Morgunblaðið - 06.02.1973, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1973
21
Séra Jón Pétursson
prófastur frá Kálfafellsstað
Fæddur 1. marz 189fi.
Dáinn 23. janiiar 1973.
Nokkur niinninffar- og kveðju-
orð.
Þar með er fallinn í valinn
eftir langa og erfiða vanheilsu
einn af sérstæðum persónuleik
um þessa bæjarfélags. Maður
gæddur góðum gáfum, skoðana
festu og frásagnarlist, sem átti
rætur i hinu bezta í menningar-
arfleifð kjarnmestu ætta lands
ins í föður- og móðurætt. Ræt-
ur þeirra ættarstofna lágu
djúpt í menntamannaætt Víði-
valla í Skagafirði oig stórbænda
ætit Suður-Þingeyjarsýsl'u að
ógleymdum Boga á Staðarfl.
Aðrir munu verða til að rekja
hinn merka embættisferil séra
Jóns og verður það þvi ekki
gert hér.
Séra Jón fæddist og ólst upp
I hinni fögru Suðursveit sunnan
jökla og á milli sanda og jökul-
vatna á prestssetrinu Kálfafells
stað í Borgarhafnanhreppi í
skjóli foreldra sinna séra Pét-
urs Jónssonar, Péturssonar háyf
irdómara og frú Helgu Skúla-
dóttur, Kristjánssonar óðals
bónda á einni stærstu jörð í
Þingeyjarsýslum, Siigriðarstöð-
um í Ljósavatnsskarði, alnöfnu
ömmu sinnar Helgu dóttur séra
Skúl'a í Múla.
Systurnar þrjár Jóhanna,
Jarþrúður og Elísabet, sem all-
ar áttu eftir að giftast merk-
um mennta- og framkvæmda-
mönnum og standa fyrir stórum
gestrisnum heimilum áttu einn-
ig þarna gæfuríka æsku.
Nú lifir Elisaibet í Hilleröd
á Norður- Sjálandi ein eftir
þeirra merku systkina, en marg-
ir hafa talið hana einn bezta
fulltrúa íslands á þeim slóðum,
sendiherra ígildi, sökum gest-
risnii, hjálpfýsi og höfðingsskap
ar eins og hún á kyn til.
Sá sem þessar línur ritar átti
þvi láni að fagna að fá að
dveija mörg unaðsleg sumur á
heimili séra Jóns, fyrst hjá föð
ur hans séra Pétri þá háöldruð-
um og hinni góðu konu hans
frú Helgu. sem allir Suðursveit
ungar dáðu. Þá var pestssonur-
inn i prestaskólanum, þvi að
Suðursveitungar vildu ekki ann
að heyra en að hann tæki við
af föður sínum, svo vinsæl og
mikilsmetin var ættin i heima-
byggð sinni. Til þess að svo
mætti verða þurfti ungi maður-
inn að hætta við fyrra starf,
setjast í menntaskóla, eftir að
hafa hætt þar námi vegna veik-
inda löngu fyrr og ljúka síðan
prestaskólanámi á skemmsta
tíima. Þar réð skyl'duræknin við
vini og venzlamenn, enda kenni
mannsblóðið ríkt í afsprengi
Víðivallafeðganna og prestanna
séra Skúla í Múla og séra Sig-
fúsar á Höfða.
Séra Jón varð fljótt viður-
kenndur góður prestur og kenni
maður og jafnframt bóndi á
stærstu jörð í sveitinni, en
fyrstu 10 búskaparárin bjó
hann með móður sinni frú
Helgu. Séra Jóni var sérstak-
lega annt um gripina sína og
jörðina, sem honum var trúað
fyrir. 1 þeirri stóru landareign,
sem var paradis náttúruunn-
enda mátti ekkert kvikt deyða,
alls ekki fugla, og lengi vel
ekki fisk. Þar ríkti friðhelgi
undir stjóm prestsins, sem var
fróðleikssjór um menn og mál-
efni, sögu og iandafræði, fjær
og nær.
Hinar hugljúfustu minningar
unglingsára minna eru tengd-
ar menningarsetrinu Kálfafells-
stað, sem lengi var miðstöð sveit
ar þar sem ríkti bændamenning
af rammíslenzkum toga spunn-
in.
Mér eru sérstaklega minnis-
stæðar göngur okkar séra Jóns
um hin viðlendu tún og engjar
Kálfafellsstaðar, sem öll sveit-
in naut góðs af vegna velvilja
húsbændanna á staðnum. Við
gengum á vordaginn og snetnma
sumars fyrir slátt um túnið,
Leltin og Grundina, engiin, Veit-
una með hnéhárri gulstör, vall
lendisbakkana við fljótið, Efra
Stykki og Magnúsarstykki og
Slétturnar, með sínum sérkenni-
lega starargróðri og sefsíkjum
með ál í kýl og sauðlauk á
bakka. Á þeim björtu vordögum
var gaman að vega og meta
jarðargróðann, væntanlegan hey-
feng og ásetning að hausti.
Fram undan var „állinn“ spegil
sléttur með vakandi silung og
lúru við botn. Síðan sandfjaran
löng eins og eilífðin og loks haf-
ið blátt í fullu suðri, silfurmerl
að undir sól að sjá en að baki
tignarlegir pýramídar Staðar-
fjallts. Það var góð undirstaða
og uppbygging hugsandi frjáls-
lyndum presti fyrir prédikun
næsta sunnudags, og af þeim
nægtabrunni kunni séra Jón að
teyga.
Jón kvæntist 14. apríl 1936
myndarkonunni Þóru Einars-
dóttur Jónssonar vegaverk-
stjóra, einni af 9 mannkostasystr
um. Þóra ól manni sínum 3 mann
vænleg börn. Pétur viðskipta-
fræðing, Helgu Jarþrúði og Ein
ar, sem nú hefur fetað í fótspor
föður síns og langfeðga og ný-
l'ega gerzt prestur að Söðul-
holti á Mýrum. Þegar prests
hjónin vegna vanheilsu séra
Jóns höfðu flutzt til Reykjavik-
ur fann prestskonan hér ný við-
fangsefni í félagsmálum og líkn
armálum höfiuiðstaðarins og
stofnaði og stýrði m.a. félaga-
samtökunum „Vernd“, sem
hún nú hefir hlotið verðskuld-
aðan heiður fyrir.
Jón minn, ég kveð þig nú
um sinn. En um leið verður mér
hugsað til hinna viðsjálu jökul-
vatna, sem hvarvetna töfðu för
ferðalangs i Skaftafellssýslum á
þeim árum. Mér verður hugsað
til þess, hve örugglega Bleikur
Sóti og Laufa báru okkur yfiir
vötnin sem þú kenndir mér að
velja rétt vöð yfir, þótt hvergi
sæi i botn.
Ég veit, að á meðan þú þurft-
ir að dvelja hér á mölinni og
asfaltinu í Reykjavík var hug
ur þinn alltaf fyrir austan. En
þegar þú nú ert orðinn laus við
hrörlegan líkama ertu aftur
frjáls eins og fuglinn að vitja
æskustöðva og kirkju þar sem
um tima var bezti vettvangur
starfs þíns. Guð veri með þér og
öllum þínum, sem sakna vinar í
stað. Eftirlifandi eiginkonu,
börnum og barnabörnum og
aldraðri systur á Sjálandi votta
ég mína innilegustu samúð.
Reykjavik 1. febrúar 1973.
Baldur Johnsen.
Útsala
Karlmannaföt ... frá kr. 2975
Stakir jakkar . frá kr. 1500
Stakar buxur .... frá kr. 875
Terylenefrakkar kr. 1850
ANDRÉS, Aðalstræti 16, sími 18250.
Kvenstúdentar
Opið hús að Hallveigarstöðum í dag, þriðjudag, frá
kr. 3—6. Kaffiveitingar. Stjórnin.
Þrastalundur
Veitingaskálinn Þrastalundur við Sog er til leigu
næsta sumar.
Tilboð óskast send á skrifstofu UMFl að Klappar-
stíg 16 eða í pósthólf 406, Reykjavík, fyrir 20. þ.m.
Ungmennafélag Islands.
Framholdsaðalfundur
Verzlunarrdðs íslands
verður haldinn þann 8. febrúar 1973 kl. 12:15 í
Súlnasal Hótel Sögu.
DAGSKRA:
1. Sameiginlegt borðhald.
2. Prófesisor Ölafur Bjömsson ræðir um efnahags-
málin.
3. Fjárhagsáætlun V.í.
4. Tillögur stjórnar til lagabreytinga.
Hef til sölu
Mjög skemmtilega 4ra herb. íbúð í Fossvogi.
Jr Hef traustan kaupanda að einbýlishúsi, raðhúsi
eða góðri sérhæð í Kópavogskaupstað eða ná-
grenni.
Upplýsingar á skrifstofu
SIGTTRÐAR HEUGASONAR, HRE.,
Digranesvegi 18, Kópavogi, sími 42390.
Kvöldsími 40587.
TUsölu ------------------------- TUsölu
A SELTJARNARNESI erum við með til sölu GÓÐA 5 herbergja
10 ára, um 120 fm ibúð á annarri hæð i parhúsi, stór bílskúr,
gott útsýrvi, verð 3—3,5 millj. Otb. um 2 milljónir.
í VESTURBÆ, 4ra herbergja tbúð á 1. hæð í jámvörðu timbur-
húsi. ibúðin er öll ný standsett, verð 1,9 millj., sem má skipta.
iBÚÐIN GETUR ORÐIÐ LAUS FLJÓTLEGA.
FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN,
símar 20424 — 14120.
HEKLA
HF.
Laugavegi 170—172 — Sími 21240.