Morgunblaðið - 28.10.1972, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.10.1972, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28..'OKTÓBER 1972 l - ; ; i . i Jónas Rafnar fyrrv. yfirlæknir — Minning Jónas Rafnar, fyrrverandi yf- irteknir á Kristnesi var fædd- ur að Espihóli i Eyjafirði 9. febrúar 1887. Foreldrar hans voru Jónas Jónasson, prófastur að HrafnagiM og kona hans, Þórunn Stefánsdóttir. Jónas Rafnar tók stúdentspróf fri Menntaskólanum i Reykja- vík 1909 og kandidatspróf i læknisfræði frá Háskóla íslands í júni 1914. Eftir skamtnvinna læknisþjónustu á tveim stððum hér á landi og langa námsdvói í Danmörku settist hann að sena starfandi læknir á Akureyri 15v júlí 1919 og starfaði þar til 1. október 1927 að hann var ráð- inn yfirlæknir á Heilsuhælinu t Maðurinn minn, Jón Guðmundsson frá Snartarstöóum, lézt á sjúkrahúsi í London 26. þ. m. Jóna Bjarnadóttir. að Kristnesi sem þá var nýstofn að. Því starfi gegndi hann síðan í full 28 ár eða til ársloka 1955. Þá fluttist hann til Akur- eyrar og átti þar heima síðan. Jónas Rafnar kvæntist 6. júli 1919, Ingibjörgu Bjarnadótt- ur, prófasts í Steinnesi Pálsson- ar, en hún andaðist 6. júlí 1971. Börn þeirra þrjú lifa foreldra sína. Jónas Rafnar andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri 20. október 1972. Starf yfirlæknis á Kristnesi var lífsstarf Jónasar Rafnar. Hann kom þangað fertugur að aldri og starfaði þar með- an dagur entist. Hann var fyrsti yfirlæknir hælisins og fyrsta áratuginn lengst af eini læknir þess. Það kom því í hans hlut að móta starfsemi hæiisins og koma þvi yfir byrjunarörðug- leikana. Berklar voru á þessum árum mjög útbreiddir, ekki sizt í Eyja firði. Hælið var jafnan fullskip að og fengu færri sjúklingar vist þar en vildu. En ráð við berklum voru fá og virk lyf gegn þeim voro ekki til fyrr en á síðustu starfsárum Jónasar Rafnar. Nokkur hluti sjúkling- anna gat notið góðs af aðgerð- t Alúðarþakkir til allra þeirra er sýndu okkur hluttekoingu við andlát og jarðarför, YNGVA GUÐMUNDSSONAR Aðstandendur. t Konan mín og móðir okkar, RAGNHILDUR JÓNSDÓTTIR, Hóli, Borgarfirði (eystra), andaðist 26. þ.m. á sjúkrahúsinu Egilsstöðum. Sveinn Guðmundsson og börn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför. HALLDÓRS JÓNS EINARSSONAR, frá Vestmannaeyjum. Sigríður Halldórsdóttir, Ingibergur Sæmundsson, Súsanna Halldórsdóttir, Jón Atii Jónsson, Sigrún Bjarnadóttir, Einar Halldórsson, og bamabörn. Maðurinn minn, JAKOB KRISTJANSSON, 246 Montgomery Ave, Winnipeg, andaðist 8. þessa mánaðar. Jarðarförin hefur farið fram. Fyrir hönd barna okkar Steina Kristjánsson. t Þökkum innilega auðsýnda vináttu við andlát og útför, GUÐJÓNS JÓNSSONAR, bifreiðastjóra, Jaðri v/Sundlaugaveg. Björg Ólafsdóttir, Asta Guðjónsdóttir, Kristín Guðjónsdóttir, Halldóra Guðjónsdóttir, Ólöf Þórarinsdóttir, Hólmfríður Guðjónsdóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Ólafur Ragnarsson, Ólafur Sigurðsson, Hörður Þórhallsson, Ólafur Hafþór Guðjónsson, Valur Sigurbergsson, Gunnar Ásbjörnsson. Glæsilegur bíll til sölu TAUNUS 20-M TURNIER, 5 dyra (station), árgerð 197a Litur gulur (gold-metalic). Eingöngu ekið erlendis 44.000 km. Til sýnis á Laugavegi 168 i dag milli kl. 2 og 4 e.h. Upplýsingar í síma 15347 eða 38289. /biíð til leigu A góðum stað í Kópavogi er til leigu 3ja herb. íbúð á haeð. Upplýsingar i síma 40578. um, sem þá voru þekktar og tæknilega mögulegar, en fyrir flesta þeirra var lítið hægt að gera annað en að hlynna að þeim, bæta líðan þeirra, við- halda og auka lifsþrótt þeirra og lifsvilja meðan beðið var úr- slita. Hér var Jónas Rafnar rétt ur maður á réttum stað. Stað- góð þekking hans og mikil reynsla gerðu honum kleift að velja hverjum sjúklingi þá hjálp, sem honum hentaði. Mannvit hans og mannþekking, hófstillt framkoma, alvara blandin græskulausri kimni þar sem hún átti við aflaði honum trausts og virðingar sjúkling- anna, ráðleggingar hans og um- hyggja jók þeim kjark og von. 1 þeirri grein læknislistar, sem hér þurfti að beita, varð hann snillingur. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 31., 33. og 36. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1972 á Neðstutröð 2 (austurenda), þinglýstri eign Ara J6- hannessonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 1. nóv- ember 1972 k.l 14. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Ú tgerðarmenn Viljum taka netabát í viðskipti frá næstu áramótum. Upplýsingar í síma 92-8014. HRAÐFRYSTIHÚS GRINDAViKUR H/F. Lífssvið Jónasar Rafnar var fyrst og fremst heilsuhælið Og heimili hans, en þar vann hann í tómstundum að hugðarefnum sínum. Hann var mjög víðlesinn og fjölfróður, féldkst við þýðing- ar úr erlendum málum, samdi sanásögui. En fjTst og fremst beindist áhugi hans að þjóðleg- um fræðum. Ásamt Þorsteini M. Jónssyni gaf hann út Grímu, tímarit um þjóðleg fræði, 1921— 1950 og sá um útgáfu á þjóð- sögum Ólafs Davíðssonar. Til er og í handriti hans mikið af sagnaþáttum úr Eyjafirði, bæði þjóðsögur og sögur um nafngreinda menn og atburði. Þá vann hann einnig stórvirki með því að safna upplýsingum um og teikna upp alla gamla bæi í Fram-Eyjafirði. Þetta mun einstætt verk og ásamt með sagnaþáttunum er það ómetan- leg heimild um mannlíf í þess- um sveitum á síðustu öldum. Jónas Rafnar var hlédrægur maður og lét ekki mikið á sér bera utan síns verkahrings. Heimsins hégómadýrð freistaði hans ekki. Hann hafði fyr- ir löngu myndað sér skoðanir um lífið og mennina. Honum kom fátt á óvart og hann tók flestu af því, sem að höndum bar, með skilningi, umburðarlyndi og góðlátlegri kímni. Mér vitanlega átti hann engan óvildarmann. Að sjálfsögðu hlýtur hann að hafa lent á öndverðum meiði við ýmsa um ævina en ekki hélt hann því á loft, enda var tor- fundinn orðvarari maður en hann. Hann lifði lífi sínu í góð- vild til allra, án kala til neins. Með honum er genginn sannur heiðursmaður, sem gott er að minnast og gott að hafa þekkt. Þóroddur Jónasson. í Eiginmaður minn, Ingimundur Guðmundsson Litlabæ, Vatnsleysuströnd, andaðist að heimili sínu 27. október. Jarð&rförm ákveðin síðar. Abígael Halldórsdóttir. Tilboð óskast í FORD TAUNUS 20 M STATION, árgerð 1971, í því ástandi, sem bifreiðin nú er í eftir árekstur. Bifreiðin er til sýnis á FORD-verkstæðinu, Suðurlandsbraut 2. Tilboðum sé skilað til verkstjóra fyrir kl. 16.00, mánudaginn 30. október n.k. Fiskiskip til sölu 360 rúmlesta loðnu og síldveiðiskip með síldar og loðnunót. Skipið er til afhendingar nú þegar. Verð hagstætt og útborg- un hófleg. Einnig 65 rúmlesta bátur með humar og fiskitrollum. Einnig 10 þorskanetatrossum. Greiðsluskilmálar mjög góðir. SKIPTI ÓSKAST á 70 rúmlesta bát með nýrri vél fyrir 150— 200 rúmlesta skip. Milligreiðsla fyrir hendi. SKIPASALA 0G SKIPASALA Vesturgötu 3. Sími 13339. Talið við okkur um kaup og sölu fiskiskipa. N auðungaruppboð Eftir kröfu Brynjólfs Kjartanssonar hdl., Agnars Gústafs- sonar hrl. og skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi verða eftir- greindir munir seldir á nauðungaruppboði, sem haldið verður á skrifstofu minni að Alfhólsvegi 7 mánudaginn 30. október 1972 kl. 15: Nordmende sjónvarpstæki, Philips sjónvarpstæki, sófasett (2 sófar og 2 stólar) og borðstofuborð og 6 stólar. Sama daga, mánudaginn 30. október 1972, verða að kröfu skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi og Gjaldheimtunnar í Reykja- vík eftirgreindir lausafjármunir seldir á nauðungaruppboðum sem haldin verða sem hér segir: kl. 10.30 að Fjölvirkjanum v/Fífuhvammsveg: Rennibekkur Zubi A 2000. — 12 að Auðbrekku 49: Hambek fræsari, þykktarhefiH, spónlagningarpressa og Whithead slípivél. — 16.30 að Álfhólsvegi 1: Foco bílalyfta rafknúin. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.