Morgunblaðið - 18.10.1972, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1972
22-0-22*
RAUÐARÁRSTÍG 31
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
14444 a? 25555
14444 ** 25555
SKÖDA EYÐIR MINNA.
Shod p
LEIGAH
AUBbREKKU 44-46.
SÍMI 42600. - -
mnrgfaldar
morkad yðar
i
Hjartanlega þakka ég' börn-
um mínum, tengda- og barna-
börmim, frændum, vinum og
félagasamtökum, sem glöddu
mig og sýndu mér sóma á 75
ára afmæli mínu 8. þ.m.
Guðlaug Narfadóttir.
I STAKSTEINAR
Að geðjast
Nixon
Morgunblaðið falsar frétt-
ir. I-egar bezt lætur þegir
það þunnu hljóði yfir stór-
fréttum. Alveg sérstaklega
liylrnir það yfir með Banda-
ríkjamönnum og reynir eftir
fremsta megni að geðjast
Nixon og hygla honum.
Morgunblaðið hefur til dæm
is orðið uppvist að þvi að
þegja yfir afburða merki-
legri frétt í kommúnistamál-
gagninu í Sovét: lofi og
dýrð um Nixon, hvorki meira
né niinna. Og kommúnista-
biaðið á Islandi er sármóðg-
að fyrir hönd Pröv'du, eins
og vonlegt er. Svo það snýr
fréttinni einu sinni á hvolf,
vindur upp á hana og fær
eftirfarandi útkomu; Mogg-
inn er svo sæll í sinni blekk-
on heima fyrir, segir komm-
únistablaðið og hefur Ieiðara
leturstærð á þessiun ósköp-
um.
Nú er Mbl. að vísti sann-
fært um áhrif sín á Islandi,
en ritstjórarnir við Skóla-
vörðustíg ofmeta þó — af
hverju sem það nú stafar —
útbreiðslu Morgunblaðsins í
Bandarikjunum og áhrif
þess á framvindu kosninga-
baráttunnar þar.
Fréttamat
Fréttamat litlu blaðanna er
annars einkennilegt á stund
um. Fróðlegt er til að mynda
að skoða forsíðu nefnds al-
þýðumálgagns um helgina.
Vfir forsíðuna þvera er birt
fimm dálka áskorun frá
þekktu vinstriskáldi um að
maður nokkur, sem komst í
annað hundrað manns hafi
farizt í flugsl.vsi i fyrirmynd
arríkinu er ekki ástæða tii
að tíunda slíkt. Og ekki hef-
ur síður verið athyglisvert
að skoða útsíður framsóknar
blaðsins síðustu vikur. Fyr-
ir nokkru var sú æsifrétt á
forsíðu, að lambtetur nokk-
urt hefði lært að ganga und-
ir og sjúga kú. Þessari frétt
voru gerð verulega ítarleg
skil. Landhelgismálum var
náðarsamlegast fengið #1 um
ráða tveggja dálka pláss, en
féil auðvitað aiveg í skugg-
ann af kúnni vænu og lamb-
inu. Nokkru síðar var svo
frétt um fiskverðshækkun
falin inni í framsóknarblað-
inu og svo mætti áfram telja.
Kannski sagan um lambið
og kúna hafi fengið meira
rými vegna þess að ritstjór-
ar blaðsins töldu hana merk-
ari landhelgisumræðum —
eða kannski glöggur ritstjóri
Hvað gerist
næst?
Nú þegar fyrirsjáanlegt er
að samningar við Breta um
landbelgina eru enn
langt undan verður gaman
að sjá, hvort dómsmálaráð-
herrann tekur af skarið gagn
vart landhelgisbrjótum. Dag-
blaðið Visir liefur undanfar
ið birt áhrifamiklar myndir
af þremur til fjórum íslenzk-
um varðskipum, hvar þau
lágu og dormuðu letilega við
bryggju í Reykjavík á með-
an fiskimenn Bretadrottning
ar héldu uppteknum hætti
að fiska innan nýju mark-
aiina. Árangurinn lét ekki á
sér standa; sl. laugardag var
hvalbáturinn Týr sendur út,
enda þótt deildar meiningar
væru um, hvort hann væri til
búinn til gæzlustarfa og
skömmu áður hafði flagg-
ingu, að hann telur sér trú um að það komi Nixon skár, að ekki sé verið að básúna slíkt. Það gæti skaðað Nix- fréttirnar daginn, sem Al- þingi var sett, fái hlýlegri meðferð. Þctta er hugulsemi, sem vert er að meta. Þótt á hafi litið á hana sem dæmi- sögu, sem lesendur mættu leggja út af eftir eigin geð- þótta? skipið látið úr höln. Og augljóslega hafa skipherram- ir loksins fengið einhver fyr- irmælí.
Haukur Ingibergsson: HLJÓM PLÖTUR1
Vilhjálmur Vilhjálmsson:
Glugginn hennar Kötu,
LP, Stereo,
SCr-hljómplötur
Þótt Vilhjálmur Vilhjálms-
son hafi sungið fleiri lög inn
á hljómplötur en flestir aðrir
Islenzkir dægurlagasöngvar-
ar, þá er þetta fyrsta LP plat
an sem hann syngur einn á.
Ótrúlegt en satt. Það/eru nú
tvö ár síðan Vilhjálmur
kvaddi Island og hélt til Lux
emburgar, þar sem hann er
flugstjóri hjá Luxair, en í frí
um hef'ur hann komið upp og
sungið inn á plötur. Þessi
plata varð einmitt til í einu
slíku fríi sl. vor, og þrátt fyr-
ir að snar handtök hafi þurft
við undirbúning plötunnar
(lagaval, texta, útsetningar
og hljóðritun) er slíkt ekki
áberandi á plötunni. Það er
þá helzt, að eitt eða tvö lög
séu varla samboðin jafn góð-
um söngvara og Vilhjálmi,
en þama eru einnig dágóð
lög eins og titillagið „Glugg-
inn hennar Kötu“, „Ó mín
kæra vina,“ „Vor, sumar vet-
ur og haust,“ „Angelia" og
„Kveðia útlagans". Og þarna
eru nokkrir góðir textar eins
ag „Voir, sumar, vetur og
haust" eftir Jóhönnu G. Erl
ingsson, sem er vandaðasti
textahöfundur, sem nú er
starfandi og semur hún eink-
ar failega texta, sem margir
mundu sóma sér betur í
sálmabók þjóðkirkjunnar en
ýmislegt, sem þar er. Þarna
eru einnig góðir textar eftir
Iðunni Steinsdóttur, sem að
visu taka margir mið af er
lenda textanum. Það er eng-
uim blöðum um það að ftetta
að Vilhjálmur er einn okkar
albezti söngvari og i „Ó mín
kæra vina“ sýnir hann á sér
nýja hlið, sem falsettusöngv-
ari. Þá syngur hann „Ange-
lia“ sem Dúmbó og Steini
voru með um árið og verður
útkoman fágaðri en hjá
Dúmbó (Skagamenn segja, að
Steini syngi mörg glansnúm-
er Vilhjálms betur en Vil-
hjálmur). Útsetningar gerði
Jón Sigurðsson og þær eru
margar nær beinar endur
skriftir á erlendum hugmynd
um (enda lítill timi til útsetn
inga). Vilhjálmur er enn í
toppformi og þetta er von-
andi ekki hans seinasta plata.
Rósa Ingólfsdóttir:
LP, Stereo,
SG-hljómplötur
Það sérkennilegasta við
þessa plötu er, að textarnir
eru flestir gamlar þjóðvisur,
sem Rósa og faðir hennar
Ingólfur Sveinsson, hafa gert
lög við. Þannig er verið að
reyna að endurvekja gamlan
kveðskap, og það er í sjálfu
sér virðingarvert, þó að ég
hafi þá trú, að slíkt beri ekki
árangur sem erfiði, til þess
er efnið of fjarlægt og
óáhugavert fyrir allan þorra
fólks, sem hefur ekki lengur
áhuga á hundum geltandi út
á hól, Grýlu, sem á heima i
fjailinu, eða smalastúlkunni
frammi i dalnum. En lögin
eru nær öll hröð, og þar sem
Rósa syngur bæði fjörlega og
kraftmikið er platan fremur
lifleg. Þar að auki eru út-
setningarnar, sem Jón Sig-
urðsson á allan heiður af, hin
ar viðkuinnanlegustu og
vöktu mesta athygli mína
notkun hörpu og tvær jazz-
kenndar saxafónsólóar. En
það á fullan rétt á sér að
reyna að samhæfa garnalt og
nýtt eins og tilraun er gerð
til á þessari plötu.
Chicago: Chicago V,
LP, stereo,
CBS/Fálkinn
Þetta er frábær plata frá
einni beztu pophljómsveit-
inni. Flest lögin eru frábær
(Mörg þeirra eru eftir Ro-
bert Lamm). Útsetningarnar
eru meistaraverk og engin
notar blásturshljóðfærin
jafn vel og Chicago, takt-
breytingar og alls konar
„trix“ eru áberandi og sam-
stilling hljómsveitarinnar er
áberandi góð. Ef nefna á ein
stök lög eru það „Saturday
in the pa,rk,“ „Now that
you've gone“ og „Dialoge“.
Þetta er plata, sem hæfir
ekki aðeins vel í plötuhill-
unni heldur einnig á fónin-
um hjá þeim, sem vilja hlusta
á pop eins og það gerist bezt.
Kaupmannahttfn
þriójudaga
miðvikudaga
, fimmtudaga
k sunnudaga /
Clasgow
laugardaga
Osló
mánudaga
miðvikudaga
föstudaga
Beinn sími í farskrárdeild 25100
Einnig farpantanir og upplýsingar hjá ferðaskrifstofunum
Landsýn sími 22890 - Ferðaskrifstofa rikisins simi 11540 - Sunna sími 2506Ö - Ferðaskrifstofa
ÚKars Jacobsen simí 13499 - Úrval simi 26900 - Útsýn simi 20100 - Zoéga simi 25544
Feróaskrifstofa Akureyrai simi 11475
Auk þess hjá umboðsmönnum
um allt land
L0FTIEIDIR