Morgunblaðið - 04.11.1972, Síða 10

Morgunblaðið - 04.11.1972, Síða 10
10 MORGU'NBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1972 Sængurh j al Oxford, Enfílandi. Það var í fyrravetur í námumanna- verkfallinu að ég heyrði mjög at- hyglisverðan hlustendabréfaþátt hér í útvarpinu. Hlustendur, sem sátu heima í kulda og myrkri, vegna þess að þurrð var orðin á kolum og kola- kynt raforkuver urðu að takmarka mög rafmagnsframleiðsluna, keppt- ust við að skrifa bréfaþáttum út- varpsins og segja frá, hvemig þeir færu nú að því að sigrast á þeim erfiðleikum, sem kuldi og náttmyrk- ur sköpuðu þeim. Eitt bréfið var frá gamalli konu, sem sagði, að vegna kulda í íbúðinni væri ekki um ann- að að ræða fyrir sig en vera uppi í rúmi mikinn hluta dagsins. Þegar hún hefði legið þarna undir teppun- um í rúminu einn daginn, hefði henni allt í einu dottið snjallt ráð í hug. Það var að taka litlu sængina, sem venja er að láta liggja til fóta, ofan á teppunum, sem sofið er und- ir, og setja hana undir teppin næst líkamanum. Þannig hefði henni reynzt mun auðveldara að halda á sér hita, þvi sængin litla hefði þann eiginleika að taka í sig hita frá líkam anum, halda honum og veita honum "síSan aftur til líkamans. Lesara bréfsins fannst þetta einnig mikið þjóðráð og sagðist vona að þessi nýja uppgötvun gömlu konunnar ætti eft- ir að koma mörgum til hjálpar á þess um erfiðu tímum. „Uppgötvun" þessi fannst mér frá- bær. Eftir að hafa flækzt landa á milli með dúnsængina mína og látið erlenda hlæja að mér fyrir sérvizk- una, hafði ég loksins fengið upp- reisn æru minnar og eiginleilkar dún- sængurinnar höfðu fengið viður- kenningu í sjálfu BBC-útvarpinu. Hér í landi, eins og í svo mörgum löndum, er venjan að sofa undir stóru laki og nokkrum teppum, mis- jafnlega mörgum, eftir því hve kalt er. Lakið og teppin eru strekkt nið- ur undir dýnuna af mikilli kúnst, og þegar maður er lolcsins kominn und- ir þetta allt þarf maður að byrja á að reyna að hita upp tóma- rúmið, sem myndast vegna þess að ábreiðumar snerta aðeins þá hluta líkamans sem hæst ber. Með hitapok um og öðrum hjálpartækjum má nokkuð hraða þessari upphitun. En þurfi maður ekki að búa sjálfur um rúmið er freistandi að rifa lak og teppi laus undan dýnunni og vefja þessu utan um sig — en þá litur rúm ið að morgni út eins og eftir loftárás. Á veturna má oft sjá litlar sæng- ur ofan á teppunum. Þessar sængur eru svipaðar ungbarnasængum að stærð og hef ég hingað til ekki séð hvaða hlutverki þær gegna. Ekki er þess að vænta að þær flytji nokkurn yl gegnum mörg ullar- eða nælonteppi og þar að auki skoppa þær niður á gólf við minnstu hreyfingu. Mig grunar að gamla konan, sem skrifaði bréfið, hafi ekki heldur vitað hvað hún átti að gera við litlu sængina sína, fyrr en henni datt í hug að setja hana undir teppin. Dúnsængin mín virðist reyndar al- mennt vera að fá uppreisn æru sinn ar hér og það er ekki starað eins mikið á mig nú í almenningsþvotta- húsinu og í hitteðfyrra, þegar ég var að baksa við að brjóta saman stóru pokana — sængurverin. Bretar eru nefnilega smám saman að uppgötva sængina og eiginleika hennar og í blöðum ber nú vart meira á öðrum auglýsingum en auglýsingum um sængur — meginlandssængur, eins og þær eru jafnan kallaðar. Rúmfata- framleiðendur og innflytjendur hafa þarna séð sér leik á borði og þeir keppast um beztu auglýsingasíðurn- ar, því til mikils er að vinna, ef hægt er að fá 50 milljónir Breta til þess að varpa ofan af sér teppum og stór- um lökum, en kaupa í staðinn sæng og sængurver. „Notið ykkur þriggja alda reynslu meginlandsbúa, nú, þegar við erum að sameinast Evrópu (Efnahags- bandalaginu) og fáið ykkur sæng“, segir einn auglýsandinn. „Reyn- ið sænskt næturlíf, nýja reynslu í rúminu, og sofið undir sæng“, segir annar. Og „sofið upp á dönsku", seg- ir sá, sem flytur sinar sængur inn frá Danmörku. f auglýsingunum er lögð áherzla á hve sængur séu hlýj- ar í kulda og svalar I hita, að þær séu þrisvar sinnum léttari en tepp- in og ylurinn úr þeim smjúgi inn í hvern krók og kima. Til að undir- strika þetta allt fylgja myndir af limafögrum, ljóshærðum stúlkum, sem velta sér hálfnaktar um í sæng- inni, eða þá myndir af karli og konu og fullyrt, að ástalíf þeirra hafi tek- ið mikinn fjörkipp, þegar þau fóru að sofa undir sænig. Sum fyrirtækin bjóða upp á nýja „hveitibrauðsdaga" til að sanna þetta og segjast viljug iNitv ywi hc»s - .MtSíltínctfíM íuí íw>x*í yi VfW do'n í>. '< «v^>ÍOg ybi) tý. Jj A».i :ti foe tí,*re s vovjtíuív 'U i'i. . wítc.w úM'i mm t'rté &n<i thai <» ct, AV Aii-yhi ý f s '<«'«»>(>',, ; 'i>y Ír,(' xba tviw c.'kjíiTÍí'tíc'é in btsí. til að lána sængur endurgjaldslaust til reynslu í tvær vikur. Húsmæður, sem hingað til hafa eytt hálfum morgninum í að búa um rúmin, slétta lök og teppi og strekkja yfir rúmið, eiga nú náðuga daga framundan, ef þær kaupa sængur handa allri fjölskyldunni, segja fram leiðendur. Og þeir fullyrða, að það taki aðeins 18 sekúndur að búa um rúmið, þ.e. slétta lakið, hrista kodd- ann, hrista sængina og breiða hana yfir rúmið. Rúmteppi þarf ekki, því gert er ráð fyrir að með sænginni séu keypt straufríu, skrautlegu sængurverin, sem nú eru sem óðast að koma á markaðinn. Og til að full- komna svefnherbergið er hægt að fá gardínur i stíl — og takist litmyndum í blöðum og skemmtilegum svefnher- bergjum, sem sett eru á svið í verzl- unurii ekki að hrífa Breta á sveif með sænginni, ja, þá eru þeir íhalds samari en ég hélt. Þórdís Árnadóttir. n AF GEFNU tilefni vill þátt- inn biðja þá, er skrifa þættin- um að merkja bréf þættinum: Bridgeþáttur — Morgunblaðs- ins, Aðalstræti 6, Reykjavík. — Einnig að hafa undirsikrift undir bréfiuan. ★ FRÁ BRIDGEFÉLAGI VESTMANNAEYJA Aðalfundur félagsins var haldinn í september og rtý stjóm kjörin. Hana skipa: Gunnar Knstinsson form., Jónatan Aðalsteinsson vara- form., Pákni Lórensson ritari, Sigurgeir Jónsson gjaldkeri og Haukur Guðjónsson með- stjómandi. Tvímenningskeppni félags- ins er nýlokið. Spilaðar voru fimm uimferðir með þátttöku 20 para. Þessi pör urðu efst að stigum: 1. Jakobína Guðlaugsd. og Ævar Karlesson 635 stig. 2. Hilmar Rósmundsson og Sveinbjöm Jónsson 619 st. 3. Anton Bjamasen og Gunn- ar Kristinsson 601 stig. Sveitakeppni félagsins hófst 25. okt. með þátttöku 12 sveita. Þá er og fyrirhiuguð bæjakeppni milli Eyjamanna og Ásanna úr Kópavogi, og mun sú keppni að likindum fram fram 11. nóvember. ★ BRIDGEFÉLAG KVENNA Eftir 7 kvöld, 28 uimferðir eru eftirtalin pör efst: 1. Sigrún ólafsdóttir — Sig- rún ísaksdóttir 5180 stig. 2. Hugborg Hjartardóttir — Vigdís Guðjónsd. 5141 st. 3. Steinunn Snorradóttir — Þorg. Þónarinsd. 5021 stig. 4. Elín Jónsdóttir — Rósa Þorsteinsdóttir 4871 sitig. 5. Ingunn Bemburg — Gunn þórunn Erlingsd. 4861 st. 6. Ásgerður Einarsdóttir — Laufey Arnialds 4824 stig. 7. Guðríður Guðmiundsd. — Kristin Þórðard. 4744 st. 8. Ása Jóhanmsdóttir — Lilja Guðnad. 4668 stig. 9. Nanna Ágústsdóttir — Alda Hansen 4632 stig. 10. Sigriður Bjamadóttir — Kriistín Bjamad. 4608 st. Meðaiskor 4256 stig. ★ Bridgeblaðdð — 5. tbl. II. árg. er komið út. Efni blaðs- ins er fjölbreytt að vanda m. a. OL-mótið 1972, sagnkeppn in, lesendakeppnin, fréttir frá félögum o. fl. o. fil. ★ BRIDGEFÉLAG KÓPAVOGS 5 kvölda tvimenningnum er nú lokið með glæsilegum sigri Grims Thorarensen og Kára Jónassonar, er hlutu 997 stig. Höfðu þeir leitt alla keppnina og voru því vel að sigrimuim komnir. Annars varð röð efstu manna þessi: 1. Grirnur Thorarensen — Kári Jónasson 997 2. ÓM Andreasson — Gylfi Gunnarsson 953 3. Ármann Lárusson — Sævinn Bjamason 917 4. Guðm. Gunnlauigsson — Helgi Benónýsson 885 5. Björgvin Ólafsson — Bjami Pétursson 868 6. Stefán Gunnarsson — Arrnr Guðmundsson 863 7. Guðjón Sigurðsson — Einar Benj amínsson 859 8. Ragnar HaHdórsson — Einar Torfason 857 Meðalskor 825. Næsta keppni félaigsins er sveitakeppni sem heflst fimmtudaginn 9. nóvember kl. 8. Spilað er á Álfhólsvegi 11, Kópaivogi. ★ FRÁ BRIDGEFÉLAGI AKUREYRAR Þriðja og næst síðasta um- ferð tvímenningskeppninnar var spiluð 23. okt. sl. Barátt an urn efsta sætið ar hörð, en röð efstu spilara er þe.sisi: 1. Ármann Heligason — Jóhann Helgason 298 2. Alfreð Pálsson — Baldur Árnason 297 3. Haki Jóhannesson — Stefán Ragnarsson 267 4. Magnús Aðalbjömsison — Gunnl. Gúðmundsson 252 5. Júlíius Thorarens — Sveinn Sigurgeirsis. 251 6. Teitur Jónsson — Friðrik Steingrímsson 251 7. Baldur Þorsteinsson — Baldívin Ólaiflsson 250 8. Páll Jónsson — Guðjón Jónsson 249 9. PáTl Pálsson — Frknann Frímanmssón 243 10. Valdirmar Halldórsson — Jóhann Guðmundsson 240 Meðalskor er 240. Norðurlandsmótinu í bridgie hefur verið frestað uim ó- ákveðinn tima vegna ófærð- ar. ★ Þar sem aMmörg félög hafa nú hafið sveitakeppni er ekki úr vegi að birta úrslitatöfl'u í 32 og 40 spila leikjum en það eru algengustu leikimir. Mörg félaganma hafa ekki mínuisstig, en ég læt þau fljóta með. ÚRSLIT í 32 SPILA LEIK: 0—2 10—10 3—5 10—9 6—8 12—8 9—12 13—7 13—16 14—6 17—21 15—5 22—26 16-A 27—32 17—3 33—39 18—2 40—48 19—1 49—64 20—0 65—74 20—mírnus 2 75—84 20—iminuis 3 85—99 29—mímus 4 100— 20—minius 5 írRSLIT 1 40 SPILA LEIK 0—3 10—10 4—8 11—9 9—12 12—8 13—16 13—7 17—20 14—6 21—24 15—5 25—30 16—4 31—36 17—3 37—42 18—2 43—50 19—1 51—60 20—0 61—70 20—mímiuis 2 71—80 20—mímuis 3 81—100 20—mínuis 4 101— 20—imímuis 5 — A.G.R.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.