Morgunblaðið - 03.12.1972, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.12.1972, Qupperneq 16
^SSU i- ~m MOHGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DÉSEMBER 1972 Jimi Hendrix. Bandarískur náungi Chris Welch að nafni hefur nýlokið við að skrifa œvisögu Jimi Hendrix, gitarleikarans fraega, sem lézt árið 1970, og mun bók In vsentanlega koma út nú um mánaðamótin i Bandaríkjun- um. 1 formála bókarinnar segir m.a.: Jimi Hendrix, sem hét réttu nafni James Narshall Hendrix, fæddist í Seattle, Washington, þann 27. nóvember 1942. Was- hington féll Jimi aldrei reglu lega i geð og þangað fór hann örsjaldan eftir að hann fluttist þaðan, nema í f jölskylduheim- sóknir. Hann var sonur fátæks bónda, James Allen Hendrix. Hann ólst upp á með- al hvítra og gekk í skóla þar sem hönundslitur skipti engu máli. Móðir hans Lucille, dó snemma, en hún var af indíána ættum. 1 æsku heimsótti Jimi oft ömmu sína í Vancouver, sem var hreinræktaður indí áni af Cherokee ættbálknum, og af henni lærði hann margt um sögu indíána, sem Jimi hafði samúð með alla ævi. Jimi gekk í Garfield mennta skólann í Seattle, en hætti námi 16 ára gamall. Sjálfur hélt Jimi því fram, að hann hefði verið rekinn fyrir að leiða hvíta stúlku i frímínútun um. Það var þó ekki eina ástæð- an fyrir því að Jimi hætti námi, heldur peningaskortur. Eftir 16 ára aldur byrjar líf Jimi fyrir alvöru og áhugi hans á gítarleik vaknaði skömmu eftir að hann yfirgaf skólann. Að sögn útgefenda er mjög til bókar þessarar vandað og er henni spáð miklum vinsældum. Jimi Hendrix naut gífuriegra vinsælda í lifanda lífi og var álitinn einn bezti gítarieikari heims. Jimi á ennþá fjölda að- dáenda í Bandaríkjunum og víðar og plötur hans seljast í milljónatali enn þann dag í dag. Jimi var langt leiddur af eit- uriyfjum síðustu árin áður en hann dó, sem að lokum drógu hann til dauða aðeins 28 ára gamlan. Miek, John og Yoko í Plant h IjómplötufjTÍrtaekinu í New York. Myndin var tekin í siðustu viku. MICK, JOHN OG YOKO Á NÝRRIPLÖTU Ný plata með þeim John og Yoko mun væntanlega koma á markaðinn innan skamms. Plat an verður gefin út af Plant h'ljómplötufyTÍrtæk'n'u í New York, en nafn plötunnar hefur ekki verið ákveðið ennþá. Undanfarinn mánuð hefur Yoko unnið að útsetningu lag- anna með hjálp hljómsveitar- innar Elephant Memory, sem mun annast undirleikinn. Yoko hefur samið flest lögin og eru þau þjóðfélagsleg ádeila eins og áður. Yoko mun einnig leika á píanó auk þess að annast sönginn að mestu leyti. Þá munu þeir John og Micsk Jagg- er spiila á pianó og gítar. ÖQl eru lögin rokklög. Gagnirýnendur segja að textar laganna séu eins og þeir voru 1958 en út- setningin eins og búast má við að verði hvað vinsælust eftir 10 ár. Plötunni er spáð mikl- um vinsældum. Þessi mynd er af kanadísku flugfreyjunni Margit Sommer, sem haldið var í gíslingu um borð i farþegaþotu á Fnamkfurt flugveiii í heilan sólarhring i síðustu viku. Margit var bjarg- að af þýzku lögreglunni, er hún réðist um borð og dnap flug- vélarræningjann, sem talinn var geðveiikur. Margit, sem er 31 árs, hefur nú náð sér að fullu eftir atburð- inn og hefur tekið til starfa á ný. >f MUSSOLINI 1 NEW YORK Jasspíanistinn Romano Mussolini, sonur ítalska fasista foriingjans Mussolinis, kom op- inberlega fram í New York s.l. laugardagskvöld i fyrsta sinn. Romano er þátttakandi í 18 daga hljómleikaferð um Banda rikin á vegum Sameinuðu þjóð anna, en fyrstu tónleikarnir voru eimmiitt haildnir í New York. Romano Mussolini er nú 45 ána gamall og hefur starfað seim píanóleikari frá því árið 1956 og fara vinsældir hans sívax- andi. Að sögn forráðamanna í Town Hall, þar sem hljómleik- amir voru haldnir í New York sóttu þá rúmlega 1000 manns. Mussolini hefur einnig sam- ið mörg lög og í seinni heims- styrjöldinni samdi hann undir nafninu Roberto Full. En eftir að stríðinu lauk, notaði hann ætíð Mussolininafnið og kvað það hafa hjálpað sér mikið á framabrautinni. Romano Mussoliini er kvæmt ur systur Soffíu Lorein. ÁHUGALJÓSMYNDARINN GINA ftalska leikkonan Gina Lollobrigida hefur mikinn áhuga á ljósmyndun og síðast- liðin 3 ár hefur hún tekið mörg þúsund mymdir. Á næst- unni mun koma út bók með 20 svarthvítum myndum leikkon- unnar og ber bókin titilinn — Italia Mia —. Gina hefur mest megnis tek- ið myndirnar í ftaliu og til að geta gengið óáreitt um götur Rómar, klæddist hún dular- gervi og bar ósjálega horkoilhi á höfði. Að sögn leikkonunnar hefur hún eytt offjár í þetta tóm- stundagaman sitt, einnig sagði hún að það hefði kostað sig HÆTTA Á NÆSTA LEITI — Eftir Johrt Saunders og: Alden McWiUiams Gina Lollobrigida með mynda- vélina. r I*D MUCH PREFER THAT TOAPOORLy WRITTEM DRAMA, \ HOPE./. „X'LU SEE \ you AT EIQHT O'CLOCK' V AT THAT MOMENT/ I DON'T FEEL UP TO THE THEATRE, TONIGHT, BRADy/ WOULD you SETTLE FOR A QUIET DINNER HERE? W'. IN THE GLOBAL NEWS 'MORSUE' DANNY FINDSTRO/ POURINS OVER AN OLD SíTORy FH_E ! einn bíl og tvær dýrmætar myndavélar. — Ljósmyndar- ar mega búast við öllu, — sagði hún. — Þegar ég leik í kvikmyndum, ræð ég engu, en ljósmynóari er sjálfs sin herra, — sagði Gina Lollo- brigida. Bókin — Italia Mia — mun væntanlega koma út fyrir ára- mótin, en hún hefur aðallega upp á myndir af fólki að bjóða, þó eru einnig örfáar landslags- myndir. Gina hefur lengi haft áhuga á ljósmyndun og áður en hún hóf kvikmyndal eik, stundiaðí hún nám í myndlistar.skóla einum i Róm, en hún þykir mála allvel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.