Morgunblaðið - 25.01.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.01.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1973 Hfingt eftii midncetti M.G.EBERHART — Ég á við það, sem ég sagði, svaraði Cal alvarlega. En hugur Jennyar sló út í aðra sálma. Hvenœr dó kona Arts? — Fyrir tæpu ári. Ég þekkti hana aldrei neitt. Það gerði ég heldur ekki. Og Art nefndi hana aldrei á nafn, það man ég. — Ég held ekki, að hann hafi kært sig um það. Þetta var eitt- hvað erfitt. Hún var í geðveikra hæli árum saman og þurfti stöð- ugrar hjúkrunar við. Þetta var afskaplega erfitt hjá honum, það veit ég — og kostnaðarsamt. Þetta er ein ástæðan til þess, að Pétur hefur reynzt honum svo vel. — Pétur er nú alitaf tryggur, þar sem hann tekur því. — Já, það var hann reyndar, sagði Cal blátt áfram. — Og Art er líka vel fær í lögum, meðan hann getur farið eftir bókinni, en sé farið út fyrir hana, verð- ur heldur lítið úr honum. En þetta er allt í lagi, við viljum fara eftir bóksitafnum. En Blanche hefur hins vegar til að bera bæði greind og framtaks- semi. Art Furby var nú að nálgast þau, en Blanche gekk yfir vell ina mjúkfætt eins og köttur. — Þessi frænka Fioru er hreinasta plága, sagði Art, er hann kom til þeirra. — Blance lofar að fást við hana. Viljið þið ekki koma heim til mín og fá eitt glas? Þið hafið gott af því. Cal samþykkti þetta og það gerði Jenny líka — aðallega til þess að komast burt frá húsinu, fannst henni sjáltfri. En Skipp- er var líka viss um, að hann hefði gott af gönguför, og þaut á undan þeim. Þau gengu fram hjá sjógarðinum. Art hafði orðið fyrir það miklum áhrifum af sveitaMfinu, að hann var kom- inn í sumarbuxumar og brúna peysu undir vaðmálsjakkanum, en var í útliti alveg jafn form- fastur og ábyrgðarfullur og við skrifborðið sitt, í borginni. Ef þetta átti að vera grima, hugs- aði Jenny, til þess að breiða yf- ir seinlátan hugsanagang hans, þá var það að minnsta kosti góð grima. Það gat líka verið til þess að leyna gremju hans út af því, að Cal hafði ver ið gerður að varaforstjóra. Jenny tók ,af sér beltið og festi það í hálsbandið á Skipper og notaði það fyrir taum. — Þetta er nú heldur einmana legur kofi, sagði Art, er þau gengu heim að húsinu eft- ir brautinni, sem var al- gróin sýrenurunnum. — Ég er enga vinnukdnd búimn að fá fyrir sumarið. Ég hef ver- ið í New York í allan vetur, eims og ég er vanur. En mér datt í hug að vera hérna dálítið leng- ur en venjulega, — nærri Pétri. — Til þess að ræða við hann þennan samruna, eða hvað? sagði Cal rólega. — Já, því ekki það? sagði Art. — Þetta gæti verið gagnlegt fyr ir jámbrautarfélagið. Og ég vil líka ræða það við þig, Cal. Mér finnst einhvern veginn þú vera því andvígur. Cal sagði: — Hver er þetta? Þarna sat ungur maður í hnipri á stól og horfði ólund- arlega út á Sundið. Hann stóð upp, þegar þau komu upp tröpp urnar. — Þetta er einkaritarinn minn, sagði Art. —- Sá nýi — og þó ekki alveg nýr, því að hann hefur verið hjá mér siíðan Blanche hækkaði í tign. En hann er mjög efnilegur. Hann kynnti þau síðan. Waldo Dodson — frú Vleedam — hr. Calendar. Þú hefur sjálf- sagt oft séð hr. Calendar í skrif stofunni, Waldo? — Já, ég hef séð hann, sagði Waldo ólundarlega. — Sælir, herra! bætti hann við í sama tón. Hann var með andlit eins og brauðdeig og augu eins og rúsín ur, var í peysu með háum kraga og hárið á honum var of sítt. — Náðu okkur í eitthvað að drekka, Waldo, sagði Art. Dodson yppti ekki beinlinis öxlum, en næstum þó. Art virt- ist ekki taka eftir því. Jenny sagði: — Engiferöl handa mér. Art reyndi að vera fyndinn. — Ertu að passa upp á línurn- ar? Kannski þú vildir heldur te? Nei, þakka þér fyrir. Jenny fyrtist dálitið. — Nei, en ég get bara ekki drukkið neitt fyrir kvöldverð. Hún settist á einn járnstólinn — þeir höfðu ekki verið málaðir fyrir sumar- ið og voru því dálítið ryðgað- ir og kaldir. Ungi maðurinn ólundarlegi kom aftur með bakka og dró fram borð, sem stóð upp við vegg. Hann hafði komið með tvíbökur og ost, og rétti að Jenny, sem tók eina tviböku, en Skipper var fljótur að gleypa hana úr hendi hennar. Svo sleikti hann báðar hendurnar á henni og gaf til kynna, að sig langaði í meira. Art og Cal voru að tala saman og ungi mað urinn ólundarlegi þiðnaði ofur- Mtið og spurði hana, hvort hún vildi þvo sér um hendurnar. — Þakka yður fyrir. Hún rat- aði, þvi að hún hafði kom- ið þama oft áður, en Dodson fylgdi henni inn, fram hjá litla snyrtiherberginu við forstof una, gegnum svefnherbergi, sem hún hélt, að Art hefði sjálfur, vegna þess hve allt var snyrti- legt þar inni — og inn í stórt baðherbergi. Þarna var líka mjög snyrti- legt, handklæði á sínum stað og mikið af sápu. Hún þvoði sér rækilega um hendur, enda veitti ekki af, þar sem Skipper hafði verið óspar á að sleikja þær ekki hennar vegna, heldur vegna tvibökunnar sem hún gaf honum. Eitthvað af fötum Arts hékk þama, en miUi tveggja sportjakka hékk kvensloppur, allur með kniplingum og fruns- um og svo uppUtuð svunta að hurðarbaki. Ekki var því að neita, að svuntan minnti á hús- verk. Sem snöggvast datt henni í hug, að þessi kvenbúnað- ur hefði tilheyrt eiginkonu Arts — en nú hafði hún ekki verið heima árum saman. Art gæti vel hafa geymt þennan glæsilega slopp af einhverjum tilfinningaástæðum, enda þótt það væri ekki trúlegt, en Jenny þóttist viss um, að hann hefði aldrei farið að geyma eldhús- svuntu eins og þá, sem hékk þarna að hurðarbaki. Ósjálfrátt datt henni Blanche í hug í þessu sambandi. Bn hún gat samt ekki ímynd- að sér Blanche fara að hlaupa út úr rúminu þar sem vel fór um hana, til að fara að hamast við morgunverðinn frammi í eld húsi. Auk þess var þessi kur- teisilega hlédrægni milli þeirra Arts og Blanche, rétt eins og þau vissu eitthvað misjafnt hvort um annað. Kannski hafði þeim lent saman í rifrildi. Eða var ástarsamband þeirra á enda. Það gat eins vel verið, að ást- mær Arts væri einhver allit önn- ur en Blanche, en hvað sem því leið þá varðaði það hana engu, hver hún væri. Hún hálfskammaðist sín fyrir þetta snuður sitt. Það var þó ekki henni sjálifri að kenna. Henni lék forvitni á að vita, hvort þarna væru einhver fleiri merki um nærveru konu. Það var freistandi að opna kommóðu, sem þama var rétt hjá henni. Hún stóðst freistinguna, en sá samt eftir þvi, fór síðan fram í forskálann aftur og bruddi tví- bökur með osti,' þangað til Skipper lagði aðra loppuna í kjöltu hennar, með sultarsvip. Hún gaf honum nokkra mola. Art og Cal voru að tala um samsteypuna, eða öllu heldur var það Art, sem hafði orðið. — Þetta gæti orðið gagnlegt fyr ir brautina okkar, sagði Art.. —- í þýöingu Páis Skúlasonar. Trúðu mér til. Ég hef rannsak- að . . . — Hvað rak þig til þess? spurði Cal. Bara það að ég hef áhuga á þvi. Enginn hefur sagt mér að rannsaka það, en ég tel það hliuta af starfi minu. Og ég skil ekki, hvers vegna þú ert því andvígur. — Ég hef aldrei sagt, að ég væri því andvígur. — En ég heyri það samt. Blance er því hins vegar hlynnt. — Það er nú engin ástæða til að fara í útreikninga og tölur enn, sagði Cal, eins og viðutan. Jafnvel þótt allir hLutaðeig- endur telji rétt að leggja út í þetta, þá verður það samt fyrst að fara fyrir alríkisnefndina . . . — Við verðum nú samt að haí- ast eitthvað að og athuga, hvaða hlutabréfasölur eru hagkvæm- ar, og hefja itarlegan und- irbúning. Það tekur sinn tíma, en þvi fyrr sem við byrjum á því, því betra. — Ekkert liggur á, sagði Cal letilega. — Er engin golfkeppni í sjónvarpinu i dag? Waldo Dodson greip nú fram í: — Sjónvarpið er ekki í lagi. Ein loftnetssitöngin er ryðguð. Það hefur verið svo mikili raki í húsinu i vetur, útskýrði hann, eins og kunnáttumaður. Það er betra að gera við það, sagði Art. — Waldo kemur til með að kunna vel við sig hérna i sumar. Þegar við getum verið hérna á annað borð. Waldo er með leikhúsdelllu, og eltir þess vegna sumarleikhús- in. Hann lék í einu sliku, áður en hann fékk sér fasita atvinnu. Já, það var satt, sagði Arthur, eins og hann væri hissa. Það var Fiora, sem mæiti með þér v!ð mig! velvakandi Velvakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi til föstudags ki. 14—15. • Raunveruleiki og forvitnilegt lestrarefni? Ótrúlegir atburðir gerast. Þrátt fyrir það, að við vitum öil, að við búum á landi elds og ísa, þá kippum við okkur ekki svo mjög upp við það, þótt fari að gjósa einhvers staðar uppi í óbyggðum eilegar þá úti í sjó. Auðvitað hafa eldgos valdið hér búsifjum og margs konar óþægindum frá upphafi Is- landsbyggðar, en fyrir okkur nútímafólki hafa eldgos og ófarir vegna þeirra nánast ver- ið forvitnilegur þáttur í Is- landssögunni, sbr. Móðuharð- indin, eða spennandi lestrar- efni, eins og þeir kannast við, sem t!4 dæmis hafa lesið Sögur Skaftárelda eftir Jón Trausta. Hin síðari ár hafa eldgos svo verið mikii „túristaattraksjón“, auk þess að vera rannsókna- efni vísiindamanna, eða hver kannast ekki við að hafa heyrt, að ísland sé sannkölluð paradis jarðfræðinga? • Verstöð á gígbarmi Svo einn góðviðrisdag stöndum við andspænis því, að gos verður I mannabyggð, þús- undir manna flýja heimili sín, mikil mannvirki og verðmæti eru í stórhættu. Vertið er að hefjast og stærsta verstöð landsins er skyndilega á barmi gjósandi eldstöðva. En — og það er stórt en — þá kemur það til, að nú er öldin önnur. Þjóðin lifir í aisnægtum, fram- farir hafa orðið svo miklar, sdð- an á tímum okkar hrjáðu for- feðra, að nú blasa ekki við okk ur óleysanleg vandamál. A nokkrum klukkustundum eru 5000 manns fluttir frá hættu- svæðinu. Otial framréttar hend- ur eru til hjálpar. Jafnvel svo margar, að ekki þarf að þiggja nærri alla hjéilp, sem tii reiðu er. Mannskaði hefur enginn orðið og enginn hefur slasazt, ef frá eru talin smávægiieg meiðsl, sem urðu í fóLksflutn- ingum. • 200.000 = 1 Á slíkum tímum sem nú verður þess áþreifanlega vart, að enda þótt við Islendingar teljumst vera um tvö hundruð þúsund og jafnan séu skoðanir á mönnum og málefnum næst- um jafn margvíslegar og menn- irnir eru margir, þá erum við eins og einn maður, þegar svo stendur á sem nú. Gosið og afleiðingar þess eru ekki neitt einkamál Vest- manmiaeyinga einna. Það er ekki vandamál Vestmarmaey- inga einna, að bjarga sínum verðmætum. Við erum smáþjóð og stund- um hefur það þótt standa okk- ur fyrir þrifum í ýmsum mál- um. En það er mái mamna, að smáþjóðdn hafi vaxtið þessa síðustu daga. Hvað sem verða kamm, hvort heidur gosið fær- ist í aukana eða úr þvi dregur, þá er það víst, að sameinuð stöndum við andspænis vand- anurn, hver sem bann er. • Stjórnunarvandræði Jón frá Akureyri skrlfar: „Kæri Velvaikandi. Beztu þökk fyrir þína ágætu dálka. Þú mátt vera sitoltur af þvi að sfamda vörð um ritfrelsi og óbmdimn hugs- anagang, Það mál, sem er mjög ofarlega í hugum manna nú á dögum, er rekstur útvarps og sjónvarps. Miiljónatugdr, ekk- ert minna, er það. sem nefnt er tekjuhalli — og nú á enn að jafnia niður á almenning tap inu, sem einhverjir útvaldir húsbændur okkar hafa svo gott lag á að koma öllum fyr- irtækjum okkar í. En hér er ekki verra í efni en svo, að hér er ekki um mikU fjárhags- vandræði að tefia, heldur stjórnunarvandræði. Ég held, að það væri holit að þú, Vel- vakandi góður, eðia einhver ann ar, sem þorir að birta sann- leikann, án þess að stikla kringum hann eirns og köttur kringum heitan graut, gerði grein fyrir ýmsum kostnaði við þessar stofnanir, svo sem hve mikilli upphæð er varið til reksturs Sinfónduhljóm- sveitarinmar og þá ekki síður mætti koma Mtili þáttur um sjálft höfuðið, hið svokallaða útvarpsráð. Það fór ekki hátt, en suma rekur hálft í hvoru minni til þess, að ekki er lamgt síðan að talið var að laiun ráðs- manmanna hækkuðu, eða e.t.v. réttara sagt þeir hækkuftu laun sín um allt að 50% og i ráð- inu var fjölgað úr fimm í sjö. Eittihvað hefur þetta kostað og voru þó fjárhagsvamdræðin komin til sögunnar þá. Var þó talið að þessir háu herrar væru á þokkalegum laumum fyrir og það hjá admenningi í iandinu. • Rétt hlutföll? Fjölgunin i ráðinu var gerð á þeirri forsendu, að minmstu flokkamir gætiu rétt sinum mönmum öriítinn aukabita, eins og þeir stóru, og ein- hverjir hafa eflaust talið, að öilu réttlæti væri fuUnægt, ef flokkur, sem á fimm þimgmenn ætti einn fuMtrúa, og flokkur sem á tuttugu þingmenn ætti tvo. Og auðvitað verða hápóM- tisikir menn að stjóma þessum stofnunum, sem eiga að halda sig utan við aMa pólitík. En hvemig það er svo í fram- kvæmd er nú allt önniur saiga og hún ekki falleg en verður ekki gerð að umtalsefni hér, þótt nœg ástæða væri til. Einn- ig væri mjög vel þegið að fá upplýst hvað ýmsir þættir, sem fluttir eru í þessum fjöl- miftlum kosta, því það er vissu- lega ekkert aukaatriði fyrir almenninig á sama tíma og honum er sagt að fyrirtækið sé að fara á hausinm. Það get- ur ekki verið nedtt leyndar- mál. Til frekari spamaðar má svo vel sty tta dagskrá útvarps ins um nokkra klukkutíma á dag, það ætti að vera nokkum veginn nægilegt að spila á grammófón eða segullband svo sem firnm tíma á dag. Eimnig mætti vel vera án margs fleira og þá efeki sízt þátta, sem fluttir voru nú fyrir skömmu og margir hlustiuðu á, og sœttu almennri van'þóknun. Ekki nýjar álögur, en látið aMa Is- lendlnga greiða afnotagjöld af útvarpi og sparið með t. d. Sin- fónduhljómsveit, útvarpsráði og afsdðandi og miamnskemm- aindi fluitningi i máli og mynd- um. Ekki meira að sinni. Lifðu heiM. Jón frá Akureyri." Jón hefur ekki Mtið áidt á Velvakanda. Ekki ætiar Vel- vakandi þó að fara að stunda einhverja allsherjar „ofanaf- öettingarstarfsemi“. Þeir, sem sneitt er að, geta svarað fyrir sig sjálfir. Þó er rétt að geta þess, að emda þótt MtU lulkka sé með núverandi útvarpsráð, þá hefur það verið svo nú um langa hríð, að útvarpsmenn hafa verið sjö taisins. Ucizlumatur ! Smurt bruuð og Snittur SÍLD & FISKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.