Morgunblaðið - 06.10.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.10.1972, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1972. 17 NÚ er k>kið hinum árlegu hring- leikaferðum stjórnmálafLokk- anna um byggðir landsins. Stjómmálamenn í gljáfægðum bílaflotum með söng og spil í farangriinum, lögðu að venju leið sina í nær öll samkomuhús lanílsi n.s og buðu upp á lítils- háttar ræðustúfa og síðan hökt og hávaða fram á nótt. Hver bílalestin rak aðra um landið. Stjórnarsinnar skýrðu vand- ann að taka við rýru búi fyrr- verandi ríkiisstjómar og lýstu stórhuga áformum um „velsæld" fyrir öll landsins börn undir for- sæti Ólafs Jóhannessonar. ' Utanstjórnairmenin greindu frá hinum gildu sjóðum, sem vinstri stjórnin hefði sólundað á stutt- um og slitróttum valdaferli. Engin ríkisstjórn hefði setzt við ríkulegra nægtaborð ,,og allir sæju nú“ hvert stefndi. Kjósendurnir lögðu spurning- ar fyrir ferðafólkið og svör voru reidd fram af andríki og snilii. Svo dunaði dansinn; ?<•> i Ríkisstjórnin mun leysa vandann. BOKUN stundin varð þokukennd og áhyggjulaus og kjósendunum var gefinn kostur á að taka í hendur ferðamaninanna. Og nú eru þessdr þreyttu menn komnir heim. Geta andað léttar og tekið lífinu með ró, því senn hefjast störf Alþingis. TILTRÚIN NúveraAdi likisstjórn hafði all- mikið og nokkuð hreinræktað fylgi að baki sér við valdatök- una. Meira um vert fyrir hana sjálfa var þó, að ráðherrarnir allir höfðu tiltrú, sem náði nokk- uð drjúgt inn í ýmsar raðir. Löng seta fyrrverandi rikis- stjórnar hafði skapað vissa og skiljanlega þörf margra „að breyta til“ án nánari skilgrein- ingar á þörfinmi sjálfri. Greini- legt var, að ungt fólk, sem kaus í fyrsta eða annað sinn, valdi mikið til vinstri. Afdrifaríkustu úrslit kosning- anna voru hið óttalega fylgis- hrun Alþýðuflokksins og at- kvæðamagn SFV og Aliþbl. í Reykjavik. Þessir tveir pólar geta haft mikil pólitísk áhrif á framtíðarþróun stjórnmála hér- lendis. Þó virðist það ekki vera fynr en á siðustu mánuðum, að utamstjórnarmenn hafa lært Eftir Braga Kristjónsson þessi sannindi og dregið af þeim nolckrar ályktanir um hugsanlega áframhaldandi þró- un. Störf ráðherra fyrsta ár stjórn ar hljóta að markasit mjög af tvenmu: Nýrri stefnumótun og sjálfsnámi og kynningu af myrk- viðum hinnar opinberu stjóm- sýslu. Miklir erfiðleikar geta ris- ið í fyrstu vegna andstæðra skoðana öflugra aðila iinnan stjórnisýsliukerfisins, þar sem kerfið býður ekki upp á manna- skiþti nema við fráíall eða slys. Eina lausnin er því viðbót og útvíkkun. FULLTRÚARNIR Ráðherrar núverandi rikis- stjórnar völdu líka þann kost að ráða fljótlega tii sín allmarga aðstoðarmenm og konur — eins konar pólitíska hvíslara. Þá varð það núverandi ríkis- stjórn til mikils happs að fá í starf blaðafulltrúa viðförlan menntamann. Hefur sá unnið al- þjóð ómetanlegt gagn með ein- beittri og þakkafiuillri fram- göngu, m.a. í landhelgismálinu. Verðu.r forsætisráðherra séint fullþökkuð sú ágæta ráðstöfun að nýta krafta þessarar hagleiks- manneskjiu. Ríkisstjórnin fór vel af stað og allir voru bjartsýnir — nema andstæðingarnir. Gamla og veika fólkið fékk hækkun. Trygg- ingaráðherrann virtist ala með sér rika umhyggju fyrir liitil- mag’nanvim og réð hæfa konu sér til aðstoðar. FLUGBRAUTIN Svo kom fluigbrautin. Lenging brautar á Keflavíkurflugvelli varð mikið áfall fyrir þann vinstri móral, sem ríkti meðal stuðningsmanna ríkissitjórnar- innar. Milljónirnar sem þegnar voru frá USA, urðu allri ríkisstj. til stórrar minnkunar hjá flest- um stuðningsmönnum hennar, sem urðu fyrir varanlegu áfalli við móttöku fjárins. Það átti ekki aðeins við um hermanna- andstæðinga og sósialista; öllu fremur um hinn „almenna" stuðn ingsmann málstaðar hins sjálf- stæða manns. En allt, sem gerð- ist, var kvittun fyrir móttöku og bókun í doðrant stjórnarinnar. Framsóknarmenn hefðu ekki slitið stjórnarstarfinu vegna þessa máls; þaðanafsíður SFV. En Lúðvik og Magnús létu bóka ógleði sína. Vonandi reynist stolt þeirra manna dýrkeyptara i landhelgis- málinu. BÍLARNIR OG FÓLKIÐ Blöð fyrrverandi stjórnarand- stæðinga voru ádeilin um vir®u- Legan bilakost fyrrv. ríkisstjórn- ar og vel haldna risnu ráðherr- anna. Margir væntu þvl breyt- inga í því efni. En reisn núver- andi ráðherra er engu minni en fyrrverandi. Samt eru flestir ís- lendingar frábitnir svona sterti- mennsku. Núv. ráðherrar hefðu átt yisa undrun og virðingu óliklegasta fólks, hefðu þeir get- að hiugsa sér að aka um í svip- uðum farartækjum og „aðrir“: Tveir-þrír benzar til brúkunar við opinberar móttökur og 7 moskvitsar eða fólksvagnar hefðu lítið skert álit íslands á al- þj óða vettvangi. Það hefði t.a.m. klætt iðnaðar- ráðherra vorn ljómandi vel að aka um í svartri Volgu af nýj- ustu gerð og Hannibal hefði ver- ið vel í stíl við japanskan jeppá- bil. En ráðherrarnir völdu allir fl'Uigbrautarleiðina i þessiu máii. Milljónin er líka alltaf að minnka. FRAMTÍÐIN Ríkisstjórnin getur nú horft vonglöðum augum til framtíðar- innar. Bráðlega verður nýju landhelginni deilt niður í „hóif“- og þar veiða allar þjóðir í sam- felldri kærieikskeðju og hval- bátarnir geta iglt sinn sjó. Óskabörnin, Framkvæmda- stofnun og Lagmetisiðja, komast á legg og „hundurinn“ fer norð- ur heiðar. Hermennirnir skipta um föt og verða kallaðir „tækni- menn við gæzlu". Allar heimains flugvélar geta framvegis haft viðkomu á KeflavíkurflugveLli. Útflutningsframleiðslan fær nið- urgreiðsluiuppbætur úr nýjum sjóði, sem enn heíur ekki verið gefið nafn. Opinberir starfs- menn fá „leiðréttingu“ og aðrlr „kjarabætur". Björn Jónsson verður ráðherra og Guðmundur Garðarsson forseti ASÍ. Og þá verður nú skriður á þjóðarskútunni. Þormóður Runólfsson: Þankabrot I sjónvarpsþætti í vetur komst Benedikt Gröndal í nokkur vand- ræði, þegar til hans var beint spurn ingu sem hljóðaði eitthvað á þá leið, að úr þvi að hann væri á móti brott- för bandaríska varnarliðsins frá ís- landi á þeirri forsendu að það mundi raska valdajafnvægi austurs og vesturs, hlyti hann einnig að vera á mótí brottför rússneska innrásar- liðsins í Tékkóslóvakiu á nákvæm- lega sömu forsendum. Vandræði Benedikts Gröndals stöfuðu ekki af því að hann skorti þekkingu á mál- efninu sem um var rætt, held- ur hinu, að spurningin sjálf felur í sér þekktan orðhengilshátt, þar sem fyrirspyrjandinn leitast vísvit- andi við að hafa forsendurnar fyr- ir spurningum sínum rangar í þeim tilgangi að rugla andsvarsmann sinn í ríminu. Sem alþekkt dæmi um slíkar orð- hengiisspurningar má nefna spurn- una: „Ertu hættur að berja mömmu þína?“ — Hætt er við að sá, sem spurður er slíkrar spurningar í fynsta simm, komisit i bobba. Ef hann svarar játandi hefur hann þar með viðurkennt að hann hafi barið móð- ur sina, en svari hann hins vegar neitandi játar hann ekki einungis að hafa barið hana heldur einnig að hann muni halda þvl áfram. Þarna liggur orðhengilshátturinn í því, að með spurningu sinni slær fyr- irspyrjandinn þvi föstu að andsvars maður hans hafi barið móður sína. Á sama hátt gaf fyrirspyrjandinn í sjónvarpinu spurningu sinni þá röngu forsendu, að enginn eðlismun ur væri á Varsjárbandalaginu ann- ars vegar og Atlantshafsbandalag- inu hins vegar; hernaðarbandalag væri alltaf hernaðarbandalag og her veldi herveldi, og öll slík fyrir- birgði hliyftu eðli sínu samkvæmt óhjákvæmilega að stefna að því að undiroka og kúga þá sem minnimátt- ar væru. — Til þess að sjá í hendi sinni hversu mjög slík röksemda- færsla er út í hött, verða menn að þekkja svolitið til þeirra at- burða sem leiddu til stofnunar NATO. Því hefur stundum verið haldið fram, að á Yalta-ráðstefnunni hafi þeir Churchill, Roosevelt og Stalin samið um það sín á milli að skipta heiminum í afmörkuð áhrifasvæði stórveldanna. Þetta er rangt. Á fund'um bandamanna í Teheran, Yalta og Potsdam hét Stalín þvi að halda áfram samvinnunni eftir stríð- ið. Stalín féllst á þá sérkröfu Vest- urveldanna, að almennar þingkosn- ingar skyldu fram fara á þeim svæð- um, sem sovézkir herir hefðu á sínu valdi, og á sameiginlega stjórn í hinu hernumda Þýzkalandi. Það er litill vafi á því, að um þessar mundir mun helftin af stjórn málaforingjum Vesturlanda hafa trú að þvi, að kommúnistastjórnin i Moskvu vildi í einlægni koma á var anlegum friði i heiminum. Um það ber m.a. vitni ræða, sem utanrikis- ráðherra Bandaríkjanna á þessum tíma, Cordell Hull, hélt í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings, þar sem hann lýsti eftirfarandi yfir: „Það verður ekki lengur þörf fyrir áhrifa svæði, fyrir bandalög, fyrir valda- jafnvægi, né nokkurt annað fyrir- komulag af því tagi, sem þjóðir heims hafa á undangengnum óheilla árum barizt við að beita til að tryggja öryggi sitt, ellegar til að koma ár sinni fyrir borð.“ — Við þetta bætti McMillan í endurminn- ingum sínum: „Hull var fulltrúi skoð ana, sem náðu hámarki þróunar sinn ar á óheillaráðstefnunni í Yalta. Þær áttu eftir að ráða mestu um stefnu Bandaríkjanna nokkur næstu árin á eftir.“ En löngu áður en síðasta skoti seinni heimsstyrjaldarinnar var hleypt af, sýndu kommúnistar það svart á hvítu, að þeir voru staðráðn- ir í að virða eklti eina einustu grein samkomulagsins, sem gert var í Yalta. Lokayfirlýsing ráðstefnunnar var gefin út 11. febrúar 1945, en aðeins hálfum mánuði seinna neyddi Viehinsky, staddur í Búkarest, kon- ung Rúmeniu til þess að víkja stjórn landsins frá, og stíga fyrstu skrefin í þá átt að koma á fót einræðisstjórn kommúnista gegn vilja meirihluta þjóðarinnar, sem var skýlaust brot á Yalta-samkomulaginu. 1 Póllandi, Ungverjalandi og Búlgaríu voru sett ar á laggirnar rikisstjórnir, þar sem kommúnistar, þjálfaðir í Moskvu, höfðu töglin og hagldirnar. 1 Þýzka- landi leystist sameiginlegt fjórvelda hernám upp, og við tóku tvö aðskil- in hernámssvæði. Að Júgóslavíu undanskilinni fékk hvert einasta land, sem Rauði herinn haifði á valdi sinu í stríðslok, yfir sig leppstjórn moskvukommúnista. Stalin reyndi einnig að ná Grikklandi með skæru- liðum, sem nutu stuðnings frá Moskvu, en mistókst vegna stuðn- ings Bandaríkjamanna við hersveit- ir andkommúnista í landinu. I Frakk landi og á Ítalíu reyndi hann að færa sér í nyt efnahagsglundroðann eftir styrjöldina til þess að vekja al- menna óánægju, er væri undanfari kommúnískra ríkisstjórna, en sú tiil- raun fór út um þúfur vegna Mars- halláætlunarinnar. í íran neitaði Stalín að láta rússneskt herlið hverfa á brott þar til hann var knú inn til þess af Vesturveldunum árið 1946. 1948 veltu kommúnistar í Tékkóslóvakíu löglegri stjórn landsins úr sessi og höfðu þar síðan öll ráð. Sama ár reyndi Stalín að ná Vestur-Berlín með þvi að setja setu lið bandamanna í borginni í herkvi, sem mistókst vegna loftbrúar Vest- urveldanna. Svona mætti áfram telja. Um all- an heim blasti ógrímuklædd heims- valdastefna moskvukommúnista við í öllum sínum óhugnaði. Það var því ekki vonum fyrr, að Vesturveld in vöknuðu af friðardraumum sín- um árið 1949, og áikváðu að koma á varnarsamstarfi sin á milli. Stofn- un Atlantshafsbandalagsins var ekk ert annað en nauðvörn frjálsra vest- rænna þjóða gegn vitfiirrings- legri útþensílustefinu og valdagræðgi austrænna ofbeldisafla, og hernaðar styrkur NATO hefur ætíð mið- ast við það lágmark, að bandalagið gæti með nokkrum árangri varizt vopnaðri ofbeldisárás úr austri. Árás NATO á Varsjárbanda- lagslöndin hefur ætíð verið herfræði leg fjarstæða, einfaldlega vegna yf- irburðastyrkleika rússnesku herj anna í Evrópu. Af þessu ætti að mega sjá, að það er hámark ósvífninnar þegar islenzk ir kommúnistar reyna að leggja þessi tvö hernaðarbandalög að jöfnu og setja tilgang þeirra og markmið und ir sama hatt. Sannleikurinn er sá, að sá maður, sem þekkir sögu og starfs- aðferðir heimskommúnismans, en vill samt sem áður taka þá áhættu að segja land sitt úr varnarsamtökum vestrænna þjóða og opna það þar með fyrir austrænu ofbeldi, hann á ekki skilið að kallast Islendingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.