Morgunblaðið - 04.11.1972, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.11.1972, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. NÓVEMiBER 1972 Dr. Sigurður Pétursson: kemur loðnan Efri myndin hængur, en neðri hrygna. Og SYO Með hækkandi sól kemur hún norðan úr nyrztu höfum og til Islands, gengur suður með austurströndinni og vest ur með suðurströndinni í hlýja sjóinn allt vestur í Faxaflóa. Þetta er hennar brúðkaupsferð. Hennar ein- asta að sagt er. Loðnan er af hinni göfugu laxaætt, Salmonidae. Þó ekki af ættkvíslinni Salmo, eins og laxinn, heldur af ættkvísl- inni Mallotus og heitir fullu nafni Mallotus villosus. Bjami Sæmundsson telur þessi önnur íslenzk nöfn á loðnunni: loðsíli, vorsili, loðka, loðsíld, kampasild, bar sili, hrognasíli, hrognaseiði og hæringur. Er hún þannig bæði kennd við síli og síld. Hjá Bjama stendur enn- fremur: „Loðnan er lítill fisk ur, sem verður varla lengri en 22 cm; hér er hún full- þroskuð tiðast 13—18 cm (10—30 g), sjaldan stærri og þá aðeins hængar; þeir eru mun stærri (tí&ast 15—17 cm) en hrygnurnar, sem varla fara fram úr 16 cm (tíðast 14—15 om).“ „Hreistrið er smátt, þunnt og laust; á hængnum eru blöðin í nokkr- um röðum ofan við rákina, ílöng og hin lengstu dregin út í alllanga totu, svo að úr þeim verður loðin rák eftir endilangri hlið fisksins (af því nafnið loðna o.fl).“ „Loðn- an hrygmir allt í fcrimgum landið, en á mismunandi tíma og sjálfsagt langmest við S- ströndina." (Fiskarnir bls. 371—374). Talið er, að loðnan hrygni aðeins einu sinni á ævinni, þ. e. í lok 3. aldursárs, og deyi síðan. Hrygningin við suður ströndina fer fram á sama tíma og þorskurinn gengur þar á grunnmiðin, og er loðn- an þar hans uppáhaldsfæða. Hefur skapazt þarna jafn- vægi á milli þorskstofnsins og loðnustofnsins, sem mun hafa staðið öldum saman. Þessu jafnvægi hefur nú ver ið raskað af manna völdum á tvennan hátt: 1 fyrsta lagi hefur sóknin í þorskinn farið ört vaxandi síðustu árin, og í öðru lagi hefur verið hafin veiði á loðnu til bræðslu í svo geigvænlega stórum stíl, að stefnt er beint að útrým- ingu loðnustofnsins. Er það rösklega unnið að eyðingu ís- lenzka þorskstofnsins, að hann skuli hvort tveggja í senn, vera ofveiddur og af honum tekin hans aðalfæða, loðnan. Hvað segja íslenzkir fiskifræðingar um þessi vinnubrögð? En sagan er ekki öll. Hér kemur enn eitt til greina. Loðnubræðslan er orðinn hér svo stór þáttur í þjóðarbú- skapnum, að á örlagastund- um tala stjórnvöldin um loðn una sem bjargvætt þjóðarinn ar í efnahagsmálum, sbr. um- ræður, sem nýlega fóru fram á Alþingi í tilefni af stefnu rikisstjómarinnar. Það er því augljóst mál, að loðnan er í mikilli hættu og því full ástæða ti) þess, að henni sé beðið vægðar. SÍLDARBRÆÐSLURNAR Og svo kemur loðnan. Hún á að fylla þrær síldarbræðsl anna og ef vel veiðist þá á að aka henni sem fyrr í hauga út um mela og hraun, ef ein hvern tima skyldi gefast tæki færi til að hirða hana. Þama liggur loðnan í haugunum og úldnar og hrekst vikum sam- an í umhleypingunum á út- mánuðum. Úrgangurinn, sem eftir verður, er svo fluttur í síldarbræðsluna eftir lok loðnuvertiðar eða seinna og gerð úr honum einhver vara, sem minnir á gúano. Hver nýt ingin verður væri gaman að fá upplýst, en réttar tölur verður víst erfitt að fá. Þessi meðferð á loðnunni er sá mesti skepnuskapur í meðferð á fiski, sem hér hef- ur átt sér stað síðan verið var að útrýma síldinni, en það var líka gert á þennan hátt. Og þetta gerist á sama tíma og Japanir láta frysta hér handa sér loðnu til matar, og vinna það til að flytja hana eftir mörgum krókaleiðum umhverfis hálfan hnöttinn. Japönum þykir loðnan bezti matur. En hér leggur ýldu- lyktina langar leiðir, bæði frá loðnuhaugunum og frá bræðslunum sjálfum, neðan þær eru að vinna þennan óþverra. Nefnist þetta pen- ingalykt, og gengur það guð lasti næst að amast við henni. Ástæðan til þessarar viðkvæmni er sú, að allar sildarbræðslur eru á hausn- um og meira en það. Allt frá þvi að þessar verksmiðjur luku við að útrýma síldinni hafa þær staðið galtómar og gapandi, stöðugt heimtandi, að þeim sé fómað fleiri fisk- stofnum, fyrst loðnunni, en auk þess lika kolmunna, spærlingi og sandsíli, og hver veit hverjum fisktegundum verður stungið upp á. Síldarverksmiðjumar hafa orðið að krabbameini í fisk- iðnaðinum. Meðan þær voru fáar og smáar gerðu þær lít- ið tjón. En þær drógu alltaf til sin stærri og stærri hluta af síldaraflanum. Þær tóku að vaxa stjórnlaust eins og krabbameinsfrumur, og sér- stök skip voru smíðuð til þess að geta elt síldina um allt Norður-Atlantshaf og Is- haf, svo að unnt yrði að við- halda meininu. Og fiskifræð- ingamir lögðu sig fram við að finna sildina og hlutu mik ið lof útgerðarinnar. En svo var það allt í einu, að ekki var til nein síld. Og hún kem ur aldrei aftur í því magni sem fyrr. Þannig fer einnig fyrir loðnunni á næstu 2—3 árum, ef veiðin til bræðslu verður ekki takmörkuð eða stöðvuð. Það finnst aldrei sú fisk- tegund, sem þolir þá sókn, er síldarbræðslunum naegir til hráefnisöflunar. Þær geta aldrei borið sig. Það er óhætt að rífa þær þess vegna. Enda er það öruggasta leiðin við krabbameini að nema það í burtu. Gott dæmi um brjálæðið í veiðum á bræðslufiski eru veiðar Perúmanna á ansjóvet unni. 1 nokkur ár hafa þeir mokað upp slíkum ógrynnum af þessum fiski, að um algert heimsmet er að ræða, og hef- ur hann allur farið í bræðslu. En hvernig fór? Ansjóvetan er nú ofveidd og veiðar á henni hafa verið takmarkað- ar. Ef til vill nær stofninn sér aftur, ef til vill nægir hann aðeins fuglinum gúan. Það er hættulegt að raska jafnvægi náttúrunnar. Annars á það við um veið- ar á hvers konar fiski til bræðslu, að þær eru mein- loka og misskilningur og ætti að banna með alþjóða- lögum. Hófleg veiði til mann eldis er það eina rétta. Meira þolir engin fisktegund til lengdar. Fiskmjöl á aðeins að framleiða úr úrgangi frá ann arri fiskvinnslu. Ef skortur verður á eggjahvítu til dýra- fóðurs á að rækta soyabaun- ir og aðrar belgjurtir og bæta í fóðrið þeim amínósýr- um og vítamínum, sem á kann að vanta. Flest af þessum efn um má framleiða á efnafræði- legan hátt. Til þess höfum við efnafræðinga. rIkisstj órnin Og svo kemur loðnan. Og þá komast einhverjar af síld arverksmiðjunum í gang og skuldabagginn á þeim minnk- ar lítið eitt. En flestar munu þessar verksmiðjur vera eign rikisins eða rikisbanka, og ríkið þarf líka að ávaxta sitt fé og fá greiddar útistand- andi skuldir. Þvi meira sem veiðist af loðnu, því meiri út fiutningur og þvi meiri út- flutningsgjöld og skattskyld- ar tekjur, sem hvort tveggja er ríkissjóði í hag. Freisting- in er því augljós fyrir fjár- málastjórnina. Það gerðist hér í kauptúni nokkru í eina tíð, að fólkið át útsæðiskartöflurnar í stað þess að setja þær niður. Slíkt var náttúrloga óheppi- legt fyrir kartöfluræktina á staðnum. Það er á sama hátt óheppilegt fyrir loðnustofn- inn, ef meginhlutinn af loðn- unni er veiddur áður en hún nær að hrygna. Það kemur út gerðinni og ríkissjóði í koll síðar. Ríkisstjórnir þurfa að vera framsýnar, en ekki að kaupa sér stundarfrið með þvi að láta eyðileggja heila fiskstofna. ÞORSKURINN Og svo kemur loðnan. Og þorskurinn fær fylli sína. Hann þyrpist upp að suður- ströndinni á sama tíma og loðnan fer þar um. Hann er líka á sinni brúðkaupsferð, einni af mörgum, ef hann er ekki veiddur of ungur. Og hátíðamaturinn er loðnan. Bjarni Sæmundsson segir um nytsemi loðnuranar: „Loðn an er afar mikffls virði sem næring fyrir ýmsar nyfsamar skepnur, eirakum þorsk, auk þess sem hún hefir afar mikil áhritf á fiskigöragur. t.d. loðrau þorskinn við Finramörk á vor in, og á þorskinm hér við S,- ströndina á vetrarvertíðinni og bæði á hann og annan fisk við NV-,N- og A-strönd- ina á sumrin." Þessa tilvitnun birti ég fyr ir 2 árum (Morgunblaðið 10.11 1970), þar sem ég var að biðja loðnunni vægðar. Þessu svaraði einn fiskifræð iraganiraa m.a. þanraig (Morg- unblaðið 8.12. 1970): „Eigi að síður er ég samþykkur því, að óverjandi sé að stofna til fiskveiða, er leiði til út- rýmingar á t.d. loðnu, kol- munna og spærlingi. Jafn- framt trúi ég ekki öðru en aliir geti fallizt á, að það sé ekki síður heimskulegt að fara að dæmi Indverja og líta á þessa fiska sem þrjár heil- agar kýr, sem ekki megi hrófla við, hvernig sem á stendur og hvað sem þekk- ingu okkar á magni þeirra líður. Tökum dæmi: Allir, sem sjó stunda við Suðurland síðari hluta vetrar hafa marg sinnis séð gífurlega flokka af deyjandi loðnu, loðnu, sem er að dauða komin að lokinni hrygniragu, loðnu sem eraginra þorkur lifir á.“ Hér er því sem sagt haldið fram að treysta megi á þekk- ingu fiskifræðinganna á magni þessara þriggja fiska. Og gefið er í skyn að loðn- una megi að ósekju veiða milli þess að hún hrygnir og deyr. Þetta getur hvort tveggja verið satt. En er það víst að farið yrði nokkuð eft- ir aðvörunum fiskifræðing- anna um ofveiði, þó að gefn- ar væru? Ég held að bræðslu útgerðin færi sínu fram með- an nokkur branda fyndist, og mundi elta loðnuna út í hafs- auga með hjálp fiskitfræðirag- anna. Hvernig fór ekki með sildiraa? Og hversu mikill hluti af loðnuaflanum, sem feragizt hetfur við ís'land, skyldi vera loðna, sem búin var að hrygna. Ég held að það sé mjög lítill hluti. Loðnugöngurnar á vertíð- inni 1971 voru tiltölulega litl ar og komust ekki nema stutt vestur með suðurströndinni, þá voru veiðiskipin búin að hirða þær. Varla hefur sú loðna verið búin að hrygna. Loðnan komst aldrei vestur fyrir Vestmannaeyjar, enda er mér sagt, að sjómenn hafi haft orð á því, hversu óvenju magur þorskurinn var á Sel- vogsbanka á þessari vertið. Það er heimska að taka loðnuna frá þorskinum. Það eru álíka búvísindi og ef öll taðan af túnunum væri sett í heyköggla og þeir fluttir úr landi, en kúnum gefið úthey í staðinn. Ég held að það sama gildi fyrir þorskinn og kýrnar, að þessar skepnur þurfi að fá gott fóður, eigi þær að gefa góðan arð. 70 ára: Kristján Sigurðsson forseti bæjarstjórnar í Siglufirði f EINA tið var Sigluifjörður meira í fréttum em niú er, erada benitl þá allt upp á við í máhim bæjarfélagsiraLS, sikóguir siglu- trjáa á firðiiraum, rjúkaraidl skor- steinar í iandi og voraiir fólksins í veigeragni síldaiá.rararaa. Síðan komu mögru árin, iaragar og straragar próiraurair, og satt bezt að segja er það stærri fréitt era sjáift sildaræviratýrið, að bæjar- félagið skyldi komiast yfir þá þraut ekki verr farið en raun ber vitni um og hefja nýja sókn tiil vegs og virðingar. Kristján Sigurðsisom, forseti bæjarstjómar í Sigiufírði, sem vierður sjötugur i daig, 4. nóvemb- er, hefur liifað þessa tvenmia timaraa með bæjiarféflagi sírau. — Hamn hefur setið saimfeilit í bæj- arstjóm Siiglufjarðar frá árinu 1946, eða rúmlega 600 bæjar- stjómarfumidi og margfait fleiri netfndafuradli. Þau eru því mörg máiefmdm og viðfaraigsetfinin, sem harara hefur fjallað um, mörg vamidamáMn, sem hainn hefur átt þátt í að lieysa og margur áfarag- irnn, sem hanra hefur átt hlut- deild í að ná. Kristján er fædidur hér í Siglu firði, hér óist hanra upp og hér varð hamis ævistarf. Hánn varð trésmiðameistari að iðn, og hef- ur unnið að trésmiði, eirakum bátasmiði, altta síraa tið. Harara vtar og virkur þátttakandi á þeiim vettvaragi sem sildin Skóp, verkstjóri á stónri sölturaarstöð í fjöldia ára. Forystuimaður var hann í sigttífirzkri verkalýðshreyf ingu og formiaður þeirra sam- taka uim hríð. Hamm hietfur og verið forystumaður Aiþýðu- fiokksins hér á staðnum um ára- tugi og bæjarfuiliitrúi haras lemg- ur era nokkur anmar. Haran bef- ur, í stuttu máli sagt, gegnt margháttuðum forystustörfum í féliaigs- og bæjarmáluim Sigltfirð- iraiga i háifa öld. Kristján Siigurðssora var kværaitur Ólöfu Gís'ladáttur, bánda frá Skarðdal, hirainii mæt- ustu konu, sem var góðum gáf- um gædd. Hún lézt fyrir fáum árum. Kristjám er hreinSkilinin mað- ur, hispurslaus, sem segir sína mieiirainigu hreint út, hverjum sem hl'ut á að máld. Hjálpíýsi háras þeikkjia alihr Sigifirðingar og duigmað haras og samvizku- semi dregur enginm í efa. Það er hverjum fengur að eiga jafin heilisteyptara manra og tröllitrygg- am að virai. Sá, sem þessar líiraur ritar, hefur leklki alflitatf átt sikoðaraa- lega samleið með Kriistjámi Sig- urðssynL En lærzt hetfur horaum., sem öðrum er maraniiran þekkja, að meta maranlkosti haras og hæfiilieika. Oig það er ekki ytfir mark skotið, þegar sagt er, að þedr eigimtteik&r, sem ríikasti eru í Kri.stjáni, samvizkusemi, dugn- aður og óbilaradi kjarkur og viljafesta, séu þeir sömu og fieytt hafi SiigMrðámgum sem heild yfir erfiðleikaraia og knúið þá til nýrrar sóikmiair og trúar á -framtíð Sigiuifjarðar. Fyrir hönd Siglfírðiniga flesitra árna ég Kristjámii Siigurðssyini heiilila og framtíðargiftu sjöfcug- um og þakka borauim störtfira öiLI í háttfia öld, sem harara hefuir umm,-- ið Sigluifirði og samiborgurum símium. Fylgi þér og fiirðinigum framtíðargiifta. Stefán Friðbjamarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.