Morgunblaðið - 25.01.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.01.1973, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1973 ® 22-0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 BÍLALEiGA CAR RENTAL n 21190 21188 14444 S 25555 14444 S 25555 SKODA EYÐIR MINNA. Skodh LEIGAN AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. FERÐABÍIAR HF. Bitaleiga — sími 81260. Tveggja manna Citroen Mehari. Fimm manna Citroen &.S. 3—22 manna Mercedes Benz hópferSabílar (m. bílstjórum). HOPFERÐIR Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8—34 farþega bilar. Kjartan Ingimarsson, simar 86155 og 32716. Honddœlur %“ 1“ l‘/4“ liriííjón G.GJioAQ»tP srmi 20000. STAKSTEINAR Kröfupólitíkin Það er löngu hætt að vera skemmtilegt að bera saman hinar óliku textaskýringar á orðalag-i málefnasamningsins um varnarliðið. Útkoman er alltaf sú sama: Augljóst er, að samningataefndir flokkanna hafa skrifað undir samning- inn sin með hverju lungarfar- inu og farið í einu og öllu eft ir kenningum þeirra gömlu jesúita, að ekki skipti má!i, hvernig eiðsvarinn texti væri skilinn af þeim, sem læsu hann, heldur skipti það eitt máli, hvernig sá skildi text- ann, sem sór eiðinn. Þvi er það, að stjómarflokk arnir keppast nú hver i kapp við annan að skýra út hug- renningar sinar við undir- skrift samningsins. Glöggt dæmi um þetta er grein, sem birtist í Þjóðviljanum í gær. Greinarhöfundur ræðir þar um samningaför Kinars Ág- ústssonar til Bandarikjanna. Hann viðurkennir að visu, að nú eigi einungis að fara fram könnunarviðræður, — „En þegar Kinar kemur aftur, þá er spumingin auðvitað ekki, „hvort“, heldur ’.venær her- stöðvarsamningnum verður sagt upp lögformlega," svo að vitnað sé til orða greinar- höfundar. Og svo sannfærður er grein arhöfundur um, að túlkun ráðherra hans á málefnasamn ingnum sigri, að hann heldur áfram: „Við förum ekki í neinar grafgötur með það, að þegar rikisstjórnin tilkynnir þennan sjáifsagða hlut, þá mun Morgunblaðið og aftín- ossar þess láta ærilega.“ Það þarf varla að taka fram, að það er nánast út i hött að fara að deila við skriffinna af þessu tagi um, hvað í máiefnasamningi ríkis- stjórnarinnar segir. Það skipt- ir heldur ekki meginmáli. Hitt er orðið enn brýnna, að ráðherrarnir hver fyrir sig lýsi skilningi sínum á marg- nefndum atriðum, og ekki nóg með það, heldur einnig segi þjóðinni, hver stefna rík- isstjórnarinnar í heild er. Eða sagði ekki forsætisráð- herrann í áramótaávarpi sínu, að menn ættu að gera meira af því að gera rfröfur til sjálfra sín heldur en annarra. Hann ætti því að ganga á undan með góðu fordæmi, og gera þá kröfu til sjálfs sín og ráð- herra sinna, að þeir • skilji málefnasamning einum skiln- ingi, en heimti ekki sífellt af iandsmönnum, að þeir skilji hann rétt. Vér þökkum í tilvitnaðri grein Þjóðvilj- ans segir m.a.: „Kn enda þótt í þessum pistlum hafi kannski andað heldur köldu öðru hverju til Moggans, þá þýðir það ekki, að honum sé alls varnað, eða að hann sé af- skrifaður um alla eilifð. Leið- arinn á föstudaginn var „Við munum“ um Jan Palach og Víetnam, var t.d. þannig orð- aður, að það flögraði að manni, að þar hefði skynibor- inn maður haldið á penna. Það var næstum því hægt að skrifa undir þá grein." Vér þökkum. spurt og svaraÓ Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið i síma 10100 kl. 10—11 frá mánndegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. MORGUNBLAÐIÐ OG ÍÞRÓTTIR Bjarni Sveinbjarnarson, Dalalandi 10, spyr: „Eru ekki fleiri íþrótta- greinar stundaðar yflr vetr- armánuðiina en handboiti? Og af svo er, má þá ekki minn- ast á einhverjar aðrar iþrótta- greinar, eins og t.d. heimsbik arkeppnina, bæði á skautum og skiðum?“ Steinar J. Lúðvíksson, íþróttafréttamaður, svarar: „Auðvitað eru allar íþrótta greinar, hvaða nafni sem þær nefnast stundaðar þessa mán- uðina. Ég býst ekki við því að fyrirspyrjandinn ætlist til að þessar íþróttagremar verði taWar upp hér, enda yrði það of langt mál. Sennilega finnst fyrirspyrj- anda sem handknattleikurinn skipi of veglegan sess i íþróttafréttuim Mongumbdaðs- ins, og þá á kostnað annarra íþróttagreina. Sé svo, þá er því til að svara, að auðvitað standa iþróttafréttamenn jafn an frammi fyrir þvi að velja og hafina. Ég tel eðlilegt að x vali okkar sé tekið tillit til iðkendafjölda íþróttagreinar- innar hérlendis og almennra vinsaelda hennar, og roeð til- iiti til þessa hefur verið fjoál- að ud handknattleikinn. Ég er hins vegar að verulegu leyti ósammála uim að aðrar iþróttagreinar haíi orðið út- undam i fréttum blaðsins, en viðurkenni, að hlutur skauta- og skiðaíþróttarinnar hefur ekki verið sem skyldi, og er fús til þess að gera það sem unnt er til þess að koma þeim málum í betra horf. Fréttum af heimsbikarkeppni á skaut- um get get ég þó ekki lofað, þar sem mér er ekki kunnugt um að hún fari fram. Auðvitað er það spurnimg út af fyrir sig hvaða hlutfall eigi að vera milli innlendra og erlendra íþróttafrétta. Afríkuleikarnir í frjáisum íþrótt'um eru út af fyrir sig meira fréttaefni em innanfé- lagsmót í frjálsum íþrótt- um í Laugardalshöllinni, svo dæmi sé tekið. Þeir sem vilja fá fréttir af Laug- ardalshaUarmótmu geta þó verið langtum fleiri. Æskilegt er auðvitað að geta saigt frá hvoru tveggja, en þótt Morg- unblaðið ljái íþróttunum mik- ið rúm, þá verður alidrei hægt að birta nema Mtið brot af þeim fréttwm sem berast." ORÐ GUÐS Karl Lilliendahl, Háteigi 1, Akranesi, spyr: „Hvers vegna birtir Morgun- blaðið ekki daglega hugleið- ingar Billy Graham um trú- mál?“ Þorbjörn Guðmundsson, rit stjórnarfulltrúi Mbl. svarar: „Þegar Morgunblaðið gerð- ist áskrifandi að þáttum Billy Graham, var ekki miðað við daglega birtingu. Ætl'unin var, að þeir kæmu við og við — og mun svo verða enn um sinn.“ spurt ogsvarað Skattgreidendur spyrja Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Gunnar Hilmarsson, Langholtsvegi 55, spyr: 1963 var ég farþegi í bíl sem valt. Nú í ár fékk ég baetur þar sem mér voru daemdar 2%% örorkubætur og fókk ég greiddar kr. 160 þús., sem voru eftirstöðvar bótanna. Hvemig fer með skattlagn- ingu af þessu fé. Verður mér gert að greiða rtkatta af því eins og það væri allt tekjur ársins 1972? Ríkisskattstjóri svarar: Skv. E-lið 16. gr. regiu- gerðar nr. 245/1963 eru slysa- eða örorkubætur, sem greidd- ar eru í eitt skipti fyrk- öll ekki skattskyldar. Hins vegar eru skattskyld- ar allar tímabilsgreiðslur, svo sem dagpeningar vegna slysa eða veikinda, svo og 4r- legur eða mánaðarlegur ör- orkustyrkur eða lífeyrir. Frantrteljanda ber að gera fullkomma grein fyrir þessum greiðslum í franrtali sínu 1973, og munu skattyfirvöld ieggja mat á roálið með hlið- hjón af þessum reglugerðar- ákvæðum og f rarrVkommum gögnium. Alfreð Eyjólfsson, Kjalar- landi 33, spyr: „1. Hvaða frádráttur er heimilaður fyrir börn í tón- listarskólum? Skýring: Ég á barn í Bama músikskólanum og annað í Tómlistarskóianum. f fyrra taldi ég fram kr. 16.310 til frá dráttar vegna kostnaðar í sambandi við þessa skóladvöi þeirra. Ég fékk bréf rétt fyr- ir áramót, þar sem tilkymnt var að þessi frádráttur leyfð- ist ekki, þar sem barnið befði ekki haft tekjur, og mér var tilkynnt um hækkun á gjöld- um. Hér er um að ræða kennslu, sem ríkið ekki veitir á skyldiu námsstiginu og böm fá ekki, nema leita til sérskóia. 2. Vaxtatekjur af verðbréf- um. Færast þær á tekjulið? 3. Er dr. Gylíi Þ. Gíslasom á sinum tima tilkymnti um að teknar væru upp greiðslur fjölskyldubóta, kvað hann það kerfi ákveðið þar sem óbein- ir skattar kæmu misjafnlega niður. Væru því fjölskyldu- bætur endurgreiðsla á otf hárri skattlaigningu á bam- margar fjölskyldur. Þegar þær nú eru skattlagðar, er þá ekki um tvísköttun að ræða — bæði varðandi tekju- skatt og útsvar? 4. EMilíifeyrir. Færist ellilítf- eyrir undir liðinn annar frá- dráttur, þar sem telja verður hann fram á tekjulið. 5. Skipulagsgjald er greitt til tollstjóra 3%. af brunabóta mati. Færist þetta á húsbygg- ingarskýrslu eða undir liðinn „annar frádrá+tur". 6. Bankakostnaður kemur á alla víxla. Má taka hann með í vaxtagjöld eða verður að sleppa honum alveg? 7. Hver er hámarkstfrádrátt- ur vegna bókakaupa a) kennara b) lækna? Ríkisskattstjóri svarar: „1. Hafi bamið sjáltft tekj- ur, eru námskeiðsgjöld i tón- listarskólum tfrádráttarbær. Frádráttur vegna þessa og annars námsfrádrátter bams ins má þó eigi vera hærri en tekjur barnsins sjálfs. 2. Já. Sjá ieiðbeiningar rik- isskattstjóra, sem birtust I Morgumblaðinu 20. þ.m. tölu- lið 4, III. 3. Fjölskyldubætur teljast til skattskyldra tekna. Emb- ætti ríkisskattstjóra telur það ekki í sínum verkahring að svara spumingum um „tvi- sköttum". 4. Ellilófeyri ber að telja til tekna, sbr. töluMð 8, III í leið beining'um rikisskattstjóra, sem birtust í Morgunblaðinu 20. þ.m. Ellilífeyrir er ekki frádráttarbær frá tekjum og færist þvi ekki til frádráttar á framtali. 5. Skipulagsgjald telst vera hluti bygigingarkostnaðar og færist þvi á húsbyggimgar- skýrslu. Það er ekki frádrátt- arbært firá tekjum og færist því ekki til frádráttar á fram tali. 6. Bankakostnaður af vSxl- um er nú frádráttarbær sem vextir, sbr. reglugerð, dags. 29. des. sl. um breyting á 1. mgr. 26. gr. reglugerðar nr. 245/1963. 7. Enginn sérstakur há- ma rksf rádráttur er settur, falli tfrádrátturinn undir áíkvæði E-liðar 12. gr. laga nr. 68/1971, sbr. ákvæði C4iðar 35. gr. reglugerðar nr. 245/ 1963.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.