISSTJÓRNIN LÆKKAR NÁMSLÁN þetta starf að engu; það er ekki einungis um að ræða stöðnun heldur hreina aftur- för. Á síðasta valdaári sínu hækkaði viðreisnarstjórnin námslánin í samræmi við markaða stefnu. Magnús Kjartansson lagði þá til, að stighækkun lánanna yrði fastákveðin með lögum. Þá- verandi stjórnarflokkar vildu hins vegar ekki binda hend- ur þeirrar ríkisstjórnar, sem hugsanlega myndi taka við eftir kosningar. Nú hefur það fallið í hlut Magnúsar öíkisstjórnin virðist nú hafa ákveðið að hverfa frá þeirri stefnu í lánamálum ís- lenzkra námsmanna, sem fyrrverandi ríkisstjórn mark- aði í samráði við hagsmuna- samtök námsmanna og stjórn Lánasjóðsins. Þannig hefur markvisst verið stefnt að því síðan árið 1970, að námslán- in færu stighækkandi, þann- ig að því marki yrði náð á fjórum til fimm árum, að lánaaðstoð við námsmenn nægði til þess að standa straum af árleeum náms- kostnaði, þegar tillit hefði verið tekið til fjáröflunar. Árið 1970 voru námslánin liðlega 50% af umframfjár- þörf. Þessi hlutfallstala hækk aði upp í tæp 65% árið 1971 og er á þessu ári um það bil 77%. Svo að unnt yrði að halda áfram á sömu braut, lagði stjórn lánasjóðsins til, að hlutfallstala umframfjár- þarfar næsta ár yrði um það bil 88%. Tillögur ríkisstjórn- arinnar um fjárveitingar til lánasjóðsins fyrir næsta ár hafa það hins vegar í för með sér. að lánin munu ekki nema Otgafandí hf Árvalcup Ffeyfojavfk Pranvkvewndas-tjóri Haratckir Sveinsaon. ■Ritotfórar Matshías J-ohennessen, Eyjólifur Konráð Jónsson. Aðsfoðarritstjóri atyrmir Gunnersson. RitotíórnerfiHHirúi Þtorbljörn Guðmundeson Fróttastjóri Björn Jóihannsson. Augíýaingastjóri Árni Garðar Kristinsscjn Rítstjórn 03 aígreiðsla Aðaistrreti 6, simi 1Ö-100. Augilýsingar Aðafstreeti 6, símí 22-4-80 Ás/krrftargjafd 225,00 kr á wá'nuöi innanlands f íausasdTu 15,00 ikr eintakið Kjartanssonar sem ráðherra að standa að stórfelldri hlut- fallslegri lækkun á námslán- unum. Samkvæmt tillögu stjórnar lánasjóðsins hefði þessi hlut- fallslega hækkun á lánunum miðað við umframfjárþörf kostað ríkissjóð 48,7 milljón- ir króna. En hækkun vegna verðlagsbrevtinga hefði num- ið 80,4 milljónum króna. Rík- isstjórnin virðist hins végar ekki ætla að taka tillit til þeirra verðlagsbreytinga, sem orðið hafa, og ennfremur hef- ur hún synjað um fjárveit- ingu til þess að standa undir halla lánasjóðsins á þessu ári, sem nemur 6,6 millj. kr. Hér er um mjög alvarlegt mál að ræða og í raun réttri verður ekki séð, að ríkis- stjórnin geti framfylgt þess- ari stefnu. Þess er krafizt, að upphaflegri áætlun um stig- hækkun lánanna verði fram- fylgt óhikað og markvisst. Mikilvægar viðræður framundan Qamkomulag hefur nú tekizt ^ milii utanríkisráðherra íslands og Bretlands um að hefja á ný viðræður embætt- ismanna um hugsanlega lausn á ágreiningsefnum íslendinga og Breta vegna útfærslu fisk- veiðilandhelginnar. Því ber að fagna, að ríkisstjórnirnar skuli hafa komið sér saman um að halda áfram samkomu lagsumleitunum, en mestu máli skipt.ir nú, að vel og skynsamlega verði haldið á málum. Ef þessar viðræður fara út um þúfur, er eins víst að ekki verði úr frekari samkomu- lagsumleitunum um sinn; það ber að hafa í huga. Eigi þessar viðræður að bera árangur, verða íslendingar að leggja kapp á að ræða fyrst um þau atriði, sem líklegt er að unnt verði að ná samkomu lagi um. Reynsla fyrri við- ræðufunda á að geta vísað veginn í þeim efnum. Hin erfiðari ágreinings- atriði er rétt að leggja til hliðar, þar til samkomulag hefur tekizt um þau atriði, sem auðveldari eru viðfangs. Ef þannig verður unnið að þessum samkomulagstilraun- um, verður ugglaust auðveld- ara að tiakast á við megin deiluatrfcin. Samningamenn Islands verða einnig að haga viðræð- unum þannig, að unnt verði að vinna málstað íslendinga samúð erlendis, ef svo skyldi fara að slitnaði upp úr við- ræðunum. Það skiptir miklu, að áróðursstaða okkar á er- lendum vettvangi styrkist, þó svo illa tækist til, að sam- komulag næðist ekki í þess- um mikilvægu viðræðum. Matthías Johannessen: Kosningabaráttan í Vestur-Þýzkalandi: V alið er er f itt f y rir marga k j ósendur A álieyreiidapiilliinum: Mildred Sehoel og Rut Brandt. Miinchen, sept. — Kosn- ingabaráttan í Vestur-Þýzka- landi er hafin. Flokkarnir eru byrjaðir að velja fraan- bjóðendur og surns staðar er áróðurinn farinn að setja svip á daglegt líf fólks. Jafn aðarmenn ganga klofnir til kosninga nú þegar Karl Schiller, síðasta stórtákn þýzka efnahagsundursins og eina fjármáiastjama sósíal- demókrata, hefur sagt sig úr flokki sinum. Það mátti sjá af eldhúsdags umræðuinum í vestur-þýzka þinginu að kosningabaráttan verður hörð og óvægin, enda úrslit tvisýn. Þó hefur Heine mann forseti hvatt til mál- efnalegrar baráttu. Brandt á áreiðaniega meiri ítök i þjóð- inni en miargur hyggur og Barzel er litríkari og hættu- legri keppinautur en margir töldu. 1 eldhúsdagsumræðun- um talaði hann eins og þeim einum sæmir sem keppir að kanslaraembætti. Vinsældir Scheels og frjálsra demó- krata eru óráðin gáta, þótt sumir séu þeirrar skoðunar að Frjálsi demókrataflokk urinn hafi fremur unn- ið á en tapað fýlgi, enda veit- ir honum ekki af. Lítf hans hiangir á bláþræði. Sérfræð- ingar segja að kosningarnar geti olitið á nokkrum þúsund- um atkvæða til hægri eða vinstri. Athygli vekur að ungt fólk sem spupt var um flokk- ana í sjónvarpsviðtölum var margt þeirrar skoðunar að stefna stjórnarinnar í utan- ri'kismálum væri betri en utan ríkispólitik kristilegra demó krata, en stefna Kristilega demókrataflokksins í innan- rikismál'um væri be»tri en stjómarsinnia. Alliar spár um úrslitin eru því út í bláinn eins og sakir standa. Valið er augsýnilega erfitt fyrir marga kjósendur, ekki sízt unga fólkið. Einis og kunnugt er af firétt um hefur Heinemann forseti ákveðið að kosningar fari fram 19. nóv. n.k. og munu stjórnmálamen.n áreiðanlega nota tímann vei, skýra mál sitt og afla stefnu flokka sirana fylgis. Falleg orð, árás- ir, loforð og átök munu ein- kenna vestur-þýzkt þjóðlíf næstu vikumair. Eftir eldhús- dagsumræðurnar er augljóst að margiir munu fara úr jafn- vægi, enda segir eitt blað- anna að stjónmmáiamenn hafi „viðkvæimara tauigakerfi" en sést á yfirborðinu. Þebba „við kvæma taugakerfi“ var þó öllum harla ljós staðreynd sem fylgdust með „Eldhús- in>u“ dagana tvo áður en Sam bandsþinginu var slitið: þar töluðu memn af hita, gumir jafnvel með sanntfærimgiar- krafti, létu tilfinningiair sínar óspart í ljós, studdust við skrifaða punkta en vitou oft út af sporinu í hita barátit- unnar og flugu þá hnútur um borð í orrahríðinni. Brandt kanslairi, Barzel leið togi kristilegra og Scheel ut- anrikisráðherra, forsvansmað ur frjál'sra demókraita, reyndu einna helzt að ha.lda aftur af tilfinningum sinuim, en gekk erfiðlega á stundum. Þeir duttu fyrr en varði út úr rullu virðulegra leiðtoga, en voru yfirlei'bt fljótir að setja aftur upp svip virðu- legrar forsjónar. Þimgmenn voru endalaust að klappa eða fussa og var tal'.svent skvald- ur á stundum, enda um 500 manns á samkomu þessiari. Umræður á Alþingi ísilend- iniga eru eins og gjálp við stein samanborið við þann brimsúg og náttúru'hamtfariir sem þarna áttu sér stað. Mest virtist manni kliappað fyrir kanslaranum, þegar sbuðn- ingsmönnum hans þótti hon- um takast vel upp. yfirleitt talar hann rólega og yfirveg að, en stundum gýs hann eins og eldfjall og þá fá andsitæð- ingarnir það óþvegið. Brandt talaði einkum um nauðsyn þeirrar utanríkis stefnu sem stjórn hans hefur markað og var yfirleitt mjög málefnalegur i ræðum sínum. Hann spurði hvort önnur leið hefði verið til en sú sem stjóm hans hefði valið til að draga úr spennu í Evrópu. Scheel lagði einnig áherzlu á gagnsemi þessarar stefnu, enda hefur hann framkvæmit hama. Engum vafa er undir- orpið að stefna þeirra Brand'ts hefur dregið úr spennu á megimlandinu, en araniað mál er hvernig komm- únistar færa sér það í nyt. Framtíðin ein getur úr því skorið. Brandt lagði áherzliu á að stjórnarsinnar væru stoltir af verkuim sínum þessi þrjú ár sem þeir hefðu farið með völd og var þá klappað eða fuss- að eftir atv'ikum. En saininfær ingarkraftur Brandits leyndi sér ekki. Hann var ekki i neinni vörn, þegar utanrikis- mál voru annars vegar, enda hafa fáir þýzkir stjórramála- menn hreinni skjöld en hann, þegar barátba við öfigasirana er aninars vegar. Engiinn hef ur sýnt batur en haon and- sityggð sina á eiinræðisöfluim Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.