Morgunblaðið - 02.02.1973, Qupperneq 17
17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1973
GAMLI
CARLSBERG
HAFNARHRIP
V________^
Kaupmannahöfn. — Nei, hér gerist
eiginlega ekkert. Allt það sama. Alls
staðar. Menn geta dáið rólegir þess
vegna, þeir missa ekki af neinu. Og
enginn segir hönum hér í borg, ekki
lengur. Hér koma varla út neinar
bækur sem maður nennir að lesa.
Ég er búinn að minnast á Starcke,
Eriksen og Krag: Rifbjerg er víst
líka með einhverja bók, auðvitað.
Liklega heldur hann að Danmörk
mundi farast, ef það kæmi ekkert
frá honum. Ætli við séum eitthvað
líkir? Þetta hlýtur að vera
vond bók, því að kápumyndin er af
nakinni konu (séð aftan frá) sem
stendur við fallbyssu. Kannski hann
fái verðiaun íyrir kápuna.
Skáldið skemmtilega Schade varð
sjötugur um daginn. Einu sinni hélt
hann að timinn mundi stöðvast á ein
hverri Kaupmannahafnarkránni,
méðan hann hafði orðið. Auðvitað.
Tíminn nemur staðar við ljóð-
in hans, en sjálfur hverfur hann inn
í þokudísina, eins og klukkan sem
er gulihringur á vísifingri ráðhúss-
ins hér á Friðriksbergi. Ég ætla að
minnast á þetta danska skáld seinna,
þennan skógarþröst í næturlifslaufi
borgarinnar. Sú grein verður ekki
fyrir sérfræðinga í ljóðlist, sem hafa
aldrei heyrt hans getið, heldur fólk
sem þekkir hann að góðu einu. Ung-
ur var hann í Paris, en honum datt
ekki i hug að koma með Paris til
Kaupmannahafnar, guði sé lof.
Kannski er þetta skýringin á breyt-
ingunni sem hefur orðið á Kaup-
mannahöfn. Nú sækja menn aðrar
borgiir og flytja þær hingað. Áður
fluttu menn Kaupmannahöfn til ann
arra borga.
Jafnvel Parísar.
XXX
Heinesen menntamálaráðherra ætl
ar að leggja fram nýtt frumvarp fyr-
ir þingið í skólamálum. Ég hef minnzt
á hándleiðslu í þessu hripi, það hef
ég gert í mörgum tugum greina á
undanförnum árum um skóla- og
menntamál, sem engum datt í hug að
lesa. Samt voru þær betri en grein-
ar Braga Jósefssonar, sem þá hafði
allt á hornum sér, þessum líka horn-
um — en nú hefur vist einhver sag-
að þau af honum. Og nú styður koll-
óttur Bragi svonefnda vinstristjórn.
Lengi skal manninn reyna, er gam-
alt máltæki. En hvað um það. í frum-
varpi Heinesens er lögð höfuð
áherzla á handleiðslu, að fylgzt sé
með börnunum og þeim komið til
nokkurs þroska. Helveg Pedersen,
sú kempa, sem studdi okkur betur i
handritamálinu, þegar hann fór með
mennta- og skólamál í dönsku ríkis-
stjórninni en flestir aðrir, hefur lýst
yfir því að hann óttist ekki þetta
nýja frumvarp, þótt i því sé gert ráð
fyrir afnámi prófa að verulegu leyti.
Þessi fíngerða kempa er einn þeirra
fáu sem alltaf eru samtima sjálfum
sér. Tómas hefur bent okkur góðfús-
lega á að það er ekki öllum lagið.
XXX
1 Konunglega leikhúsinu er verið
að sýna Falstaff, Fljúgandi Hollend-
inginn (til að forðast misskilning:
samt ekki undir stjórn Wagners),
Leiðina iöngu með O’Neills inn í
nóttina, í kvikmyndahúsum er ver-
ið að sýna „Nútímann" eftir tengda-
son hans Chaplin (eins og nútíminn
sé til), á Allé Scenen eru þeir önn-
um kafnir við að sýna Einkalíf Noel
Cowards, nei engir hugleysingj-
ar þar. Fyrir mörgum árum sá ég
þar Villifuglinn eftir Anouilh með
Helle Virkner i aðalhlutverkinu. Síð
an hefur þessi „villifugl“ leitað
nýrra ævintýra, í list og lífi. Hvenær
finnur hún þau? Og Krag kominn
til Árósa gegn vilja stúdenta og
kennir þar einhver fræði. Mátulegt
á stúdentana. Hann hefur alltaf bor-
ið góðan hug til íslendinga og hon-
um fylgja hlýjar óskir. Annars var
hann í sjónvarpinu um daginn, i ein-
hverjum spurningaþætti, og lék á
als oddi. Það var eins og hann væri
laus úr einhverjum álögum. Danir
sjálfir hafa orð á þessu. Það skyldi
enginn sækjast eftir að verða forsæt
isráðherra og kvæntur prímadonnu.
Og nú eru þau skilin. Forsætisráð-
herrar eru „opinber eign“ og allir
vita hvernig fólk fer með eignina
sina nú á dögum. Ef Ólafur Jóhann-
esson hugsaði um það, hefði hann
betri ráðgjafa við hlið sér en sam-
starfsmennina í rikisstjórninni og þá
sem lifa á þeim. Af hverju er hann
ekki búinn að tala við Brandt um
landhelgismálið? Fyrst Brandt vildi
tala við mig í Bonn er ég viss um
að hann hefði viljað tala við Ólaf,
sem er miklu geðugri og kurteisari
maður en ég. En kannski þarf ekki
að tala við Brandt lengur fyrst Alls-
herjarþingið er búið að setja Al-
þjóðadómstólnum lög um landgrunn-
ið. Þegar Bjarni Benediktsson sagði
um landhelgissamninginn við Breta
að hann væri okkar mesti stjórnmála
sigur um árabil, vissi hann að hægt
væri að treysta þvi að þjóðir heims
settu lög i samræmi við þær breyttu
aðstæður sem ör þróun krefst. Auð-
vitað vissi hann af framsýni sinni,
sem var með eindæmum, að við
næstu útfærslu væri hægt að byggja
á alþjóðalögum. Nú er það komið á
daginn. Einkunnarorð islenzka rik-
isins eru, að mér skilst: Með lögum
skal land byggja. Auðvitað eigum
við að verja mál okkar fyrir dóm-
stólnum í Haag. Við eigum ekki að
verja rétt okkar þar — heldur sækja
hann þangað. Ef við ekki gerum það
er allt tal okkar um lög og rétt
hræsni ein og hártoganir. Réttur
okkar til landgrunnsins er nú óve-
fengjanlegur og viðurkenndur af
Allsherjarþingi S.Þ., löggjafarþingi
þessarar einú allsherjarstofnunar,
sem lögum ræður. Ríkisstjórn sem
ætlar að láta tilviljanakennda ákvörð
un (gerða í hita kosningabaráttu,
sinni Ástríði.
enda kosningabeita) um 50 sjómíl-
ur koma í veg fyrir að við séum rétt-
arríki í augum heimsins er samkoma
þar sem: blindur leiðir blindan.
Og svo ekki meira um það. Við er-
um i Kaupmannahöfn. En þar var
stundum áður fyrr hugsað íslenzkar
en annars staðar. Það hefur enginn
einkaleyfi á „íslenzkum málstað“. Og
allra sízt eiga menn að lifa á hon-
um. Þá er betra að skrifa skólastila
um ágæti jafnaðarmennskunnar —
eins og Magnús Kjartansson, þegar
hann var upp á sitt bezta.
XXX
Ég minntist á hesta áðan og af
einhverjum ástæðum koma þeir aft-
ur í huga minn á þessum stað í hrip-
inu. Á jólunum sýndi danska sjón-
varpið myndir sem prins Hinrik
hafði tekið á árinu. Þar kom íslend-
ingur við sögú: brúðkaupsgjöf Is-
lendinga til Danadrottningar og
manns hennar. Brúðkaupsgjöfin heit
ir Perla og er hvít og falleg hryssa,
ef marka má sjónvarpið. Hún kom oft
við sögu. Drottningarbörnin elska
þennan Islending sinn, enda er þann
góður fulltrúi vorrar „gömlu menn-
ingar“. Hún setur svip á hirðlifið.
Hún er eini íslendingurinn sem þar
lætur til sín taka nú um stundir.
Hún er hreinasta perla.
XXX
Hér er eitthvað ódýrara að lifa en
i „Evrópu“. Sumt er þó dýrara en
heima. Með síendurteknum gengis-
fellingum kemur að því að Islending
ar verða þjónar erlendra ferða-
manna, stórauðugra sem geta látið
þá snúast í kringum sig fyrir ekki
neitt. Við erum önnum kafin að
breyta Islandi í Costa del Sol eða
hvað hann nú heitir þessi eini Spánn,
Majorka? Ég held ekki að ísiend-
ingar verði hrifnir af þjónshlutverk
inu. Það er ófyrirgefanlegt að lækka
gengi krónunnar í góðæri. Tove
Ditlevsen, skáldkonan sem allir
þekkja, segir í B.T. fyrir skömmu að
móðir sín hafi alltaf sagt, enda var
hún fátæk kona og ekkja í þokka-
bót ef ég man rétt (og fór aldrei á
útsölur): „Það er eitthvað að öllu
sem kostar ekkert.“ Tove hefur
skrifað bók með bezta titli sem ég
man í svipinn: „Flóttinn frá
uppvaskinu". Þessi flótti henn-
ar stendur enn yfir: á leið inn i nótt-
ina.
Blöðin eru afar dauf. Og danska
sjónvarpið er við frostmark, ef mið-
að er við Mið-Evrópu. Það
er kannski þess vegna sem við sækj-
um efni og fyrirmyndir einkum i
þetta danska sjónvarp og önn-
ur Norðurlandasjónvörp, sem
svo senda heim einhverjar niður-
suðudósir: opnið eina dós og
ameriskir slagarar koma í Ijós. Það
er ekki undarlegt, þótt Palme þoli
ekki Bandaríkin. Það mundi ég ekki
heldur gera, ef ég væri í hans spor-
um.
Nú síðast var sýnt hér í sjónvarp-
inu Erasmus Montanus eftir Holberg,
sem var auðvitað danskur i aðra
ættina. Ég sá í Morgunblaðinu að
þessi danska útgáfa var sýnd í sjón-
varpinu heima, svo að hún færi nú
ekki fram hjá neinum. Myndin er i
holbergskum stíl, það var kostur. En
ég var satt að segja búinn að gleyma
hvað þetta er ómerkilegt leik-
rit, enda heimsfrægt.
Við Jón prófessor Helgason sögð-
um marga vitleysu á gamlárskvöld.
Allt var það nú samt skárri della
en skólastikin i Erasmusi. Okkur
Jóni datt t.a.m. ekki í hug að rífast
um það, hvort jörðin væri hnöttótt
eða flöt. Og ekki erum við Jón
svo ómerkilegir að reyna að bjarga
okkur á skólastísku hundasundi og
latínurugli um að panis sé brauð (ég
vona það verði ekki prentvilla í
latneska orðinu), eins og Holberg í
Erasmusi. Holberg má eiginlega
þakka guði fyrir að vera löngu dauð
ur.
Fyrst íslenzka sjónvarpið fær allt
þetta efni héðan, væri ekki úr vegi
að fá Odysseif, skemmtilegan
og ótrúlega vel gerðan myndaflokk
eftir söguljóðum Hómers (já, alveg
rétt, hann vaf einnig viðstaddur
sýninguna á Medeu í Glyptotekinu),
enda brezk-italskur. Engir leika
betur en Bretar. Engir gera betri
sjónvarpsmyndir. Og nú er Kenneth
Clark byrjaður á nýjum myndaflokki
og ætlar að taka fyrir frumherja
svokallaðrar nútimalistar. Fyrsti
þátturinn vár ágætur, upphaf im-
pressjónistanna: Manet, Monet.
Bendi aðeins á þetta i skammdeg-
inu. Kannski er hægt að fá þessa
þætti með dönskum texta.
XXX
Loks: Eitt dönsku blaðanna,
ef blöð skyldi kalla, spurði fólk ný-
lega hver væri alþýðlegur og hvað
það væri. Per Hækkerup, sem
kom á Pressubailið sællar minningar
(ég hef nú aldrei skilið hvers
vegna), svaraði því til að Anker
Jörgensen væri alþýðlegur „fordi
han mener hvad han siger hvad han
mener“. Gamli Carlsberg hefur gert
marga Dani vitrari en efni standa
til, enda stjórnar Hækkerup fjár-
málum danska ríkisins um þessar
mundir.
Storm Petersen vissi allt um ágæti
Gamla Carlsberg. Við skulum hitta
þá á Friðriksbergi á morgun.