Morgunblaðið - 03.12.1972, Síða 15
MOBGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1972
47
— Bruninn
Framhald af bls. 41
vart um eldinn fór hann strax
að klæða sig. Var hann fljótur
að því, en þegar hann ætlaði út á
ganginn var þar ógurlegt eldhaf
og ekki viðlit að komast eftir
ganginum. Brá hann þá á það
ráð að nota björgunarkaðalinn.
Gekk það að óskum og komst
Guðmundur ómeiddur til jarðar.
TJÓNIÐ 1 BRUNANUM
Tjónið við bruna Hótel
íslands var svo gífuriegt, að erf
itt er að gera nákvæmlega grein
fyrir því. Hótelið sjálft með öll
um búnaði var vátryggt fyrir
tæpa eina milljón króna, voru
byrgðir og vistir þá ekki með-
taldar. Var tryggingarfjárhæð-
in því langt undir raunvirði.
Innbú eigandans, Alfreðs Rós-
enberg, var mjög dýrmætt, en
BLAÐBURÐARFOLK:
Sími 16801.
VESTURBÆR
Túngata.
AUSTURBÆR
Bogahiíð - Þingholtsstræti - Miðbær.
Stúlka óskast til sendiferða í skrifstofu blaðs-
ins. Vinnutimí kl. 9-12 fyrir hádegi.
Upplýsingar í skrifstofu blaðsins.
Sími 42747.
439
tegundir af
jólakortum
GBEIEfr-
það var aðeins tryggt fyrir 25
þúsund krónur.
Meðal muna hans var skrif-
borð eitt frægt, af maghoney
smíðað og jafnan kennt til Krist
jáns konungs tíunda, því það
var gert til brúks fyrir kóng,
þegar hann kom hér 1921 og und
irritaði fyrsta sinni islenzk lög
hérlendis við skrifborð þetta.
Hafði Rósenberg ákveðið að
gefa islenzka rikinu borðið.
Tvær verzlanir voru i húsinu.
Vöruhúsið missti allar vörubirgð
ir sinar og tæki, mörg hundruð
þúsund krónur að verðmæti.
Verzlun Gefjunar iiafði nýfeng
ið vörur fyrir þrjú hundruð þús-
und krónur, sem tryggðar voru
fyrir 75 þúsund. Allt brann
þetta til ösku og varð engu
bjargað nema peningaskáp hót-
elsins, sem stóðst eldraunina og
peningaskáp Vöruhússins, sem
var litt eyðilagður.
Magnús Andrésson útgerðar-
maður missti eilefu þúsund krón
ur i peningum, sem höfðu vegna
ófyrirsjáanlegra atvika ekki
komizt i peningahirzlu hótelsins.
Einn gesta, sem hafði skömmu áð
ur misst mikið af eignum sínum,
er Laxfoss strandaði, varð við
brunann fyrir frekara tjóni
á eignum sinum. Auk þess er
ótalið tjón hinna 45—50 gesta
og annarra ibúa hótelsins, sem
margir höfðu dvalið þar langtím
um saman og höfðu þar heimili
sin. Hótelið hafði trygg-
ingu vegna farangurs gesta og
bættist því mesta tjón þeirra.
1 næsta nágrenni varð líka
margvíslegt tjón á mannvirkjum
og lausafé vegna hita og bruna.
Er varlegt að áætla, að tjónið
hafi samtals numið í bein-
um verðmætum um 4—5 milljón-
um króna — miðað við núver-
andi verðlag er það nærri
80—rlOO milljónir króna.
KONAN SEM LÁ ÚTI - frásöguþœttir
eftir Guðmund Böðvarsson, skáld á
Kirkjubóli. Sá þáttur, sem bókin dreg-
ur nafn sitt af, er frásögn af slysför
Kristínar Kjartansdóttur, sem á áttug-
asta ári sínu lá í fimm dœgur stór-
slösuð á bersvœði, í rysjóttu veðri á
þorranum 1949. Þar segir frá ótrúlegu
viðnámsþreki og því jafnvœgi hug-
ans, sem ekkert fœr raskað.
HÖRPUÚTGÁFAN
® Reglstreret veremærke fer
ENKA GLANZSTOFF GmbH
(Biolenl
on
MICHELANGLI
SKYRTUR
* Nýjar gerðir
• Nýjir litir
" Ný mynstur
anglí