Morgunblaðið - 04.11.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.11.1972, Blaðsíða 17
r MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1972 17 Sr. Bragi Benediktsson skrifar frá Bandarikjunum; Boston, Brookline og Gettysburg Mér er rík í huga íerð, sem ég fór ásamt féla-ga mínium, sem er þýzkur menintaskólakerunari og hefur starfað ásamt mér við Job Corps skólann i Keystone i Pennsylvaniu. Þessi ferð var far in til borgarinnar Boston, sem er undurfögur borg og fal'lega um genigin viðast hvar. Boston er i rikinu Massachusetts. 1 miðri borginni er bygginig, sem er 52 hæðir og gefst ferðamönn u-m kostur á að fara í lyftu upp á efstu hæðina í þessari bygg- ingu og horfa þaðan yfir borg- ina. Allt um kring i byggingunni eru gliuggar svo að menn geta séð til allra átta og virt þannig fyrir sér borgina. Komið hefur verið fyriu mörgum stórum sjón- aukum meðfram gauggaröðunum svo að menn geti séð úr þeim út yfir borgina og sundin í kring. Er mönnum gert að greiða 10 sent sem komið er fyrir í þar til gerðri rauf á sjónaukunum og við það verður sýn úr þeim greinileg. Eftir nokkra stund myrkvaist svo útsýnið aftur og hverfur loks alveg og verður þá að bæta við öðrum 10 semtum, ef skoða á meira. Ein af aðalgötunum í borg inni er kennd við fyrsta forseta Bandaríkjanna, George Was- hington, og kölluð Washington Street. Er þar jafman mikil um- ferð bifreiða og gangandi fólks. Skammt frá hinni mi'klu útsýnis byggingu, sem ég hef áður nefnt, standa höfuðstöðvar og stórbyggingar kirkjudeildarinn- ar Christian Science, þar sem þeir hafa skrifstofur, prent- smiðju og ýmislegt fleira til efl- imgar trúarhreyfingu sinni. Hin fyrsta kirkja, sem byggð var á vegum hreyfingarinnar var reist í Boston og rúmar hún í kringum 5000 mianns i sæti. Gafst okkur tækifæri til þess að hlýða þar á messu og var þar fjölmenni mikið. Þessi kirkja er afar vönduð bygging og virðist þar ekkert hafa verið til sparað. Auk aðal salarins, sem er mjög stór eru sæti á tvéimur öðrum hæðurn, sem mynda nokkurs konar hringlaga umgjörð um kirkjuna. Skamimt frá borginni Boston er fremur lítil og snyrtileg borg, sem lætur lítið yfir sér og ber nafnið Brookline. Þessi borg verður sjálfsagt frægust -fyrir það, að þar er John Fitzgerald Kennedy fæddur 29. mai árið 1917. Bngum blöðum er um það að fletta, að ameriska þjóðin metur hann mikilis eg telur hann hafa verið einn af beztu sonum þjóðariinnar. Þessir tveir fyrr- nefndu forsetar, George Was- himgton og John F. Kennedy á- samt Abraham Lincoln marka vafalítið stærstu sporin i sögu þjóðarinnar og verða um aldir i heiðri hafðir fyrir dreniglyndi sitt og skörungsskap á örlaga- stundum. Þeir báru hag þjóðar- innar fyrir brjósti og mörkuðu djúp spor i sögu þjóðarinnar og þjóðanna í heild, hver á sinn hátt. George Washington, sem var fæddur árið 1732 og var son ur plantekrubónda í Virginíu, verður í heiðri hafður sem braut ryðjandinn í forsetastarfinu og djarfur leiðtogi fólksins um ára bil. Hann andaðist 14. desember 1799 og syrgði ameríska þjóðin hann mi'kið. Abraham Lincoln hlaut það erfiða hlutskipti að vera forseti það timabil, sem styrjöldin átti sér stað mill'i Norður- og Suður- ríkjainna, sem við höfum kallað heima á Islandi þrælastríðið, en þeir kalla hérna: „The Civil War.“ Mér gafst tækifæri til þess fyriir skömmu að koma á þær slóðir, þar sem mestu átök- in áttu sér stað í styrjöldinni og saga hennar hefur verið varð- veitt með ýmsu móti. Á ég hér við borgma Gettys burg, þar sem hið fræga Gettys burg-ávarp forsetans er flutt á dögum styrjaldarinnar. Skoðaði ég vaxmyndasafnið á staðnum, sem sýnir ýmsar frægar persón- ur úr sögu styrj'aldarinnar. Einn ig gefur þar að líta þætti úr sjáífri styrjöldinmi, þar sem men.n berast á banaspjótum og blóðugur valurinn blasir við augum. Undir lok göngunnar í gegnum safnið er staldrað við um skeið í stórurn sal, þar sem ýmsum þáttum úr sögu styrjald arinnar er lýst og loks stigur sjálfur forsetinn fram og flytur sitt fræga Gettysburg-ávarp, sem er í senn töfrandi og stór- kostliegt. Þessi þáttur verður þeim sjálfsaigt ógleymanilegur, sem þarna koma. Allt i kring um safmið í næsta nágrenni eru minmismerki, sem hin ýmsu ríki Bandaríkjanma hafa látið reisa, fjöldinn allur af falltoysisu'm og ýmsu því, er minniir á daga stríðsins. Uniglings piltar voru á sífelild um hlaupum fyrir framan safn- ið mcð byssur, sem þeir hlóðu með púðurskotum og skutu síð- an hver á anman. Var hávaðinn i þessum byssum heldur hvim- leiður og vægast sagt óblið mót taka, sem ýmsir fengu, er þeir sáu gapandi byssukjaftana mæta sér á staðmum. En að sjálf sögðu átti þetta að roinna á liðma tíð, tala sínu máli til siðari kynsilóða. Gettysburg er ljómandi fal'leg og snyrtileg borg, en fyrst og fremst er hún sögulegur staður, sem geymir mimniingu hörmu legra horfinna tíma. Smáborgin Harpers Ferry í Vestur-Virgin- íu er líka söguleg borg, sem geyroir minnimgar um baráttuna á miiili hvitra marnna og svartra. Hún hefur verið endurbyggð i þeim sama stíl, s©m hún var í á dögum hims fræga John Brown, sem kvæðið er ort um og frægt er orðið: „John Browns body lies moulderinig in the grave, but hi* soul goes miarchimg on.“ John Brown var hvítur mað- ur, sem barðist mjög einarðlega fyrir afmámi þrælahaldsins í Suðurríikjunum á símum tíma. Homum sveið, hve illa svertimgj arnir voru meðhöndlaðir og gerði allt, sem í hans valdi stóð til þess að binda endi á það. En í þessari miklu og fallegu baráttu hans fyrir málistað kær- ieikams var hamn dæmdur til að hljóta þau örlög að vera hemgd ur himn 2. desember árið 1859, eða tveimur árum áður en styrj öldin skall á. 1 vaxmyndasafn- inu i Harpers Ferry er saga hans rakin og loks sýnd mynd af þvi, er hann stigur sin sið- ustu spor upp í gálganin þar sem hamn var hengdur. Ég get John Browns hérma sakir þess, að bar átta hans fyrir réttindum blökkumannamma er svo ná- skyld því, sem ég hef talað um úr lífi forsetans, Abraharms Lin- colns. Það er athyglisvert, að hvenær sem nafn hins ástsœla forseta, John F. Kemnedys ber á góma í viðræðum minum við fólk hér, þá er hver eimasti mað ur, sem ég hef talað við á sama máli um ágæti hans og mann- kosti sem drengskaparmanns. Og það virðist næsta ótrúlegt, hve mörgu góðu hann gat koim- ið til leiðar á sínum stutta ferii sem forseti bandarísku þjóðar- innar. Hef ég þegar getið um ýmislegt af þvi í mínum fyrri greimum. Lyndon B. Joha- son hefur vafalaust notið þess að koma sem forseti á eftir hon um, þvi að hann varð í mörgu tilliti að framfylgja þvi, sem Kennedy hafði stefnt að og á- kveðið að framkvæma. Er fari’ð heldur lofsamlegum orðum um hann sem forseta þjóðarinnar í amerísku riti, sem ég hef nýlega lesið og segir frá öllum forset- um þjóðarinmar í gegnum árin. Hann lét sig miklu skipta þjóð- félagslega heill og barðist fyrir útrýmímgu atvinnuleysis í land- inu i forsetatíð sinni. En á eng- an hátt skipar hann sambæriteg an sess og fyrirremnari hans. Blessuð sé minning hans uim ald ir. Ingólfur Jónsson; Hagsmunir bænda og neytenda fara saman ISLENZKUR landbúnaður hefur verið i framför. Búvörufram- leiðslan hefur ekki aðeins aukizt til mikiiHa muna, heldur hefur hún einnig orðið fjölbreyttari og sniðin eftir óskum neytenda, sér- staklega í seinmi tíð. Kemur það greinilega fram í bættri meðferð og vinnsiu vörunnar. íslendingar geta hrósað sér af því að með- ferð mjólkur hér á landi mun þola samanburð við það, sem bezt gerist í öðrum löndum. Bændur hafa endurbyggt flest fjós í landinu og fylgt settum reglum. Dýralæknaf fyligjast með hreinlæti og meðferð mjólk- ur frá því hún kemur úr kýr- spenanum. Þar sem mjólkur- framleiðs/la er mest, hafa víða verið settir upp mjólikurgeymar við fjósin. Eykur það mikið hreinlæti og sjálfvirkni. Mjólk- inni er dæl't i gegnum lokaðiar leiðslur frá heimiiisgeyminum í hreinsaðam geymi bifreiðarinnar, sem flytuf mjólkima til mjólikur- stöðvarimnar. Þar er mjólkin geriismeydd áður en hún er tek- in til vinnslu eða til sölu í mjólk- urbúðum. Mjól'kursföðvarnar hafa rannsóknastofur tii þess að fylgjast með ásigkomulagi frarn- leiðslunnar. Hreiniætis- og vinnslukröfur íslenzkra mjólkur- stöðva eru mjög strangar og tryggja gæði vörunnar. Fjöl- breytni í mjólkuriðnaði hefur aukið söliu mjólkurvara. Fyrir fá um árum var oft kvartað um, að skyr væri misjafnt að gæðum. Nú eru kvartanir um það horfn- ar, vegna þess að skyrið er alltaf gott. Viðurkennt er, að íslenzka smjörið þoli samanburð við bezta gæðasmjör eríendis. Ostafram- leiðslan var fábreytt og neytend- ur kvörtuðu oft yfir því. I seinni tið er ostagerðin fjölbreytt og fullmægir kröfum flestra neyt- emda. Landbúnaðurinn hefur lagt áherzlu á vöruvöndun til þess að þóknast neytemdum. En það má einnig segja, að bændur hafi ekki síður en kaupendur haig af því að vanda vöruna. Með þeim hætti fæst aukin saia og betri nýting f'ramteiðslunnar. Það er því ekkert efamál, að hér fer hagur bænda og neytenda sam- am. Það hefur oft verið deiit um söliu og dreifingu á mjólk, skyri og rjóma í ýmsum kaupstöðum og kauptúnum landsins. Smjör og ostar eru seldir i flestum mat- vöruverzlunum og er því ekki deilt um sölufyrirkomulag á þeim vörum, frekar en t.d. kjöti og kjötvörum. Löguim sam- kvæmt hefur Mjól'kursamsalan í Reykjavik ákvörðunarrétt um sölu og dreifingu á mjólk, skyri Ingólfur Jónsson og rjóma á samsölusvæðinu, sem er frá eystri mörkum V-Skafta- fellssýslu að Giisfjarðarbotni. Öninur mjólikursamlög hafa sama rétt hvert á sínu starfs- svæði. Þegar Mjólkursamsalan í Reykjavik byrjaði að hafa mjólk ursölu með höndum 1935, hafði hún 28 mjólikurbúðir, en aðrir aðilar aðeins 4 búðir. Á árinu 1964 hafði Mjólkursamsal'an 62 mjólkurbúðir, en aðrir aðiilar 54. Á árinu 1970 og fyrri hluta árs 1971 fengu 8 kjörbúðir mjólkur- söiuleyfi á Reykjavíkursvæðinu. 1 árslok 1971 voru mjólkurbúðir Mjólkursamsölunnar yfir allt svæðið 75, en aðrir mjólkursölu- staðir, kjörbúðir, voru 84. Mik- il breyting hefur orðið til batn- aðar á svæði Mjólkursamsölunn- ar í Reykjavik á sölu og dreif- ingu mjólkur. Kjörbúðir, sem hafa mjólk til sölu, eru nú fleiri en mjólkurbúðir Samsölunnar. NEYTENDUR GREIÐA KOSTNAÐINN VI® DREIF- INGUNA M.A. HEIMSEND INGU Af því, sem hér er sagt, má sjá, að Mjótkursamsalan hefur veitt mörg mjólkursöluleyfi sér- staklega síðustu árin. En áfram þarf að haidia á þeirri braut. Mál- in standa miklu ver viða annars staðar á landimu, eftir blaðaskrif um að dæma. Það er tvímæla- laust bezt fyrir alla, að mjólk og mjólkurvörur fáist í þeim mat- vöruverzlunum, sem uppfylla settar reglur heilbriigðisyfir- vaida. Með því er orðið við sann- gjörnum óskum neytenda og þannig mun saia mjólkur auk- ast, en að nokkru draga úr kaup- um á öli og gosdrykkjum. Á fyrra ári fluttu fjórir þimgmenn Sjálfstæðisflokksins frumvarp til laga í þvi skyni að rýmka um mjólkursöluleyfi fyrir þá, sem fullnægja settum skilyrð- um. Frumvarpið náði ekki fram að ganga. Var aðallega tvenant, sem að þvi frumvarpi var fund- ið. 1 fyrsta lagi, að í frumvarp- inu fælist of mikið frelsi, ef það yrði að lögum. 1 öðru lagi, að bændur gætu orðið fyrir tjóni vegna fjárfestimgar í tækjum í mjólikurbúðum, ef frumvarpið næði fram að gamga. Er þá haft í huga, að e.t.v. verði nokkrar samsölubúðir lagðiar niður. Nú hafa sömu menn endurflutt frumvarpið á þessu þingi með talsverðum breytimgum. Hafa flutningsmenn sýniiega viljað koma til móts við þá, sem gerðu athugasemdir við fyrra frum- varpið. Nú er gert ráð fyrir því, að 7 manma nefind verði að mæla með mjólkursöluleyfi áður en það er veitt. Einnig eru ákvæði í frumvarpinu, sem eiga að tryggja að bændur geti ekki orð- ið fyrir tjóni vegna fjárfesting- ar eða mjólkurdi-eifingar, þótt frumvarpið verði að lögum. Engu skal um það spáð, hvort frumvarpið verður samþykkt. Ekki er ólíklegt, að breytingartil- lögur kunni að verða gerðar við það. En málið verður að skoða af raunsæi og með sanngimi. Flutmngsmenn frumvarpsins hafa áreiðaniega áhuga fyrir þvi, að hagsmunir beggja aðiia, neyt- enda og framleiðenda, verði sem bezt tryggðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.