Morgunblaðið - 03.12.1972, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1972
gp r
„Eg og þú: Við erum
og sami maðurinn“
— spjallað við Árna Larsson
— í tilefni fyrstu bókar hans
„Ég og þú: Við emm einn «g
sanii niaðiu-inn“ spjallað
við Árna Larsson í tilefni
fyrstu bókar hans.
„Mig langar til að brjóta
upp fagurfræðilega, póli-
tiska og bókmenntalega hjá-
trú íslendinga. Veiztu, að
það er til fnllt af fólki, sem
er að sligast undir stöðluð-
um bugniynduin og viðbrögð-
um. Það er eins og þetta fólk
gangi fyrir slagorðum og sé
með upptrekkjara á bakinu,
sem einstaka óprúttnir menn
herða alltaf á öðru hverju?
Ég skrifaði þessa bók til að
reyna að ljúka upp augum
fólksins. Það er hennar er-
indi á markaðinn. Það yrði
nefnilega áreiðanlega gott, ef
okkur tækist að sjá hvert
annað.“ Sá sem vill fylgja
fyrstu bók sinni úr lilaði með
þessum orðum, heitir Árni
I.arsson. Hann er 29 ára og
Almenna iMrkafélagið hefur
nú gefið út „Uppreisnina í
grasinu“ eftir hann.
„Þessi bók er mitt svar við
að lifa í þessum heimi," segir
Árni. Og hann heldur áfram.
„Ég hef alltaf verið haldinn
siköpunarástríðu án þess þó
að ég hafi gert mér neinar
áhyggjur af því, hver®
vegna.“
- Hver er þtn afstaða til
heimsins? Ert þú ungur reið-
ur maður? Eða ert þú í sátt
við 'heiminn?
— Við lifuim í rauninni á
skrambi merkilegum tímum;
þeiim tíimurn, þegar maður-
iinn sýnir náungamum meiri
grimmd en nokkurn tímann
áður hefur verið.
— Er það ekki frekar stigs
munur en eðlismunur?
— Nei. Sjáðu til. Maðurinn
í dag drepur náunga sinn vit
andi vits. Þetta eru ekki
söguleg slys og þetta er ekki
dýrslegt, þvi dýrin þekkja
ekki þessa grimmd. Og
þetta er á engan hátt brjál-
æðislegt, því maðurinn beitir
til þessa hugviti sínu. Það
sýnist mér vera það skelfi-
legasta af því öllu.
— Þú lætur þau orð fylgja
bókinni, að hún sé „heim
spekilegt landnám í umhverfi
þar sem engin menningarleg
hefð er fyrir hendi“. Hvað
— Sjáðu til. 1 Evrópu til
dæmis eru til ýmsir menn,
sem útskýra þetta grimmdar-
athæfi mannsins. Þetta er
orðin viss heimspeki úti i
heimi. En við Islendingar höf-
um elíki þennan þankagang.
Við bara horfum á. Við
hugsum ekkert út í þessa
hluti að lífið eigi sér skiilyrð-
islausan og ótvíræðan rétt.
— Er þá ekkert sem getur
réttlætt það, að einu iífi sé
eytt?
—■ Það þykir mér vera af
og fi'á. Sú réttlæting væri að
minnsta kosti ákaflega lítils
virði. Lífiö sjáift hefur sitt
giidi og það er ekkert til,
sem tekur því fram.
- Ekki annað líf? Þitt eig-
ið?
— Nei. Það held ég ekki.
Það er ekki hægt að drepa
annan mann án þess að drepa
um leið hluta af sjáifum sér.
Eða þannig ætti það að
minnsta kosti að vera Og ég
get ekki hugsað mér neitt,
sem réttlætir þann verknað.
Ekki einu sinni það, sem eft-
ir yrði af mínu eigin lifi.
— Bendir þú í bók þinni
á einhverja lausn fyrir okk-
ur?
Það verður hver kyn-
slóð að bjarga heiminum. Það
er gefið mál. Og nú er það
aðeins virðing fyrir lífinu,
sem getur bjargað okkur, því
tækniilega séð er nú orðið
mögulegt að tortíma öllu
mannkyninu á einu bretti.
— Og auðvitað hlýtur virð
ingunni fyrir lifinu að fylgja
virðing fyrir sjálfum sér. ég
og þú: Við erum nefnilaga
einn og sami maðurinn, Við
erum óaðskiljanlegir.
— Svo við minnumst að-
eins á framsetningu efnis
bókarinnar.
einn
Árni Larsson.
— Já. Ég vi'l fyrst og
freimst leiða hluti og atburði
fram til að lesandinn megi
sjá með eigin augum. Kvik-
myndin er framisetriingarmáti,
sem mér er að skapi. Mér hef
ur alltaf þótt sjón vera sögu
rikari.
Aðall nútímafrásagnarlist-
ar er nefnilega ekki bara það
að segja söguna — heldur
fyrst og fremst að sýna hlut-
inn.
— fj-
átt þú við með þ"ví?
Ungir listamenn:
TIMBURVERZLUNIN VOLUNDUR HF.
KLAPPARSTÍG1 ® 18430 - SKEIFAN19 ® 85244
Wð höfum nú tekiö í notkun nýja huröar-
verksmiöju aö Skeifunni 19, og getum því
boöiö yöur innihuröir á hagstæöu veröi
og meö stuttum afgreiöslufresti.
Fullkomnar vélar tryggja 1. flokks framleiöslu!