Morgunblaðið - 04.11.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.11.1972, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1972 J J „Stefnum að því, að allir þéttbýliskjarnar verði tengdir sjálfvirka kerfinu 1974“ Spjallað við Aðalstein Norberg ritsímastjóra ÍSLENDINGAR hafa löngum þótt einkar málglaðir og það svo, að skv. alþjóðaskýrslum munum við vera með mestu simnotendum heims, að sjálfsögðu miðað við fólks- fjölda. Mbl. sneri sér til Aðai- steins Norberg ritsíma- stjóra til að forvitnast svolít- ið um starfsemi símans á ÍS- landi. Undir embætti ritsíma- stjóra heyra eftirtaldar deild- ir: Talsamband við útlönd, langlínumiðstöðin, telex og skeytaþ jón usta. í upphafi spyrjuim við Aðal- stein hvenær að því komi að ísfendingar geti sjáifir hringt sin samtöl til útlanda. — Um það er ekki gott að segja. Skilyrði fyrir þvi að við fáuim sj álfvirkt val er mik il fjölgun á talsambönduim. Á sl. ári var tekinn í notkun nýr sæsísmastrengu'r milli Hjalt- landseyja og Færeyjia en strenguirinn heitir á ailþjóð- legu simamáiti Sbefa og fá- uim við afnot af honuim. f>á er eftir að leggja nýjan sæsímiastreng milli fslands og Færeyja. Slikt fyrirtæki kost- ar bundruð milljóna króna og engin ákvörðun hefur verið tekin um hvenær ráðizt verð- ur í slíka framkvæmd. — Aðalsteinn, það hefur bor- ið á kvörtumum um, að illa gangi að ná sambandi við ís- land frá meginlandi Evrópu og að menn hafi orðið að taiða alilt að 12 klukkuistundir eftir samtoandi. Er einhverrar bót- ar að vænta á þessu ástandi? — Ég veit að menn hafa þurft að biða margar kl'st., eftir að ná sambandi heim, á sama tíma og talsamtaandið hér heima gat afgreitt samtöl samstumdis til útlanda. Það er London, sem hefur verið okk- ar vamdamál, því að þar í gegn fara öll samtöl frá meg- inlandinu. Við höfum aðeins haft handvirka afgreiðslu við London, þ. e. a. s. það verður að panta símtöiin gegnum þá. Þetta stendur nú til bóta, því að á næsfunni fáum við 4 hálfsjálfvirkar línur þangað og auk þess höfum við kvart- að mjög ákveðið við við- komandi yfirmenn í Lomdon og þeir lofað að bæta úr þessu. SJÁLFVIRKT VAL — Hversu margar línur eru til útlanda? — Þær eru 19 eins og er, en verða 22, er við fáum hálfsjálfvirfeu línumar til London. — Telja má að þessi fjöldi nægi þegar um eðlilegt álag er að ræða, en ógjörmingur er að miða línu- fjöWa við „toppálag“, sem kann að skapaist við sérstak- ar aðstæður. Talsambönd til almennra nota milli íslands og annarra landa fara gegnum sæsimastrengina Scotice óg Icecan. Þar höfum við 2 línur til Færeyja, 8 til Kaupmanma hafnar, þar af 4 hálfsjálfvirk- ar, 5 til London, em verða 8, þar af 4 hálfsjáltfvirkar og 4 til Montreal. — Með sjálf- virku vali er átt við það, að stúlkumar okkar hér heima geti sjáifar valið númerin er- lendis, en þurfi ekki að panta gegnum aðrar stöðvar. Á saima hátt getur talsamband fyrir útlönd erlendis valið beint notendur á íslandi. Af þessu verður eðlilega mikið hagræði og sparnaður? — Hversu mörg samtöl hringdum við til útlanda á sl. ári? — Talsambandið hér af- greiddi 55900 samtöl, sem stóðu i 6295 klst. Heldur færri samtöl voru afgreidd frá út- löndum. Þetta svarar til þess að 1—2 menn taii allam sólar- hrimginn héðan til útlanda allt árið um kring. íslenzkir sim notendur greiddu fyrir þessi skntöl 60.5 milljónir kr., en af þeirri upphæð voru 53.5 millj- ónir endurgreiddar erlemdum aðilum, m.a. þekn sem eiga sæsimastrengina. Eftir urðu þvi aðeins 7 milljónir króna. Á síðari árum hefur af- gréiðsla talsambandsins auk- izt hröðum skrefum og fyrstu 8 mánuði þessa árs voru út- faraar 292 þúsumd simtalamín útur en voru á sama tíma í fyrra 241 þúsund. Þess má geta hér að talsam- bamdið annast einnig útvarps- sendingar og myndskeyta- sendingar, en f jöldinn er nokk uð sveiflukenndur. Árið 1971 var támi útvarpssendinga til útlanda 1640 mínúbur em frá útlöndum 922 mánútur og myndskeytamínútur til út- landa voru 1050, en frá útlönd- um 11200 mínútur. — En sínnskeytaviðskiptin við útlönd? — Símskeytaviðskiptin hatfa ekkert auikizt í heilam áratug og eru á því eðlilegar skýring- ar. -— Hamdvirk teiexmið- stöð tók til starfa 1962 og sjálívirk 1970. Hefur mikii notkum telex komið í stað simskeyta svo og auðvitað tals'ambandsþjón- uista á þessurn tim'a. Á sl. ári sendum við 75 þúsmmd sím- skeyti og fengum 66 þúsund simskeyti frá útlöndum. Fyrir þetta greiddu sendendur 28.3 milljónir króna, en endur- greiddar voru erienduim aðil- um 20,8 milljónir króna. NOTKUN TELEX — Hefur telexnotkun aukizt mjög mikið? — Já, hún hefur stóraukizt, eiinfeuim síðam sjálfvirfca telexstöðin var tekin í notk- un 1970. Nú höfum við 26 línu sambönd fyrir telex til út- landa: 18 til London, 4 til Kaupmannahatfnar, 2 til Færeyja, 1 til Frankíurt og 1 til Montreal. Nú eru 155 telexnotendur á íslandi og eru þeir allir tengdir sjálf- virfeu stöðinni. — Þetta þýð- ir að þessir aðilar geta valið beint á telex til Evrópu landa, sem hafa sjálfvirka þjónustu, önnmr afgreiðsla, sem nær um allan heim er handvirk, enn sem kómið er. Á sl. ári voru afgreiddar saimtals 255 þúsumd telex- roínútur til útíianda en fyrstu 8 miánuði þessa éirs eru út- farnar telexmínútur 257 þús., eða fleiri en allt árið í fyrra. — Svo við snúum oikkur að landssimamum hvað geturðu sagt okkiur um fjölda sima og simaviðskipta innanlands? — Um sl. áramót voru sím- notemdur á ölllu landinu 60000 rneð 75100 símrtækí. Þar af voru 53800 notendur mieð 68800 simtaeki temgd við sj áltf virka símiaikerfið en hin eru tengd handvirkri afgreiðslu. Sjálfvirku símtækin voru því 92% af heildar símtækjaf jöld- anum. Nú er unnið að því að koma kauptúnum á Auistur- landi í sambamd við sjáltfvirka simakerflð og þegar því verki lýkur verða sveitimar einar eftir, en í þeim eru enn að mi'klu ieyti handvirkir simar. Heita má að sími sé á hverj- urn einasta sveitabæ á íslandi. Við vonumst til að helztu þéttbýliskjam.arnir verði komnir með sjálfvirkan sima 1974 og þá verði hægt a*ð byrja af fullum krafti á þvi að Ijúka við að gera sveitirmar sjálfvirkar, en allt er þetta þó háð heimáldum til fjárfesting- ar. — Þetta er mikill tækja- fjöldi og líklega hafa íslend- ingar notfært sér þau eitt- hvað? 121 MILLJÓN SÍMTALA — Já, það er ekki lauist við það. Staðarsímtöl hér á landi vom á sl. ári 121 milljón og langlinusamtöl 10.6 milljónir. Þar af voru handvirk lang- línusamtöl 1.9 milljóm og hefur þeim fækkað tlltölu- lega Mtið, þrátt fyrir sjálfvirknina. Nú starfa hér í Reykjavík á langlínuaf- Aðalsteinn Norberg ritsímastjóri. greiðslunni 58 tailsímakomur en voru fliestar 80 árið 1966. Nú, ísiendingar sendu 315 þúsund símskeyti innanlands þar af 168 þúsund heilla- skeyti. Skv. alþjóðaskýrslum eru fslendingar meðal þeirra þjóða, sem mest nota síma. — Hver eru helztu verkefni landssímans á næstumni? — Undamfarinn áratug hafa orðið feikna framfarir í síma- málum hér á landi og fram- kvæmdir miklar. Verkefni skortir þó ekki og eins og ég sagði áðan þarf að ljúka við að tengja þéttbýliskjamana sjálfvirka kerfinu og koma sveituim landsins í samband við það, sem allra fyrst. Stöð- uig fjölgun símamotenda út- heimtir stöðuiga stækteun á lianglinu- og stöðvateerfunum og er nú t.d. umnið að aukn- ingu ta'eása í lamgllnuikerfinu og verið er að stæWcp marg- ar sjálfvirkar stöðvar, að eitthvaið sé nefnt. Annars gætu yfirrmenn tæknideildar simans eflaust skrifað heila blaðagrein um hinar f jölþættu framkvæmdir, sem fyrirhug- aðar eru. Að lokum má geta þess, að allar meiriháttar framkvæmd ir eru að sjálfsögðu háðar sam þyteki stjórnvalda og fjárhags getu stofnunarinnar, sem er erfiðleikum bundin urn þess- ar mundir vegna hækkandi verðlags. - ihj. Hagfræðingar eða s veitamenn ? Húsnæðismálastofnunin: Hefur 1,2 milljarða kr. á næsta ári — segir félagsmálaráðherra Á landi sem Islandi, þar sem tiundi hluti vinnandi manna hef ur atvinnu sína af landbúnaði og fjórðungur ríkisútgjalda gengur til landbúnaðar, er ekk- ert að undra, þótt sveita- mennsku gæti stundum í þjóðfé- lagsumræðu. 1 síðustu vi'ku mátti heyra rödd eins þessara viðkunnan- legu sveitamanna hljóma á al- þingi í umræðum um fjárlaga- frumvarp Halldórse. Um leið og hann benti á spamaðarleiðir, vildi hann banna afskipti hag- fræðinga af efnahagsmálum og leggja niður viðskiptadeild Há- skólans. Það yrði mjög til bóta — að áliti Bjöms á Löngumýri! Maður veit stundum ekki, hjvort réttara ér áð hlæja eða gráta, þegar BÍjörh' kveður sér hljóðs. Víst líéfur hann hú- mor, en hann er líka ábyrgur að ili í þjóðfélagirtú — þriðji þing- mjiaður Norðurlandskjördæmis vestra. Og nú á að útrýma hag- fræðingunum; allrameinabót. En Bjöm á Lðngumýri ætti að vita, að það dugar ekki að láta til- fiinningamálin ná á sér tökum, þó að nafni hans Matthíasson, hagfræðingur, hafi velgt þeim sveitamönrBunum undir ugguim. En málið er ekki svona ein- falt. Það þýðir ekki að ásaka hagfræðingana, þeir gætu leyst öll efnahagsvandamál og mundu gera, ef þeir hefðu frið til þess fyrir stjórnmálamönnunum. Það eru stjómmálamennirnir, sem hafa ákvörðunarvaldið og það þiggja þeir frá kjósendunum. Og stjórnmálamennirnir eru hrædd- ir við kjósendurna og hags- munasamtökin og þora því aldrei að gera þær ráðstafanir í efna- hagsmálum, sem þjóðhagslega eru hagkvæmastar hverju sinni! Það er mergurinn málsins. Hreppapólitíkin og hagsmuna streðið eru meinvættir þjóðfé- lagsins, en gegn því valdi geng- ur enginn alþingismaður: Og þvi sýður á efnahagskerfinu. Björn á Löngumýri getur ekki leyst málin með þvi að ráðast á Háskólann og viðskiptadeildina. Allir nútimamenn í hugsunar- hætti gera sér grein fyrir gildi Háskólans fyrir þjóðina — en sennilega er Björn ekki nútíma- maður heldur fomgripur. Hon- um og öðrum þingmönnum væri meiri sómi í að styðja rækilega við bakið á Háskólanum og stúdentum, m.a. með þvi að auka námslán og aðstoð, sem alþingi vill einmitt skerða um þessar mundir. En úr þvi Bjöm var að tala um spamað, væri ekki úr vegi að spyrja þennan háttvirt- an þingmann, hvort hann hafi greitt atkvæði á alþingi gegn hækkun þingfararkaups. Rétt er að geta þess, að kostnaðurinn við alþingismennina er 109 millj- ónir í ár og mætti gjarnan draga úr því, t.d. með þvi að fækka þeim niður í svona 20 (gjaman mættu þeir vera hagfræðimennt- aðir, en alla vega óháðir hags- munaaðilum). Þá kæmist kannski jafnvægi á efnaliags kerfið! Loks vil ég benda Birni Páls- syni á, að hann vó einkutn að mætustu hagfræðingum landsins með skrifum sínum, þeim Ólafi Björnssyni, Jöhannesi Nordal og Jónasi Haralz, en það eru menn, sem við í viðskiptadeild- inni viljum mitelu heldur taka okkur til fyrirmyndar í störfum okkar en flesta núverandi þing- menn! Hjá fáeinum eru þó aðr- ir hágfræðingar hærra skrifað- ir — alls konar fuglar. En það breytir ekki heildarmyndinni. Ófeigur Hjaltested, form. Félags viðskiptafrasðinema. Iiannibal Valdimarsson félags- málaráðherra sagði á Alþingi ný- lega í svari við fyrirspurn frá Jóni Ármanni Héðinssyni um lánveitingar Húsnæðismálastofn- un.nr ríkisins, að samkvæmt á- ætlun Seðlabankans væri gert ráð fyrir, að stofnunin hefði 1195 millj. kr. til umráða á næsta árt Ráðherrann sagði, að lánveit ingar til Húsnæðismálastofnun- arinnar 15. október 1971 hefðu mirnið 498 millj. kr., en á sama tíma í ár 538 millj. kr. Lán til nýbygginga hefðu verið 410 millj. kr., en 492 millj. kr. 1972. Lán til kaupa á eldri íbúðum hefðu verið 87 millj. kr. árið 1971, en væru nú 45,9 mlllj. kir. Þá gerði ráðherrann grein fyr- ir, hvemig þessi lán hefðu Skipzt á milli kjördæma. Reykjavík, árið 1971: E-lán 394 millj 'kr., G-lán 32 millj. kr. Árið 1972: E-lán 235 millj. kr., G-lán 18,1 millj. kr. Vesturlandskjördæmi, árið 1971: E-l&n 14 milij. kr„ G-lán 4,5 millj. kr. Árið 1972: E-lán 7,3 millj. kr., G-lán 3,5 millj. kr. Vestfjarðakjördæmi, árið 1971: E-lán 11,7 millj. kr„ G-lán 3,9 millj. kr. Árið 1972: E-lán 8,2 millj. kr„ G-lán 2,8 millj. kr. Norðurlandskjördæmi vestra, árið 1971: E-lán 18,0 millj. kr„ G-lán 2,2 millj. kr. Árið 1972: E- lán 10 milij. kr., G-láai 1,8 miUj. kr. Norðurlandskjördæmi eystra, árið 1971: E-lán 78,5 millj. kr„ G-lán 8,6 millj. kr. Árið 1972: E- lán 46,0 millj. kr„ G-lán 5,8 millj. kr. Austurlandskjördæmi, árið 1971: E-lán 23,5 millj. kr., G-lán 4,3 millj. kr. Árið 1972: E-lán 15 millj. kr„ G-lán 2,0 millj. kr. Suðurlandskjördæmi, árið 1971: E-lán 28,5 millj. kr„' G-láLn 1,6 millj. kr. Árið 1972: E-lán 30.9 millj. kr„ G-lán 2,5 miUj. kr. Reykjaneskjördæmi, árið 1971: E-lán 173,6 mlllj. kr„ G-lán 17,2 millj. kr. Árið 1972: E-lán 146,5 millj. kr„ G-lán 9,0 miUj. kr. — Samtals hefðu E-lánin 1971 num- ið 742,6 millj. kr. Vegna fyrirspumar frá Ellert B. Schram sagði félagsmálaráð- herra, að búast mætti við, að stofnunin þyrfti að veita lán að upphæð 920 miljj. kr. á nœsta ári, en samkvæmt bráðabirgða- áætlun Seðlabankans væri gert ráð fyrir, að hún hefði yfir 1195 millj. kr. að ráða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.