Morgunblaðið - 02.02.1973, Síða 28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1973
GAIM
að ég sagði við þig, að það væri
rétt eins og leiksviðið hefði ver
ið undirbúið. Kannski er nú
verið að gera það sama — og
giösin séu leiksviðsútbúnaður.
Til að myrða mig? hvíslaði
Jenny eftir andartak.
Cal lagði arminm um axl-
ir henni. —- í>að er nú einmitt
það, sem við viljum hindra. En
þú verður sjáif að hjálpa til
þess, Jenny. Ég vil ekki gera
þig dauðhrasdda, en þú verður
að muna, að ef eitthvað þessu
AU.
SKIPTIBLYANTINN
• þarf aldrei að ydda
• alltaf jafn langur
• ótrúlega ódýr!
Fæst i næstu ritfanga
og bókabúð
líkt kemur fyrir aftur, að æpa
þá á hjálp. En hérna kemur
Parenti. Segðu honum frá öliu
saman.
Paranti kcm labbandi eft
ir garðinum og skaut höfðinu
fram undan álútum herðunum,
augnlokin voru þung og hann
skaut Mka neðrivörinni fram og
líktist nú enn meir skjaldböku.
Hann sagði ekkert, fyrr en hann
kom til þeirra, og þá við Cal.
— Þessi appelsínusafi var rann-
sakaður. En það var ekkert at-
hugavert við hann. Hreinn
fyrsta flokks safi. Pillurnar voru
skrifaðar fyrir hina myrtiu. Við
náðum í lækninn hennar í morg-
un, og hann sagðist hafei gefið
henni lyfseðla öðru hverju í
nokkur ár. Hann leit í skýrsl-
urnar, og það gerði lyfjabúðin
líka. Þetta var ekkert óhóflega
mikið, og ekkert sem benti til
þess, að hún tæki svona pillur
að staðaldri. Læknirinn bætti því
við, að hún hefði verið heilsu-
hraust. Hann sagðist halda, að
hún hefði bara viljað hafa þess-
r pillur við höndina, ef hún
kynni að þarfnast þeirra. Þann-
ig sagði hann að margt fól'k
hefði það.
— En það eru ekki margir, sem
geyma tóm glös, sagði Cal.
— Ég hef talað við hr. Vlee-
dam. Hann sagðist hafa ver
ið þvi andvigur, að hún tæki
þessar piiloir og hefði beðið
hana að fleygja þeim. Og hún
lofaði að gera það.
— Gerði hún það? spurði Cal.
Parenti yppti öxiium. — En
það Mtur nú helzt út fyrir, að
hún hafi ekki gert það. Hr.
Vleedam kveðst hafa fundið eitt
glas, sem hún hafði falið. Og ef
eitt glas var falið, hefðu fleiri
getað verið það. Funduð þér slík
glös, frú . . . Vleedam? sagði
hann snögglega við Jenny.
— Nei, sagði Jenny. — Nei!
Parenti kinkaði aðeins kolli,
rétt eins og hann hefði búizt við
Hfingt eftir miáncetti
M.G.EBERHART
þessu svari. Hann sagði við Cal:
— Henry frændi yðar sagði lög-
reglunni sömu söguna og hann
sagði yður. Sagði, að einhver
hefði hringt og sagt, að það væri
landsíminn og spurði um ein-
hverja frú. Drengurinn kvaðst
ekki hafa heyrt nafnið alimenni-
lega. Svo sneri hann sér aftur
að Jenny: — Landsiminn segir,
að ekkert skeyti hafi verið sent
til yðar.
Cai sagði: — En hvað þá um
lyklana, sem týndust?
Parenti nuggaði á sér nefið
og andvarpaði. — Ef ég tæki all
an mannskapinn í virmu, gætum
við fundið nál i heysátu — ef
við hefðum nógan tima. En það
er annað mál að finna lykla-
hring á leiðinni héðan og til
New York.
— Þér getið spurzt fyrir. Þér get
ið látið leita í húsinu.
— Ef einhver hefði stolið þess-
um lyklum, haldið þér þá, að
hann færi að meðganga það?
— En þér haldið, að þeim hafi
verið stoidð.
—- Þér segið það. En bíðið nú
við, hr. Calendar, það er engin
ástæða til að þjóta upp. Ég verð
að hafa eitthvað fast undir fót-
um.
— Henry litli segir satt, sagði
Cal eftir litla þögn.
Parenti sagði þurrlega: — Mér
var nú sagt, að hann hefði ver-
ið afskaplega spenntur fyrir að
tala við iögregluna. Naut þess,
var mér sagt. Parenti varð allt
í einu mannlegur og þreytuleg-
ur. — Ég á sjálfur ttu ára strák.
Síðustu vilkuna hefur hann
þótzt eiga heima á tunglinu.
Það er þreytandi.
— Henry skrökvaði hvorki né
sagði sögur að minni fyrirsögn.
Og frú Vleedam sá manninn í
íbúðinni sinni. Og talaði við
hann.
— Ég er ekki að segja, að ég
trúi henni ekki.
— Kannski þér viljið þá trúa
þessu, sagði Cal. — Hér er ann
að glas . . .
Parenti lyfti ekkert brúnun-
um, en rétti höndina til þess að
gripa tóma piHuglasið.
— Hvar funduð þið þetta?
— Segðu honum það, Jenny,
sagði Cal, og Jenny sagðd það,
sem hún vissi, sem sýndist held
ur litilfjörlegt, eftir svipnum á
Parenti að dæma.
Hann kom ekki með nein
ar spurningar hann horfði
á glasið, stakk þvi síðan i vasa
sinn, leit út um gluggann og
sagði ólundarlega: — Piltarnir
mínir eru allir svo ungir. Þeir
eru góðir l'ögreglumenn. Ágætir
til að elta uppi ökufanta og
standa á verði og hirða drukkna
menn — en þeir kunna ekki mik
ið á morð. Hann andvarpaði og
bætti við: — Og ég hef svo sem
heidur ekki haft neina teljandi
æfingu í slíku.
Cal sagði varlega: — Þér eig-
ið við, að lögregluþjónninn i hús
inu kynni að hafa sofnað?
Parenti teygði enn fram vör-
ina. — Það er hugsaniegt, sagði
hann eftir nokkra þögm. — Hins
vegar gæti glasið verið búið að
vera lengi þarna í herberginu.
Gæti verið eitt glasið, sem frú
Vleedam faidi.
— Eða einhver hefur fundið,
sagði Cal hvasst.
Parenti horfði lengi á hann.
— Þér eruð ekki vel sjál'fum yð-
ur samkvæmur, hr. Calendar.
Annað veifið eruð þér að reyna
að sannfæra mig um, að enginn
í húsiniu hefði getað myrt — frú
Vleedam. Hina stundina er-
uð þér að reyna að sanmfæra mig
um að aðeins eimhver í húsinu
gæti hafa fundið þessi tvö glös
og stolið lyklunum.
— Það kann að vera, að það
sé ekki rökrétt, en það vill bara
svo til, að það er satt.
— Hins vegar gettð þið tvö
verið að skálda upp sögu, sem
ég gæti átt erfitt með að sanna
í þýðingu
Páls Skúlasonar.
eða afsanna, og gæti einmitt ver
ið sögð í þeiim tilgangi. Til þess
að leiða mig á viliigötur og
verrnda vin yðar og fyrrverandi
mann, frú Vleedam. Segið mér,
frú Vleedam hversu oft hringdi
maðurinn yðar fyrrverandi til
yðar?
Hjartað í Jenny tók slíkt við-
bragð, að hún hélt helzt, að Par
enti hefði heyrt það. Hún þorði
ekki að Mta á Cal ti'l þess að
biðja hann hjálpar. Parenti var
nýbúinn að tala við Pétur.
Pétur gæti hafa viðurkennt
þessi simtöl. Og að minnsta
kosti var auðvelt að sannprófa
þau. Hún sagði því: — Ekki sér
iega oft.
— Það eru mörg simtöl við
númerið yðar á reikningnum
hérna, sagði Parentt og horfði
enn út. — Og hann viðurkenn-
ir að hafa talað við yður, hvað
eftir annað.
— Já, en ekki nýlega, sagði
Jenn.y og greip í síðasta hálm-
stráið.
— Hvers vegna var hann yfir
leitt að hringja til yðar, þegar
þið voruð skilin?
— Af því að hann vildi vita,
hvemig mér liði. Við voruma
bezbu vinir. ...
Parenti sagði nú ekkert, en
varir hans hreyfðust með efa-
velvakandi
• Blöð eru góður undir-
burður
J. Kon. skrifar:
„Alls staðar fellur til mikið
af dagblöðum, umbúðapappír
og pappakössum.
Á það hefur verið bent, að
fól'k ætti að halda þessu til
haga og setja í rotþró eða
hrúgu með öðrum lifrænum
efnum, sem til faila og bera svo
í matjurtagarða. Þess var getið
að prentsvertan skaðar ekki.
Annað er lika hægt að gera
við þetta blaðarusl, það er að
hafa það fyrir unddrburð undir
búfénað. Þetta hefi ég og
fleiri gert. Var skiturinn bor-
inn á strax um vorið með góð-
um árangri.
Það er mjög leiðinlegt, hvað
sauðkindin á við mikinn sóða-
skap að búa hjá sumum.
Sauðfé er mjög hreinleg
dýr, sem þola illa óloft og
blaut hús.
,1. Kon.“
HÁSKÓLABÍÓ - TÓNLEIKAR FYRIR ALLA
LÚÐRASVEITIN SVANUR LEIKUR I HASKÓLABÍÓI AMORGUN 3. FEBRÚAR KLUKKAN 3 E.H.
Stjórnandi Jón Sigurðsson. Ellert Karlsson, stjórnandi lúðrasveitar Vestmanna-
Einleikari Björn Leifsson. eyja stjórnar eigin útsetningu á lögum eftir Árna
Kynnir Borgar Garðarsson. Thorsteinsson.
Miðar hjá Eymundsson, Lárusi Blöndal og við innganginn. — Verð 100 krónur.
ALLUR AGÓÐI RENNUR TIL RAUÐA KROSS ÍSLANDS VEGNA ELDGOSSINS I VESTMANNAEYJUM.
Velvakandi svarar í síma
1010C frá mánudegi til
föstudags kl. 14—15.
• Rangfærslur
Jakob Ó. Pétursson skrifar:
„Velvakandi sæll.
Einn af prestum þjóðkirkj-
unnar ritar nýlega i helgarút-
gáfu eins dagblaðanna þátt
nokkum, þar sem hann m.a.
■vitnar í ijóð Davíðs Stefánsson
ar frá Fagraskógi á þenna
hátt:
„En ég veit hvað fgesta grunar,
sem fellur þyngst að hverfa,
hve fljótt það er að gleymast,
þeir hafa verið til."
1 Kvæðasafni Davíðs III.
bindi Ak. 1943 eru ljóðlínurn-
ar þannig tilfærðar:
„Og fæsta þeirra grunar,
sem felliur þyngst að hverfa,
hve fáir leggja á minnið,
að þeir hafi verið tii.“
Hér ber of mikið á milli, og
upphafið, skv. minni prestsins
hálfgerð (eða aiger) lokleysa.
Menn gera alltiaif mikið af
þvi, að vi'tna í ljóð skáldanna
okkar, ekki sízt kennimennim
ir, en þá kröfu verður að gera,
að það sem birt er innan til-
vitnunarmerkja, sé orðrétt eft-
ir haft, en ekki treyst lauslega
á minni. En því bendi ég á
þetta, að það gerist nú æ tíð-
ara, að rangt sé vitnað í ljóð
okkar beztu skálda.
Akureyri, 27. janúar, 1973.
Með beztu kveðju,
Jakob Ó. Pétursson."
• Útrás fyrir byssuglaða
þingmenn
K.S. skrifar:
„Velvakandi góður.
Þar sem þú ert farvegur fyr-
ir íslenzkt mannvit, bið ég þig
að koma á framfæri góðri hug-
mynd. Það er talið æskilegt að
sprengja farveg fyrir hraun-
strauminn i Vestmannaeyjum
út í sjó, en ekki þorandi að
varpa sprengjum úr flugvél.
En það hefi ég lært af Sjálf-
stæðu fólki hans Haldórs, að
„Bretar eiga mörg myndarleg
herskip, sem væru hverri þjóð
til sóma, jafnvel þótt þau væru
notuð til einhvers gagns." Nú
á stjómin okkar að semja við
Breta um, að stærsta orrustu-
skip þeirra sé velkomið til ís-
lands um stund, skal það leggj-
ast við ankeri á Vestanannaeyja
sundi og bombardera gígbarm-
inn með sínum stænstu fall-
stykkjum. Þetta gæti orðið Vest
mannaeyjum til vemdar og
Bretum sjáifum til blessunar.
Byssuglaðir þingmenn frá Hull
og Grimsby fengju hér útrás,
svo þeir gætu hætt að skamma
hann Douglas-Home, sem er
maður skynsamur og varfær-
inn, enda af kyni, sem hefir
verið forvigisætt í Skotlandi
frá því á tímum Snorra Sturlu
sonar. í þriðja lagi gæti Palm-
erstone lávarður sparað sér
það ómak að ganga aftur á
hverri nóttu í Westminster
Abbey og gæti áfram sofið ró-
legur í sinni dýru kistu. K.S.“
• Við varpann bíður vorið
og hrekur vetur frá
Jón Amfinnsson skrifar:
„Svo innan skaimims er kom-
in sól og bMða. Ykkur sem eigið
trjágarða minni ég á, að láta
ekki dragast að klippa og
snyrta trén og rannana. Það
hefur svo mikið að segja fyrir
útlit garðsins. Fegurðina þráum
við og óskum þess að hún
tjaldi allt umhverfið við húsið
með listrænum lindum sínum.
Sumarið er stutt. Því er bezt
að undirbúningi öllum verði
lokið fyrir vorið. Verjið tima
og kröftum rétt.
Jón Arnfinnsson.“