Morgunblaðið - 03.12.1972, Qupperneq 14
46
MORGUNBLAÐIEk, SUJNNUDAÍiUR 3. DESEMBER 1972
í Asíu, Suður-Ameríku
og Miö-Austurlöndum
og einnig sums stadar
í Suður-Evrópu eru
40 milljón börn í
nauðungarvinnu
EFTIR MAX WIL.DE.
Það eru meira en 43 milljónir
barna, sem vinna erfiðisvinnu í heim
inum, að því er segir í skýrslu frá
Alþjóðavinnumálastofnuninni í
Genf. Það eru 3,9% allra drengja,
14 ára eða yngri, og 2,7% stúlkna.
Meira en 90% heildarfjöldans
voru árið 1970 á hinum vanþróuðu
heimssvæðum. Á Filippseyjum voru
þau yfir 500.000, í íran yfir 750.000,
í Thailandi yfir ein milljón, í Indó-
nesíu yfir 1,500,000, í Pakistan meira
en 2,500.000 og í Indlandi meira en
14 milljónir.
Börn eru nú sjaldan ráðin til
vinnu í stórum og nýtízkulegum iðn
aðarfyrirtækjum, en barnavinna í
verksmiðjum er ekki með öllu horf-
in. Komið hefur í ljós, að I litlum
verksmiðjum, sem byggja tilvist sina
á því að halda kostnaði sem lægst-
um, vinnur talsvert af börnurh und
ir hinu löglega aldursmarki. Mest er
af slíkum verksmiðjum í Asíu, Suð-
" ur-Ameríku og Mið-Austurlöndum,
en þær eru einnig til sums staðar í
Suður-Evrópu, og jafnvel í hinum
vanþróaðri landshlutum iðnvæddari
svæða.
Verksmiðjur þessar virðast bein-
ast sérstaklega að ákveðnum iðn-
greinum, svo sem vefnaðarvörufram-
leiðslu, fatagerð, matvæla- og niður
suðuiðnaði. - '
1 verksmiðjum í Thailandi, sem
framleiða eða pakka inn vörum eins
og til dæmis flöskum, sígarettum,
vefnaðarvörum, sælgæti, kexi og
sjávarafurðum, fundu þeir, sem að
rannsóknum stóðu, að mörg börn, sér
staklega stúlkur, 10-15 ára gamlar, og
sumar ekki eldri en 6 ára. Unnu börn
þessi átta til fjórtán klukkustundir á
dag, sjö daga viku, fyrir hlægilega
lítið kaup, 1 allt of þröngum, illa
upplýstum, illa loftræstum og óheil-
brigðum húsakynnum.
Einn rannsóknarmannanna lýsir
ástandinu svo:
„Algengt var að heilar fjöskyldur
gengju þarna að störfum, og var þá
foreldri eða annar eldri fjölskyldu-
meðlimur einn skráður á launaskrá
og tók greiðslu fyrir alla fjölskyld-
una. 1 sígarettuverksmiðju einni réð
fullorðið fólk sér börn sem svonefnt
„aðstoðarfólk" og lét þau aðeins
hafa brot af þvl, sem þau raunveru-
lega unnu sér inn, eða greiddi þeim
með öðrum hætti aðeins smávægilegt
kaup.“
Önnur athugun, sem var eingöngu
bundin við vefnaðarvöruverksmiðj-
ur og verkstæði í Thailandi, leiddi
í ljós, að næstum helmingur vinn-
andi barna undir 16 ára aldri hafði
aldrei verið I skóla.
Staðhæft er í skýrslunni, að i
Asíu, Afríku, Suður-Ameríku og Mið
Austurlöndum vinni börn á litlum
verkstæðum, einnig við húsagerð og
aðra erfiðisvinnu. Þar og einnig á
Iandsvæðum í Norður- og Suður-
Evrópu vinna börn í heimahúsum,
vefa, spinna, sauma, sauma út, auk
málmiðnaðar og leðurvinnu, vinna
við skógarhögg, leirkerasmíði, teppa
gerð, fatagerð, skósmíði, leikfanga-
gerð, körfugerð og flugeldasmíði.
Undirbúningsþjálfun bamanna er
oft lítil, störf þeirra erfið, þau með-
höndluð sem þrælar og launin langt
undir því, sem venjulegt er. Lýsing,
loftræsting og heilbrigðisaðstæður á
slíkum vinnustöðum eru venjulega
slæmar. Öryggisútbúnaður er sára-
lítill, og börn sjást stúndum vinna
með logsuðutækjum, nota ' beitt
áhöld eða oddhvöss, vinna nærri
málmbræðsluofnum og önnur hættu
leg störf.
Teppahandiðnaður er rikur þátt-
ur í vinnu barna. 1 ríkisreknum
verksmiðjum í Iran hefur að vísu
komið í ljós, að menn halda sig þar
við hinn löglega lágmarksaldur sem
er 12 ár, þeim er allvel borgað, og
vinnutími og vinnuaðstæður eru
dágóð. En hins vegar kemur mest-
ur hluti framleiðslunnar þar frá litl-
um verksmiðjum í einkaeign, og sér í
lagi frá heimilisiðnaði. Vinnuaðstæð-
ur í slíkum verksmiðjum eru venju-
lega sérstaklega slæmar og ekkert
talið athugavert við, þótt mjög ung-
ar telpur vinni þar.
í mestallri Asíu, Suður-Ameriku, í
Mið-Austurlöndum, og svæðum í
Suður-Evrópu vinna drengir undir
hinum löglega lágmarksaldri, sem
óreglulegir, óskráðir verkamenn, við
byggingavinnu, hreinsun húsarústa,
flutning vinnutækja og önnur ótrú-
leg störf, gegn lágu kaupi, en oft
við alvarlega slysahættu.
Heimilisstörf mjög ungra barna,
aðallega stúlkna, í Mið-Amer-
íku, Mið-Austurlöndum og sumum
svæðum Asíu eru oft í rauninni
ógreinanleg frá þrælahaldi. Börnin
eru flutt til borganna úr sveitum af
foreldrum sínum, eða fólki sem seg-
ist vera foreldrar þeirra og raun-
verulega seld til heimilisstarfa. Þau
fá venjulega ekkert kaup, og er
hið mikla orðalag „ættleiðing" venju
lega notað um athæfi þetta.
En flest vinnandi börn á hverju
svæði heims, sem athugað var, störf
uðu að akuryrkju, sérstaklega í Ind-
landi og Pakistan og öðrum Asíu-
löndum. 1 Brasiliu vinna börn erfið
störf, svo sem plægingu, plöntun
baðmullar, hrlsgrjóna og sykurreyrs
og einnig vinna þau að uppskeru
þessara jarðargæða.
Að þvi er fram kemur í skýrsl-
unni, þá geta börn á öllum aldrl
unnið að akuryrkju á vissum tímum
i flestum rikjum Banckiríkjanna án
þess það sé lagabrot.
Fram til 1966 voru í sameiginlegri
vinnulöggjöf Bandaríkjanná („Fed-
eral Fair Labour Standards Act.**
þýð.) ekki einu sinni ákvæði sem
kváðu á um unglingavinnu utan
skólatíma, og svo er enn, nema þeg-
ar um er að ræða áhættusama vinnu
og i sérlögum fárra ríkjanna eru
ákvæði gegn siíkri vinnu.
1967 komust menn að þvi, að 4201
bam, undir 16 ára aldri stundaði
vinnu á skólatíma og braut þar með
hina sameiginlegu vinnulöggjöf
Bandaríkjanna. 2086 þessara bama
voru á milli 10 og 13 ára að aldri,
en 861 níu ára eða yngra.
Frá stofnun sinni, 1919, hefur Al-
þjóðavinnumálastofnunin stuðlað að
10 alþjóðasamþykktum um unglinga
vinnu, en að því er skýrslan herm-
ir, með mjög mismunandi árangri. —
Meðal einstakra þjóða er unglinga
vinnuiöggjöfin mjög mismunandi.
1 54 löndum er lágmarksaldur
barna, sem iðnaðarvinnu stunda, 14
ár. Lægstur, eða 12 ár er hann í
iran, Libyu, Marocco, Súdan, Sýr-
landi, Egyptalandi, Brasiliu, Costa
Rica, Portúgal, og Tyrklandi. í
Libanon gildir 13 ára lágmarkslald-
ur aðeins um vélavinnu og aðrar sér
stakar vinnugreinar, en hinn al-
menni lágmarksaldur er 8 ára.
— Hin sextíu og tvö aðildarríki Al-
þjóðavinnumálastofnunarinnar ILO
hafa staðfest, að alþjóðasamþykkt,
sem ákveði lágmarksaldur þeirra,
sem vinnu mega stunda, sé nauðsyn
leg, og fjallað mun verða um drög
að slíkri samþykkt á alþjóðavinnu
málaráðstefnunni í júni.
Sjálfsagt verður samþykkt gerð,
en i ljósi fyrri reynslu, á það
ennþá langt 1 land, að verulegur
hluti aðildarríkjanna fylgi henni, ef
því marki verður þá nokkru sinni
náð.
(Observer — einkaréttur Morgun
blaðið).
Kynnsð yður
Hádegisverðarfundur
Hádegisverðarfundur með Niels Hartmann, ind-
ustriel og grafisk designer I.D.D., verður haldinn að
Hótel Loftleiðum (Kristalsal) mánudaginn 4. des-
ember nk. kl. 12:15.
Stjórn Dansk-íslenzka félagsins.